Helgarpósturinn - 31.10.1994, Qupperneq 28
28
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Reykjavík
international
Leikimir
2. nóvember
Spánn - Danmörk
ísland - Ítalía
Sviss - Frakkland
Svíþjóð - Noregur
3. nóvember
Spánn - Ítalía
Svíþjóð - Frakkland
Noregur - Sviss
ísland - Danmörk
4. nóvember
Frakkland - Noregur
Svíþjóð - Sviss
Danmörk - Ítalía
ísland - Spánn
5. nóvember
7-8 sæti
5-6 sæti
3-4 sæti
úrslit
íslenskur sigur í
Kúveit á laugar-
dag
Lofar
góðuupp
á fram-
haldið
íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu mætti liði Kuwait í A1
Ain í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum á laugardag.
Mjög heitt var í veðri, um 30
gráður, og gerði það íslensku
leikmönnunum erfitt fyrir, en
að öðru leyti voru aðstæður
hinar ákjósanlegustu þegar leik-
urinn fór fram. ísland var betri
aðilinn í leiknum og vann verð-
skuldað með marki Haraldar
Ingólfssonar eftir góðan sam-
leik við Helga Sigurðsson á
70. mínútu leiksins. Ásgeir El-
íasson notaði alla sextán leik-
mennina og stóðu sig allir vel.
Liðið heldur nú til Englands í
æfmgabúðir og verða alls 23
leikmenn í búðunum. Af þeim
sextán leikmönnum sem spil-
uðu leikinn á laugardag verða
þrettán í búðunum, en þeir
Kristján Jónsson, Helgi Sig-
urðsson og Hlynur Stefáns-
son eru farnir til sinna félaga.
Þá bætast við hópinn tíu leik-
rnenn sem eru farnir til Eng-
lands. Það eru þeir Birkir Krist-
inson, Eggert Sigmundsson,
Atli Knútsson, Eiður Smári
Guðjohnsen, Hákon Sverris-
son, Auðunn Helgason,
Tryggvi Guðmundsson, Kári
Steinn Reynisson, Ottó Karl
Ottósson og Guðmundur
Gíslason. RM
Haraldur Ingólfsson
Átti mjög góðan leik og skor-
aði eina mark leiksins í Al Ain
á laugardag.
Stórviðburður í íslenskum handbolta
Það sterkasta í söaurmi
Alþjóða Reykjavíkurmótið
(Reykjavík Open) sem hefst á mið-
vikudaginn, er sterkasta hand-
knattleiksmót sem haldið hefur
verið hér á landi til þessa. Liðin sem
leika á mótinu eru flest öll í fremstu
röð í heiminum og nægir þar að
nefna heims- og Evrópumeistara
Svía sem, að venju, mæta til leiks
með sitt allra sterkasta lið.
Löng hvíld hjá
„okkar mönnum“
Liðin sem mæta hingað til lands
hafa öll verið að spila nokkra æf-
ingalandsleiki að undanförnu til að
hita upp fyrir átökin. Öll nema eitt
— íslenska landsliðið. Þorbergur
Aðalsteinsson iandsliðsþjálfari
segir þetta ekki vera sérstakt
áhyggjuefni, menn hafi verið orðn-
ir langþreyttir og því hafi verið
brugðið á þetta ráð. Einar Þor-
varðarson aðstoðarmaður hans
bætti um betur og sagði ljóst að
ekki væri hægt að ræða um ofálag
að þessu sinni.
Opnunarleikur íslenska liðsins á
mótinu er gegn landsliði Ítalíu í
Laugardalshöllinni á miðvikudags-
kvöld. Dagskrá mótsins er afar þétt
og þrír leikir verða leiknir á þremur
næstu dögum þar á eftir, gegn
Dönum, Spánverjum og loks verð-
ur leikið á laugardeginum um sæti.
Riðill Islendinga virðist í fljótu
bragði vera léttari en hinn riðillinn.
Þó má segja að eina liðið sem í
fljótu bragði á að vera lakara en það
íslenska sé það ítalska. Hin liðin
tvö, Spánn og Danmörk, hafa verið
að gera góða hluti og í raun betri en
það íslenska á undanförnum árum.
Margar
frægar kempur
Það er óhætt að segja að fjöl-
margar frægar kempur heiðri mót-
ið með nærveru sinni í vikunni.
Svíaliðið er auðvitað hægt að telja
upp í heilu lagi, menn eins og
Staffan Olson, Erik Hajas, Per
Carlén, Magnus Wislander og
Mats Olson eru í hópi mest höt-
uðu manna þjóðarinnar í ljósi
margra ósigra „okkar manna“ gegn
þeim á ögurstundu og í liði Spánar,
Frakklands, Noregs og Sviss eru
Þorbergur Aðalsteinsson
Segir hvíld íslenska liðsins und-
anfarið vera sanngjarna eftir mik-
ið álag.
Dagur Sigurðsson
Einn þeirra leikmanna sem ís-
lendingar treysta á fyrir komandi
átök.
margir frábærir handknattleiks-
menn. Þeirra fremstur er án efa
hinn 23 ára Svisslendingur Marc
Baumgartner. Hann leikur með
þýska liðinu Lemgo og er af mörg-
um talinn besti handknattleiks-
maður heims í dag.
Undirbúningur
fyrir HM’95
Ekki fer á milli mála hversu mót-
ið er mikilvægt fyrir íslendinga í
ljósi Heimsmeistarakeppninnar
sem haldin verður hér á landi á
næsta ári. Allt starfsfólk þeirrar
keppni tekur þátt í undirbúningi
Reykjavíkurmótsins og mun þann-
ig hljóta dýrmæta reynslu sem
komið getur að gagni næsta vor.
Leikið verður í þeim húsum sem
einnig eiga að hýsa keppnina og all-
ur tæknibúnaður verður frum-
reyndur að þessu sinni.
Búist er við nokkrum erlendum
blaða- og fréttamönnum hingað til
lands í tilefni mótsins og verður allt
gert til að sýna þeim fram á kosti
þess að halda hér heimsmeistara-
keppni. ■
Þýskaland
Þjóðverjar andvígir
þriggja stiga reglunni
Þjóðverjar eru ekki hrifnir af
nýrri reglugerð FIFA (Alþjóða
knattspyrnusambandsins) um að
festa þriggja stiga regluna í sessi og
gera aðildarlöndin skyldug til að
notast við hana í deildarkeppnum
sínum.
Reglan gengur út á að gefa þrjú
stig fyrir sigur en eitt fýrir jafntefli.
Þessi regla hefur reyndar lengi verið
í gildi hér á landi en hefur einnig á
undanförnum árum verin tekin
upp í öðrum löndum Evrópu, til að
mynda í Englandi og nú síðast á
Ítalíu.
1 sumar gaf FIFA síðan út þá til-
skipun að gefa þrjú stig fyrir sigur í
undankeppnum landsliða og í
framhaldi af því kemur þessi
ákvörðun nú.
Þýskaland og Spánn eru meðal
fárra landa sem enn eiga effir að til-
einka sér þessa reglu og nú lítur
sumsé út fyrir að breyting verði þar
á.
Jupp Heynkes, þjálfari Eintr-
acht Frankfurt, segist vera mjög
andvígur þessari breytingu og finnst
reglan ekki hafa sannað gildi sitt
annars staðar og telur menn vera á
villigötum. „Leikurinn batnar ekki
vegna svona reglna,“ sagði hann.
Tony Cottee hjá West Ham
Kominn aftur
„heim“ á
UptonPark
Körfumaraþon
Þessir hressu krakkar úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla léku körfubolta af krafti á fimmtudag. Þetta gerðu
þeir til að safna peningum í útskriftarsjóð nemenda og fólst átakið í því að leika körfubolta stanslaust í sól-
arhring, í keppni sex fimm manna liða.
Þegar Tony Cottee var seldur
frá West Ham til Everton fýrir sex
árum var hann einn allra dýrasti
leikmaður enskrar knattspyrnu.
Alls þurfti Howard Kendall, þá-
verandi framkvæmdastjóri Ever-
ton, að punga út tveimur milljón-
um punda fyrir kappann, sem var
metfé á þeim tíma.
Cottee byrjaði vel með nýja lið-
inu og skoraði þrennu í fyrsta
deildarleik sínum með félaginu.
Eftir það lá leiðin niður á við hjá
honum, hann datt út úr iiðinu, og
varð að sætta sig við að spila með
varaliðinu. I janúar á síðasta ári
fékk hann tækifæri með aðalliðinu
og raðaði inn mörkum nokkra leiki
í röð. Kendall tilkynnti honum að
hann ætti sæti víst í liðinu og bauð
honum nýjan þriggja ára samning.
Þetta leit semsagt allt vel út þar til í
desember, er Kendall sagði af sér og
Mike Walker tók við liðinu. Cottee
var ekki inni í myndinni hjá hon-
um og því var hann seldur aftur til
West Ham fyrir upphæð sem er að-
eins lítið brot af þeirri upphæð sem
greidd var fyrir hann sex árum áður
við félagsskiptin í Everton. Cottee
vill ekki meina að hann hafi „flopp-
að“ hjá Everton: „Kannski vann ég
ekki neina stóra sigra hjá Everton
en ég er samt stoltur af markaskor-
un minni fyrir félagið. Ég skoraði
99 mörk í rétt rúmlega tvö hundr-
uð leikjunt, sem gera næstum því
eitt mark fyrir hverja tvo leiki. Þetta
er svipað hlutfall og ég var með í
West Ham og gerði mig að tveggja
milljóna punda leikmanni fyrir sex
árum síðan. Auk þess var ég í liði
sem var í endalausu basli og ætíð í
botnbaráttu. Reyndar var toppur-
inn á ferli mínum í fyrra þegar Ev-
erton náði á undraverðan hátt að
forðast fall úr úrvalsdeild. Mín
skoðun er sú að sóknarmaður „-
floppi“ ef hann skorar til dæmis
bara eitt eða tvö mörk í heilum
þrjátíu leikjum.“
Tony Cottee er semsagt kominn
aftur á heimaslóðir og ætlar að
skora rnikið fyrir West Ham í vetur:
„Aðal takmarkið mitt núna er skora
þau mörk sem koma til með að
halda West Ham í úrvalsdeildinni.
Ég er ekkert farinn að hugsa lengra
fram í tímann.“ -RM
Kominn aftur í West Ham eftir
sex ára dvöl hjá Everton.
Hann ætlar sér stóra hluti í
vetur með sínum gömlu
félögum.