Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.10.1994, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNPÓSTURINN TÍSKA MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 14 Skyrtur verða gjarnan kragalaus- ar, síðar og með löngum ermum. Flott að hafa skyrturnar girtar utanyfir. 15 Tvíhneppt jakkaföt verða áfram fyrir þá sem vilja aðeins klassískari fatnað. Hjá hip-hopurunum verða síð- ermabolir með stórum myndum vin- sælir. Stelpurnar fara í svokallaða ba- by-doll boli í pastcllitunum, þeir eru með krúttlegum og væmnum mynd- um framan á. 17 Vinsælt er að hafa uppábrotið á herra- buxunum stærra en áður, allt að 4-5 cm. 18 Gamli góði gallajakkinn er fyrir löngu orðinn klassískur og verður vinsæll í vetur. 19 Köflótt, röndótt og teinótt verður vinælt. 20 Gömul snið af gallabuxum verða vinsæl í vetur. OLIVER „Þaö verður mikið um siðari jakka en áður og herðapúðar minnka. Það verður mikið um að menn fari í jakka yfir jakka og jafnvel vesti yfir vesti, eða þá vesti undir jakka. Buxurnar þrengjast niður og verða með hærri uppábrotum en áður, og ef jakk- inn er mjög síður þá eru buxurnar hærri í strenginn. Skyrt- urnar eru bæði einlitar og röndóttar. Þær eru með Maó- krögum, oft síðar og ætlaðar til að hafa utan yfir jakk- ann. Á ermunum eru reimar í staðinn fyrir tölur. Efnin í fötunum hjá okkur eru aðallega úr 100% fínunn- inni ull og 100% bómull. Einnig erdálítið um flau- el, og svo alveg ný efni eins og „cover coat“- efni sem kallað er. Litirnir hjá okkur í vetur eru; dökkblátt, svart, grátt og brúnt. Bláu og brúnu er mikið bland- að saman. Grófir skór verða áberandi og þá skiptir ekki máli hvort fatnaðurinn er „kasúal" eða fínleg- ur. Tískan hjá okkur markast af því að manni líði vel í þeim hvað sem maður er að gera, og sniðin eru útpæld í því sambandi. Það má kalla þessa tísku „vellíðan", og það sem við erum að selja er nokkuð sem aldrei hefur verið áður,“ segir Ingibjörg Karlsdóttir í Oliver. FLAUEL MÓTOR „Tískan í vetur er aldursskipt eins og alltaf. Hjá yngri strákunum eru síðermabolir með stórum og skrautlegum myndum vinsælir, og grunnliturinn oftast svartur. Hettu-peysur og -jakkar, í öllum litum og yfirleitt úr bómull er mjög vinsælt. Einnig er mikið um fóðraðar úlpur og víðar buxur, og svo útvíðar flauelisbuxur. Við þetta eru svo farið í striga- skó eða klossaða skó. Hjá þessum aldurshópi eru flestallir litir (tísku, en svart þó líklega vinsæl- ast. Flauel og bómull eru vinsælustu efnin, og náttúrlega gallaefnið. Hjá aldurshópnum fyrir ofan, 16 ára og upp úr, eru flauelisbuxur sem víkka aðeins út að neðan og þykkar peysur vinsælar. Þeysurnar eru oft með rúllu- kraga og yfir þetta er svo farið í loðfóðraða jakka með loðkraga. Skór eru klossaðir og fyrirmyndin sótt í hermannaklossana, og svo er líka mikið um strigaskó. Hjá stelpunum eru flauelisbuxurnar og þykkar peysur vinsælar. Þær sem vilja punta sig aðeins upp fara í rúskinnspils, þykkar sokkabuxur eða þá þykka uppháa sokka. Og svo taka þær gjarnan loðnar peysur við, eins og móhárpeysur eða loðin vesti. í merkjum leggjum við ekki áherslu á eitthvað eitt öðrum fremur heldur reynum við að velja það besta „Við seljum mikið af svokölluðum „secondhand“-fatnaði, það er að segja gamla lagera af ónotuðum fatnaði, og svo erum við með nýjan fatnað líka. í „secondhand“-fötunum eru ónotaðar Wrangler- og Lee-buxur, sem eru frá cirka 1970, hvað vinsælastar. Flauelisjakkar með loðkraga, mokkajakkar, svokallaðir loðnir tiger- pelsar og gallajakkar eru vinsælar yfirhafnir. Skærar skyrtur í öllum litum og vesti er mikið keypt af strákunum. Pils og kjólar, bæði stutt og síð, hins vegar vinsæl hjá stelpunum. Pilsin eru oft úr teygjuefni og skærir litir, eins og grænt, rautt og gult er vinsælt. Þetta ber keim af diskótímabilinu. I þessu nýja erum við með nýtt merki sem heitir Burro og er ætlað fyrir strák- ana. Þetta er mjög bresk lína. Til dæmis buxur sem þrengjast niður, rönd- óttar rúllukragapeysur, frakkar með loðkraga og jakkar. Þetta er í alls kyns litum og efnin eru mismunandi. Islenskar dömu- og herrapeysur, prjónaðar úr eingirni, eru einnig vin sælar. Þær eru bæði fyrir dömur og herra, og helstu litirnir á þess- um peysum eru; rústrautt, dökkgrænt, blátt, svart og karrýgult. Skór verða klossaðir og uppreimaðir, og nú í fleiri litum en áð- ur. Tískan í vetur verður hippaleg, það ægir öllu saman nýtt og gamalt í öllum litum, sniðum og efnum," segir Sigrún Guðný Magnúsdóttir í Flaueli. Móhárpeysur í tísku eina ferðina enn ur aragrua merkja. Það má segja að allt sé í tísku í dag. Hún er afturhvarf til hinna og þessa tíma- bila, hippatískan er sterkasti áhrifavaldur- inn þó að áhrif hennar séu ekki jafnmikil í vetur og var til dæmis síðasta sumar. En það hafa allir sinn eigin stíl og fólk blandar saman hinum og þessum tískustraumum." Hvernig finnst þér unglingar á Islandi klæða sig? „Þeir eru rosalega mikið „inn“, það eru örugglega fáar þjóðir sem spá jafnmikið í tísku og ísland,“ segir Jón Laufdal, verslunarstjóri í Mótor. Móhárpeysur verða áberandi í vetur. Þær eru loðnar og druslulegar og líta út fyrir að vera togaðar og teygðar á alla kanta. Það er misjafnt við hvað fólk klæðist móhárpeysunni og einu takmörkin er hugmyndaflug hvers og eins. Móhár er unnið úr ull Angóra-geitarinnar, sem upprunalega var ræktuð í Angóra, en í dag eru bestu Angórugeitarræktunarsvæðin í Texas og Suður-Afríku. Verðmætasta litaraf- brigðið af þessari ágætu geit er drapplitur, og svo svart, brúnt og rauðleitt. Móhárpeysurnar komust fyrst í tísku snemma á 7. áratugnum. Þá gengu skólapiltar í þeim, og notuðu gallabuxur og klossaða skó við. Háskólanemar notuðu þær í skíðaferð- irnar og svo þegar þeir voru staddir á fjöllum. Móhárpeysan var einnig vinsæl meðal svokallaðra Moddara (mods), sem var hópur ung- linga í Englandi á 7. áratugnum sem ferðaðist um á vespum og mótmælti kerfinu. Þeir tóku peysuna upp á sína arma og voru þá í hvítum þröngum buxum og sjálflýsandi sokk- um við. Móhárpeysan var mjög vinsæl á þessum tíma og komst meðal annars í tísku á Ha- waii. Á 8. áratugnum klæddist Johnny Rotten móhárpeysu sem hönnuð var af Vivienne West- wood. Það varð til þess að peysan varð tískufyrirbrigði meðal pönkara. Lélegasti leikstjóri allra tíma, Ed Wood var einnig mjög hrifinn af skærbleikum móhárpeysum og notaði þær gjarna við grænar, þröngar satínbuxur. En sá fyrsti af öllum til að ganga um í móhárpeys- unni var Atli Húnakonungur. Enda virkar rafmögnuð móhárpeysan eins og kraftmikil yfirlýsing á annað fólk. „Ég er með öðruvísi skoðanir á hlutunum og hvað með það!“ má lesa út úr ullinni sem stendur í allar áttir. Öllum þeim sem áttu í vandræðum með að ganga í peysunum sem leyndust í mjúku pökkunum á jólunum frá frænku praktísku, er ráðlagt að halda sig frá móhárpeys- unni. Eða þá fá sér mjög þykkan bórnullarbol til að vera í undir. Önnur ráðlegging er sú að reyna að forðast það að reykja í móhárpeysu, nema þá kannski pípu. Við leggjum til að orðið „urmullarpeysa" verði notað í stað móhárpeysa, og móhár verði kallað „urmull".

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.