Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPOSTURINN FRÉTTIR 15 Fjárdráttur hj hinu opinbe sjaldan kærður til Nærri 10 fjársvikamál til Ríkisendurskoðunarárlega en fæst fara til RLR og dómstóla. Undanfarið hefur borið mikið á fjársvikamálum hjá hinu opinbera. Þegar slík mál koma upp hjá ríkis- valdinu er hinn eðlilegi farvegur að það sé sent til Ríkisendurskoðunar. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi segir að þeir skoði fyrst málin og í kjölfarið sé tekin ákvörð- un um framhald málsins. „Þetta fer svolítið eftir hve um- fangsmikið málið er og hve ljóst það liggur fyrir," segir Sigurður. „Það má segja að þetta hafi tvo megin farvegi. Annars vegar eru mál sem liggja ljós fyrir en þá er viðkomandi alltaf látinn hætta störfum. Ef ekki er um meiriháttar mál að ræða þá er mönnum gefinn kostur á að gera það upp og þar með er fallið frá frekari málsmeð- ferð. Ef um meiriháttar mál er að ræða og menn vilja kannski ekki viðurkenna sekt þá getur þetta end- að hjá RLR og þá fyrir dómstólum. Því er fyrst vísað til RLR og svo tek- ur saksóknari ákvörðun um fram- haldið." Sigurður segir að í ár hafi stofn- unininni borist 8 fjársvikamál og yfirleitt sé árlegur fjöldi þeirra á milli 5 og 10. Mun færri mál halda áfram dómstólaleiðina eða í mesta lagi 2-3 á ári. Hann segir að merkja megi aukningu í þessum málaflokki á síðustu misserum. Bragi Steinarsson vararíkis- saksóknari sagðist ekki hafa neinar tölur yfir fjölda fjárdráttarmála hjá opinberum starfsmönnum og slík samantekt kostaði „margra daga vinnu". Yfirlit fyrir þetta ár væri heldur ekki mögulegt fyrr en ein- hvern tímann á næsta ári. Högni Kristjánsson í dómsmálaráðu- neytinu vísaði alfarið á Ríkisendur- skoðun. Árlega fjárdtáttur hjá Pósti og síma Póstur og sími er stærsta fyrir- tæki landsins með 2400 starfsmenn og 90 pósthús. 1 hverju pósthúsi eru einn eða fleiri gjaldkerar sem eru því á annað hundrað. Hrefna Sigurður Þórðarsson. Ríkisendur- skoðun rannsakar árlega 5-10 fjárdráttarmál og 2-3 fara áfram dómstólaleiðina. Yfirleitt greiðir viðkomandi skuldina og er vikið frá störfum. Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma, segir að nálega eitt fjár- svikamál komi upp árlega en nú eru tvö slík í gangi. „Þau mál sem við þekkjum hafa fæst verið alvarlegs eðlis heldur hafa menn ætlað að lána sjálfum sér peninga og greiða þá til baka við tækifæri. En við erum með reglu- lega endurskoðun og talningu á öll- um kössum þannig að þessi mál uppgötvast mjög fljótt. Oft er nú ekki um mjög háar fiárhæðir að ræða. Viðkomandi er alltaf látinn hætta og ef málið liggur alveg ljóst fyrir og ekki er um flókið svindl að ræða og viðkomandi hefur greitt fjárhæðina að fullu til baka þá hef- ur verið látið þar við sitja. En þetta hefur í öllum tilfellum verið gert í fullu samráði við Ríkisendurskoð- un. Ef upp koma mál með hærri fjárhæðum eða flóknara misferli heldur en þessi einföldu gjaldkera- mál er slíkt kært til RLR." Hrefna segir að starfsmenn séu undantekn- ingalaust látnir hætta og málin séu Bragi Steinarsson, vararíkissak- sóknari. Embættið veitir engar upplýsingar um fjölda fjársvika- mála enda kostar slíkt „margra daga vinnu." ætíð skoðuð í samráði við Ríkis- endurskoðun. Fjármálastjóri sagði sjálfur upp hjá Land- helgisgæslunni Hjá Landhelgisgæslunni kom í haust upp rökstuddur grunur um fjárdrátt hjá þáverandi fjármála- stjóra stofnunarinnar, Hrafni Sig- urhanssyni. Hann kaus sjálfur að segja upp en samkvæmt heimildum blaðsins var um að ræða meintan fjárdrátt upp á nálægt tveimur milljónum króna. Fyrst var málið skoðað innan stofnunarinnar en var sent til Ríkisendurskoðunar í miðjum síðasta mánuði þar sem í ljós kom að „ekki var allt með felldu." „Ef rökstuddur grunur er um fjárdrátt víkur maður viðkomandi aðila strax frá tímabundið. Sam- kvæmt lögum er hann fyrst í stað á hálfum launum en komi í ljós að hann sé saklaus fær hann náttúr- lega full laun fyrir tímabilið. Sá sem Olafur Tómasson Póst- og síma- málastjóri. Hjá Pósti og síma koma árlega upp fjársvikamál sem flest eru leyst með brottvikn- ingu og endurgreiðslu. hér um ræðir sagði starfi sínu lausu strax og í kjölfarið auglýsti ég eftir nýjum fjármálastjóra," segir Haf- steinn Hafsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Hann segir Ríkisendurskoðun fara yfir málið bókhaldslega en það fari eftir um- fanginu hvort það fari til RLR. Telj- ist málið fullrannsakað fari það ekki þangað. „Ég lét RLR fylgjast með málinu frá upphafi. Þetta er ekkert prívatmál þegar maður í oþ- inberu starfi brýtur af sér. Það verður að fara sína eðlilegu leið." Æskulýðsfulltrúinn á Akranesi „rekinn í kyrrþey". Fyrr í þessum mánuði ákvað bæjarráð Akraness að láta Elís Þór Sigurðsson íþrótta- og æskulýðs- fulltrúa segja upp störfum vegna fjárdráttar. Einnig samþykkti bæj- arráð yfirlýsingu um starfslok hans og samkomulag um uppgjör skulda. í viðtali við Skagablaðið segir Gísli Gíslason bæjarstjóri að Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Fjármála- stjórinn sagði sjálfur upp störfum vegna gruns um 2 milljóna króna fjárdrátt. Elís hafi gerst brotlegur og að um „talsverðar fjárhæðir" hafi verið að ræða. Hann neitar þó að gefa upp tölur þar sem hann sé „bundinn trúnaði." Garðar Guðjónsen, rit- sjóri Skagablaðsins, segir mikla óánægju ríkja meðalbæjarbúa og í leiðara segir hann málinu alls ekki lokið þar sem það lifi í bæjarslúðr- inu. Starfsmaðurinn var ekki ákærður og engar upplýsingar veittar um umfang málsins. Annað nýlegt dæmi er frá Flug- málastjórn þar sem fjármálastjór- inn Ágúst Valgeirsson var látinn víkja vegna gruns um stórfelldan fjárdrátt og samkvæmt heimildum blaðsins var hann ákærður af sak- sóknara fyrir vikið. Ingibjörg Har- aldsdóttir fulltrúi Flugmálastjórn- ar vísaði alfarið á saksóknara sem tjáir sig ekkert um málið, og Þor- geir Pálsson flugmálastjóra, sem er í útlöndum til 9. desember. - pj/æöj fréttirvik- 'innar Drukknar rollur Ógeðfelldasta frétt vikunnar birtist á þriðjudag í Tímanum, en það blað hefur löngum verið væn uppspretta ógeðfelldra og undar- legra frétta. I frétt blaðsins er sagt frá því að Hjörleifur Guttormsson og Krist- ín Einarsdóttir hafi lagt fram frumvarp á alþingi sem miðar að því að gera lúpínuna útlæga frá landinu og að ný landgræðslujurt verði fundin í hennar stað. Vinum lúpínunnar þykir hins vegar illa að henni vegið og benda á að með sán- ingu hennar hafi tekist að græða upp örfoka mela. Nú er það í sjálfu sér ógeðfellt að alþingismenn bæt- ist í hóp hatursmanna lúpínunnar og vilji setja lög gegn henni sem hefur löngum „notið mikils álits meðal almennings fyrir dugnað við uppgræðslu landsins", eins og það er orðað í fréttinni. En það er þó ekki afstaða alþingismannanna sem tryggir fréttinni titilinn ógeðfelld- asta frétt vikunnar. Það sem tryggir henni þá nafnbót er að í henni er að finna áður óþekktar og ógeðfelldar upplýsingar um skaðsemi lúpín- unnar. Tíminn segir nefnilega að það hafi komið fram í máli Hálf- dánar Björnssonar í Kvískerjum að rollur hafi orðið „drukknar" eft- ir að hafa étið lúpínurnar. Þarna er komin veigamesta rök- semd til þessa fyrir því að lúpín- unni verði útrýmt hið snarasta, því það er ákaflega ógeðfellt til þess að hugsa að sauðfé landsmanna ráfi dauðadrukkið um heiðar eftir lú- pínuát. Og hvers eiga aumingja lömbin að gjalda? Hver hefur vit fyrir þeim og varnar því að þau komist í lúpínurnar og verði blind- full? Bændur hljóta að taka hönd- um saman til að hefta útbreiðslu lúpínunnar áður en fjárstofninum er stefnt í voða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri um sundrungina á vinstri vængnum: Gerði aldrei rað fýrir álandsvísu sameimngu Ég gerði aldrei ráð fyrir því að Jóhönnu Sigurðardóttur undan- það næðist að koma saman ein- hverjum R-lista á landsvísu fyrir kosningarnar í vor. Landsmálapól- ítíkin er miklu flóknari en borgar- pólitíkin og þess vegna gerði ég mér aldrei neinar vonir um að slíkt tækist á svo skömmum tíma. Það má því segja að vonbrigðin séu engin hjá mér," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í samtali við MORGUNPÓSTINN. 1 ljósi heiftúðugra deilna þeirra Ólafs Ragnars Grímssonar og farna daga vaknar sú spurning hvort hér sé ekki fyrst og fremst það að ræða, að forkólfarnir séu hræddir um sætin sín, á meðan grasrótin vilji sameiningu. „Ég held nú að þetta risti eitthvað dýpra, að þetta sé ekki bara spurn- ing um að sitja sem fastast. Það eru svo margar gjár sem þarf að brúa áður en sameining tekst á lands- vísu. Fólkið á R-listanum hafði langa og mikla reynslu af því að vinna saman gegn íhaldsmeirihlut- anum. Þar hefði þegar skapast ákveðinn grundvöllur sem auðvelt var að sameinast um í borgarmál- unum. Við höfum heldur aldrei smitast af landsmálapólitíkinni og vorum ákveðin í því frá upphafi að láta hana ekki hafa áhrif á störf okkar í borgarstjórn. Við vissum alltaf að það kæmi einhver skjálfti svona fyrir kosningarnar, en okkur hefur tekist að leiða það hjá okkur hingað til og ætlum að gera það áfram," segir Ingibjörg. Sundrungin virðist aldrei hafa verið meiri á vinstri vængnum en einmitt núna, þrátt fyrir að um- ræðurnar um sameiningu hafi sjaldan verið meiri. Ingibjörg telur það þó ekki útiloka samstarf flokk- anna um alla framtíð nema síður sé. „Það er eins og hlutirnir þurfi stundum að brotna niður í frum- eindir sínar til að þeir nái saman aftur. Það er ákveðin gerjun í gangi núna, sem á eftir að skila sér í öfl- ugu samstarfi síðar, þó það líti kannski ekki út fyrir það í dag," sagði Ingibjörg að lokum. -æöj Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Það eru svo margar gjár sem þarf að brúa áður en sameining tekst á landsvísu."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.