Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 30
Jólaundirbúningur hjá okkur er hafinn og hluti af pví er að töfra fram biiA' iBORÐ Leikhúskjallarans Stórk ostlegt úrval af fisk og kjötréttum ss.reyktum laxi - gröfnum laxi, fisksalötum, pastasalötum, sílclarréttum, ekta fínu Jólakangikjöti, reyktu grísalæri, og " flæskesteg ", sykurgljáÓar kartöflur og auðvitaÓ er ilmandi jólarauðkáliÓ á sínum staÓ, svo eittkvaÓ sé nefnt. Einnig úrval krœsilegra ábœtissrétta á sérstöku "sœtindahorÓi". EÓa kvaÓ segirÓu um aÓ enda hragÓmikla kátíÓarmáltíÓ á ekta enskri Jólaköku, gœÓa porti og i/mandi kaffi ? Kr. 2750,- RAGGIBJARNA tekur á móti gestum, skemmtir, leikur undir borókaldi og fær til sín góÓa vini úr skemmtanahransanum. Hljómsveitin okkar OMISSANDI leikur fyrir dansi. Boðid verður upp á Hlaðborðið allar helgar framm að Jólum, frá 26. nóv. Húsið opnar kl. 18:00 BorÓapantanir í síma 1QÓ3Ó/ Fax 1Q300 Kabarett í Borgarleikhúsinu Leikhúsið Frú Emilía hefur flust um stundarsakir upp í Borgarleikhús þar sem það tekur höndum saman við Leikfélag Reykjavíkur um að koma söngleiknum fræga, Kabar- ett, á svið. Edda Heiðrún Bachman fer með hlutverk Sally Bowles en Lisa Mineiii lék hana í kvikmynd eftir Bob Fosse frá 1972. Með hlut- verk skemmtanastjórans sukkaða fer Ingvar Sigurðsson. Stór hópur söngvara, dansara og leikara kem- ur fram í sýningunni sem er í leik- stjórn Guðjóns Pedersen. Danshöf- undur er kona hans Katrín Hall sem hefur gert garðinn frægan í Þýska- landi sem dansari. Þetta verður stærsta sýning Borgarleikhússins í vetur og frumsýning er áætluð fyrri- hluta janúarmánaðar. Allur heimurinn innanbæ[ar Nú hefur opnast greið leið frá íslandi inn á upplýsingahraðbrautina . Fáðu allar heimsins upplýsingar í texta, myndum, tali og tónum í tölvuna þína, í vinnunni eða heima. Kynntu fyrirtæki þitt og auglýstu á Internetinu. Við setjum upp fyrirtæki þitt á netinu og tengjum það inn á 30 milljóna manna markað. Miðheimar hf er eina íslenska fyrirtækið sem veitir myndrænan aðgang að Internetinu með forritinu Mosaic, sem hefur valdið byltingu í samskiptum á netinu. • Taktu strax þátt í framtíðinni og settu þig í samband við umheiminn með innanbæjarsímtali. Þetta er sannarlega spennandi heimur og það er ódýrara en þú heldur. Internet þjónustan a íslandi. Tæknigarði. Sími: 694933 - Internet: kynning@centrum.is Fróði Finnsson lést eftir fjög- urra ára baráttu við krabba- mein þann 31. september síð- astliðinn. I minningu Fróða Finnssonar Tugir vina og velunnara Fróða Finnssonar, sem lést bráðungur úr krabbameini þann 31. sept- ember síðastliðinn, hafa tekið höndum sama og ætla á laugar- dag að sýna leiklist, fremja tónlist og dansa í minningu Fróða. Með- al þeirra sem fram koma eru Kristján Jóhannsson tenórsöngv- ari, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, allir leikararnir, söngvararnir og dansararnir úr Hárinu, mörg atriði verða sýnd úr Gauragangi, Kolrassa krókríð- andi, dansarar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins og margir fleiri. Hilmir Snær Guðnason mun leiða sýninguna sem fulltrúi Fróða og. segja sögu hans á milli atriða. En Fróði barðist í fjögur ár við krabbamein. „Það er afrek út af fyrir sig að ná þessu fólki öllu saman,“ segir Hulda Geirsdóttir vinkona Fróða og umboðsmaður Kolrössu og ein af þeim fjömörgu sem ýttu dagskránni úr vör. „Okkur fannst við hæfi að halda þessa dagskrá í Þjóðleikhúsinu þar sem Fróði var mjög listhneigður og svo er móð- ir hans leikkona og faðir hans tónskáld, eða þau Edda Þórarins- dóttir og Finnur Torfi Stefáns- son.“ Allir sem einn voru að sögn Huldu meira en fúsir að gefa vinnu sína, hvort sem það voru listamennirnir eða aðrir aðstand- endur sýningarinnar. Eitt þúsund krónur kostar inn á minningar- dagskrána sem hefst nánar til- tekið klukkan 14.00 á laugardag. Rennur ágóðinn óskiptur til styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. ■ Frá 25. nóvember: Jólahlaöborð í hádeginu og á kvöldin fram til 22. desemher Njotið aðventunnar með okkur a Hotel Loftleiðum. Jolasöngvar og lifandi tónlist hljóma alla daga og skapa hina réttu jólastemningu Jolaheimur Hotel Loftleiða er fyrir þig og alla fjölskylduna. LOfTLElDIR Jólaheimur út affyrir sig Borðapantanir ísímum 22321 eða 627575 Matargestir eru sjálfkrafa þátttakendur í ferðahappdrœtti Blaðbera vantar í eftirtalin hvefi: 105 108 112 Vinsamlega hafið samband við afgreiðslu Morgunpóstsins í síma 22211 PÖSturmn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.