Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN TÍSKA 21 6 Helstu efnin eru þykk ullarefni og tweed. Hjá stelpunum bætast við fín- leg efni eins og satín. 7 Peysur fyrir herrana verða þykkar, miklar og úr ull, bæði með rúllu- og sléttum kraga. Þær verða svartar, gráar, eða í dökktónuðum jarðarlitum. Hjá dömunum verður mikið um þröngar og stuttar peysur í skærum litum. 8 Þegar á að punta sig upp fara stelp- urnar í skósíða kjóla eða pils. Strák- arnir fara í jakkaföt sem hneppt eru hátt upp, og í vesti undir. 9 Hjá strákunum verður mikið um buxur sem þrengjast niður og jakka sem eru síðari en áður. Þessi stíll er sóttur í Bítlatímabilið. ÍO Skór verða grófir og uppreimaðir. Stelpurnar fara gjarnan í há leðurstíg- vél eða ökklaskó með miklum hælum. Strigaskór verða vinsælir. 11 Bindi verða mild og oft úr ofnu silki. Þau eiga að vera látlaus. 12 Fiauelisbuxur verða vinsælar. Bæði þessar klassísku, og þær sem víkka út að neðan. 13 Svokallaður „secondhand“-fatnað- ur verður áfram, enda munu leika mild- ir hippastraumar um tískuna í vetur. HANZ „Jakkar eru orðnir aðeins síðari, hátt hnepptir, og orðnir þrengri. Það verður mikið um vesti og þau eru hærra hneppt en jakkarnir, þannig að það kemur upp undir skyrtukragann. Buxur hafa þrengst, eru nú oft með einni fellingu í stað- inn fyrir tveimur. Þær þrengjast líka meira niður en áður og það þykir flott að stækka uppábrotið, hafa það jafnvel 4-5 cm í staðinn fyrir 3 cm uppábrot. Litirnir í vetur eru mikið út í brúnt, og svo grátt, grænt og dempaða jarð- arliti. Allt mjög rólegir litir og skyrt- an á nú að vera í sama lit og jakk- inn. Bindin eru öll orðin úr ofnu silki og í möttum litum. Fyrirmyndin er gamla innflytj- endatískan frá 1920-30 og gömlu góðu „threepiece“-fötin þykja flott. Þessu blandast svo sú tíska að vera dálítið „loose“. Vera ekk- ert að girða skyrtuna of mikið, eða jafnvel sleppa því alveg. Við þetta nota menn svo axla- bönd og grófa skó. Tískan í vetur er þessi kreppu- tíska, þú átt ekkert að vera að sýna of mikið í hverju þú ert, heldur vera frekar hlutlaus. Það skemmtilegasta við herratískuna núna er að þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem það á sér stað virkileg breyting. Nýir litir, efni og snið,“ segir Gunn- ar Elfarsson, verslunarstjóri í Hanz. ■ SAUTJAN „[ fínni tískunni fyrir strákana verður mikið um jakka sem eru hnepptir hátt upp, bæði síðir og í venjulegri sídd. Þessir jakkar eru eins konar afturhvarf til Bítlatískunnar og eru bæði seldir stakir og hægt að fá sem jakkaföt. Vesti verða áber- andi í vetur og í skyrtunum verður mikið um Mao-kraga og svo síða kraga, þær verða röndóttar eða einlitar hvítar. Bæði skyrturnar og vestin verða síðari en áður hefur verið. Jakkafötin verða ein- hneppt og hátt hneppt, með vestum, og annað hvort teinótt eða rönd- ótt. Helstu litir í þeim eru grár, svartur og dökkbrúnn. Það Baby-doll bolimir munu hlýja bæði stelpum og strákum í vetur Þrátt fyrir kuldann verður mikil bolatíska í vetur. Hip- hopararnir klæðast síðum bolum með stórum og miklum merkjum. Og svo verða bolir mikið notaðir við kjóla og pils, og undir gallajakkann. Það allra nýjasta í þessari tísku eru svokallaðir „baby-doll“ bolir, ætlaðir fyrir stelpurnar. Þeir eru þröngir og með stuttum ermum, pastellitaðir, og oftar en ekki í bleikum tónum. Á þess- um bolum eru svo ýmist krúttlegar eða væmnar myndir, svona rétt til að undirstrika sakleysi stúlknanna sem í þeim ganga. Mynd- irnar á bolunum eru oftast sóttar í smiðju Walt Disney, dýr eins og Bambi, íkornar og öll sæt lítil dýr verða hvað vinsælust. ■ verður mikið um tweed-efni í vetur og er það í anda tískunnar sem var á árunum fyrir stríð. I hversdags-tískunni verður mikið um peysur. Þær verða síðar og þykkar, oft strofflausar, og með opnu hálsmáli þannig að ef menn eru í skyrtu undir fær kraginn að njóta sín. Það verður einnig mikið um svokallaða „secondhand“-jakka úr rúskinni og flaueli, og grófri ull. Helstu merkin sem við seljum eru: Diesel, Komodo, Method, Works, Charly’s, Obvious og Pierce. Hugmyndafræði tískunnar í vetur er líklega upprunnin að miklu leyti í gamla Bítlatímanum, og svo tískunni sem var fyrir stríð. Um þessa línu liggja þó dálítið hippaðir straumar, þann- ig að ýmis „secondhand“-fatnaður verður vinsæll í vetur. Það mætti kalla tískuna sem er ríkjandi í dag „Ekkert bannað-tískuna”, segir Sölvi Snær Magnússon. „Tískan hjá stelpunum einkennist af því í vetur að grófu og fínu er blandað saman. Það verður mikið um stuttar og þröngar peysur úr móhári eða gróft prjónaðar ullarpeysur. Einnig verður mikið um stutt og síð pils, og svo skósíða kjóla, með mjög þunnum hlýr- um.Undir þessa kjóla er gjarnan farið í bómullarboli í pastellitum, bleiku og hvítu. Það er mikið um að stelpurnar klæði sig í síð pils, þykka peysu og grófa skó. Þó að það verði mikið um kjóla og pils í vetur er tískan frekar gróf og oft farið í stuttermabol með væminni eða ísaumaðri mynd, og gallajakka við pilsin og kjólana. Strigaskór verða áfram í vetur og við seljum mikið af strigaskóm úr lakki, en lakk er að koma mjög mikið í skóm. Einnig verður mikið um há og rennd leðurstígvél, einnig upp- há reimuð. Og ökklaskó, bæði reimaða og með teygju á hliðinni, í svörtu og brúnu. Skórnir verða aliir með dálítið góðum hælum. Skærir litir verða áberandi.eins og skær -blátt, -bleikt og - appelsínugult. Svo verða grátónar og svart líka í vetur. Helstu merkin sem við seljum eru; Diesel, Morgan, Komodo, Acqua Verde, Big Star, Chippy, Saint Tropez og Kiliwatch. Og í fínni fatnaðinum erum við aðallega með Vertigo, Le Garage, Graffity’s, Helena Hart, Sticky Fingers og Kookai. Helstu merkin í skóm eru Shelly’s, No Box og Destroy. Tískan í vetur hjá stelpunum er dálitið mikið afturhvarf til diskótímabilsins, satín og skærir litir. Þetta blandast svo gróf- ari fatnaði, eins og grófum ullarpeysum, og þá í skærum litum,” segir Sigurlaug Sverrisdóttir. ■ EVA „Litirnir í vetur skiptast í jarðarliti og svo sterkari liti. En fyrir hina almennu manneskju eru það frekar jarð- arlitirnir sem ráða. Það er bæði stutt og sítt í tísku. Buxnadragtir verða vinsælar í vetur, þröngar buxur og flottir jakkar. Hugmyndaflugið fær að njóta sín og það er bæði hægt að vera frikaður og svo líka mjög klassískur, allt eftir því hver á í hlut og við hvaða aðstæður. Efnin eru betri en oft áður enda er fólk farið að gera miklu meiri kröfur til efna en áður. Þeir sem hafa efni á því fá sér gjarnan dýrari föt úr vandaðri efnum, ull og tweed. Og hinir sem vilja eyða lægri upphæðum í föt halda sér við ódýrari efni. Skór verða grófir og oft uppreimaðir. Annars er skótískan að verða dálítið fínlegri úti, en þær breytingar taka smá tíma að berast hingað. Helstu merkin okkar eru Virmani, Nicole Far- hi og svo vorum við að byrja með Donnu Karan DKNY, sem við bindum miklar vonir við. Sú lína er fyrir frekan breiðan aldurs- hóp því hún er með allt frá dálítið ögr- andi fatnaði í skærum litum upp í klass- ískan.'fínan fatnað. Annars reynum við að vera á klass- ískari nótunum enda er okkar kúnna- hópur konur sem komnar eru yfir tvítugt og aðeins formfastari og praktískari en yngri krakkarn- ir,“ segir Marta Bjarna- dóttir i Evu. ■ Grófir diskó- samfestingar það sem koma skal Tískan í vetur virðist mikið til samsett úr tveimur línum. Annars vegar grófum uliarfötum, hins vegar fínlegum og skærlitum fötum sem hægt er að rekja til diskótímabiisins. Þessum tveimur línum er nú blandað saman, og fólk klæðir sig í fínlegar, skærlitar diskóskyrtur úr satíni, mó- hársvesti, ullarbuxur og klossaða skó. Ef spáð er í framtíðina og litið til næsta árs má vel ímynda sér að þessar tvær línur renni saman og fram komi eins konar gróf diskótíska. Þessi lína yrði þá líklega fáanleg í samfestingum og því minnsta mál í heimi að klæða sig upp. í staðinn fyrir að þurfa að velja saman óteljandi flíkur úr diskólínunni og þeirri grófu, verður líklega hægt að skella sér inn í næstu tískuvöruverslun, fara í samfestinginn og bara renna upp. Meðfylgj- andi mynd sýnir þessa línu, sem líkleg er til vinsælda á næsta ári. ■ Ur smækka og verða fínlegri Tiska millistriðsaranna er nú fyrirmynd úrahönnuða rétt eins og fatahönnuða. Stóru kafaraúrin fara halloka fyrir minni og fínlegri úrum. íburður úranna er minni og þau verða einfaldari að allri gerð, og með leðurólum í stað veglegra keðja áður. Klassi og látleysi eru höfð að leiðarljósi. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.