Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNPÓSTURINN ERLENT MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 Rydgaður nagli fjarlægður úr Skotárásin á Hvíta húsið heilabúi Læknar í Kína eru mjög ánægðir eftir að hafa tekist að fjarlægja ryðgaðan nagla úr heilabúi 41 árs konu. Naglinn virðist hafa verið rekinn í höfuð hennar þegar hún var barn að aldri. Hún þjáðist af höfuðverkjum og var smátt og smátt að missa máttinn í útlimum. Læknum var veiki hennar ráðgáta þar til þeir fundu naglann. Venables í vand- ræðum Fjársvikalög- regla í Bret- landi rannsak- ar nú mál Terrys Vena- bles, landsliðs- þjálfara Eng- lands. Venables er grunaður um misferli sem tengist yf- irtöku fyrir- tækis hans, Ed- ennote, á knattspyrnufé- lagi Tottenham Hotspur ^991. Tíu krónur fyrir rottuna Eiginkonur kaupsýslumanna í Bombay á Indlandi hafa lagt sitt af mörkum til að stemma stigu við út- breiðslu plágunnar sem þar hefur herjað með því að sópa götur borg- arinnar. Borgaryfirvöld í Bombay greiða hverjum þeim fimm rúpíur sem jafngildir um tíu íslenskum krón- um fyrir hverja rottu sem þeir ná að drepa. Páfi fjölgar kardín- 3- álum Jóhannes Páll páfi útnefndi í gær þrjátíu nýja kardínála frá tuttugu og fjórum Iöndum. Er talið að með þessu vilji páfi setja mark sitt á kaþ- ólsku kirkjuna en hann á við heilsuleysi að stríða. Úr hópi hundrað sextíu og sjö kardínála verður valinn arftaki hans. Skakki tuminn í London Turninn á breska þinghúsinu sem kenndur er við klukkuna frægu, Big Ben, er orðinn skakkur. Verkfræðingar segja að skýringar sé að leita í járnbrautargöngum sem verið er að grafa undir þinghúsið, en mælingar sýna að turninn hefur hallað þrjá millimetra í austurátt síðustu tvær vikurnar. Upp með vöndinn Rafidah Aziz, ráðherra í ríki- stjórn Malasíu, hefur vakið miklar deilur með því að hvetja foreldra til að hýða óþekk börn sín. Uppeldis- frömuðir hafa brugðist ókvæða við en Aziz fer ekki ofan af því að vöndurinn sé besta aðferðin til að hafa skikk í þjóðfélaginu. Borgarastríðið í Alsír Viðræður sfjómar og harð Byssumaðurinn ákærður Opinber ákæra hefur verið birt á hendur Francisco Martin Duran, 26 ára hótelstarfsmanns frá Color- ado. Duran er ákærður fyrir ólög- legan vopnaburð og fyrir að vinna spjöll á mannvirkjum í eigu ríkis- ins. Talið er hugsanlegt að Duran verði líka ákærður fýrir morðtil- raun, en ákvörðun um það hefur enn ekki verið tekin. Líf Bills Clinton Bandaríkjafor- seta var þó ekki í hættu þegar Dur- an skaut á Hvíta húsið með hálf- sjálfvirkum kínverkum SKS riffli síðdegis á laugardag. Duran dró riffilinn undan regnfrakka og hóf að skjóta á húsið gangstétt við Pennsylvania Avenue sem er fjöl- farin breiðgata. Vegfarendur náðu að yfirbuga hann en þá virtist hann hafa tæmt byssuna. Lögreglumenn fínkemba nú garð Hvíta hússins í leit að skotum. Forsetinn var í bústað sínum að horfa á íþróttakappleik í sjónvarpi og vissi ekki af skotárásinni fyrr en honum var sagt frá henni. Forset- inn tók tíðindunum af léttlyndi og sagði að hann væri feginn að vera í öruggri höfn í Hvíta húsinu eftir að hafa verið á ferðalagi á ófriðar- svæðum í Mið-Austurlöndum. Þessir atburðir hafa vakið áhyggjur af öryggi Bandaríkjafor- seta. Mikill mannfjöldi sækir Hvíta húsið heim á hverjum degi og þykir sú umferð frekar eftirlitslaus. ör- yggisgæsla hefur að vísu verið hert á síðustu árum og hefur sérstaklega verið reynt að útiloka að forsetinn verði fórnarlamb sjálfsmorðsárás- ar. Efasemdir komu upp um gagn- semi þessara ráðstafana fyrir sex vikum þegar maður lenti flugvél á grasflöt framan við Hvíta húsið. Francisco Martin Duran dvelur nú í fangelsi en verður leiddur fyrir dómara í dag. Hann hefur áður komist í-kast við lögin því eftir að hann var rekinn úr Bandaríkjaher 1991 var hann dæmdur í flmm ára fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var látinn laus eftir að hafa setið rúm þrjú ár í fangelsi í Kansas. Duran var í hernum frá 1987 til 1991 og er haft eftir þeim sem hann þekkja að hann sé þögull maður sem láti lítið yfir sér. Lögregla hefur enn ekki látið neitt uppi urn það hvort hún telji Duran raunverulegan tilræðis- mann eða hvort hann sé truflaður á geði. ■ Akrópólis Ferðamenn gera hróp línumúslima fara Liamine Zeroual forseti Alsír hefur viðurkennt að tilraunir til að stöðva blóðsúthellingarnar í land- inu hafi mistekist. Stjórnvöld segja að um 10 þúsund manns hafi beðið bana í átökum í landinu síðan 1992, en samkvæmt heimildunr í Frakk- landi er sú tala miklu hærri. Alsírbúar halda nú upp á það að liðin eru fjörutíu ár frá því að frels- isstríð þeirra við Frakka hófst. Það var grimmilegt stríð en margir segja að borgarastríðið sem nú er háð milli Alsírshers og íslamskra bók- stafstrúarmanna sé ekki síður blóð- ugt. Forsetinn sem nýtur stuðnings hersins segir að viðræður við leið- toga FIS, hreyfingar bókstafstrúar- rnanna hafi ekki skilað neinum ár- angri. FIS virtist öruggt með að sigra í kosningum í Alsír í janúar 1992 en ríkisstjórnin aflýsti þeim og þá gripu bókstafstrúarmenn til vopna. Tveir leiðtogar þeirra voru dæmdir í langa fangelsisvist en í september reyndi forsetinn að frið- mælast við þá með því að flytja þá í stofufangelsi. Leiðtogarnir, Abbas Madani og Ali Belhadj, hafa báðir þverneitað að mælast til þess við fylgismenn sína að þeir láti af Frönsk ungmenni myrtu fimm manns að fyrirmynd Mickey og Mallory, söguhetja Olivers Stone í bíómyndinni Fæddum morðingjum. Að minnsta kosti tíu þúsund manns hafa látið lífið í óöldinni í Alsír. Clinton var að horfa á íþróttakappleik og heyrði ekki skothríðina. út um þúfur *é: I grimmdarverkum og segir forsetinn að þeir hafi fremur hvatt til meira ofbeldis. Mohamed Lamari hershöfðingi lýsti því yf- ir á laugardag að herinn myndi berjast til þrautar gegn þókstafstrúar- mönnum og væri reiðu- búinn að færa ómældar fórnir í þeirri baráttu. ■ að sjálfsmorðingja Fæddir franskir morðingjar Franska lögreglan hefur hand- tekið tvo anarkista sem eru grunað- ir um að tengjast skotbardaga sem háður var í miðborg Parísar fýrr í ■ mánuðinum. Þar létu fimm manns lífið, meðal þeirra þrír lögreglumenn. Anarkistarnir eru grunaðir um að hafa útveg- að morðingjanum, Audry Ma- upan, vopn. Maupan sem var 22 ára dó í skotbardaganum en unnusta hans, hin 19 ára Florence Rey er í fangelsi ákærð um morð. Á heimili þeirra fann lögregla ritlinga um anarkisma og blaðaúr- klippur sem fjalla um kvikmyndina Natur- al Born Killers sem nú er sýnd í kvik- myndahúsum í París. I mynd- inni fer fólk á svipuðu reki um með morðum og ofbeldi. Akrópólishæð í Aþenu hefur verið lokuð síðan 5. október vegna verkfalls varðmanna sem þar gæta bygginga. Um helgina stóð til að opna hæðina á nýjan Ieik eftir að dómstóll hafði lýst verkfallið ólög- legt. Þá kom hins vegar babb í bát- inn er aftur varð að loka vegna þess að maður hótaði að fýrirfara sér með því að henda sér þar niður. Maðurinn, sem heitir Nikos Martinis og er 35 ára, ætlar að svipta sig lífi nema stjórnvöld bæti honum tjón sem hann varð fýrir í flóðum um síðustu helgi. Hann heimtar líka að settur verði upp símaklefi nálægt heimili sínu og og gerðar lagfæringar í baðherbergi sínu. Martinis klifraði fyrst upp á vinnupalla á hæðinni á fimmtudag. Honum var náð niður aftur en var látinn laus eftir geðrannsókn. Á laugardag var hann svo mættur aft- ur og klifraði upp á nýjan leik. Ferðamenn eru að vonum mjög óánægðir með þetta framferði og hafa gert hróp að Martinis. ■ París Borgaradætur sta'ga glæstan vals Gríðarlegt snobbball var haldið í París á laugardagskvöld en þar hugðist efnafólk endurvekja þann sið að leiða ungar stúlkur inn í heim samkvæmislífsins með við- höfn. Þrjátíu og ein stúlka af heldri æt'tum sýndi fatnað frá tískukóng- unurn Christian Dior og Yves Saint-Laurent, en því næst stigu stúlkurnar glæsilegan vals við dansherra sína. Langt er um liðið síðan böll af þessu tagi voru haldin í París, en þau voru endanlega úr sögunni eftir stúdentaóeirðirnar 1968. Fyrir þann tíma voru slíkar skemmtanir haldnar fyrir dætur aðalsmanna, en það þótti nýlunda að nú voru það stúlkur af borgarastétt sem stigu dansinn, dætur auðmanna á borð við Bernard Arnault fram- leiðanda Moet kampavíns og Je- an- Bernard Raimond fyrr- verandi utanríkisráðherra. Allt mun þetta hafa verið með miklum glæsibrag og ekki haidið í neinum kofa heldur á sjálfu Crillon-hót- elinu, glæsibyggingu sem stendur við Concorde- torg. Martinis hótar að henda sér niður og ferðamenn fá ekki aðgang.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.