Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPOSTURINN FRETTIR 27 Æ, ég veit ekki. Erum við ekki orðnar alltof uppteknar aí þessu tali um kynferðislega áreitni? Endar þetta ekki með því að enginn þorir að snerta annan af hættu við að vera stimplaður nauðgari? Hvaða máli skiptir þótt hann haldi því fram að hann sé að tékka á holdafarinu? Hvað er kjöt- matið annað en vanvirðing við okkur kindurn- ar? Er það einhver mælikvarði á okkur hvernig lærin á okkur séu og hryggur- inn? Viljum við ekki láta dæma okkur út frá einhverjum öðrum gildum? Góða besta, þetta er bara öfundasýki í ykkur jussunum sem eruð með lærin hang- andi niður á klaufir. Húrra! Það er furðulegt að þetta endalausa tal um heimskar Ijóskur komi alltaf frá kynsystrum okkar. Amal Rún Qase, sómalskur innflytjandi „Þetta er svo lítilþjóð að við getum ekki hleypt hverjum sem er inn í landið." 4 f sína að Islendingar séu ekki kyn- þáttahatarar. Útlendinqahatur og útlendingadekur Rúmlega 4/5 hlutar þeirra sem voru spurðir hvort þeir teldu Is- lendinga vera fordómafulla í garð útlendinga töldu svo vera eða 82,1 prósent á mótí 17,9 prósentum. Jóhann segir starfsmenn Útlend- ingaeftirlitsins verða vara við mikla öfga í afstöðu íslendinga til útlend- inga. „I þau rúm tuttugu ár sem ég hef verið í mínu starfi hef ég orðið var við töluverða óvild í garð útlend- inga og einnig útlendingadekur sem ég vil kalla svo. Við erum það miklir nesjamenn ennþá að við eig- um enn svolítið erfitt með að líta á útlendinga eins og venjulegt fólk sem hefur bara kosti og galla eins og við hin. Ég vona að við eigum eftir að þroskast út úr þessari nesja- mennsku. Við fáum viðbrógð í okkar starfi sem eru öfgafull í báðar áttir," segir hann. Amal Rún telur afstöðu íslend- inga til útlendinga frekar einkenn- ast af ótta en fordómum ef hún tek- ur mið af eigin reynslu af að búa hérlendis. „Þegar fólk er búið að kynnast mér þá sér það að ég er bara venjuleg manneskja," segir hún. „Þeir sem eru fordómafullir eru ekkert endilega fordómafullir gagnvart útlendingum heldur hverjum sem er, eins og til dæmis samkynhneigðum. Það eru margir sem líta svo á að samkynhneigðir séu sjúkir." Gerard hefur athyglisverða'skýr- ingu á þeirri niðurstóðu að Islend- ingar telja jafn marga samlanda sína vera fordómafulla í garð út- lendinga og raun ber vitni. „Hér kemur fram sú löngun Is- lendinga á að líta svo á að hér sé kynþáttahatur við lýði vegna þess að annars eru þeir ekki heimsborg- arar. Einstaklingarnir sjálfir segjast ekki vera kynþáttarar en eru hræddir við þá sveitamennsku sem þeir telja fylgja því að ekki séu til rasistar á Islandi," segir hann. Verkalýðshreyfingin gegn utlendingum Fjórða fuOyrðingin sem þátttak- endur í skoðanakönnuninni voru beðnir um að taka afstöðu til hljómaði svona. íslendingar eru of fáir til að taka á móti útlending- um. 38 prósent töldu svo vera en 62 prósent voru annarrar skoðunar. „Maður heyrir fólk tala um að samfélag okkar sé viðkvæmt og brothætt og það kemur fram í þess- ari niðurstöðu," segir Jóhann. „Að mínu viti er þetta spurningin um hvernig við erum í stakk búin til að gera þessu fólki kleift að aðlagast hérna. Eru aðstæður á vinnumark- aði þannig að þetta fólk geti orðið sjálfbjarga hérna? Það er svo margt í þessum dúr sem spilar inn í þetta." Amal Rún telur þjóðina ekki of fámenna til að taka á móti útlend- ingum en spurningin standi um hvað innflytjendur skuli vera marg- ir. „Það væri álíka fáránlegt að loka fyrir innflutning útlendinga og að banna Islendingum að fara úr landi," segir hún. „Ég tel að leggja beri áherslu á að taka á móti Ungu og menntuðu fólki því það hefur betri möguleika til aðlögunar." Gerard túlkar niðurstöðuna hins vegar þannig að hún „sýni ótrúlega mikið frjálslyndi Islendinga í þess- um efnum," eins og hann orðar það. Fullyrt var í könnuninni: Nýbú- ar eru of margir á íslandi. 20,4 prósent aðspurðra töldu svo vera en 79,6 prósent voru á öndverðum meiði. íslendingar eiga að taka á móti nýbúum, en eingöngufrá Evrópu eða öðrum töndum meðsvipaða menningu. Af þeim sem tóku afstóðu voru 42,4 prósent sammála þessari full- yrðingu en 57,6 prósent voru ósammála henni. Karlar voru síður sammála henni en konur en 39,0 prósent karla og 44,1 prósent kvenna sögðu fullyrðinguna rétta. Enginn munur var sjáanleguir á svörunum eftir búsetu en hins veg- ar afgerandi eftir aldri. Af fólki á þrí- tugsaldri sögðu 22 prósent rétt að taka eingöngu við nýbúum frá Evr- ópu eða löndum með svipaða menningu, 32,8 prósent fólks á fer- tugsaldri, 46,2 prósent fólks á fimmtugsaldri, 56,4 prósent fólks á sextugsaldri og 74,7 prósent þeirra sem voru eldri en sextugt. íslendingar eru offáir tilþess að taka á móti innflytjendum. 38 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu þetta rétt. 62 prósent voru ekki sammála fullyrðingunni. Konur voru frekar sammála henni en karl- ar en 41 prósent kvenna sögðu þetta rétt en 34,1 prósent karla. Fólk á suðvesturhorninu var einnig fremur sammála þessu en fólk af landsbyggðinni. 40,8 prósent fólks af suðvesturhorninu lýsti sig sam- mála því að (slendingar væru of fáir til að taka á móti nýbúum en 31.1 prósebt fólks í hinum dreyfðari byggðum. Þegar aldur þeirra sem eru sammála fullyrðingunni er skoðaður kemur í Ijós að fæstir þeirra sem eru á milli þrítugs og fertugs eru sammála henni. Fylgi við þessari skoðun vex síðan jafnt og þétt og meira en helmingur eirra sem eru eldri en fimmtugt eru sam- mála þessu. Og 65,8 prósent þeirra sem eru eldri en sextugt. Fólk á aldrinum 20 til 30 ára er síðan þarna mitt á milli en 41,3 prósent þessa fólks var sammála fullyrðing- unni. ' „Ég veit ekki einu sinni hvað ný- búar eru margir því þetta er svo illa skilgreint hugtak," segir Jóhann Jó- hannsson, „en engu að síður finnst mér þetta athyglisverð niðurstaða." Amal Rún Qase segist sárasjaldan hitta útlendinga fyrir á Islandi og spurði hvar allir þessir nýbúar væru eiginlega ef þeir eru jafn fjölmennir eins og 1/5 hluti Islendinga virðist telja. „Mér finnst samræmi á milli svaranna og könnunin sýnir um- burðarlyndi og frjálslyndi þjóðar- innar," segir Gerard Lemarquis aft- ur á móti um álit Islendinga á þess- ari fullyrðingu. Minnsti munurinn var á milli þeirra sem töldu sjöttu og síðustu fullyrðinguna eiga við rök að styðj- ast og þeirra sem voru henni and- mæltir. Hún hljómaði með eftirfar- andi hætti. Islendingar hafa staðið sig vel í að taka á móti innflytjend- um. 54 prósent voru á því að frammi- staða okkar hvað þetta varðaði væri með ágætum en 46 prósent sögðu að hér mætti betur gera. Jóhann kveðst feginn að meiri- hlutinn skuli vera þessarar skoðun- ar. „Við erum bara að flytja inn vinnuafl og ég er sammála því að við höfum tekið vel á móti útlend- ingum á síðustu árum", segir hann. Jóhann telur hins vegar líklegt að ef spurt hefði verið um flóttamenn hefði niðurstaðan verið önnur. Amal Rún segir að sér finnist erf- itt að dæma um hvort fullyrðingin eigi sér stoð í raunveruleikanum en henni skiljist að Islendingar hafi tekið vel á móti flóttamönnum. „Þetta fólk fær húsnæði í heilt ár og meira að segja síma og fleira," segir hún. „Ríkið leyfir þessu fólki að koma hingað en verkalýðshreyfing- in beitir sér gegn því að það fái vinnu. Það er vandamálið því vinn- an ræður jú úrslitum um hvort það geti bjargað sér eða ekki." Gerard telur að efni fullyrðingar- innar hafi ekki skipt máli í þessu til- felli. „Ef spurt yrði hvort Islending- ar hefðu stutt vel við bakið á sjó- mönnnum í Smugunni væri niður- staðan hin sama," segir hann. „Hlutfallið á milli þeirra sem telja Islending standa sig vel eða illa er eins burtséð frá málefninu sem spurt er um." íslendingar og Otlendingaeftirlitið Þátttakendur í könnuninni voru ekki spurðir um afstöðu þeirra til starfa Útlendingaeftirlitsins en það hefur löngum verið Ijóst á al- mannarómi að það hefur nokkuð illan bifur á sér í þjóðfélaginu. Jó- hann Jóhannsson var spurður af hverju hann teldi það stafa. „Það er fullt af fordómum í þjóð- félaginu og fólk gefur sér stað- reyndir um að hér séu menn sem eru bara að henda fólki úr landi," segir hann. „Tölur um synjanir og frávísanir sýna hins vegar að svo er ekki. Við höfum verið í þeirri stöðu hér undanfarin ár að við höfum verið að flytja fólk til landsins. Undanfarin ár hefur aðstaða okkar verið svipuð því sem var á Norður- löndunum upp úr 1970 þegar þau voru að flytja inn erlenda verka- menn. Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvað mun gerast héríendis á næstu árum ef atvinnu- þróunin verður eins og hún hefur verið núna. Það er kannski sprengi- efni en það að verið sé að ýta fólki frá landinu er bara fordómar og kjaftæði." Hvað viltu þá segja við þá sem telja starfsemi Útlendingaeftirlitsins einkennast afþröngsýni og kynþátta- hatri og vera hina mestu rasista- stofnun? „Ég myndi gjarnan vilja tala við þá. Það eru menn sem eru með for- dóma. Orðið „fordómar" er dregið af því að „fordæma" og þá eru menn að dæma eitthvað sem þeir þekkja ekki." Þannig aðþið skoðið hvert einasta mál sem kemur til ykkar á hlutlaus- an hátt? „Við gerum það að sjálfsögðu en aftur á móti eru margir sem eru þeirrar skoðunar að það eigi að taka við mikið af flóttamönnum hérna og ég ætla alls ekki að mæla gegn því. Það er bara hlutur sem Útlendingaeftirlitið hefur ekki haft á sinni könnu. Gagnrýni á þá stefnu sem hefur verið rekin í málefnum flóttamanna á því ekki við okkur. Það þýðir ekki að skamma okkur fyrir það sem ríkisstjórnin ákveður eða ákveður ekki." -LAE Gerard Lemarquis, franskur innflytjandi „íslendingar vilja endilega telja að hér sé mik- ið kynþáttahatur til aðfylgja tíðarandanum í erlendum stórborgum." KÖNNUNIN var framkvæmd um þarsíðustu helgi. Úrtakið var 600 manna slembiúrtak úr símaskrá og skiptist það jafnt á milli kynja og jafnt á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Afskaplega fáir þeirra sem voru spurðir voru óákveðnir eða gáfu ekki upp af- stöðu af öðrum ástæðum. í grein- inni er einvörðungu þeir taldir með sem tóku afstöðu. íslendingar hafa staðiðsigvel íaðtakaámóti innflytjendum Rúmur helmingur þeirra sem tóku afstöðu, 54,0 prósent, sögðu þessa fullyrðingu rétta en 46,0 prósent sögöu hana ranga. Afstaða kynj- anna var ólík eins og gagnvart flestum hinna spurninganna. 59,2 prósent kvenna voru á því að ís- lendingar stæðu sig vel en 47,6 prósent karlanna. Og afstaðan eftir aldri skiptist þannig að meirihluti þeirra sem eru yngri en fertugt get- ur ekki skrifað undir þessa fullyrð- ingu en meirihluti þeirra sem eldri eru telja hana rétta. Fólk eldra en sextugt er enn harðara á þessu en 71,3 prósent þeirra voru sammála þessari fullyrðingu. Loks kemur í Ijós að 57,4 prósent fólks á suð- vesturhorninu segir fullyrðinguna sanna en 46,0 prósent fólks úti á landi. Nýbúareru ofmargir a íslandi Af þeim sem tóku afstöðu til þess- arar fullyrðingar sögðu 20,4 pró- sent hana rétta en 79,6 prósent sögðu hana ranga. Engan sjáanleg- an mun má sjá af svörum við þess- ari spurningu eftir búsetu. Reykvík- ingar voru helst á því að fullyrðingin væri röng en 19,1 prósent þeirra taldi hana rétta á meðan að 21,9 prósent landsbyggðarfólk var sam- mála fullyrðingunni. Munurinn eftir kynjum er meirí. 15,9 prósent karla sagði fullyrðinguna rétta en 24,1 prósent kvenna. Og þegar svörin eru greind eftir aldri kemur í Ijós að fólk á milli þrítugs og fertugs sker sig úr. Aðeins 7,3 prósent fólks á þessum aldri taldi fullyrðinguna rétta á meðn um 20 til 25 prósent fólks á öðrum aldri taldi hana rétta.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.