Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPOSTURINN FRETTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Frjáls fjölmiðlun - útgefandi DV Losar sig við starfsmenn sem eru orðnir sjötugir Dagblaðið Vísir hefur tekið þá ákvörðun að láta það starfsfólk sem hef- ur náð sjötugsaldri fara frá fyrirtækinu. Hörður Einarsson, frarnkvæmdastjóri blaðsins, segir að nokkur ár séu liðin síð- an þessi regla hafi verið samþykkt af stjórnendum fyrirtækisins en það sé fyrst núna sem hún komi til fram- kvæmda. Þeim starfsmönnum fyrirtæk- isins sem verða sjötugir á árinu eða eru eldri hefur verið gert að leggja niður störf sín eigi síðar en um næstu áramót. Hörður var spurður hver ástæðan væri fyrir því að gripið væri til þessara upp- sagna núna. „Það er ekkert nema regl- an,"' segir hann, „þetta fólk vildi fara að hætta þannig að þetta er allt gert í sam- komulagi við það." Hörður segir ekki koma til greina að leyfa viðkomandi starfsmönnum að vera áfram hjá fyrirtækinu og þetta verði fast ákvæði varðandi þá sem vinna fyrir DV í framtíðinni. Hann segir að ráðið verði aftur í þau störf sem viðkomandi starfsmenn skilja eftir en margir þeirra hafa verið hjá fyrirtækinu um árabil. Ákvörðun um aðrar breytingar á starfs- mannahaldi DV hafa ekki verið teknar, að sögn Harðar, en orðrómur hefúr ver- ið um að fyrirhugað sé að fækka próf- arkalesurum blaðsins. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar en hins vegar er það svona eilíft skoðunarmál," segir Hörður. „Við teljum að blaðamenn eigi í prinsippinu að kunna íslensku og geta skrifað hana. Þetta býður svolítið upp á kæruleysi blaðamanna. Við höfum nokkrum sinnum, og þar á meðal núna, verið að líta á það að breyta hjá okkur prófarkalestrinum." Þattnig að það goeti orðið ofan á að fréttirnar rúlli bara beint ígegnfrá blaða- mónnunum? „Nei, ég segi það ekki. Það hefur eng- in ákvörðun verið tekin um þetta." Höröur Einarsson, framkvæmda- stjóri DV, segir ekki koma til greina að leyfa starfsmönnum sem eru 70 ára eða eldri að starfa áfram hjá blaðinu. Ingólfur P. Steinsson, auglýsinga- stjóri DV, er einn af þeim sem verða látnifTiætta um komandi áramót og var hann spurður hvort hann væri sáttur við þá ákvörðun. „Ég verð bara að hlíta þeim reglum sem eru í gildi," segir hann. „Það er búið að tala um þetta fyrr á ár- inu. Þetta er ekki bara að skella á núna." -LAE það jafnast ekkert á við það! Hvað gerir íslenska kjötiö svo einstakt? Ánægjuleg þróun í kjötborðinu — styttri malreiðslulínii Það hafa orðið miklar framfarir á síðustu árum í meðferð kjötvöru eftir slátrun. Kjötiðn- aðarmenn og kaupmenn hafa lagt metnað sinn í að tilreiða kjötið á þann hátt að það fullnægi kröfum allra neytenda. T.d. er hægt að fá kjótið lengra unnið en áður og stytta þannig matreiðslutimann, kjötið látið meyrna eftir óskum hvers og eins o.s.frv. Nú skipta vörutegundirnar sem unnar eru úr íslensku kjöti hundruðum og matreiðsluaðferðirnar eru óteljandi. Það jafnast ekkert á við íslenskt kjöt. Hreint og bragðgott Hreinleiki náttúrunnar, strangt eftirlit með lyfjagjöf, bann við notkun vaxtarhormóna, fátíðir dýrasjúkdómar og betri umhirða en tíðkast erlendis skapar íslenska kjötinu af- dráttarlausa sérstöðu sem skilar sér í hinu séríslenska, ljúffenga bragði. Stórfelld verðlækkun Þú gerir svo sannarlega góð kaup í kjöti Þegar lögð eru saman bragðgæði og næringar- gildi er deginum ljósara að menn eru að fá mikið fyrir peninginn þegar íslenskt kjöt er annars vegar - og alltaf meira og meira því verðþróun síðustu ára hefur verið neytendum mjög í hag. "Hftá^T ' - - - 90 * "" - - 80 • b "^í\ ^T- /0 fiO ÍSLENSKUR LANOBUNAÐUR —• Ungnautakjöt (UNI) 40,5% verðlækkun — Lambakjöt (DlA) 13,7% verðlækkun — Kjúklingakjðt 22,3% verðlækkun ¦'»¦¦ Svínakjöt 39,8% verölækkun *• Hrossakjöt 24,0% verðlækkun Þetta línurit segir allt sem segja þarf um þá verðlækkun á helstu kjöttegundum sem bændur hafa staðið fyrir frá árinu 1989 (miðað er við fast verðlag). Einnig hefur verð- lækkun kaupmanna í harðri samkeppni komið neytendum til góða. Lífsnauðsynleg næringarefni I þessari töflu sést hve stóran hluta helstu næringarefna, vítamína og steinema Islendingar fá árlega úr kjötí. t +4 Þúðerir góðkaup kfon Heimildir: Manneldisráö íslands: Könnun á mataræði Islendinga 1990; Guöjón Þorkelsson, matvælafræöingur RALA; Upplýsingaþjónusta landbúnaöarins. öllutn sagt upp hjá Kvennaathvarfinu ¦ Bjór með keilunni ¦ Spilaflóðfrá Iðunni fyrir jólin ¦ Hans kominn í veitingarekstur ¦ Kvennabylting í Framsókn N, I ýtt íslenskt leikrit, Framtíðardraugar, eftir ÞóR Tulinius verður sett upp í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar. Þór mun sjálfur leikstyra verkinu og hófust æfíngar fyrir h elgi. Sex leikarar sem all- ir fara með nokkuð stór hlutverk í verkinu hafa þegar verið valdir, en það eru þau Jóhanna Jónas, ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON, GUÐRUN ÁSMUNDSDÓTTIR, ElXERT INGIMUNDARSON Og BjÖRN Ingi HlLMARSSON Og ný í Borgarleikhúsinu verður Sóley ELtASDóTTlR en hún hefur verið að syngjaogleikaí Hárinu .helgieftir vhelgiað undan- förnu... eiluhöllin í öskju- hlíðinni lagði fram beiðni um vínveitingaleyfi fyrr á árinu. Félagsmálaráð lagðist gegn því og þá nið- urstöðu hefur borgarráð nú fallist á. Keilarar fá því ekki að sötra bjór í öskju- hlíðinni á næstunni... f era má ráð fyrir nokk- urri kvennabyltingu á flokksþingi Framsóknar- manna sem hefst á morg- un. Gert er ráð fyrir því að þeir Halldór ÁsgrImsson og Guðmundur Bjarna- son verði kosnir formenn og varaformenn en konur sækja eftir hinum störf- uruiin í aðalstjórn, það er að segja ritara og gjald- keraslarfi. INGIBJÖRG PAlmadóttir alþingis- maður mun líklega bjóða sig fram í stöðu ritara og þar gæti hún lent í glímu VÍð SlGRUNU MAGNOS- dóttur borgarstjórnar- fulltrúa. Þá mun Unnur Stefánsdóttir, sem nú sækist eftir 2. sæti á Reykjanesi, vera að hugsa um að gefa kost á sér í gjaldkerastarfið en FlNN- ur Ingólfsson, nýkjörinn þingflokksformaður, hef- ur gegnt því starfi til þessa. Þessi fjögur störf mynda framkvæmda- stjórn flokksins ásamt formanni þingflokks, for- manni ungliðahreyfingar- innar og kvenna- hreyfing- arinn- ^tjórn Samtaka um kvennaathvarf verða með blaðamannafund i dag um endurskipulagningu á rekstri Kvcnnaat hvarfsins og fjármál Sam- taka um kvennaathvarf. Sem kunn- ugt er hafa verið mikil átök þar inn- anhúss vegna fjármálaóreiðu sem nýlega var sagt frá. Nú er búið að segja ölluni starfsmönnum Kvenna- athvarfsins upp vegna endurskipu- lagningar, eins og þeim var k sagt þegar uppsögn- linvar Ikynnt... j_/ins Og MORGUNPÓSTURINN greindi frá fyrir skömmu þá hefur Hans Gudmundsson, handknatt- leikshetja og fyrrum lögrcgluþjónn, snúið sér að veitingarekstri. Á laug- ardaginn opnar staðurinn hans í nýja miðbænum og heitir hann Boginn. Þar er fyrirhugað að hafa alhliða veitingahús á daginn en vera í fínni kantinum á kvöldin. Mark- hópurinn er því varla lögregluþjón- ar né handboltamenn - eða hvað? Meðeigendur Hans eru Unndís Ól- AFSDÓTTIR, GUÐBERGUR MAR GUÐ- MUNDSSON Og SlGRUN BRYNDtS HaNS- DÓTTIR... J ón Karlsson og hans menn hjá Iðunni munu leggja mikið upp úr spilum alls kyns fyrir þessi jól en færri bækur koma út í desember frá Iðunni en oftast áður. Rúsínan í pylsuendanum er að koma út um þessar mundir en um er að ræða mikið spunaspil eða hlutverkaleik sem byggir á fornsögunum og gerist í Goðheimum. Það eru tveir ungir bræður, 21 árs og 26 ára á Austur- landi, þeir Runar Þór og Jón Helgi Þórarinssynir sem hafa unnið að þessu verkefni í þrjú ár. Hér er um gríðarlega þróað spil að ræða, eitt fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum, og sem dæmi þá sam- svarar textinn sem fylgir spilinu sex hundruð síðna bók. Þetta spil mun kosta á bilinu 4-5.000 kall... JL élag einstæðra foreldra verður 25 ára næstkomandi sunnudag. í til- efni þess verður haldið lokað af- mælishóf í Risinu við Hvcrfisgötu. Forseti tslands Vigdís Finnboga- dóttir, sem er einstæð móðir eins og kunnugt er, mun heiðra félagið með nærveru sinni í afmælishófinu og flytja ávarp ásamt fleiri gestum. Heiðursfélagar verða einnig út- nefndir við sama tækifæri...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.