Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPOSTURINN FRETTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Lífeyrisréttindi starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar eru í stórhættu vegna vafasamra og heimildar- lausra fjárfestinga umsjónarmanns sjóðsins, Þorsteins V. Þórðarsonar. Hann er að auki grunað- ur um að hafa keypt skuldabréf með mun hærri afföllum en skráð er í bókhaldið og haft milljónir upp úr krafsinu 70 milQónir í hættu vegna heimildarlausra og hæpinna flárfestínqa Lífeyrissjóður starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar mun að öllu óbreyttu tapa tugum milljóna króna vegna heimildarlausra fjár- festinga umsjónarmanns sjóðsins, Þorsteins V. Þórðarsonar. Einnig eru rökstuddar grunsemdir fyrir því að Þorsteinn hafi keypt skulda- bréf með mun hærri afföllum en skráð er í bókhald sjóðsins og haft milljónir af því upp úr krafsinu. Frá apríl á síðasta ári keypti Þorsteinn af hinum og þessum aðilum skuldabréf fyrir rúmlega 115 millj- ónir króna, sem er um það bil fjórðungur af heildareign sjóðsins. Mjög hæpnar tryggingar eru fyrir meirihluta þessara skuldabréfa og er allt útlit fyrir að tap sjóðsins verði um það bil 70 milljónir króna. Ef svo er verður óhjákvæmi- legt annað en að færa lífeyrisrétt- indi sjóðsfélaga niður um 15 pró- sent en tæp tvö ár eru síðan réttind- in voru færð niður um sömu pró- sentutölu svo sjóðurinn gæti staðið undir skuldbindingum sínum. Skuldabréfakaup þessi eru með miklum ólíkindum og ávöxtunar- reglur lífeyrissjóðsins þverbrotnar. Þorsteinn hefur til dæmis ekkert hirt um að virða veðmörk, dæmi eru um að skuldabréf sé allt aftur á 19. veðrétti á ákveðnum húseign- um, en til samanburðar var sjóðsfé- lögum ekki lánað nema á 1. eða 2. veðrétti. Umsýsla Þorsteins með líf- eyrissjóðnum er um þessar mundir í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Forráðamenn Áburð- arverksmiðjunnar komu af fjöllum l'.iii'. og MORGUNPÓSTURINN hefur þegar greint frá var Þorsteini sagt upp störfum sem sölustjóra Áburðaverksmiðjunnar þann 24. október. Ástæða uppsagnarinnar var sú að forráðamenn verksmiðj- unnar höfðu staðfestar heimildir um að Þorsteinn hefði unnið að því að afla sér umboða erlendis til áburðarinnflutnings og notað til þess söluskrár og upplýsingar frá fyrirtækinu sem áttu að teljast trúnaðarmál. Eftir að forráðamenn Áburðarverksmiðjunnar höfðu komist á snoðir um þetta, kallaði Hákon Björnsson, forstjóri verk- smiðjunnar, Þorstein á sinn fund, greindi honum frá vitneskju sinni og bauð honum í framhaldi af því að halda áfram störfum með þeim skilyrðum að hann undirritaði ráðningarsamning þar sem kveðið væri á um að hann mætti ekki starfa hjá samkeppnisaðila í tvö ár eftir að hann hætti störfum hjá verksmiðjunni. Þorsteinn gekk ekki að þessu og var honum því sagt upp. Var hann látinn hætta störf- um strax en gert var ráð fyrir því að hann fengi greitt út uppsagnarfrest sem átti að renna út 31. janúar. Þegar þarna var komið við sögu voru engar grunsemdir uppi um að nokkuð væri við umsýslu Þorsteins með lífeyrissjóði starfsmanna að at- huga. Þorsteinn hafði séð um sjóð- inn í rúmlega 20 ár, en umsjón Berjarimi 20-28. Þorsteinn keypti skuldabréf fyrir Lífeyrissjóð starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar fyrir 36 milljónir króna sem tryggð eru með veði í þessum húsum. Mjög hæpnar tryggingar eru fýrir rúmlega 17 milljónum af þeirri upphæð og líkur á því að þeir peningar séu sjóðnum tapaðar. Ekkert hefur verið unnið við húsin í töluverðan tíma en í byrjun árs stofnuðu verktakarnir nýtt hlutafélag, sem heitir Rimi hf., um framkvæmdirnar þar sem eldra félagið var við það að fara í þrot. Kristján Magnason húsasmiður, forsvarsmaður byggingarfélags- ins, sagði á fundi með forráðamönnum Áburðarverksmiðjunnar að hann hefði mátt sæta allt að 25 prósenta afföllum við skuldabréfasöl- una. í bókhaldi sjóðsins eru afföllin hins vegar skráð um það bil 10-12 prósent að jafnaði. sjóðsins var ein af verkskyldum hans hjá verksmiðjunni sem hann hafði starfað hjá í 30 ár. Daginn eftir að Þorsteini var sagt upp störfum var hringt frá steypu- stöðinni BM Vallá og forráðamenn Áburðarverksmiðjunnar boðaðir á fund til að ræða hvernig væri best að gæta hagsmuna fyrirtækjanna vegna ákveðinna byggingafram- kvæmda, sem lífeyrissjóður starfs- manna Áburðarverksmiðjunnar höfðu fjármagnað að hluta til. Há- kon Björnsson kom hins vegar al- gerlega af fjöllum og kannaðist ekki við að Lífeyrissjóður starfsmanna verksmiðjunnar stæði í þvílíkri fjármögnun. í ljós kom að íífeyris- sjóðurinn hafði keypt skuldabréf útgefin af byggingarfélögunum Ómari og Gunnari sf, Húsverki hf. og Rima hf. sem standa að bygg- ingu 30 íbúða að Berjarima, og var mikil hætta á því að sjóðurinn myndi tapa umtalsverðum fjár- munum ef ekki yrði haldið áfram með framkvæmdirnar. Saga bygg- ingaframkvæmdanna gefur hins vegar ekki tilefni til sérstakrar bjar- stýni en þær liggja niðri um þessar mundir. Byggingarfélagið sem hóf byggingu húsanna, Húsverk, lenti í upphafi þessa árs í miklum erfið- leikum vegna framkvæmdanna, svo miklum að nýtt félag Rim hf. tók þær yfir. En Rim hf. er í eigu og lýt- ur sömu stjórn og Húsverk hf. í forsvari fyrir bæði félög er Kristján Magnason húsasmiður. Forráða- menn Áburðarverksmiðjunnar komu á fundi með honum sama dag og upplýsingar um málið bár- ust frá BM Vallá. Kristján mun hafa greint fúslega frá því hvernig það hafði komið til að lífeyrissjóðurinn hefði keypt skuldabréfin. Sagðist Kristján svo frá að í júní í fyrra hefði komið til hans maður að nafni Þorlákur Einarsson, sem hann hafi vitað að hefði starfað við sölu á skuldabréfum vegna hús- bygginga, og boðið honum að fjár- magna framkvæmdir við bygging- arnar með því að vera milligöngu- maður við sölu á skuldabréfum. Kristján fullyrðir að hann hafi enga vitneskju haft um hver væri kaup- andi bréfanna á þessum tíma, það hafi ekki verið fyrr en núna í haust þegar kom að fyrsta gjaldaga sem hann komst að því að lífeyrissjóð- urinn væri þarna á bak við. I stuttu máli sagt hafði Þorlákur þessi milli- göngu fyrir því að lífeyrissjóðurinn keypti bréf fyrir um það bil 36 milljónir króna með veði í þá hálf- byggðum húsum að Berjarima 20- 28. Mjög ótrygg veð eru fyrir að minnsta kosti 17 milljónum af þess- ari upphæð og líkur á að lífeyris- sjóðurinn glati þeim peningum. Eftir að forráðamenn Aburðar- verksmiðjunnar höfðu fengið þess- ar upplýsingar fóru þeir rakleiðis í að kanna bókhald lífeyrissjóðsins og samkvæmt heimildum blaðsins höfðu þeir aðeins skoðað það í skamma stund þegar þeir ákváðu að kæra málið til RLR. Samnings- bundin uppsögn Þorsteins, sem kvað á um laun út uppsagnarfrest- inn, var einnig afturkölluð og hann rekinn. Keypti vafasöm skuldabréf fyrir 115 milljónir á 18 mánuð- um Tveggja vikna rannsókn lögfræð- inga Aburðarverksmiðjunnar á gögnum lífeyrissjóðsins hefur sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS leitt í ljós að Þorsteinn heftir alls keypt skuldabréf af ein- staklingum og fyrirtækjum fyrir um það bil 115 milljónir króna. Skuldabréfakaup Þorsteins hófust fyrir alvöru í apríl á síðasta ári og keypti hann fyrir um það bil 40 milljónir króna fram að áramótum. Á þessu ári hefur Þorsteinn síðan keypt skuldabréf með veðum í hús- eignum fyrir um það bil 75 milljón- ir króna og samkvæmt staðfestum upplýsingum blaðsins hafði hann í hyggju að kosta töluvert meiru í viðlíka fiárfestingar áður en honum var vikið frá. Stærstu og alvarlegustu dæmin Skipholt 50 d. Samkvæmt mati fulltrúa Áburðarverksmiðjunnar eru að- eins tryggingar fyrir um það bil 5 milljónum af 46 milljóna króna kröfu í húsinu. Ekkert opinbert mat er til á húsinu, enda töluvert í land með að það sé tilbúið, en fasteignasalar hafa metið það sem svo að í núver- andi ástandi sé verðmæti þess á bilinu 30-50 milljónir. Jörgen Erlings- son, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Jeco hf. fullyrðir að ef hon- um takist að gera húsið fokhelt muni áhætta sjóðsins minnka verulega. Það leikur aftur á móti nokkur vafi á því hvort hann geti það. Eins og fyrr segir liggja framkvæmdir við húsið nú niðri en Jörgen segir að það sé vegna þess að ákveðið bakslag hafi komið í fjármögnun byggingar- innar fyrir skömmu. Þegar hann var spurður hvað það hafi verið kom í Ijós að bakslagið hafi verið þegar Þorsteinn missti vinnuna hjá Áburð- arverksmiðjunni. „Við vorum búnir að gera ákveðin fjárhagsplön og hann ætlaði að kaupa skuldabréf fyrir 5 til 10 milljónir til viðbótar í hús- inu, en það gekk ekki eftir þar sem hann missti vinnuna," segir Jörgen. -.sj.svtie- **5&^-" ~* :::*:.- :;<: Síðasta vor færði Áburðarverksmiðjan lífeyrissjóði starfsmanna 10 milljónir að gjöf í tilefni af 40 ára starfsafmæli verksmiðjunnar. Nú lítur hins vegar allt út fyrir að sjóðurinn komi til með að tapa allt að sjöfaldri þeirri upphæð vegna einkennilegra fjárfestinga Þorsteins. I athugun að Áburð- arverksmjðjan taki skaðann á sig Allt bendir til þess að Þorsteinn V. Þórðarson sé skaðabótaskyldur vegna þess skaða sem heimildar- lausar fjárfestingar hans munu valda lífeyrissjóðnum. Samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS eru forráðamenn Áburðarverk- smiðjunnar nú að kanna hvort mögulegt sé að kyrrsetja eignir hans til þess að tryggja kröfur sjóðsins á hendur honum. Það er hins vegar ljóst að Þorsteinn er ekki borgunarmaður fyrir skaða sjóðsins ef málin þróast á versta veg. Einnig hafa vaknað spurningar um það hvort Áburðarverksmiðjan beri ekki ábyrgð á verkum Þor- steins og eigi að taka skaðann á sig þar sem umsýsla sjóðsins var ein af verkskyldum hans við verksmiðj- una. Lögfróðir heimildarmenn MORGUNPÓSTSINS telja þó að færa megi rök fyrir því að vinnu- veitendaábyrgð geti verið tak- mörkuð þegar starfsmaður fer langt út fyrir þær heimildir sem honum eru settar. Það flækir nokk- uð þessi mál að Áburðaverksmiðj- an breyttist úr ríkisfyrirtæki í hlutafélag á sama tíma og fjárfest- ingar Þorsteins áttu sér stað. Haft var samband við Hákon Björnsson forstjóra Áburðarverksmiðjunnar en hann sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Storfelld mistök end- urskoðandans Lífeyrissjóði starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar var lokað fyrir tveimur árum og starfsmenn fóru hver í þann lífeyrissjóð sem tilheyrði þeirra stéttarfélagi. Fjórir menn sitja í stjórn lífeyrissjóðsins en stjórnarfundir hafa verið fáir frá þvl sjóðnum var lokað. Verksmiðj- an hefur annast umsýslu og reikn- ingshald sjóðsins án þess að greiðsla komi til og hefur löggiltur endurskoðandi á vegum stjómar verksmiðjunnar haft eftirlit með starfsemi sjóðsins. Ábyrgð endur- skoðandans hlýtur að vera tölu- verð í þessu máli þar sem hann skrifaði athugasemdalaust upp á ársreikninga síðasta árs þrátt fyrir að þá hafi Þorsteinn fjárfest fyrir40 milljónir í skuldabréfum sem ekki samræmdust reglum sjóðsins. Skuldabréfin eru skráð í ársreikn- ingana sem „bankabréf ofl." Sú skráning er mjög alvarleg villa í framsetningu reikningsins og má allt eins gera ráð fyrir því að endur- skoðandinn verði látinn sæta ábyrgð vegna þessa og verður jafn vel látið reyna á hvort ábyrgðar- trygging hans dekki þann skaða sem þessi mistök koma til með að valda. um fjárfestingar sem eru brot á ávöxtunarreglugerð sjóðsins eru skuldabréfakaup í fyrrnefndum byggingaframkvæmdum í Berja- rima og kaup á skuldabréfum af byggingafyrirtækinu Jeco hf. með veðum í Skipholti 50 d. Þau kaup voru einnig fyrir milligöngu Þor- láks. Alls keypti Þorsteinn skulda- bréf í Skipholtinu fyrir um það bil 46 milljónir króna. Húsið er hins vegar ekki ennþá orðið fokhelt en um þessar mundir hefur öll vinna við það legið niðri í nokkrar vikur. eins og v.ið húsin í Berjarima. Kaupin af Jeco hf. eru þó öllu alvar- legri dæmi fyrir sjóðinn en kaupin í Berjarima, því samkvæmt mati full- trúa Áburðarverksmiðjunnar eru aðeins tryggingar fyrir í mesta lagi 5

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.