Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPOSTURINN MANNLIF FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 f arið á sýningar með Hannesi' Asgerði Búadóttur er sýnir úrval verka sinna ÍListasafni íslands. „Heilsteyptasta og þokka- fyllsta sýning á klassískri abstraktlist sem hér hefur sést í langan tíma." Þórdísi Öldu i Norræna húsinu. „Kannski hefði verið betra að semja leikrit upp úr sýningunni, en atorka og erótík tryggir þrjár stjörnur." Sýning á stofngjöf Listasafns /s- lands opnar á föstudag. Þar er eink- um að finna dönsk verk frá síðari hluta 19. aldar, meðal annars eftirþá Michael Ancher og Peter Severin Kroyer. Átta myndlistarmenn, þau Elsa D. Gísladóttir, Guðrún Hjartardóttir, Gunnar J. Straumland, Helgi Hjaltalin Eyjólfsson, Jón Bergmann Kjartans- son, Pétur Örn Friðriksson, Rob Ho- ekstra og Sólveig Þorbergsdóttir opna sýningu í Nýlistasafninu á laug- ardag. Á laugardag opnar sýning ÍHafnar- borg undir yfirskriftinni Hafnarfjörð- ur fyrr og nú. Þar verða sýndar Ijós- myndir úr Hafnarfirði frá árunum 1920-1940 eftir Guðbjart Ásgeirsson og Herdísi Guðmundsdóttur. Með gömlu myndunum eru sýndar nýjar sem Magnús Hjörleifsson hefur tekið frá sömu sjónarhornum. Sýningin stendur til 23. desember. Sigurbjörn Jónsson sýnir 20 ný ol- íumálverk í Gallerí Borg frá og með laugardeginum. Þetta er önnur einkasýning Sigurbjörns í Gallerí Borg. Aðrar sýningar Edda Jónsdóttir grafiklistakona sýn- ir í Gallerí Sævars Karls. Daníel Þorkell Magnússon í Gallerí Sólon Islandus. Örlygur Sigurðsson IGallerí Fold. Giovanni Leonbianohi italskur ís- landsvinur sýnir í Listhúsi Ófeigs. Rúna sýnir myndir unnar á japansk- an pappír i Gallerí Úmbru. Anna Sigriður Sigurjónsdóttir myndhöggvari sýnir í Gerðasafni, Listasafni Kópavogs Ingimar Ólafsson Waage sýnir í Gallerí Greip. Erla Þórarinsdóttir og Andrew Mark McKcnzic sýna hljóðmyndir i Gerðubergi. Erró á Kjarvalsstöðum og ÍListasafni Ak- ureyrar. Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir í Listhúsinu Þingi, Akureyri Arni Sigurðsson i Listasafni Akureyrar. Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir í Sparísjóði Garðabæjar. Elisabet Jökulsdóttir sýnir á Mokka. Samsýning fjögurra listakvenna í Gallerí Art-hún. íslenska einsöngslagið iGerðubergi. Ástriður H. Andersen sýnir málverk í Menningarstofnun Bandarikjanna. Roland Thomsen sýnir Ijósmyndir frá Austur-Græn- landi ÍNorræna húsinu. Vitiöi hvað hún ílekka var að segja mér? Hún sagðist hafa komið að bóndanum og konunni hans að eðla sér frammí hlöðu í gærdag. Pælið í því, það eru enn meira en mánuðurtil jóla. Kemur mér ekki á óvart. Þetta fólk er með kynlíf á heilanum og stundar það hvort sem það er fengitími eða ekki. Því kemur ekki við hvaða mánuður er, ekki hvaða dagur er og ekki einu sinni hvað klukkan er. Guð, ég bara get ekki hugsað um kynlíf og þennan bónda á sama tíma. Ég hef nefnilega margsinnis orðið fyrir því að hann er þreifa á lærunum á mér. Ég veit hann selur sér það að hann sé að tékka á holdafarinu en ég finn alveg að að býr annað og meira að baki. morgunpósturinn lét gera könnun á viðhorfum almennings til útlendinga sem tekið hafa sér bólfestu hérlendis. Þar kemur fram að flestir telja nágranna sína uppfulla af fordómum gagnvart fólki af erlendu þjóðerni en það eigi sannarlega ekki við um þá sjálfa. Hér láta Gerard Lemarquis frá Frakklandi og Amal Rún Qase frá Sómalíu í Ijós álit sitt á niðurstöðum könnunarinnar og Jóhann Jóhannsson, talsmaður Útlendingaeftirlitsins, leggur hönd á plóginn. áJL jjgj :M II Islandi Mikill meirihluti Islendinga telur landsmenn vera fordómafulla í garð útlendinga samkvæmt niður- stöðu skoðanakönnunar MORGUN- PÓSTSINS sem framkvæmd var 12. og 13. nóvember síðastliðinn. Úr- takið var 598 manns og dreifðust þátttakendur jafnt yfir höfuðborg- arsvæðið og landsbyggðina. Lesnar voru sex mismunandi fullyrðingar fyrir hvern einstakling og viðkom- andi beðinn um að dæma um hvort þær væru réttar eða rangar. Hér verður einungis fjallað um þá sem tóku afstöðu. Það vekur athygli að svör þátttakenda í könnuninni eru mun frjálslyndari varðandi per- sónulega afstöðu þeirra til nýbúa en þeir telja afstöðu þjóðarinnar vera. Þessi tilhneiging minnir óneitanlega á skoðanakannanir frá bannárunum þegar meirihluti landsmanna var fyrir lögleiðingu á áfengu öli, hvað er þá sjálfa varðaði, en hafði áhyggjur af drykkjusiðum okkar hinna. Fyrsta fullyrðingin sem lesin var fyrir þátttakendur í skoðanakönn- uninni var eftirfarandi. íslendingar eiga að taka á móti nýbúum, en eingöngu frá Evrópu eða löndum með svipaða menningu. 42,4 pró- sent þátttakenda töldu fullyrðing- una rétta en 57,6 prósent voru henni andsnúnir. Jóhann Jóhannsson, talsmað- ur Otlendingaeftirlitsins, treystir sér ekki til að mynda sér skoðun á þessari niðurstöðu. „Það eru miklir öfgar í báðar átt- ir í þessum málum," segir hann. „Umræðan hefur verið ákaflega lítil og takmarkast við mál í tilfinninga- legum farvegi þannig að bæði al- menningur og fjölmiðlar eru illa í stakk búnir til að ræða þetta." Hann segist engu að síður fagna umræðu um þetta málefni og telur hana tímabæra. Amal Rún Qase er einna þekkt- ust íslenskra nýbúa en hún er fædd í Sómalíu eins og flestum er kunn- ugt. „Mér finnst allt of margir telja þessa fullyrðingu rétta," segir hún. „Það er skiljanlegt að fólk óttist allt sem það heldur að geti valdið rösk- un, eins og mismunandi litarháttur og svo framvegis, en ég tel hins veg- Jóhann Jóhannsson, talsmaður Útlend- ingaeftirlitsins „Égveit ekki einu sinni hvað nýbúar eru margir. Þetta er svo illa skilgreint hugtak." ar að íslendingar þurfi ekki að ótt- ast útlendinga svo framarlega sem þeir aðlagast og læra íslensku." Útlendingar stela konunum Gerard Lemarquis kennir frönsku í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Háskóla íslands hef- ur verið búsettur á íslandi um ára- bil. Hann tók ekki afstöðu til niður- stöðu fyrstu fullyrðingar skoðana- kannanarinar en segir Islendinga ekki vera kynþáttahatara að sínu mati. „Islendingar eru ekki rasist- ar," segir hann. „Þeir gorta sig af að vera blandaðir og rekja uppruna sinn til víkinga og Kelta. Öfugt við önnur lönd Evrópu er mikill meiri- hluti aðfluttra konur, en ein helsta forsenda kynþáttahaturs grundvall- ast oft á þeirri hugmynd að erlendir karlmenn steli innlendum konum. Hins vegar vilja Islendingar alltaf vera með á nótunum og þar með talið að vera jafn slæmir og aðrar þjóðir. Þetta er til dæmis greinilegt í sambandi við dóp. Islendingar vilja líta svo á að hér sé ekki síðra eiturlyfjavandamál en annars stað- ar og þeir vilja endilega telja að hér sé mikið kynþáttahatur til þess að fylgja tíðarandanum í erlendum stórborgum. Þeir hugsa sem svo að annars sé engin stórborgarmenning hérlendis." Önnur fullyrðing sem þátttak- endur skoðanakannanarinnar voru beðnir að mynda sér afstöðu til var eftirfarandi: Takmarka á landvist- arleyfi útlendinga við pólitíska flóttamenn eða aðra sem ekki eiga sér neina framtíð í heimalandinu. 38 prósent svarenda voru sammála þessari fullyrðingu en 62 prósent andsnúnir. Jóhann kveður erfitt að henda reiður á hvað fólk leggi til grund- vallar í afstöðu sinni til þessarar fullyrðingar og hvort þátttakendur í skoðanakönnuninni hafi metið hana út frá innlendum vinnumark- aði eða einhverjum öðrum for- sendum. „Það er hlutur sem maður heyrir alltaf í umræðunni," segir hann, „og ég spyr hvort einungis sé verið að tala um mannúðarsjónar- mið eða eitthvað annað. Það er einnig stór punktur í umræðunni." Amal Rún viðurkennir að hún telji mikilvægt að takmarka land- vistarleyfi útlendinga vegna þess gífurlega fjölda fólks sem þyrfti að komast í burtu frá aðstæðum sín- um heima fyrir. „Við megum ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni í þessu máli heldur heilbrigða skyn- semi," segir hún. „Getum við séð fyrir þessu fólki árum saman ef það kemur hingað? Þetta er svo lítil þjóð að við getum ekki hleypt hverjum sem er inn í landið." Gerard segir einungis um niður- stöðuna að hún staðfesti þá skoðun Takmarka á kndvistarleyfi útlendinga við pólitískafíótta- menn eða aðra, sem ekki eiga sér neinaframtíð heima. Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 38 prósent þessa fullyrðingu vera rétta en 62 prósent sögðu hana ranga. Engan mun má greina eftir búsetu en konur voru mun harðari á því að takmarka landvistarleyfi en karlar. 45,4 prósent þeirra voru sammála þessari fullyrðingu en 28,5 prósent karla. Þegar svörun- um er skipt eftir aldri kemur í Ijós að fólk á fimmtugs aldri er síst sammála þessu en fylgi við þessari fullyrðingu vex eftir því sem fólk verður yngra eða eldra. íslendingar eruforaomafullir ígarð útlendinga. Svörin við þessari spurningu voru afgerandi. 82,1 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðu rétt að íslend- ingar væru fordómafullir en 17,9 prósent sögðu það rangt. Engan mun má finna í afstöðu fólks eftir kyni, búsetu eða aldri. Sömu af- stöðu má finna í öllum hópum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.