Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 6
6 MORGUNPOSTURINN FRETTIR FIMIvlTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Stjórnmálahreyfing Jóhönnu Sigurðardóttur verður kynnt á opnum fundi á sunnudaginn þar sem blásið verður í herlúðrana fyrir kosningabaráttuna framundan. Straumurinn liggur til Jóhönnu, ekki síst eftir að samfylking á vinstri vængnum var blásin af eftir yfirlýsingar Æ^m m m Ólafs Ragnars StGfKU* Grímssonar menn í öllum kjöidæmum Æm Jóhanna Sigurðardóttir *n H| |ÉMHto sagði eftir að í Ijós kom á MfcgB flokksþingi Aiþýðuf lokks-ins í sumar að hún hefði 4 r beðið ósigur fyrir Jóni % i' i Baldvini Hanníbalssyni í formannskjön: „Minn tími t !«*¦» mun koma." Á sunnudag- Kí': 'H ^V inn verður stjórmálahreyf- ing hennar kynnt. Undir- '§&¦$¦ K ^B tektir við framboð á lands- ww,**WMfe^ " - -v,í, "1 vísu hafa verið mjög góðar K*^!';^ og því má færa rök fyrir t # JK,:."^ fjlp því að þau orð hennar hafi „ ræst fyrr en nokkum óraði 'm '' *> ?';^"" - *"'-"^X-^.íSP Í^^-->%Í', 1 .B^ll fyrir, ' I r 1 Næstkomandi sunnudagur mun marka upphafspunktinn að form- legri kosningabaráttu þeirrar hreyf- ingar sem verið hefur að myndast í kringum Jóhönnu Sigurðardótt- ur, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Þá verður haldinn kynningarfundur á Hótel Islandi þar sem blása á í her- lúðrana. Þar verður kynnt nafn nýrra stjórnmálasamtaka en form- leg stofnun þeirra bíður landsfund- ar sem að öllum líkindum verður haldinn í janúar. Á sunnudaginn á að liggja fyrir beinagrind að mála- efnagrunni en fram að landsfundi á að halda öllu opnu þannig að nýju fólki, sem gengur til liðs við hreyf- inguna, gefist kostur á að taka þátt í að móta stefnuskrána. „Fólk á að vera miklu naer um fyrir hvað við stöndum eftir fund- inn á sunnudaginn," sagði Jóhanna í samtali við MORGUNPÓSTINN í gær. „Við komum til með að leggja fram okkar málefni, skipulag hreyf- ingarinnar og áform okkar á næstu vikum." Margir bíða átekta Nú, þegar eitthvert form á kosn- ingabandalagi eða samfylkingu Jó- hönnu, Alþýðubandalagsins og/eða Kvennalistans hefur nánast verið flautað af, virðist stramurinn liggja til Jóhönnu. Yfirlýsingar Ólafs Ragnars Grímssonar um lágkúru- leg vinnubrögð Jóhönnu og bak- tjaldamakk virðast hafa komið henni til góða og tók hún undir það í gær. Heimildir MORGUNPOSTS- INS herma að það standi hreyfing- unni helst fyrir þrifum hversu lítið hún er skipulögð. Fólk snýr sér mikið til Jóhönnu sjálfrar sem hefur hvorki tíma né yfirlit yfir stöðuna til að virkja fólk til starfa. Unnið er hörðum höndum að bæta úr þessu. Verið er að ganga frá leigu á skrif- stofuhúsnæði í miðbæ Reykjavíkur og út um landið er stefnt að því að stofna deildir til að sinna málum heima í héraði. En þótt Jóhanna og málstaður hennar eigi sterkan hljómgrunn um þessar mundir, eins og skoðana- kannanir hafa staðfest, bíða margir átekta, sem sterklega hafa verið orð- aðir við framboð víða um land. Reynt að ná í fólk úr öllum flokkum Þegar ný framboð hafa komið fram hefur jafnan verið hafður sá háttur á að handraða á listana, sem kallað er, þannig að ákveðinn kjarni hafi endanlegt ákvörðunarvald í höndum. Það sama verður að öllum líkindum uppi á teningnum nú, að sögn Sigurðar Péturssonar, eins af nánustu stuðningsmönnum Jó- hönnu. Þó er gert ráð fyrir að deild- irnar úti um landið hafi sem mest um það að segja hvernig listarnir líta út. Endanleg röðun liggur þó vart ljós fyrir fyrr en eftir lands- fundinn, samkvæmt heimildum blaðsins. Jóhanna hefur talað um að þungavigtarfólkið eigi frekar að fara í baráttusæti og nýtt fólk í pólitík taki efstu sætin. En það gengur varla upp af þeirri einföldu ástæðu að fyrsta sætið er sennilega baráttusæt- ið í flestum kjördæmum og því má gera ráð fyrir að sterkasti frambjóð- andinn á hverjum stað leiði listann. Talað er um að leggja eigi upp með þá aðferð að hafa fólk úr sem fiest- um fiokkum á listanum til að reita fylgið sem víðast að. Margír um hituna í Reykjavík Það er helst í Reykjavík sem Jó- hanna getur vænst þess að fá fleiri en einn þingmann. En með ollu er óvíst hvort Jóhanna tekur þá áhættu að taka annað sæti en það fyrsta. Þeir sem helst hafa verið nefndir til framboðs í höfuðborginni, auk Jóhönnu, eru Ólína Þorvarðar- dóttir, eiginmaður hennar Sigurð- ur Pétursson, Ögmundur Jónas- son sem virðist þó frekar hallast að framboði fyrir Alþýðubandalagið, Ásta B. Þorsteinsdóttir fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar, Þór- unn Sveinbjarnardóttir formaður Sóknar, Guðrún Ólafsdóttir meinatæknir og Dagur B. Egg- ertsson formaður stúdentaráðs. Þá hefur nafn Helga Péturssonar, sem nýverið sagði sig úr Framsókn- arfiokknum, verð mikið í umræð- unni undanfarna daga. Hann sagði í samtali við MORGUNPÓSTINN í gær að hann ætlaði að mæta á fundinn á sunnudaginn en hefði engin önnur áform en að hlusta á hvað þar færi fram. Nöfn ýmissa félaga í Alþýðu- bandalagsfélaginu Birtingu hafa einnig verið nefnd, sérstaklega Art- húrs Morthens og Marðar Árna- sonar, eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Það virðist því ljóst að Jóhanna verður ekki í vandræð- um með að manna listann í Reykja- vík. Kratar leiða listana á vestanverðu landinu Eftir að Ágúst Einarsson sagði sig úr Alþýðufiokknum og lýsti op- inberlega yfir að hann ætlaði að leggja hreyfingu Jóhönnu lið er nánast sjálfvalið í efsta sætið í Reykjanesi. Norðanvert Vesturlandskjör- dæmi er mikið vígi Jóhönnu. Á flokksþinginu í Keflavík studdu fulltrúar krata af Snæfellssnesinu Jóhönnu sem einn maður. Þar fer fremstur Sveinn Þór Elínbergs- son sem um síðustu helgi keppti við Gísla S. Einarsson um fyrsta sæti á lista krata á Vesturlandi. Þeg- ar úrslit prófkjörsins voru ljós þá tilkynnti Sveinn að hann tæki sér umþóttunartíma til að ákveða hvort hann tæki annað sætið. I samtali við MORGUNPÓSTINN sagðist Sveinn ekki hafa rætt fram- boðsmál við Jóhönnu en hann hef- ur aldrei farið leynt með stuðning sinn við hana. „Eg veit ekkert um hennar framboðsmál en auðvitað fylgist ég með þessari þróun af áhuga," sagði Sveinn. Hann sagðist ekki treysta sér til að spá fyrir um þróun mála varðandi framboð Jó- hönnu en ljóst væri að kratar í kjör- dæminu fylgdust náið með hennar aðgerðum. Þá hefur nafn Stefáns Garðarssonar, bæjarstjóra í Snæ- fellsbæ, þráfaldlega komið upp í umræðunni. Á Vestfjörðum er talað um að Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambandsins þar og mið- stjórnarmaður í Alþýðuflokknum, fari fram. Hann vildi hvorki neita því né játa þegar hann var spurður um það beint. Pétur hefur verið yf- irlýstur stuðningsmaður Jóhönnu og er faðir Sigurðar Péturssonar. Fyrrum allaballar sterkastir fyrir norðan I norðurlandskjördæmi vestra bendir flest til þess að Sveinn All- an Morthens vermi efsta sætið en hann sagði skilið við Alþýðubanda- lagið í vikunni. Þá hefur Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, fyrrver- andi alþingismaður fyrir Alþýðu-' flokkinn og borinn og barnsfæddur Siglfirðingur, lýst yfir að hann ætli sér að vinna með Jóhönnu. Á austanverðu Norðurlandi hef- ur lengi verið talað um að Svan- fríður Jónasdóttir, fyrrverandi varaformaður Alþýðubandalagsins og aðstoðarmaður Ólafs Ragnars í fjármálaráðherratíð hans, leiði framboð Jóhönnu í kjördæminu. Sjálfstæðismenn græða á klofningnum Það er mat krata, sem rætt var við á Austurlandi, að niðurstaða kosn- inganna þar verði á þá leið að hvorki Jóhanna né Alþýðuflokkur- inn komi inn manni þannig að Gunnlaugur Stefánsson falli út af þingi og Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig manni. Eitt tromp er þó í stöðunni, að Hrafnkell A. Jóns- son á Eskifirði fari fram fyrir Jó- hönnu. Orðrómur um það hefur verið á kreiki síðustu daga en ekkert fékkst staðfest um áform Hrafnkels, sem er flokksbundinn sjálfstæðis- maður um þessar mundir en á sér einnig sögu hjá Alþýðubandalag- inu. Hermann Níelsson, skóla- stjóri á Egilsstöðum, sem er mikill stuðningsmaður Jóhönnu, sagðist í gær vera búinn að gera upp við sig að halda tryggð við sinn gamla flokk, Alþýðuflokkinn. Það sama mun gilda um Eirík Stefánsson, formann kjördæmisráðs flokksins, en nöfn þeirra tveggja hafa verið í umræðunni. Hringurinn lokast á Suðurlandi þar sem allt kraumar undir eftir úr- sögn Ragnheiðar Jónasdóttur úr Alþýðubandalaginu og stuðningsyf- irlýsingu hennar við Jóhönnu. Tal- að er um að Ragnheiður verði ofar- lega á listanum en viðræður munu vera í gangi við Framsóknarmenn í kjördæminu og fleiri Alþýðubanda- lagsmenn. -SG/SMJ Félagar í Alþýðubandalagsfélaginu Birtingu furða sig á framgöngu Ólafs Ragnars í deilunum við Jóhönnu og íhuga að ganga til liðs við hreyfingu hennar Undrandi á æsingi Ólaffs Ragnars seqir Mörður Ámason, fyrrverandi aðstoðarmaður hans ífjármálaráöuneytinu, oq félaqi f Birtingu. segiri „Ég hef orðið var við að menn séu undrandi á æsingi Ólafs Ragn- ars Grímssonar vegna úrsagnar Ragnheiðar Jónasdóttur úr fiokknum. Það er skrýtið mat hjá honum á vinum sínum og sam- starfsmönnum að þeir séu til sölu," sagði Mörður Árnason, Alþýðu- bandalagsmaður og félagi í Birt- ingu, í samtali við MORGUNP- ÓSTINN í gær. Talsverður urgur er meðal félagsmanna Birtingar vegna deilna formanns Alþýðubandalags- ins og Jóhönnu Sigurðardóttur og borið hefur á því að þeir kenni eigin formanni að verulegu leyti um hvernig komið er málum. Ólafur Ragnar lýsti yfir því í MORGUNPÓSTINUM á mánudag- inn að vinnubrögð Jóhönnu væru lágkúruleg og með baktjaldamakki væri hún að reyna að lokka til sín félaga í Alþýðubandalaginu í stað þess að vinna af heilum hug að samfylkingu jafnaðarmanna. Eftir að þessi orð hans birtust á prenti fór af stað atburðarás sem að öllum líkindum hefur í för með sér að Arthúr Morthens er einn af þeim óánægðu í Alþýðubandalaginu sem orðaður hefur verið við fram- boð með Jóhönnu. „Ég get ekkert um þetta sagt í þessari stöðu en tel fremur ólíklegt að Birting sem heild fari yfir til Jóhönnu. Það er svo hvers einstaklings að gera það upp við sig." Mörður Árnason var upplýsinga- fulltrúi í fjármálaráðuneytinu í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Hann furðar sig á framgöngu hans síð- ustu daga. „Það er skrýtið mat á vinum og samstarfsmönnum að þeir séu til sölu." samfylkingarhugmyndir á vinstri vængnum við komandi kosningar séu úr sögunni. „Það hjálpar ekki til að efla samvinnu vinstri manna að spana upp deilur við Jóhönnu, eins og Ólafur Ragnar hefur gert," sagði Mörður. Hann hefur verið orðaður við framboð hjá Jóhönnu og sömu sögu er að segja um félaga hans í Birtingu, Arthúr Morthens, sem átti sæti á R-listanum við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Þær fregnir hafa heyrst að félagar í Birtingu séu að íhuga að ganga til liðs við Jóhönnu allir sem einn og segja skilið við Alþýðubandalagið. Ólafur Ragnar er talinn eiga sinn þátt í því að þær vangaveltur séu uppi. „Það er hópur Alþýðubanda- lagsmanna að hugsa sitt ráð," var það eina sem Mörður vildi segja um þetta atriði. „Já,já, auðvitað eru menn að velta þessu fyrir sér," sagði Arthúr. „En Birting er næststærsta Alþýðubandalagsfélagið á landinu og sá prósess er langur og verður að fara fram með formlegum hætti. Ég get ekkert um þetta sagt í þessari stöðu en tel fremur ólíklegt að Birt- ing sem heild fari yfir til Jóhönnu. Það er svo hvers einstaklings að gera það upp við sig. Þó að ég sé um margt mjög óánægður og hafi flutt mjög gagnrýna ræðu á miðstjórn- arfundinum þá finnst mér ekki tímabært að segja neitt til um þessa hluti. Maður verður líka að sjá hvaða fleyi Jóhanna er að ýta úr vör." Bróðir Arthúrs, Sveinn Allan Morthens sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu fyrr í vikunni. „Ég skil hans aðstæður fyrir norðan. Að- stæður okkar í Birtingu eru líka um margt nokkuð sérstakar, ég neita því ekki, en menn eru að vinna inn- an Alþýðubandalagsins og meðan svo er vinna menn þar." Ekki er við því að búast að Birt- ingarfélagar geri upp hug sinn fyrr en þeir sjá hvort þeir eigi mögu- leika á að koma á breytingum á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík. „Það er alveg ljóst að við erum ekki tilbúin að sigla fram með óbreyttan lista í Reykjavík. Við höfum náð þeim árangri að knýja í gegn opið prófkjör í Reykjavík og við verðum að skoða hvaða möguleika það gef- ur. En ég tel að ekki hafi verið hald- ið sérstaklega skynsamlega á mál- um síðan á miðstjórnarfundinum." Arthúr sagði að gagnrýni hans og annarra á stöðnunina í flokknum og á þingmannaliðið hefði átt að undirstrika vilja flokksmanna um breytingar en það hafi skilað sér illa. „Ég skil út af fyrir sig margt af því sem Ólafur hefur verið að segja. Jó- hanna hefur ekki sýnt nein spil þrátt fyrir að það hafi verið viðræð- ur við hana frá því í sumar," sagði Arthúr. Það væri hins vegar spurn- ing hvort ummæli Ólafs hefðu ver- ið heppileg á þessum tímapunkti. En þar sem hreyfingin í kringum Jóhönnu sé nú að taka á sig form gæti gefist annað tækifæri til að ræða málin og vill hann því ekki útiloka að samfylking á vinstri vængnum geti orðið að veruleika þrátt fyrir allt. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.