Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 32
Úrslitin úr kjörkassanum Spurt var: Áaðbanna isstéttum 31,2% að fara í verkfall? , hverju tölubiaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. Jóhanna hiindskammaði Ólaf úti á götu Um miðjan dag í gær stóðu Jó- hanna Sigurðardóttir og Ólafur Ragnar Grímsson á tröppum næsta húss vestan við Alþingis- húsið í Kirkjustræti og hnakkrif- ust. Blaðamaður MORGUN- PÓSTSINS varð vitni að þessari upákomu þegar hann átti leið framhjá í bU og fleiri vegfarendur mun hafa rekið í rogastans. Svo virðist sem þeim hafi verið svo heitt í hamsi að þau hafi ekki getað haldið aftur af sér þrátt fyrir að þau ræddust við úti á götu fyrir augliti vegfarenda. Jóhanna vildi ekkert láta hafa eftir sér um þetta rifrildi þegar það var borið undir hana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum úr hennar röðum var umræðuefhið yfirlýsingar Ólafs í MORGUN- PÓSTINUM síðasta mánudag þeg- ar hann vændi Jóhönnu um óheil- indi og baktjaldamakk. Jóhanna mun hafa hundskammað Ólaf fyr- ir að ráðast á hana í fjölmiðlum með þeim afleiðingum að sam- starf hreyfingarinnar í kringum hana og Alþýðubandalagsins sé ekki lengur inni í kortunum. -SG Blautasta veislaársins Magnús Scheving, Evrópumeistari í þolfimi, hélt upp á þrítugsafmælið sitt með mikilli viðhöfn í gærkvöld. Hann ákvað að fara ekki troðnar slóðir þegar hann valdi staðinn fyrir teitið sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur. Laugarbakkarnir voru troðnir og máttu gestir þakka fyrir að lenda ekki í lauginni. Öll um- gjörðin tók mið af hinu villta skemmtanalífi þriðja áratugarins. Þjónustustúlkurnar klæddust sund- fatnaði samkvæmt hefð þess tíma. Veisluborðið var á brú sem þvert yfir laug- ina. í grunna hlutanum flaut fjöldi kerta sem gaf dulmagnaða lýsingu ásamt kösturum sem froskmenn syntu með í djúpu laug- inni. Heyra mátti á gestum að þeir hefðu sjaldan verið í jafnglæsi- legri veislu sem þessari. Gleð- skapurinn stóð enn yfir þegar blaðið fór í prentun seint í gærkvöld. Unaðslega kúltiverað Þór Eldon, sem af óvönduðum mönnum hefur verið kallaður „gítardvergurinn" og Dr. Gunni, yfirþurs í undirheimatónlistinni, skipa hijómsveitina Unun. Þeir ásamt nýjum hljómsveitarmeðlimi sem heitir / Heiða Eiríksdóttir — en hún hefur meðal annars spilað rokk í Frakklandi - héldu upp á það í gærkvöld í koníaksstofunni á Kaffi Reykjavík að fyrst; plata þeirra „Æ" var að koma út. í koníaksstofuna komu saman sem hafa skipað framvarðasveit íslenskrar dægurtón- listar eins og til dæmis María Baldursdóttir og maður hennar, Rúnar Júlíusson sem söng fyrir Unun í sumar hið feikivinsæla lag: „Ég mun aldrei gleym'henni". „Æ' hefur fengið góða dóma en um mæli hljómsveitarmeðlim- anna sjálfra lýsa henni ef til ^g^ vill best en þau segja að hún hljómi líkt og „vin- sældarlisti útvarpsstöðvar sem á aðeins eina plötu, það er að segja plötuna „Æ" með Unun. j Síðastliðið sunnudags- kvöld var nýr íslenskur / hönnuður dreginn fram í / dagsljósið á Sólon ísland- " us. Sigríður Sunneva heitir hún. Þegar betur er að gáð / er ekki um algjöran nýrgræð- ng að ræða. Því að námi loknu í Flórens á ítalíu fór Sigríður til Toscana-héraðs þar sem hún starf- aði um skeið hjá Dibi og Mibet sem teljast meðal fremstu mokkahönnuða í heiminum í dag. Þeir framleiða meðal ann- I' ars mokkafatnað fyrir Fendi og Hugo Boss. JEn Sigríður starfar meðal annars að hönnun M mokkalínunnar fyrir Hugo Boss. Mynd BB Veðurhorfur næsta sólarhring: Suðvestan eða sunnanátt. Kaldi eða stinningskaldi. Dálítil súld á suðvestur og Vesturlandi, en úr- komulaust annars staðar. Horfur á föstudag: Nokkuð hvöss suðvestlæg átt. Rigning eða súld sunnan lands og vestan en skýjað með köflum norðaustan lands. Hiti 3 til 9 stig, hlýjast norðaustan til. Horfur á laugardag: Hvöss suð- austanátt um allt land. Hiti 6 til 11 stig. Horfur á sunnudag: Nokkuð ákveðin suðvestanátt. Skúrir sunn- an lands og vestan en skýjað með köflum norðaustan til. Hiti 1 til 4 stig. Á Hemmi Gunn að hœtta? KJORKASSINN 9 snPr 16 Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan ^helgina Leikhús Kaffileikhúsið í Hlað- varpanum er í mikilli uppsveiflu. Meira að segja Jón Viðar skemmtir sér. Sápa eftir Auði Haralds, Eitthvað ósagt eftir sjálf- an Tenneesee Williams og Brynja og Erlingur - - og Stein- unn hans Bubba kokkar ofan i mannskapinn. Hvað viltu hafa það betra? Myndlist Danf- el Þorkell sjálfur er einhver alflott- asti myndlistar- maður sem við eigum. Sýningin hans á Sólon l's- landus er umdeild en vert að fylgjast með verkum þessa hávaxna og frumlega náunga. Popp Þeir sem hafa áhuga á neðanjarðartónlist ættu að fara upp í Breiðholt á föstudags- kvóldið, finna Sundlaugina og fara undir hana og þar eru þau - þessi sem spila skrýtnu tónlist- ina. Klassík Þeir sem hafa farið of bratt í helgina og þurfa eitthvað til að peppa sig upp ættu að huga að rífandi fjöri hjá Blásarak- vintett Reykjavíkur í Listasafni Kópavogs. Bíó Rulp Fiction í Regnbogan- um. Snillingurinn Travolta fær uppreisn æru. Aðdáendur hans kætast og þeir sem voru of I merkilegir { með sig til að sjá í réttu Ijósi framlag hans til menning- arsögunnar í myndunum Grease og Saturday Night Fever sjá að sér. Sjónvarp Það er bara um eitt að ræða. Allt eins og Baldur Her- manns er Baldur Baldur inn- lendrar dagskrárgerðar þá er Clint Eastwood Clint Clint á gló- balkvarða. Unforgiven, laugar- dagskvöld á Stöð 2. f / Veðrið um helaína Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtœkinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðumar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Hlustum allan sólarhringinn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.