Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 23 17 ramarar eru ekki enn hættir leik- mannakaupum. Þeir haia þegar styrkt miðjuna hjá sér en ekki er enn útséð hverjir koma til með að leika vömina hjá þeim næsta sumar. Þokkalegar líkur virðast vera á því að Kristián Jónsson bætist í hópinn, en ef ekki, þá er Tékkinn Petr Mrazek heitur og allt eins líklegt að haim tæki boði Fram. Hins vegar eru hverfandi líkur á að þeir verði báðir í her- búðum Fram næsta sumar... o. "g meira af Frömurum. Þeir eiga enn eftir að styrkja sóknina hjá sér þvi allsendis óvíst er um framtíð markvarða- hrellisins Helga Sigurðssonar í Stuttg- art. Ekki er enn búið að ganga frá neinum samn- ingum en vitað er um áhuga Framara á FH- ingnum Atla Einarssyni, sem lék jú með liðinu í fyrrasumar undir stjóm Ásgeirs Sigurvinssonar. .. KR-ingar semja við Lottó-umboðið til sex ára Verðmætíd ekki undir tíu milljónum Samningurinn einstakur sinnar tegundar og bindur enda á áratugabandalag KR og Schramaranna. /V Stuðningssamningar íþróttafé- laga og sportvöruheildsala verða sí- fellt stærri og mikilvægari þáttur í rekstri félaganna. Þetta er mat aðila innan hreyfingarinnar sem MORG- UNPÓSTURrNN hafði samband við eftir að fréttist að knattspyrnu- deild KR og Lottó-umboðið hefðu samið um búninga liðsins til sex ára. Þetta þykja mikil tíðindi innan knattspyrnuhreyfíngarinnar þar sem saga KR og Schram-ættarinn- ar, sem haft hefur umboð fyrir Ad- idasvörur, hefur verið tengd órjúf- anlegum böndum til þessa. Benedikt Jónsson, varafor- rnaður knattspyrnudeildar KR, seg- ir að samskipti félagsins og Adidas- umboðsins hafi alla tíð verið með ágætum og fyrir það beri að þakka. „Við stöndum í þakkarskuld við umboðið og eigendur þess,“ sagði hann. „Hins vegar þurftum við að líta alveg hlutlægt á málin og kom- umst þá að þeirri niðurstöðu að best væri að afla nýrra miða. Það væri einfaldlega skynsamlegast fyrir félagið.“ Félögin vilja alltaf meira og meira Ásmundur Vilhjálmsson hjá Sportmönnum, sem er umboðsað- ili á íslandi fyrir Adidasvörurnar, segir að samningar hafi ekki tekist um áframhaldandi samstarf. „Þró- unin hefur verið sú hér á landi að félögin vilja alltaf meira og meira og að lokurn kom að við gátum ekki tekið þátt í því. KR var einfald- lega orðinn allt of stór pakki fyrir okkur og ekki forsvaranlegt að end- urnýja samningana,“ sagði hann. FH er nú eina lið 1. deildar sem leikur í Adidasbúningum og er nýr þriggja ára samningur í burðarliðn- um. Mjög stór samningur Heimildir MORGUNPÓSTSINS herma að samningurinn eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi, bæði hvað umfang og verðmæti varðar. Þar að auki sé óalgengt að samið sé til svo langs tínta í einni lotu. Segja kunnugir að verðmæti samningsins sé ekki undir tíu milljónum króna. Framganga Lottó-umboðsins hefur vakið mikla athygli á undan- förnum árum og segja má að þetta nýja merki hafi slegið í gegn hér á landi. Elías Gíslason eigandi E.G. Heildverslunar, sem er með um- boðið, segir að áhugann megi fyrst og fremst rekja til ítalska boltans. „Þá fór fólk fyrst að sjá skærustu stjörnurnar í búningunum og þannig fór boltinn að rúlla,“ segir Elías. Lottó- umboðið hefur séð Is- landsmeisturum Skagamanna fyrir búningum í nokkur ár og einnig hafa Þórsarar og Grindvíkingar þann samning hefur verið mikil og sam- starfið við Skagamenn verið með ó 1 í k i n d u m gott. Nú eru tvö stærstu lið landsins, Is- landsmeistar- ar Skaga- manna og bikarmeistar- ar KR, komnir til liðs við okkur og því Einn góður í Adidas ÍS Elías Gíslason í Lottó-umboðinu. „Nú eru tvö stærstu lið landsins, ís- landsmeistarar Skagamanna og bikarmeistarar KR, komnir til liðs við okkur og því held ég að markaðshlutdeildin sé orðin mjög stór.“ leikið í búningum frá fyrirtækinu. Elías segir umfang samningsins auðvitað mikið en það eigi eftir að skila sér. Allir flokkar félagsins noti búningana og þar af leiði að aðdá- endur liðsins og börn í hverfinu fái sér vörur tengdar liðihu. „Held samt með Skagamönnum “ „Samningurinn við Skagamenn markaði mikil tímamót fyrir mig,“ segir Elías. Uppbyggingin eftir Golfmót íslendinga á Flórída Guðmundur Gunn- arsson sigraðil Hópur íslendinga er nú staddur í golfferð á Flórída í Bandaríkjun- urn á vegum Santv'innuferða- Landsýnar. Liður í ferðinni var golfmót sem haldið var nú á dög- unum. Leiknir voru sjö hringir á hin- um ýmsu völlum Flórída, og voru það fjórir bestu hringirnir sem töldu. Sigurvegari var Guðmund- ur Gunnarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur, á 286 höggum, og hlaut hann í verðlaun golfþakka fyrir tvo á Cape Coral golfsvæðið í Flora með öllu tilheyrandi. 1 öðru sæti hafnaði Hörður Jónsson, GV, og í því þriðja Kristín Zöega úr GR. M i k i 1 spenna var í mótinu allan tím- | ann, og | þrátt fyrir f i m m högga sig- ur Guð- P* mundar, var hann ekki í höfn fýrr en á síðustu holunum. Farar- stjóri í ferðinni er Kjartan L. Pálsson og er hópurinn væntan- legur til landsins í næstu viku. held ég að markaðshlutdeildin sé orðin mjög stór.“ Athygli vekur að síðan samning- urinn við Skagamenn var gerður, hefur einnig verið samið við Grindavik og KR sem eru undir stjórn Skagamanna, annars vegar Lúkasar Kostic og hins vegar Guðjóns Þórðarsonar. Báðir þessir þjálfarar voru í fyrsta liði ÍA sem lék í búningunum. Aðspurður urn hvort ekki skarist að vera með tvö stærstu liðin og Vandræði Arsenal VUja að Gra- ham kaupi leikmenn Aðdáendur Arsenal eru nú orðnir langþreyttir á lélegu gengi sinna mánna og vilja nú sjá breytingar. Talsmenn þeirra segja að George Graham, ffamkvæmdastjóri liðsins, þurfi að átta sig á því að tímarnir hafi breyst og þörf sé á nýjum stjörnum til að hressa upp á leik liðsins, sér í lagi sóknina sem hefur ekki verið beysin. Gárungarnir segja að ástæða þess að hann kaupi ekki frægar stjörnur eins og Klinsmann eða Dumitrescu sé sú að það sé svo dýrt að prenta nöffiin aftan á skyrturnar þeirra! Forráðamenn liðsins hafa sagt að boltinn sé alfarið hjá Graham, hann hafi þá peninga sem til þurfi og nú sé bara beðið eftir honum. Tippið með Birni Incia Látið Björn Inga segja ykkur hvernig á að vinna pottinn sannaðist gegn Newcastle á laugar- daginn var. 9. West Ham - Coventry 1 Hammararnir eru ekki beysnir og eitt afþví sem liðið hefur ekki í fór- um sínum er stöðugleiki. Þeir detta þó niður á ágæta leiki inn á miili og kannski það gerist einmitt í þessum leik. 10. Crystal P. - Southampton 1 Palace-menn fóru heldur illa út úr viðureign sinni við meistarana í Un- ited á laugardaginn var á meðan Southampton-menn sigruðu Evr- ópumeistara Arsenal. Þrátt fyrir ailt eru liðin bæði nokkuð léttleikandi og ættu að geta glatt áhorfendur á góð- um degi. 11. Reading -Tranmere 2 Tranmere leikur mun betur þessa dagana og getur unnið hvaða lið sem er á góðurn degi. Það sama verður ekki sagt um Reading. 12. Charlton - Middlesboro 2 Þegar Bryan Robson, fyrrum fýrirliði enska landsliðsins og Manchester United, tók við stjórnartaumunum hjá Boro í fyrra voru margir á því að honum gæti reynst erfitt að laða fram það besta í sínum mönnum. Annað hefur svo sannarlega komið á daginn, liðið leikur skemmtilegan bolta og þrátt fyrir að lið Charlton sé nokkuð gott lendir sigurinn hjá úti- liðinu. odidas Þessi sjón heyrir nú sögunni til. Saga Adidas og KR hefur lengi verið samtvinnuð en nú eru breyttir tímar og róið hefur verið á önnur mið. svarna erkifjendur við sama borð segir Elías svo ekki vera. „Þetta eru allt svo góðir drengir og vita alveg hvaða hagsmunir eru að veði. Ég hef miklar taugar til Skagamanna og held með þeim. Þar á ég marga góða vini og var strax tekinn inn í hópinn sem einn af strákunum. Nú get ég líka kynnst þeim mætu mönnum í KR og á ekki von á öðru en að það skili sér.“ Og ein kvikindisleg í lokin, hverjir verða meistarar? „Þarna seturðu mig í mikinn bobba," segir Elías hlæjandi. „Mað- ur verður að halda öllum góðum. Ég veit að liðin tvö eiga eftir að berjast um titilinn en innst inni held ég með Skagamönnum." Bih 1. Arsenal - Man. Utd. 2 Þetta er annar tveggja stórleikja dags- ins og sá sem íslenskir áhorfendur fá beint heim í stofu. Arsenal-menn eru í mikilli tilvistarkreppu þessa dagana og eiga í sérstaklega miklum erfið- leikum með sóknina. Hún hefur hins vegar ekki vafist fyrir Rauðu djöflun- um og því hafa þeir sigur. 2. Liverpool - Tottenham 2 Nú gerist það. Tottenham menn sjá að viðvarandi ástand gengur ekki og taka sig því saman í andlitinu. Sókn- in verður þeirra aðalsmerki í leikn- um og þrátt fyrir góðar rispur Li- verpool-manna verður við ofurefli að etja. 3. Leeds - Nott. Forest X Bæði lið hafa gefið örlítið eftir að undanförnu og því er báðum í mun að snúa því dæmi við. Bæði lið hafa menn til að klára dæmið og að lok- um verður samið um skiptan hlut. 4. Blackburn - QPR1 Blackburn unnu sannfærandi sigur um helgina og virðast ekkert ætla að gefa eftir í baráttunni um sjálfan meistaratitilinn. Gestirnir eru einnig á ágætri siglingu þrátt fyrir þjálfara- skiptin og verða ekki auðunnir. 5. Newcastle - Ipswich 1 Lærisveinar Kevin Keegans sjá að við svo verður ekki búið og vinna þenn- an leik næsta auðveldlega. Enda er það liðinu alveg nauðsynlegt ef ætl- unin er að vera í toppbaráttunni. Helsta áhyggjuefni þeirra ætti að vera Urúgvæmaðurinn Adrian Paz sem hefur lífgað mikið upp á fTamlínu Ipswich-manna. 6. Chelsea - Everton 2 Everton-menn eru komnir á skrið eftir sigurinn dýrmæta gegn Liverpo- ol á mánudagskvöld. Liðið hefur nú endurheimt sjálfstraustið og með til- komu nýja framkvæmdastjórans, loe Royle, er líklegt að leiðin liggi öll upp á við. 7. Norwich - Leicester 1 Norwich-menn hafa sigur í þessum leik. Þeir hafa mun meiri stöðugleika en leikmenn Leicester auk þess sem heimavöllurinn hefur mikil áhrif. 8. Man. City - Wimbledon X Bæði lið unnu leiki sína urn helgina og korna því glaðhlakkaleg til leiks. City-menn eru afar rokkandi í leik sínum, en Wimbledon- menn fara venjulega langt á baráttunni eins og 13. Watford - Stoke 2 Þorvaldur Örlygsson og félagar í Stoke eru að sjálfsögðu „okkar menn“ í þessum leik og ekki er ann- að hægt en að halda með þeim. Þar að auki er liðið að leika hreint ágæt- lega þessa dagana. ISLANDSMOTIÐ ÍTIPPI 8. umferð 1. 47. leikvika Arsenal - Man.Utd. Liverpool - Tottenham c o 0 Í2 03 £ 0 I 'O T3 'O 0 c c ■ c 0 c 0 0 U) 0 0 0 0 0 0 0 'O *o 0 T3 0 x 0 > cn 0 i_ X c 0 0 k. 0 C 'O c 0 0 C c £l :0 0 0 k_ n c LL 0 i- 0 fc 0 > i- D U) * 1 3 0 11 c0 w < > 2 2 X X 2 C O O co £ £ cö a e c o T3 < J5 «0 — 0 ■ c 0 X 0 ö) 0 < 2 5> m c -o ■o a 1 ! 1 1 1 3. Leeds - Nott.Forest X 1 X 1 X 2 1 X X 1 4 5 1 4. Blackburn - QPR 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 9 1 0 5. Newcastle - Ipswich 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 6. Chelsea - Everton 2 X 1 X 2 X X 1 X 2 2 5 3 7. Norwich - Leicester 1 2 1 1 1 1 1 1 1 1 9 0 1 8. Man.City - Wimbledon 2 1 X 1 2 2 2 1 1 1 5 1 4 9. West Ham - Coventry X X 1 X X 1 2 X 2 1 3 5 2 10. C.Palace - Southampton 2 2 2 2 x 2 1 2 2 2 1 1 8 11. Reading - Tranmere 2 2 2 X 2 2 X 1 1 2 2 2 6 12. Charlton - Middlesbro 2 X 1 2 X 2 2 2 2 X 1 3 6 13. Watford - Stoke 1 2 X 1 2 2 2 1 X 2 3 2 5 Samanlagður árangur 38 43 35 41 34 40 38 40 ; 46 46 0 12 | 8 9 0 1

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.