Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 24.10.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2a England Liðið mitt Jason Ólafsson, handboltakappi „Liöið mitt er lið Vík- ings áárunum 1975- ’84. Þá fór ég alltaf á æfingar með pabba, sem lék með liðinu á þessum tíma. Þeir urðu meðal annars Islandsmeistarar fjögur ár í röð. Guðmundur Guð- mundsson, þjálfari minn í dag, lék með liðinu á þessum tíma. Annars er ég lítill áhugamaður um fótbolta og körfubolta og fylgist lítið með því, og á þar af leiðandi engin uppáhalds lið í þeim íþróttagreinum." ■ Alþjóðlega körfuknattleikssambandið hefur gefið út ýmsar reglubreytingar sem miða að því að aðlaga íþróttina að þörfum nútímans Tteyjur ofan í buxur og refsað fyrirað hanga í hringnum Alþjóðlega körfuknattleikssam- bandið, FIBA, hefur gefið út reglu- breytingar sem miða að því að að- laga íþróttina að þörfum nútímans. Sambandið kemur til fundar á fjög- urra ára fresti, iðulega á meðan HM í körfuknattleik stendur yfir, til að endurskoða reglurnar, og í. sept- ember tóku gildi nýjar breytingar á reglum. Hér er bæði um að ræða nýjungar, eins og til dæmis reglur sem beinast að klæðaburði leik- manna, og einnig áherslubreyting- ar á þeim reglum sem fyrir voru. Hér verða taldar upp helstu breyt- ingar. Það sem vekur fyrst athygli er sú breyting að hér eftir skulu leik- menn girða treyjur sínar ofan í stuttbuxurnar, en það var ekki skylda áður. Þá er það ákvörðun sambandsins að hér eftir skulu heimalið leika í ljósum búningum en gestalið í dökkum. Þó er liðum frjálst að semja sín á milli um liti á búningum. Þegar leikur er í gangi er aðeins þjálfara liðs heimilt að vera stand- andi, en þetta á eingöngu við þegar boltinn er í leik. í breytingum er ákvæði um stökkskot en Jtar hefur orðið áherslubreyting. Aður fyrr var ekki dæmt ef brotið var á leik- manni í skottilraun í stökkskoti eft- ir að hann hafði hent boltanum, en nú er búið að lengja skottilraunina og telst hún nú þar til leikmaður er lentur og þar af leiðandi dæmt brot meðan hann er í loftinu. Innkast skal tekið næst þeim stað þar sem brot er eða boltinn fer út af. Nú er heimilt að taka innkast frá endalínu nema beint undir körfunni, en ekki má henda yfir körfúspjaldið. Þá eru breytingar á skrefareglunni og hef- ur hún verið einfölduð til muna. Svokallaðar „Alley-oop“ send- ingar eru núna löglegar en þær fela í sér að leikmaður má grípa boltann yfir körfuhring og troða eftir send- ingu ffá samherja, en þá verður að hafa verið um augljósa sendingu að ræða. Áherslubreyting hefúr orðið á nafninu „ásetningsvilla" sem nú heitir „óíþróttamannsleg villa“. Breytingin miðast að því að hér eft- ir verður refsað fyrir verknað en ekki ásetning. Sé leikmaður eða þjálfari rekinn af leikvelli skal hann annað hvort yfirgefa húsið sam- stundis eða halda sig í búnings- klefa. Hann má sem sagt ekki koma sér fýrir á áhorfendapöllum eða við hliðarlínu og horfa á leikinn. Breytingar hafa orðið á svoköll- uðum bónusrétti, en hann kemur til við áttundu villu liðs í hvorum hálfleik. I staðinn fyrir eitt og eitt vítaskot, það er að segja leikmaður fær ekki seinna skot nema hafa hitt úr því fyrra, fær hann tvö hvort sem hann skorar úr því fyrra eður ei. Loks hefur orðið áherslubreyting á tæknivillu fýrir að hanga í körfú- hringnum. Hingað til hefur ekki verið dæmt á það en hér eftir skal dæma tæknivillu á leikmann sem hangir í hringnum að óþörfu, það er ef enginn er undir hringnum. Reglurnar veita þannig svigrúm til að hanga í hringnum til að forðast að lenda á öðrum leikmanni eða til að draga úr falli til að forða sjálfum sér frá slysi. ■ Úrslit í úrvalsdeild Aston Villa - Nottingham Forest 0:2 Chrystal Palace - Everton 1:0 Liverpool - Wimbledon 3:0 Manchester City - Tottenham 5:2 Newcastle - Sheffield Wednesday 2:1 Norwich - QPR 4:2 West Ham - Southampton 2:0 Arsenal - Coventry 2:1 Blackburn - Manchester United 2:4 Chelsea - Ipswich 2:0 Staðan í úrvalsdeild Newcastle 11 29:10 29 Nott. Forest 11 25:11 27 Man. Utd. 11 19:9 22 Blackburn 11 23:12 21 Liverpool 10 24:10 20 Norwich 11 12:10 19 Chelsea 10 20:13 18 Man.City 11 21:16 18 Arsenal 11 16:12 17 Leeds 10 13:11 15 Southampton 11 17:19 15 West Ham 11 7:11 14 Tottenham 11 18:23 14 Sheff. Wed. 11 14:20 12 Coventry 11 13:20 12 Aston Vllla 11 11:16 10 Chrystal Pal. 11 13:21 10 Leicester 10 13:21 9 Wimbledon 11 8:18 9 QPR 11 15:22 7 Ipswich 11 10:21 7 Everton 11 7:23 3 Úrslit í 1. deild Barnsley - WBA 2:0 Charlton - Burnley 1:2 Grimsby - Bristol City 1:0 Oidham - Stoke 0:0 Port Vale - Bolton 1:1 Reading - Sunderland 0:2 Sheffield Utd. - Luton 1:3 Swindon - Southend 2:2 Watford - Tranmere 2:0 Wolves - Millwall 3:3 Notts County - Derby 0:0 Portsmouth - Middlesbrough 0:0 Staðan í 1. deild Wolves 13 25:13 27 Reading 13 17:8 24 Middlesbrough 13 17:12 24 Tranmere 13 20:17 23 Swindon 13 20:17 21 Charlton 13 23:21 19 Luton 13 20:17 19 Sunderland 13 14:9 19 Stoke 13 17:20 18 Southend 13 14:22 18 Grimsby 13 20:16 17 Bolton 13 20:17 17 Oldham 13 20:20 17 Portsmouth 13 16:17 17 Watford 13 15:17 17 Barnsley 13 11:12 17 Sheff.Utd. 13 14:12 16 Derby 13 13:13 16 Port Vale 13 14:19 15 Bristol City 13 10:12 15 Burnley 13 11:16 14 Millwall 13 17:20 12 WBA 13 10:22 10 Notts County 13 14:23 8 Eftirminnileaasta atvikið í öfugum hitabuxum Pétur Ormslev Heilan hálfleik að hysja upp um sig buxurnar. „Á löngum ferli hefur náttúr- lega ýmislegt spaugilegt komið fyrir. Eitt situr þó sérstaklega í minningunni hjá mér. Það var þegar við Framarar kepptum í bik- arkeppninni árið 1987. Leikurinn var sérstaklega mikilvægur fyrir okkur og ég man að taugaveiklun- in var mikil. Á þessunt tíma átti ég í meiðslum, eins og svo oft áður, og lék því í sérstökum hitabuxum. Þetta voru mjög undarlegar bux- ur, ekki eins og hjólabuxurnar eru nú, og rnikið um sauma og furðu- legar festingar. I hálfleik förum við inn í bún- ingsklefa og ég var orðinn mjög pirraður á þessum buxum. Ég hafði eytt heilum hálfleik í að hysja upp um mig buxurnar ótt og títt og fannst þessar buxur vera hin mesta hrákasnu'ð. Það var ekki fyrr en ég hafði lýst þessu fyrir hinum drengjunum að ég uppgölvaði að helv.. buxurnar sneru öfugt. Saumamir voru allir á vitlausum stöðum og þar sem þær áttu að halda hita var kalt og öfugt. „Kon- fektið" var allt í lausu lofti og ann- að eftir því. Ég viðurkenni það að mér krossbrá og fannst þetta mjög neyðarlegt. Mér tókst þó að rétta buxurnar af án þess að nokkur yrði þess var og mér er minnis- stætt að við fórum út í seinni hálf- leik og unnum leikinn.*' ■ England Paul Walsh sá um Tottenham Staða efstu liða í úrvalsdeild enska boltans breyttist lítið um helgina því flest unnu þau leiki sína. Manchest- er United skipti um sæti við Black- burn í þriðja sæti með góðum úti- sigri á liðinu í miklum markaleik. Á botninum er staða Everton orðin af- ar slæm. Liðið tapaði enn einum leiknum um helgina og fram- kvæmdastjórastóll Mikes Walker hefur aldrei verið heitari en nú. Steve Watson og Andy Cole tryggðu Newcastle sigurinn gegn Sheffield Wednesday og þar með áframhaldandi tveggja stiga forystu í úrvalsdeildinni. Nottingham Forest vann góðan útisigur á Aston Villa með mörkum frá þeim Stuart Pe- arce, sem skoraði eftir aðeins 40 sekúndna leik, og Steve Stone. Það var markaveisla á Main Road er Manchester City tók á móti stjörn- um prýddu liði Tottenham. Alls voru sjö mörk skoruðu í leiknum sem var hinn fjörugasti> og áttu heimamenn fimm þeirra. Gamla brýnið Paul Walsh átti stórleik fýrir City gegn sínu gamla liði, skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö, og var tvímælalaust maður vallarins. Lið Tottenham sá ekki til sólar í leiknum og vörnin átti miður góðan dag, eins og lokatölur leiksins gefa til kynna. Liverpool skaust upp í fimmta sæti með 3:0 sigri á Wim- bledon. Robbie Fowler, Steve McManaman og John Barnes skoruðu mörkin. Everton beið enn einn ósigurinn er liðið sótti Chrystal Palace heim. Palace vann sinn fyrsta heimasigur síðan í apríl með marki ffá Andy Preece sem skoraði sitt fyrsta mark fýrir liðið, en hann var keyptur ffá Stockport fýrir tímabil- ið. Julian Dicks er kominn aftur í raðir West Ham eftir dvöl hjá Li- verpool. Liðið bauð hann velkom- inn heim aftur á laugardag með sigri á Southampton 2:0. Norwich vann lið QPR á Carrow Road á laugardag í frábærum leik, 4:2. lan Wright er iðinn við að skora þessa dagana og í gær skoraði hann tvö mörk í sigri Arsenal á Coventry. Mark Coventry gerði Roy Wegerle. Alls voru skor- uð sex mörk í viðureign Blackburn og Manchester United. Kanchelsk- is, sem skoraði tvö mörk, Hughes, og Cantona skoruðu fýrir United en Warhurst og Hendry fyrir Blackburn. Loks vann Chelsea lið Ipswich með mörkum frá þeim Wise og Shipperley ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.