Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 milljónir króna af 46 milljóna króna kröfu í Skipholt 50 d. Ekkert opinbert mat er til á húsinu, enda töluvert í land með að það verði til- búið, en fasteignasalar hafa metið það sem svo að í núverandi ástandi sé verðmæti þess á bilinu 30-50 milljónir. Jörgen Erlingsson, framkvæmdastjóri Jeco, fullyrðir að ef honum takist að gera húsið fokhelt muni áhætta sjóðsins minnka verulega. Það leikur aftur á móti nokkur vafi á því hvort hann geti það. Eins og fyrr segir liggja ffamkvæmdir við húsið nú niðri en Jörgen segir að það sé vegna þess að ákveðið bakslag hafi kornið í fjár- mögnun byggingarinnar fyrir skömmu. Þegar hann var spurður hvað það hafí verið kom í Ijós að bakslagið hafi verið þegar Þor- steinn missti vinnuna hjá Áburðar- verksmiðjunni. „Við vorum búnir að gera ákveð- in fjárhagsplön og hann ætlaði að kaupa skuldabréf fyrir 5 til 10 millj- ónir til viðbótar í húsinu, en það gekk ekki eftir þar sem hann missti vinnuna," segir Jörgen. Á þessum mánuði sem liðinn er síðan vinna stöðvaðist við húsið hefur Jörgeni ekki tekist að finna neinn sem er tilbúinn að halda fjár- mögnun byggingu þess áfram. Ýmis önnur skuldabréfakaup Þorsteins fyrir lífeyrissjóðinn hljóða upp á urn það bil 33 milljón- ir. Ýmsir koma þar við sögu, fyrir- tæki og einstaklingar. Sólbaðsstof- an Sól og sæla seldi sjóðnum til dæmis bréf fyrir 1,5 milljónir í okt- óber í fyrra með íbúðarveði. Þessi íbúð var seld á nauðungaruppboði fyrir tveimur vikum á 7,5 milljónir króna. Á veðrétti á undan kröfu líf- eyrissjóðsins voru kröfur upp á 7 milljónir svo sjóðurinn fékk aðeins hálfa milljón upp í skuldina. Tapið af þessurn kaupum er talið geta orðið á bilinu 5-10 milljónir. Afföll miklu meiri en kemur fram í gögnum sjóðsins Glannalegar fjárfestingar um- fram heimildir eru ekki einu ásak- anirnar sem hafa komið fram á hendur Þorsteini. Samkvæmt heimildum MORGUNPÓSTSINS leiddi rannsókn á bókhaldi lífeyris- sjóðsins einnig í ljós að afföll í kaupum sjóðsins eru skráð mun lægri en seljendur segjast hafa mátt þola. Kristján Magnason mun hafa fullyrt í samtölum við forráðamenn Áburðarverksmiðjunnar að í þeim tilfellum sem hann seldi skuldabréf fyrir milligöngu Þorláks hafi afföll- in verið allt að 25 prósent. Til að út- lista hvað þetta þýðir má taka sem dænri að ef 1 milljón króna skulda- bréf er selt með 25 prósenta afföll- um fær seljandinn 750 þúsund krónur í sinn hlut en kaupandinn „græðir“ 250 þúsund. Þannig segist Kristján til dæmis hafa selt eitt skuldabréf upp á 7 milljónir með 25 prósent afföllum, sem gerir 1,75 milljónir króna, en í bókhaldinu eru afföllin hins vegar skráð 900 þúsund. Mismunurinn er 850 þús- und í þessu tilfelli en Þorsteinn hef- ur ekki fengist til að skýra hvert þeir peningar hafi farið. Áfföllin voru mismunandi á skuldabréfunum, bæði raunveruleg og skráð í bók- haldið, en ef reiknað er með því að Þorlákur Einarsson var milli- göngumaður í langflestum skuldabréfakaupum lífeyris- sjóðsins. Hann segist enga vitn- eskju hafa um mikil afföll við kaupin og leggur áherslu á að hann hafi einungis þegið 2 pró- sent í sölulaun og þau hafi selj- andinn greitt eins og venjan sé. „Ef afföllin hafa verið þessi og ég hefði fengið eitthvað af þeim væri ég nú við Karabíska hafið," sagði hann. þau hafi að meðaltali verið 20 pró- sent en skráð 10 prósent, fæst út að 36 milljóna króna skuldabréfakaup í Berjarimanum hafa getað gefið Þorsteini allt að 3,6 milljónum. Ef kaupin á skuldabréfum af Jeco fyrir 46 milljónir króna hafa verið með sama hætti, hefur Þorsteini verið í lófa lagt að stinga undan 4,6 millj- ónum. Ef hið sama hefur gilt um skuldabréfaviðskipti hans í heild frá því að hann hóf að kaupa bréf af einstaklingum og fyritækjum í apríl í fyrra, má reikna út að ágóði af söl- unni sé 11,5 milljónir króna. Jafn- framt hefur Þorsteinn getað skráð í bókhaldið ávöxtun upp á sömu upphæð. Þorlákur, sem hefur undanfarið starfað sem sölumaður í lausa- mennsku fyrir nokkrar fasteigna- sölur í Reykjavík, segist enga vitn- eskju hafa um þessi miklu afföll og leggur áherslu á að hann hafi ein- ungis þegið 2 prósent í sölulaun og þau hafi seljandinn greitt eins og venjan sé. Hann fullyrðir að það sé af og frá að hann hafi fengið eitt- hvað af þessum afföllum í sinn hlut og sagði við blaðamann að ef svo hefði verið væri hann nú „við Kar- abíska hafið.“ Sölulaun Þorláks af skuldabréfaviðskiptunum vegna Berjarima og Skipholtsins eru hins vegar ekki af af verri endanum, eða í kringum 1,7 milljónir. Þorlákur hefur að auki verið milligöngumað- ur við kaup sjóðsins í mun fleiri til- fellum. Það er athyglisvert að hann segist hafa verið milligöngumaður við kaup sjóðsins í þrjú ár, en rann- sókn RLR mun miðast við viðskipti sem hófust í apríl í fyrra samkvæmt heimildum blaðsins. Þegar leitað var til Þorsteins og hann spurður út í þessi mál, neitaði hann að svara spurningum, sagði aðeins: „Minn lögfræðingur hefur ráð- lagt mér að ræða ekki við fjöl- miðla.“ - Jón Kaldal

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.