Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.10.1994, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 19 Ari Edwald AOstoðarniaður lögíræöingur 7. sæti „Hanti á erindi á þing“ (en hvað finnst hinum?) Styðjum ungan mann með mikla reynslu (sem aðstoðarmaður) Þekkir Svein Andra 17. minna forystuna á að í flokknum sé fólk sem dansi ekki eftir línunni og krefjist að á það sé hlustað. Það mun þó ekki vera runnið undan riíjum hennar sjálfrar. Katrín mun örugg- lega gjalda töluvert fyrir yfirlýsingar sínar í vor þegar hún ákvað að taka ekki þátt í prófkjöri fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Þær raddir heyrast að henni verði „slátrað“ og komist ekki einu sinni í eitt af þeim tíu sætum sem raða á í. Á hinn bóg- inn er líklegt að hún fái að sama skapi talsvert af óánægjufylginu sem Ingi Björn sópaði að sér síðast. Sá hópur er hins vegar tvístraður í dag og það er alls ekki hægt að segja að hann hafi fundið sér farveg í ffamboði Katrín- Afar skiptar skoðanir eru um stöðu Markúsar Arnar Antonsson- ar. Hann þjófstartaði prófkjörsbar- áttunni með auglýsingum í blöðum, endalausum greinaskrifum og lang- setum á kaffihúsum miðbæjarins til að minna gesti og gangandi á tilveru sína. Hann hafði lika rúman tíma til þess, laus við alla ábyrgð ffá því hann sagði af sér borgarstjóri, milli þess sem hann hjálpaði vini sínum Jó- hanni Briem í Myndbæ. Framan af virtist Markús fúllur sjálfstrausts og á góðri leið með að sannfæra sam- flokksmenn sína um að hann ætti umbun skilda fyrir fórnfýsina. Nú drukkna auglýsingarnar hans og kjallararnir í flóði stærri auglýsinga og kraftmeiri greina hinna frambjóð- endanna. Hann er því aftur að kom- ast í stöðu þess minnimáttar og far- ARA GÍSLA I 7.-8. SÆTI Ari Gísli Bragason Ungskáld og fornbókahúðarloka 7.-8. sæti „Ungan mann íöruggtsœti“ (hirðskálds) „Veljum mann meðþekkingu og reynslu úr menningar- og at- vinnulífi“ (er þetta grín!?) Eflurn Reykjavík (á hann ekki við miðhceinn?) inn að væla yfir því að verið sé að níða af honum skóinn. Það kjósa fáir slíkan mann til forystu og því er hætt við að hlutskipti hans verði að ná ekki öruggu þingsæti og 4. sætið sem hann stefhir á er ekki innan seilingar. Vonbiðlarnir Ari Edwald er sá eini úr stutt- buxnadeildinni, sem tekur þátt í þessu prófkjöri, sem eitthvað mark er tekið á. Það eitt gefúr honum mögu- leika á að lenda í þingmannasæti. Framboði hans hefur verið vel tekið af þingmönnunum en Heimdelling- ar eru sjálfum sér sundurþykkir og klofnir í fýlkingar þannig að hann á síður en svo vísan stuðning meiri- 14.7S8 einstaklingar hafa rátt til þátttöku í próffcjori Íf Sjálfstæðisfiokksins í Reykjavík Viít M Mtt i sitis as(|sais«siis? ’ Lára Margrét Ragnarsdottir Alþingis mað u r h agfræð i ngu r 5. sæti Hœgri Notar ekki konutrikkið Evrópusinni „Taktu þátt í mótun morgundags- ins" (enfcer hún að vera með?) hluta þeirra yngri. Árangur Ara mun því væntanlega ráðast af því hve vel honum tekst að kynna sig hinum al- menna flokksmanni sem mætir á kjörstað en er að öðru leyti óvirkur í starfinu. Hann hefúr greinilega áttað sig á þessu því hann valdi þá leið að leggja áherslu á ímyndina með flott hönnuðum auglýsingum og stórum myndum af sjálfúm sér með þeim skilaboðum að hann sé ungur og kraftmikill maður á uppleið. Sumir eru þó þeirrar skoðunar að þær séu of flottar og verki því ffáhrindandi. Ari gerði þau grundvallarmistök að setja upp kosningaskrifstofú í mið- bænum í húsnæði á jarðhæð með stórum búðargluggum. Yfirleitt er fá- Ásgerður Jóna Fiosadóttir 8.-10. sæti Kona sem trúir að það sé henni til framdráttar „Sjálfstœðisflokkurinn metur konur að verðleikum“ (síðan hvencerí?) mennt á kosningaskrifstofúnum en það er eins og Ari vilji að allir viti að hann er yfirleitt einn á staðnum með öráum hræðum. Hann er ekki einn um að trekkja ekki að fólk í kaffi en það sjá það bara miklu fleiri en ástæða er til. Kaffið er líka mildu betra á kaffihúsunum í kring. Annað sem vinnur gegn Ara er að hann sæk- ir fýlgi í svipaðan hóp og Sveinn Andri Sveinsson. Utreið hans í prófkjörinu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar bendir til að sá hópur fari minnkandi þótt fleira hafi spilað inn í sem Ari er saklaus af. Prófkjör eru leiðinleg ef alvöru kverúlanta vantar og fjarvera þeirra Það er kominn # tími til... Guðmund Krtstin Oddsson í 8. sætlð Guðmundur K. Oddsson Fyrrverandi íramhaldsskólanemi Neðstur „ Ungtfólk til áhrifa!“ (já, en varla hann?) Bjartsýni Misskilningur Brotlending á sunnudag er einmitt gallinn í þetta sinn. Sá eini sem kemst nálægt því að geta borið þessa nafiibót er Pét- ur H. Blöndal. Hann heyr sína kosningabaráttu á allt öðrum forsendum en hinir, sem vilja bara tryggja sér þingsæti, og veður í þeirri villu að kjósendur í prófkjöri sökkvi sér ofan í skoðanir frambjóðendanna á tæknilegri útfærslu á lífeyris- kerfinu. En Pétur vill koma að gagni og er mikið niðri fýrir. Auglýsingar hans í blöðum og bæklingarnir eru svo fráhrind- andi að minnir á hagskýrslu með passamynd þess sem vann hana. Engum hefúr heldur dottið í hug fýrr að halda löng erindi um aðskiljanlegustu efni á kosningaskrifstofu sinni fýrir hálftómu húsi. Þótt það sé kannski heiðarlegasta leiðin í svona baráttu að gera ítarlega grein fýrir skoðunum sínum þá er það ekki rétta leiðin vilji menn ná árangri. Pétur fær vís- ast fýlgi þeirra sem vUja hrista upp í flokknum - fá mann inn í þingflokkinn sem fær hina tU að sinna vinnunni sinni almenni- lega með endalausum athuga- semdum og þreytandi dugnaði. Einarðar og ferskar skoðanir fleyttu honum inn í bankaráð íslandsbanka í vor en þá áttu í hlut óánægðir hluthafar sem höfðu fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Ekki núna. Ari Gísli Bragason vUl líka vera minnihlutahópur eins og stærri kanónurnar. Hann gerir kröfú tU þess að vera menning- arvitinn í hópnum. Gallinn er sá að hann er ekki viðurkenndur sem slöcur. Ungskáld er nefni- lega ekki það sama og hirðskáld. Þá þykir slagorð hans jaðra við grín: „Veljum mann með þekk- ingu og reynslu úr menningar- og atvinnulífi“. Fáeinir ljóða- upplestrar og afgreiðsla á göml- um bókum gerir hann ekki að athafnaskáldi, sem eru þau skáld sem eru í mestum metum í Val- höll. Ari Gísli gerir út á þá stað- reynd að í ffamboð fýrir Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík hefur að mörgu leyti valist einsleitur hópur í gegnum tíðina. Hann hefúr reiknað dæmið þannig að nú væri lag í ljósi umræðu inn- an flokksins um þetta vanda- mál. Menn, sem hafa verið að reyna að fá botn í ffamboð Ara Gísla og standa utan stuðnings- mannahóps hans í miðbænum, hafa aðeins fúndið eina senni- lega skýringu; að hann sé að minna forystumennina á að vilji hans standi til þess að verða menningarviti flokksins. Sú staða hefúr í gegnum tíðina þýtt vegtyllur ýrnsar og gefið vel af sér í aðra hönd, enda er flokkur- inn þekktur fýrir flest annað en að státa af mörgum listamönn- um innanbúðar og samkeppnin því takmörkuð. Ara tekst þetta kannski en það er erfitt að ímynda sér hann á þingi. Þeir vonlausu Ásgerður Jóna Flosadóttir er óskrifað blað sem margir telja raunar að verði aldrei skrifað. Talið er sennilegast að hún hugsi framboð sitt til að kanna hvort hún komi til með að eiga einhvern tíma séns. Megin- áherslan í auglýsingum hennar er annars vegar á þá staðreynd að hún er kona og hins vegar á að Sjálfstæðisflokkurinn treysti konum til að axia ábyrgð, sem er affur umdeilanlegra. Með því slær hún þann varnagla að geta vísað. til hins gagnstæða ef illa fer. Sem allt bendir til á þessari stundu. Guðmundur K. Oddsson er fulltrúi þeirra sem trúa því enn- þá að allir.hafi jafna möguleika og það eigi jafiiframt við í Sjálf- stæðisflokknum. Þar sé vinnu- fúsum höndum tekið fagnandi og með dugnaði sé hægt að láta að sér kveða og rísa til metorða. Guðmundur á væntanlega eftir að skipta um skoðun á sunnu- daginn þegar úrslit prófkjörsins liggja fýrir. ■ Ungt fólk er um 40% kjósenda í Reykjavík og það þarf að eiga fulltrúa á framboðslista Sjálfstceðisflokksins. Rödd þess verður að heyrast á Alþingi þegar stefnan verður tnórkuð til nœstu aldar. Það er kosturfyrir Sjálfstceðisflokkinn að geta boðið upp á ungan mann með þá reyns/u sem Ari Eclwcild hefur og því hvetjum við alla til að styðja hann í 7. sætið. -Stuðningsmenn KosningaskrifstofuAra Edwtád er (xð Hqfharstncti 7 oger opin allu daga frá 10 til 22. Síntar skrifstofunnar ertu 2 40 25 og 2 40 65. Fax: 240 79 Pösturihn Áskriftasíminn er 2 55 77 l rf' 'riá

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.