Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 24. NOVEMBER 1994 MORGUNPOSTURINN FOLK 17 ÞRÁINN BERTELSSON Oft hefur Þráinn verið heitur en aldrei sem núna. Hann er alveg bull- andi. Það er alveg sama hvað menn- ingarvitarnir reyna að gera sig breiða og eru eitthvað að pota í listrænt gildi þáttanna „Sigla himinfley" — Þráinn gefur þeim puttann því hann veit hvar hjarta þjóðarinnar slær og hefur nú dagbókarkönnun með ótrú- legum áhorfstölum í höndunum sem hann getur veifað framan í fúlistana í menningarelítunni sem aldrei hafa haft snefil af tilfinningu fyrir því hvað það er sem Jón Jónson Islandus vill sjá og heyra. PRESTAR Það er heitt að vera prestur. Klerk- ar eru fyrirferðarmiklir í sögum fyrri tíma. En það væri forvitnilegt að geta séð með hvaða orðum prestar dagsins í dag verða færðir á spjöld sögunnar. Við erum að tala um kappa á borð við herra Ólaf Skúla- son! Séra Heimi Steinsson! Séra Pálma Matthíasson (Michael Jackson prestastéttarinnar)! Séra Solveigu Láru! Og séra Gunnlaug Stefánsson! Vá'mar. íurðulegt að enginn þeirra hafi verið staðinn að því að segja við þann næsta: „Hey boy! This town isn'tbigenuf fortheboth of us." JÓLASVEINNINN Jólasveinninn er svona moðvolgur núna. Hann á þó sjálfsagt eftir að skjótast til og frá á hitakvarðanum í nánustu framtíð. Þetta er umdeildur faktor, flestir eru á því að hann, að undirlagi kaupmanna, sé alltaf að færa sig upp á skaftið og sé fyrr og fyrr á ferðinni- Samkvæmt því ætti hann að vera undir 0° en í Ijósi þess að jólasveinninn á eftir að verða æ fyrirferðarmeiri á næstunni þá er hann heitari en kaldari núna. SIGURÐURSVEINSSON Hver hefði getað ímyndað sér að þessi ástsæli handboltamaður lenti hérna megin 0 gráðunnar? Þessi helsti djókari íþróttamanna? (Og eru þeir þó margir snjallir í gríninu.) Þessi kappi sem Samúel Örn Erlings- son fær aldrei nógsamlega lofað og hlær í annarri hverri setningu þegar hann ber á góma? Já... Uhh, það er kannski ekki Sigga Sveins að kenna fremur en því að hugmyndasnauðir auglýsingafrömuðir sjá hann alltaf fyrir sér þegar þeir eru að láta sér detta einhver brilljansinn í hug. Hvað er maðurinn eiginlega í mörgum auglýsingum núna? HIPP-HOPPDERHÚrUR Eitthvað sem enginn með sjálfs- virðingu lætur sjá sig með þó að höf- uðföt séu að öðru leyti allt of litið til brúks á íslandi. Og þeir sem snúa derhúfunni öfugt með plastið á enn- inu eru ekki hægt. Upphaflega kom þetta til landsins vegna þess að súkkulaðibrúnir Amerikanar sem rappa og segja: „Jó!" báru þessi pottlok og svo sem ekkert hægt að agnúast út í æskulýðinn þó að það beri á því nýjasta í Ameríku í tísku hérlendis. En þá um stutta stund og þeir sem eru enn að flagga þessu á kolli sínum eru vel undir 0°. AUGLÝSiNGALEIKIR Lágkúra sem veður uppi í hinum svokölluðu frjálsu fjölmiðlun: sima- leikir, klippaútleikir, aulalega ein- faldir spurningaleikir og Guð veit hvað. fólki er lofað gulli og grænum skógum taki það þátt, en það þarf svo sem engan leiftrandi greindan rýni til að sjá undirtextann sem er svohljóðandi: Við erum með svo lé- legt efni að við verðum að kaupa ykkurtil að hlusta/horfa eða lesa okkur. Mikið af þessu er auðvitað tengt óbeinum auglýsingum sem eru kolólöglegar auk þess sem þetta er helstefna: Ekki er þetta skemmtilegt efni og þegar enginn sýnir lengur áhuga þá hætta auglýsinganissarnir að endingu að auglýsa. Alveg veru- lega kalt item. c MYNDIR/BB Hlín Mogensen sem er án efa í hópi fárra eftirsóttustu fyrirsœta ís- lands hefur starfað sem módel á ítalíu undan- farin tvö ár. Hún er 22 ára og sýnir sig á þessari mynd V fatnaðifrá, luninni *v 'i' Filippía Linda Björg Árnadóttir, semfetaði ífótsporFil- ippíu Elísdóttur er hún tókþátt semfulltrúi nema ífatahönnun í alþjóðulegu Smirnoff-keppninni, * sýndifatnað sinn á Ömmu Lú á dögunum. Líkt M og Filippía varð Linda Björg ífjórða sœti í alþjóða- m keppninni sem aðþessu sinnifórfram í Dyflinni. Sér- | staka athygli vöktu frumlegir skartgripir sem eru unnir úr ísmolum. Það má hins vegar leiða líkum aðþví að £rfitt sé að bera þá inni á heitum skemmtistöðum. Hins vegar œttu þeir að njóta sín vel á skvís- iþegar kveikt verður á jólatrénu á Ausiurvelli. íslensk draugatíska yœri líklegast rétta orðiðyfir hönnun Lindu. T i £dá m ¦..»>:. s Á ^56 1 ', Y. • V, mMM^ ITALSKT |()l \lll \l)li()KI) *;«**: ww Á kvöldin og virka daga í hádeginu í Ingólfsstræti 1, sími 17776 ÁHORKiBANKAS. HOLTSSTRÆTIS. SÍM! 62 73 35 M c^i^&^ fiAKKAGJÖRÐAR DAGAR A CAFE IÆK DAGANA 24.11 - 27.11 I hádeginu verður boðið uppá hlaðborð að amerískum hætti CAFÉIÆKUR LÆKJARGÖTU 4, SIMI10100 KAFFIHÚS FJÖLSKYLDUNNAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.