Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 31.10.1994, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Qupperneq 32
14,3% | I hverju tölublaði leqqur Morqunpósturinn spurninqu fvrir lesendur, sem þeir qeta kosið um í síma 99 15 16. Lárus Orri í hópnum hjá Stoke ■ Nökkvi stóð við stóru orðin ■ Ekki pláss fyrir tvo 7~nga hjá KR ■ Leifur Geir aftur til Eyja JLíárus Orri Sig- urðsson hefur greinilega staðið sig vel þann stutta tíma sem hann hef- ur haft til æfinga hjá enska 1. deildar- liðinu Stoke. Lárus hefur, sem kunnugt er, verið til reynslu hjá félaginu og nú er ljóst að hann er nýjasti leik- maður liðsins. Þorvaldur Örlygs- son lék allan leikinn með liði Stoke í gær í jafnteflisleik við topplið Úlf- anna en Lárus var einn þriggja vara- manna og kom ekki inn á... Leifur Geir Hafsteinsson, Eyja- peyinn knái í liði Stjörnunnar, er líklega á föruni frá félaginu á næst- unni. Leifur Geir mun ætla að halda aftur heim til Eyja og leika þar næsta sumar undir stjórn Atla Eðvaldssonar... Eyjamenn munu vera á höttunum eftir fleiri leik- mönnum fyrir komandi keppni og hefur annar kunnur Eyjamað- ur verið nefndur þar til sögunnar. Sá er Tómas Ingi Tómasson, sem er einmitt með lausa samninga hjá KR um þessar mundir... Tómas Ingi kannaðist ekkert við þetta þegar MORGUNPÓSTURINN bar þetta undir hann og sagðist ætla að vera áfram í KR og halda sæti sínu þar... meðan Eyja- menn leita að nýj- um mönnum þurfa þeir að sjá eftir ein- um af þeirra bestu mönnum. Nökkvi Sveinsson hefur sem kunnugt er skipt yfir í raðir Framara og ætlar að leika þar næsta sumar. Skiptin komu Eyjarskeggj- um nokkuð á óvart þar sem þeir stóðu í þeirri trú að Nökkvi væri að- eins að hóta mönnum til að knýja á um hærri bónusgreiðslur... Kr -tngar eru dálítið í lausu lofti varðandi leik- mannaskipti og öllum hugmynd- um um þau mál hefur verið stýrt af Guðjóni þjálfara Þórðarsyni. Guð- _______________ jón hefur að undanförnu dvalist í þýskalandi, hjá syni sínum Þórði en mun nú vera kominn heim og það er auðvitað ekki að sökum að spyrja, leikmannasögurnar fara strax af stað og ýmislegt á að vera í gangi... Ein þessara sagna gengur út á það að áhersla sé lögð á að Rúnar Krist- insson haldi út í atvinnumennsku. KR-ingar vilja meina að annars sé hætta á að þeirra besti maður staðni og þar að auki hafi hann gott af því að breyta til, nú þegar titill er í höfn hjá félaginu. Enn aðrir ganga lengra og segja að Guðjón hafi gefið mönn- um þau skilaboð að ekki væri pláss fyrir tvo kónga í einu liði og þvi yrði Rúnar að breyta um umhverfi... Knattspyrna Kvennalands- liðiðúrleik Landslið íslands í knattspyrnu kvenna er úr leik í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu eftir 2:1 ósigur gegn Englendingum í gcer. Sjá allt um leikinn og viðtal við Loga Ólafsson landsliðsþjálfara á bls. 30. Hangið í körfuhringnum Það var ekkert gefið eftir í íþróttahúsum landsmanna í gærkvöldi þegar allir bestu körfuboltamenn landsins öttu kappi. Úrslit allra leikja og staðan eru á bls. 31. næsta sólarhring- Austan og norðaustan átt verður áfram á landinu, allhvöss NV-ströndina, en mun hægari annars staðar. Dálítil slydda eða verður að heita má um allt land. Horfur á þriðjudag: NA-strekk- ingur á Vestfjörðum, en annars fremur hæg austlæg átt. Snjó- eða slydduél verða um allt land. Kald- ast verður um þriggja stiga frost en hlýjast tveggja stiga hiti. Horfur á miðvikudag: Hvöss NA- átt og slydda eða snjókoma á Vest- fjörðum en annars A- strekkingur og víða súld eða rigning. Hiti 0 til 6 stig. Veður Kjörkassinn MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99-1516, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á mið- vikudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar birtar í fimmtudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurt er... Treystir þú stjórnarandstöðu- flokkunum til aðfara í ríkisstjórn? Greiddu atkvæði 39,90krónur mínútan f / Hlustum aUan sólarhringinn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.