Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 7
PIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBEFri<994 MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR Fyrir tveimur mánuðum veitti sýslumaðurinn á Akranesi, Sigurður Gizurarson, Kristrúnu Kristinsdóttur fulltrúa sínum þrjár skriflegar áminningar. Kristrún lagði fram stjórnsýslukæru, þar sem hún fór fram á að áminningar yfirmanns síns yrðu felldar úr gildi og dæmdar ómerkar. Nú er niðurstaða komin í málinu og hafði Kristrún fullan sigur Ráðuneytið ógifti allar áminningar sýslumanns Hinn 30. september síðastliðinn veitti sýslumaðurinn á Akranesi, Sigurður Gizurarson fulltrúa sín- um, Kristrúnu Kristinsdóttur, þrjár skriflegar áminningar vegna meintra brota á starfsreglum. Krist- rún vildi ekki una þessum áminn- ingum og sendi stjórnsýslukæru til dómsmálaráðuneytisins, þar sem hún fór fram á að áminningar þess- ar yrðu felldar úr gildi og ómerkar gerðar. Nú hefur verið úrskurðað í mál- inu innan dómsmálaráðuneytisins og Kristrún verið hreinsuð af öllum ávirðingum sýslumanns. I úrskurð- arorðum ráðuneytisins er farið yfir áminningarnar þrjár og þeim öll- um vísað á bug á efnisíegum jafnt sem formlegum forsendum. Um áminningu Sigurðar vegna staðfest- ingar Kristrúnar á yfirvinnu eins starfsmanns embættisins í ágúst- mánuði, segir í úrskurðinum, að ekki séu allir á einu máli innan embættisins um það, hvað telst venjulegur dagvinnutími. Er bent á, að fulltrúar við embættið hafi engin föst fyrirmæli frá Sigurði um grundvöll fyrir útreikninga á yfir- vinnu. Einnig er vísað til þess, að Sigurður virðist aldrei hafa kannað þann grundvöll sjálfur, áður en hann staðfesti yfirvinnu starfs- manna embættisins, fyrir utan at- hugasemdir hans um yfirvinnu Kristrúnar sjálfrar. Orðrétt segir í úrskurðinum: „...sýslumaður kannaði ekki af sjálfsdáðum rétt- mæti uppgefinna yfirvinnutíma starfsmanna áður en hann staðfesti yfirvinnu þeirra. Þegar af þessum ástæðum voru ekki efnislegar for- sendur til að veita Kristrúnu áminningu fyrir að staðfesta yfir- vinnu starfsmanna hinn 18. ágúst sl." Sigurður áminnti Kristrúnu einnig fyrir að hafa skrifað á sig 10-12 tíma yfirvinnu „ófrjálsri hendi," eins og segir í áminning- unni, og þar að auki skrifað sem yf- irvinnu nokkra unna hádegistíma, einnig í leyfisleysi. Sigurður stað- festi hins vegar þessa yfirvinnutíma Kristrúnar á sínum tíma og því kemst dómsmálaráðuneytið að eft- irfarandi niðurstöðu: „Með því að staðfesta uppgefna tíma Kristrúnar hefur sýslumaður annað hvort fall- ist á skýringar hennar um réttmæti uppgefinna yfirvinnutíma eða sjálf- ur gerst sekur um brot í starfi með því að staðfesta yfirvinnutíma sem starfsmaður ætlar að taka ófrjálsri hendi." Telur ráðuneytið því engar efnislegar forsendur fyrir þessari áminningu. Ekki trúnaðarbrot Þriðja áminningin, sem Sigurður veitti Kristrúnu, var fyrir meint trúnaðarbrot hennar, vegna bréfs sem hún skrifaði ráðuneytinu hinn 27. september síðastliðinn. í því lýsti hún miklum fjarvistum sýslu- manns og fór fram á að sér yrðu greidd staðgengilslaun í samræmi við ákvæði í kjarasamningum. Starfsmenn ráðuneytisins áttu við- töl við starfsmenn sýslumanns- embættisins í framhaldi af bréfi Kristrúnar og komust að þeirri nið- urstöðu, „að varlegt væri að telja að sýslumaður hefði verið fjarverandi að minnsta kosti 2 daga að meðal- tali í viku," en sýslumaður telur það orðum aukið. I samtölum við starfsmenn kom einnig fram, „að þótt sýslumaður væri á vinnustað notaði hann megintíma sinn til að sinna öðrum verkefnum en emb- ættisstörfum." Hefur sýslumaður einnig neitað þessu. Ráðuneytið kemst hins vegar að eftirfarandi niðurstöðu um réttmæti þessarar áminningar Sigurðar: „Eins og hér háttar verður ekki talið að Krist- rúnu hafi verið óheimilt að beina kröfu sinni um staðgengilslaun beint til ráðuneytisins.i.Af viðtöl- um við starfsmenn ráðuneytisins verður ekki annað ályktað en að viðvera hans á embættinu hafi ver- ið mun minni en hann heldur sjálf- ur fram. Af þessum ástæðum verð- ur ekki talið að efnislegar ástæður hafi verið til staðar til að veita Kristrúnu áminningu vegna bréfs hennartil ráðuneytisins..." Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu: Segir Ijóst að málinu sé ekki lokið. Kristrún Kristinsdóttir, fulltrúi sýslumanns: Ánægð með niður- stöðuna, enda allar áminningar sem sýslumaður veitti henni dæmdar ógildar. Formgallar á áminningunum I úrskurði dómsmálaráðuneytis- ins er einnig bent á, að framgangur Sigurðar við að áminna undirmann sinn standist ekki lög. Þar segir að það sé ljóst, „að allar áminningar voru veittar án þess að Kristrúnu hafi verið kynnt að fyrirhugað væri að veita henni áminningu, henni kynnt gögn málsins eða henni gef- inn kostur á andmælum, áður en þær voru veittar. Slík málsmeðferð er í andstöðu við 13., 14., og 15. gr. stjórnsýslulaga." Kristrún hefur því verið hreinsuð af öllum ávirðingum Sigurðar, en úrskurðarorð ráðuneytisins eru þessi: „Felldar eru úr gildi þrjár áminningar er sýslumaðurinn á Akranesi veitti Kristrúnu Kristin- sóttur, sýslumannsfulltrúa, þann 30. september s.l." Úrskurðinn undirrita þeir Þor- steinn Geirsson, ráðuneytisstjóri og Þorsteinn A. Jónsson, deild- arstjóri. í samtali við MORGUNPÓSTINN sagðist Kristrún að vonum vera fegin niðurstöðunni. „Ég er ánægð yfir því að dómsmálaráðuneytið hefur komist að þessari niðurstöðu. En þetta er auðvitað það sem ég bjóst við allan tímann, það gat varla farið á neinn annan veg." Sigurður vildi hins vegar ekkert tjá sig um þetta rriál. Málinu ekki lokið Aðspurður um hugsanleg áhrif þessarar niðurstöðu á framtíð sýslumannsins sagðist Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri ekki geta tjáð sig um það á þessu stigi. Hann kvaðst heldur ekki reiðu- búinn að gefa út neinar yfirlýsingar um tvö önnur deiluefni þeirra Kristrúnar og Sigurðar, sem komið hafa til kasta dómsmálaráðuneytis- ins. „Það eina sem ég get sagt á þessari stundu er að þessu máli er ekki lokið," sagði Þorsteinn. Annað þessara mála varðar kröfu Kristrúnar um greiðslu fyrir stað- gengilsstörf umfram það sem eðli- legt getur talist. Hefur Kristrún enn ekki fengið nein svör við bréfi sínu til ráðuneytisins og veit því ekki enn hvort og þá hversu mikið hún fær í laun fyrir störf sín sem stað- gengill sýslumanns. Af niðurstöðu ráðuneytisins hér að ofan má þó álykta, að hún geti átt von á ein- hverjum greiðslum fyrir þau. Þriðja málið er beiðni Sigurðar um að Rannsóknarlögreglan kanni yfirvinnugreiðslur til Kristrúnar. Eins og fram kom í MORGUN- PÓSTINUM hinn 10. nóvember síðastliðínn, bíður hann um þessa rannsókn þrátt fyrir að hann hafi staðfest alla hennar yfirvinnu sjálf- ur. Rannsóknarlögreglan vísaði málinu til ríkissaksóknara, sem sendi það til umsagnar í dóms- málaráðuneytinu. Það er nú aftur komið til saksóknara, en Hallvarð- ur Einvarðsson, ríkissaksóknari, sagði að það væri óafgreitt enn. Vildi hann ekkert tjá sig um líklegar lyktir þess máls að svo stöddu. -æöj Stefán Sigurðsson leigubílstjóri Sakaður umkyn- ferðislega áreHnivið farþega RLR rannsakar einnig kæru vegna stóríelldra skattsvika þarsem hann á meðal annars að hafa látið sjúklinga skrifa upp á -i skuldabréfog vfxla. Stefán Sigurðsson leigubíl- stjóri hefur verið sakaður um kyn- ferðislega misnotkun í starfi sínu sem leigubílstjóri. Annað tilfellið kom upp í mars á þessu ári en það síðara í lok september. Rann- sóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn þessara mála en hér er um blygðunarsemisbrot að ræða sem getur varðað við 209. grein hegningarlaganna. Það skal tekið fram að það var bíllinn sem þekkt- ist og yfirheyrslur hafa ekki farið fram eða sakbending. Vegna veik- inda hafa fleiri en Stefán keyrt bíl- inn og konurnar hafa ekki enn bent á Stefán sem hinn seka í málinu. Lögum samkvæmt getur eigandi bílsins einn keyrt hann sem leigubíl nema um veikindi sé að ræða og það er á þeim grundvelli sem bíll- inn hefur verið í rekstri. Sú tilhög- un hefur verið mjög umdeild innan stéttarinnar. Sigfús Bjarnason, formaður leigubílstjórafélagsins Frama, segir að hér sé um órökstuddar ásakanir að ræða en það sé nóg í þeirra aug- um. Um leið og þessar ásakanir komu fram í október hafi því verið ákveðið að Stefán keyrði ekki leigu- bíl á meðan ásakanirnar væru rannsakaðar. „Þetta kemur upp vegna innra eftirlits hjá okkur og við höfðum frumkvæði að því að tala við Stígamót. Við viljum ekki hafa svona innan okkar raða án þess að ég sé að saka Stefán um eitt né neitt." Hann segir að þessi mál vegi svo þungt að það megi alls ekki koma upp ásakanir af þessu tagi og því sé hart brugðist við. Stefán Sigurðsson er einnig grunaður um stórfelld fjársvik fyrir að minnsta kosti 16 milljónir króna. I marsmánuði á þessu ári var Stefán kærður til RLR fyrir meint refsivert athæfi frá árinu 1990 og allt til upp- hafs þessa árs. Um er að ræða fimm konur og er höfuðstóll skuldabréfa og víxla vegna þess 16 milljónir króna. Mun fleiri en þessar fimm konur telja sig hlunnfarna eftir við- skipti sín við Stefán og beinist rannsókn málsins meðal annars að því. Það sem er kannski alvarlegast í því máli er sú staðreynd að að minnsta kosti tvær þessara kvenna eru miklir sjúklingar og önnur var á geðdeild þegar Stefán hitti hana. Samkvæmt upplýsingum blaðsins skráði Stefán sig á Heilsuhælið í Hveragerði og beið einnig við geð- deildir spítala, Reykjalund og fleiri sjúkrastofnanir. Fullyrt er að þar hafi hann leitað að fórnarlömbum til að skrifa undir pappíra fyrir sig. Fórnarlömbin segja einnig að Stef- án hafi mjög höfðað til vorkunn- semi fólks enda missti hann dóttur sína í hörmulegu bílslysi fyrir nærri þremur árum síðan. Stefán er eignalaus og ógjaldfær. Vegna þessa máls sat Stefán í gæsluvarðhaldi frá 15. til 25. október síðastliðinn. -pj

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.