Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 26

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Síða 26
26 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUÐAGUR 24. OKTÓBER 1994 Englendingar skýjum ofar yfir efnilegum leikmönnum íþróttamaður iróttí ste Steingrímur Ólafsson fréttahaukur „Ásgeir Elíasson. Maður sem eítt sinn hefur þjálfað knattspyrnulið Fram getur aldrei fallið af þeim stalli að vera fremstur meðal jafningja. Maðurinn er Kenny Dagliesh íslands. Einn leik- ur við Tyrki til eða frá breytir engu.“ Heimir Steinsson útvarpsstjóri „Magnús Sche- ving.“ / Bubbi Morthens „Maggi Scheving, hann er júník. Ár- angur hans er með ólikindum, sérstaklega í Ijósi þess að hann er einn og óstuddur og hefur ekkert batteri á bakvið sig. Enginn ís- lendingur getur státað af sams konar líkamlegu atgervi, og hann meira að segja keppir fingur- brotinn ef svo býr undir. Hann er sá besti eða annar besti á sinu sviði í heiminum og það skipar honum í sérstöðu meðal íslenskra íþróttamanna." Ingi Bjöm Albertsson alþingismaður „Magnús Sche- ving. Vegna þess frábæra árangurs sem hann hefur náð og hvernig hann hefur náð honum. Magnús er fyrirmynd ann- arra iþrótta- manna í landinu." Erla Rafnsdóttir markaðsstjóri „Kvennalandslið- ið í knattspyrnu. Þær eru meðal átta bestu í heim- inum í dag. Þeirra frammistaða sannar að um leið að þær fá tæki- færi þá er ekki að sökum að spyrja. Ég er sannfærð um að þær vinni seinni leikinn úti í Eng- landi.“ Ungu stjömumar Það er víst óhætt að segja að Eng- lendingar séu ánægðir með sig þessa dagana. Velgengni enskra knattspyrnuliða fer vaxandi á nýjan leik eftir mörg mögur ár. Enska knattspyrnulandsliðið virðist vera í sókn og það sem mest er um vert: margir ungir og upprennandi snill- ingar eru komnir fram á sjónar- sviðið og er ljóst að þessir leikmenn munu bera merki Englands þegar fram líða stundir. „Dazza“ Einn þessara ungu sveina er Darren Anderton. Hann er miðju- maður með stórliði Tottenham og einnig í landsliði Englendinga und- ir stjórn Terry Venables. Venables upgötvaði einmitt hæfileika piltsins þegar hann var við stjórnvölinn hjá Tottenham og lá undir miklu ámæli fyrir. Þá þótti mikið glap- ræði að kaupa einhvern 20 ára strákling frá Portsmouth fyrir tæp- ar tvö hundruð milljónir króna. Þessar raddir, sem voru ansi hávær- ar á sínum tíma, eru nú að mestu þagnaðar. Þegar Anderton sló í gegn með Portsmouth á sínum tíma gáfu að- dáendur liðsins honum viðurnefn- ið „Dazza“ eftir miðjusnillingnum Paul Gascoigne sem lengi hefur verið kallaður „Gazza.“ Það fór ekkert á milli mála að piltur- inn bjó yfir mikl- urn hæfileikum og í seinni tíð hefur hann ekk- ert gert annað en að batna sem leik- maður. Það kom því fáum á óvart þegar Vena- bles valdi hann landslið Englendinga fyrir nokkr- um mánuðum og þar er hann fasta- maður nú. Le Tissier Annar slíkur töframaður er Matthew Le Tissier. Hann er fæddur á Geurnsey á Ermasundi og skaraði strax úr vinahópnum þar ásamt besta vini sínum. Fótboltalíf á eyjunni er ekki mjög hátt skrifað og því gerðu málsmetandi aðilar á eyjunni allt sem þeir gátu gert til að koma drengjunum tveimur til betri æfingaaðstöðu. Það er líklegt að ensk knattspyrnuyfirvöld hugsi hlýlega til yfirvalda á litlu eyjunni þessa dagana. Báðir þessir drengir og æskuvinir eru orðnir stórstjörn- ur í boltanum og hófu báðir leikinn gegn Rúmenum á dögunum með landsliðinu. Annar er Le Tissier og hinn er kantamaður Blackburn Ro- vers, Graham Le Seux. Það hefur stundum verið sagt um Le Tissier að hann geti gert allt sem hann vilji með boltann. Skyndiákvarðanir hans eru mark- vissar og hittni hans er með ólík- indum, sérstaklega úr aukaspyrn- um. Margir eru á því að hann sé besti leikmaðurinn í ensku knatt- spyrnunni í dag og „stóru liðin“ eru farin að renna til hans hýru auga. Þannig sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester Un- ited, um daginn að hæfileikar hans væru með ólíkindum og hann gæti gert mikið fýrir liðið. Fréttir um fé- lagaskipti drengsins eru þó enn á byrjunar- stigi og for- ráðamenn Southamp- ton hafa sagt að leikmaðurinn væri einfaldlega ekki til sölu. Framherjarnir ungu Það er lítið mál að tína til fleiri unga og efnilega leikmenn. Fram- herjarnir Andy Cole hjá Newc- astle, Stan Collymore hjá Notting- ham Forest og Ftobbie Fowler hjá Liverpool eru að gera allt vitlaust með markheppni sinni. Þessir ungu leikmenn sem allir eru um tvítugt, Fowler þó yngstur, koma allir vel til greina sem framtíðarframherjar enska landsliðsins og því spyrja Englendingar sig; er nema ástæða til að vera bjartsýnn? Robbie litli Fowler Þessi átján ára gutti getur gert hvað sem er við boltann og mark- heppni hans er með hreinum ólík- indum. ndartaki I hörðum heimi knattspyrnunn- ar er ekkert gefið eftir til að ná „ árangri. Þá gildir að gera sitt ** allra besta og gera það vel. Það ' var kannski einmitt þetta sem ^varnarmaðurinn hafði í huga r framherjinn Tony Polster boltann og var skyndilega hn á auðum sjó. Að ná boltan- um aftur og bægja hættunni •ieð öllum tíltækum ráð- Stan Collymore Framherji Nottingham Forest sem virðist ganga allt hann vera mjög vanmetinn. haginn þessa dagana. Enskir sparkfræðingar segja Frakkland Nantesá toppnum Forskot Nantes jókst úr þremur stigum í fjögur um helgina er liðið gerði markalaust á útivelli gegn So- chaux á meðan Lens, sem er í öðru sæti, beið afhroð í Lens. Heima- menn fóru á kostum og unnu 4:0. Roger Boli og Joel Tiehi skoruðu tvö mörk hvor. Strasbourg og Paris Saint-Germain, sem eru í þriðja og fjórða sæti, unnu bæði leiki sína. Strasbourg tók á móti Mónakó fyr- ir framan 30 þúsund áhorfendur. Thomas Frankowski skoraði eina mark leiksins á 8. rnínútu fýrir Strasbourg sem hefur 26 stig eftir leikinn. Á sama tíma sótti Paris Saint- Germain Nice heim og vann létt, 4:0. Rai skoraði tvö mörk en þeir George Weah og Pascal Nouma sitt markið hvort. Nantes hefur góða forystu í deildinni og hefur enn ekki tapað leik en gert sex jafntefli og unnið átta leiki. ■ Frakkland Úrslit um helgina Sochaux - Nantes 0:0 Lens - Lyon 4:0 St Etienne - Cannes 1:0 Strasbourg - Monaco 1:0 Nice - Paris SG 0:4 Bordeaux - Mets 4:2 Martigues - Caen 4:1 Rennes-Lille 1:0 Le Havre - Bastia 2:2 Staða efstu liða Nantes 14 27:13 30 Lyon 14 21:16 26 Strasbourg 14 21:13 24 ParisSG 14 20:12 24 Cannes 14 20:13 23 Lens 14 20:13 23 Bordeaux 14 20:18 22 Martigues 14 22:21 22 Markahæstir 10 Patrice Loko (Nantes) 9 Didier Tholot (Martigues) 8 Joel Tiehi (Lens), Roland Wohlfarth (St Etienne) 7 Alain Caveglia (Le Havre), Nicolas Ouedec (Nantes) 6 Valdeir (Bordeaux)

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.