Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPOSTURINN Erna Indriðadóttir fréttamaður tók viðtal við vistmann, sem lok- aður er inni á Sogni vegna óhugn- anlegs morðs, fyrir fréttaþáttinn Kastijós. Áður en viðtalið fór í loftið hafði hann ítrekað samband við hana símleiðis og hótaði að vinna henni mein ef þátturinn yrði sýndur. Bogi Ágústsson fréttastjóri Sjón- varpsins fékk einnig hótanir frá manninum. Óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með mannaferðum í anddyri Sjón- varpshússins þar til maðurinn hafði verið handtekinn. Mál hans er nú til meðferðar hjá Rannsóknarlögreglunni. Kvennalistinn í Reykjanesi Bróðir geðsjúks ofbeldismanns hótaði að vinna fréttamönnum Sjónvarps mein ef viðtal við bróðurinn yrði birt Haft í hótunum við fréttamenn Bróðir geðsjúks ofbeldismanns haíði í hótunum við Ernu Indriða- dóttur, fréttamann, og Boga Ág- ústsson, fréttastjóra Sjónvarpsins, skömmu fyrir síðustu mánaðamót. Erna hafði þá lokið við að vinna innslag í fréttaþáttinn Kastljós með viðtölum við geðsjúka afbrota- menn, sem vistaðir eru á Sogni, og átti þátturinn að fara í loftið um kvöldið. Maðurinn hafði ítrekað samband við þau símleiðis um morguninn og krafðist þess að við- tal við bróður hans yrði fellt út úr þættinum, að öðrum kosti myndi hann vinna þeim eða fjölskyldum þeirra mein. Hótunin var tekin alvarlega og lögreglunni gert viðvart. Óeinkenn- isklæddir lögreglumenn tóku sér stöðu í anddyri sjónvarpshússins við Laugaveg og fylgdust grannt með gestkomandi fólki. Á meðan leituðu félagar þeirra manninn uppi og handtóku hann um kvöldmatar- leytið. Til þess kom því ekki að Erna og Bogi þyrftu á lögregluvernd að halda en það var talið rétt ef maður- inn næðist ekki. Hann hefur heldur ekki endurtekið hótanir sínar eftir þáttinn og því ekki talin ástæða til að fylgjast sérstaklega með honum. Haft er eftir starfsmanni Sjónvarps- ins að nokkur skelfing hafi gripið um sig, enda maðurinn talinn til alls vís. I framhaldi af þessu atviki hafa verið settar fram hugmyndir um að herða öryggisgæslu í Sjónvarpshús- inu. „Það er eðlilegt að slíkar hug- myndir komi upp í kjölfar atburða eins og þarna urðu," segir Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „En það kostar peninga. Það hefur ekkert drastískt verið gert ennþá og maður vonar að þjóðfélagið sé ekki að breytast þannig að fyrir- tæki þurfi almennt að taka upp stranga öryggisgæslu." „Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri af tilviki sem þessu," segir Heimir Steinsson, útvarpsstjóri. „Þetta er ekki eitthvað sem að staðaldri þrúgar menn." Af samtölum við frétta- menn má þó ráða að ekki hafi verið um einsdæmi að ræða, en ítrekaðar hótanir mannsins hafi þó verið harkalegri en í flestum öðrum tilvikum og því frekar talin ástæða til að taka þær alvarlega. Lög- reglan mæltist einnig til þess í öryggisskyni að í framtíðinni væru allar hót- anir af þessu tagi strax til- kynntar lögreglu. Rannsóknarlögregla rík- isins hefur rannsókn máls- ins með höndum en fyrir liggur kæra á manninn vegna framferðis hans. Ekki liggur fyrir hvort mál- ið verði sent ríkissaksókn- ara til meðferðar, að sögn Harðar Jóhannessohar, yfirlögregluþjóns. Erna vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál og ekki náðist i Boga þar sem hann er staddur í út- löndum. -SG Tólf gefa kost á sér Vegna óánægju verður fleirinöfnum bætt við. Uppstillinganefnd Kvennalistans eiga nú að raða þeim 12 konum sem í Reykjanesi hefur nú tekið saman lista með tólf konum sem allar gefa kost á sér í eitthvert af tíu efstu sæt- um listans. Athygli vekur að á þeim lista eru ekki þær konur sem helst var gengið eftir eins og Sigrún Jónsdóttir varaþingmaður og varabæjarfulltrúi Kópavogs, Bryn- hildur Flovens lögfræðingur Kristín Halldórsdóttir fyrrum þingkona og Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur í bæjarstjórn Seltjarnarness. Tvær þeirra fyrst- nefndu þóttu hvað vænlegastar til að leiða listann. Kvennalistakonur gefa kost á sér í sæti en reiknað er með að því verði frestað um óákveðinn tíma þar sem listinn þykir nokkuð einsleitur, ekki síst í aldri. Þær vonast til þess að hægt verði að fjölga á listanum og Ingi- björg Guðmundsdóttir í uppstill- inganefnd segir að þessi listi eigi eftir að taka breytingum. Á listanum eru þær Helga Sig- urjónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópa- vogi, Bryndís Guðmundsdóttir kennari úr Hafnarfirði sem leiddi listann þar í vor, Guðrún Sæ- mundsdóttir skrifstofumaður í Hafnarfirði, Kristín Sigurðar- dóttir í bankastjórn Seðlabankans, Þórunn Friðriksdóttir framhalds- skólakennari í Keflavík, Margrét Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins Kópavogi, Guðrún Jóhannsdóttir skrif- stofumaður Álftanesi, Guðrún Ól- afsdóttir húsmóðir í Hafnarfirði, Hafdís Benediktsdóttir leiðbein- andi Kópavogi, Ella Stína Karls- dóttir félagsráðgjafi úr Garðabæ, Elín Ólafsdóttir og Guðrún S. Gísladóttir bókasafnsfræðingur Garðabæ. Anna Ólafsdóttir Björnsson er Helga Sigurjónsdóttir, bæjarfull- trúi Kvennalistans í Kópavogi, er ein þeirra tólf kvenna sem gefa kost á sér í efstu sæti listans í Reykjanesi. eini þingmaður listans í kjördæm- inu en hættir nú vegna útskipta- reglu Kvennalistans. í síðustu kosningum fékk Kvennalistinn 2698 af 38810 gildum atkvæðum. Nú fjölgar þingmönnum kjördæm- isins úr 11 í 12. ¦ Frétt Morgunpóstsins af Lindu P. RLR rannsakar leka frá löggunni ' uremnigveriðgertaðmæta til skýrslutöku hjá Rann- sóknarlögreglunni. Þess má geta að Gísli Gíslason, lögmaður Lindu, hefur látið hafa það eftir sér að hann fagni því að skýrsl- urnar skuli hafa komið fram. Það skal tekið fram að MORGUNPÓSTURINN heitir öllum heimildarmönnum sínum fullum trúnaði og mun því ekki veita neinar upplýsingar um hvaðan heimildir blaðsins eru komnar. Aðgerðir lögregl- unnar munu þar engu breyta. -SMJ Rannsóknarlögregla ríkisins hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að rann- saka hvernig lögregluskýrslur um mál Lindu Pétursdóttur bárust í hendur blaðamönnum MORGUNPÓSTSINS. Sama dag og fréttin birtist mætti Hörður Jóhannesson yfirlögreglu- þjónn hjá RLR á ritstjórn MORGUN- PÓSTSINS til að kanna upplýsingar blaðsins. í kjölfar þess hefur Páll Magnússon ritstjóri MORGUN- PÓSTSINS verið kallaður í yfirheyrslur hjá RLR þar sem hann hafði réttar- stöðu grunaðs manns. Ástæða þess er sú að með því að birta frétt sína eru starfsmenn og ábyrgðarmenn MORG- UNPÓSTSINS taldir vera samsekir í trúnaðarbroti opinbers starfsmanns. Blaðamanni MORGUNPÓSTSINS hef- Við bjódum upp á frábært jólatilboð Fatnaður: Sævar Karl og synir, Eva. # 1 mánuður ótakmarkað kort f leikfimi og líkamsrækt #70 tíma Ijósakort Aðeins kr. MIMHHHfl BI H A I N A II S T H A T I 5 101 REYKJAVlK SÍUI S 5 I - t 0 ? 0 4.500,- 2 0. Ivie/i/ vLiiióJcÍoÍoaIÚxu/i< Lce/i/ - loefTVUA/ &Á/v deX luaa/v iAíinJ. / r AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.