Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Af hverju hélt löggan að á dópi? Þeir vita að með Lindubuffi á að vera kók. / -Pingeyskar mannaráðningar Hall- dórs Blöndals hjá Pósti og síma voru til umræðu í MORGUNPÓSTINUM á mánudaginn. Nokkur fleiri slík dæmi þekkjast eins og að fyrir ekki löngu síðan var valið úr hópi 58 umsækjenda í stöðu útibússtjóra Pósts og sima á Hvolsvelli. I starfið var ráðin ung kona, VlGDfs Kjart- ansdóttir, sem kemur frá Greni- vík. Nú að sjálfsögðu losnaði staða útibússtjóra á Greni- vík og var Valborg Gunn- arsdóttir ráðin þangað... ■ Fleiri þingeyskar ráðningar hjá Halldóri Sœvar Ciesielski skammar Jónatan Þórmundsson I skýrslu Sævars Ciesielsms, sem stafnum lengi. Þarrnig gerir hann hann afhenti dómsmálaráðuneytinu í harða hríð að JóNatan Þórmundssyni, gær, er hann óhræddur við að láta þá sem hann tel- ur bera ábyrgð heyra það. Oghanner óhræddur við að gera lögin að umtalsefhi þó að í hlut eigi spren- glærðirprófess- orar, enda hefúr hann legið yfir lagabók- hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi prófessor. „Áður en dómur var kveð- inn upp í Sakadómi Reykjavíkur gerði Dagblaðið að umtalsefini hvort mögu- legt væri að dæma sakbominga í ævi- langt fangelsi og langt viðtal birtist við Jónatan Þórmundsson sem rakti laga- legar forsendur fyrir því,“ segir orð- rétt í skýrslunni. „Hann gagnrýnir sjálfur slikar yfirlýsingar í kennslubók sinni, Opinbert réttarfar, sem gefin deild. Á bls. 63 greinir hann frá því að varast skyldi að segja fréttir af málum. Hann rekur hvenær eða að hve miklu leyti fféttir skuli fluttar af meðferð mála fyrir dómstólum. Aðalákvæði um takmörk fréttaflutnings og frétta- túlkunar er í 161. gr. obm. Samkvæmt henni varðar það sektum eða varð- haldi að gefa villandi upplýsingar um mál áður en þvi er að fúllu lokið. Mat á slíkir umsögn fer fyrst og fremst eff ir þvi, hvort hún sé til þess fallin að hafa áhrif á rannsókn eða málalok... „Eg vissi þetta aiian tímann“ segirUnda Pétursdóttir, fyrrum alheimsfegurðardmttning, um niðurstöður tyfjaprófsins sem úrskurðar að hún sé hrein. Allsherjarlert þó sjaldnast framkvæmd enda óhemjudýr. ...fær Ólafur Jóhann Ólafsson fyrir að láta venjubundið öfundar- nagg bókmenntaelítunnar yfir velgengni hans sem vind um eyru þjóta og vera hvers manns hug- Ijúfi í viðtölum. ... fær Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri heilbrigðisráðuneytis- ins fyrir margorða athugasemd við skýrslu Ríkisendurskoðunar um óráðsíuna í ráðuneytinu. Hann ætti frekar að eyða kröftum sín- um og tíma í að koma skikki á ráðuneytið en að vera með þetta yfirklór. „Þótt ég hafi ekki fengið niður- stöðurnar í hendurnar hef ég óyggj- andi heimildir fyrir því að Linda Pétursdóttir hafi staðist lyfjapróf- ið,“ sagði Gísli Gíslason, lögmað- ur Lindu, þegar MORGUNPÓSTUR- INN ræddi við hann í gærkvöld. En sem kunnugt er sendi Linda Pét- ursdóttir þvagprufu til rannsóknar á föstudag á Rannsóknarstofu Há- skólans í lyfjafræði til þess að freista þess að hreinsa mannorð sitt í kjöl- far innihalds lögregluskýrslu sem blaðið birti síðastliðinn fimmtu- dag. En þar var meðal annars ritað að Linda Pétursdóttir hefði verið í „annarlegu ástandi" þegar lögregl- an handtók hana og unnusta henn- ar, Leslie Robertson eftir að Leslie hafði verið ranglega ásakaður um að hafa ekið á kyrrstæðan bíl aðfaranótt mánudagsins, eins og frægt er orðið. Jafnframt var hún sögð ódrukkin en krossað var við reitinn önnur fíkniefni og sett spurningamerki fyrir aftan af hálfu þeirra lögreglumanna sem gerðu skýrsluna. „Ég vissi þetta allan tímann,“ sagði Linda Pétursdóttir í samtali við MORGUNPÓSTINN þegar rætt var hana í gærkvöld, „ég vil hins vegar sjá þetta á blaði fyrir framan mig til þess að fá þetta staðfest." Niðurstöðu lyfjaprófsins var að vænta í gærdag en þar sem blaðið með upplýsingunum frá Rann- sóknarstofunni fór í pósti liggja upplýsingarnar ekki fyrir fyrr en í morgun. Linda sagði straxjá En hvað var beðið um í þessu lyfiaprófi? „í því bréfi sem ég sendi fyrir hönd Lindu Pétursdóttur til Rann- sóknarstofu Háskólans óskaði ég eftir því að rannsakað yrði, að því marki sem hægt var, hvort um- bjóðandi minn hafi verið undir áhrifum fíkniefna aðfaranótt mánudagsins 14. nóvember,“ segir Gísli. Nú er vitað til þess að það kemur ekki allt frarn í þessu prófi þegar svo langt er liðið frá því að meint neysla hefði átt að eiga sér stað og þar til lyfjaprófið fer fram, sannar þetta eitthvað t málinu? „Burtséð frá því að Linda á ekk- ert að þurfa að standa í því að sanna sakleysi sitt tel ég að hún hefði ekki tekið sjénsinn á því að fara í svona próf nema vegna þess að hún hefur Gísli Gíslason lögfræðingur Lindu, segir að Linda hefði ekki þorað að taka sjénsinn á því að fara í svona próf nema vegna þess að hún hafi haft hreina sam- visku. hreina samvisku. Ég varð strax sannfærður um sakleysi hennar á viðbrögðum hennar þegar ég bar upp við hana að hún færi í lyfja- próf. Hún sagði strax já. Enginn er jafn öruggur og Linda í þessu máli.“ Allsherjarleit mjög dýr Samkvæmt upplýsingum MORG- UNPÓSTSINS frá Rannsóknarstofu Háskólans kostar fjögur þúsund krónur að leita að hverju efni í rannsókn sem þessari. Afar sjald- gæft er að einstaklingar „utan af götu“ sendi inn sýni til Rannsókn- arstofu í lyfjafræðum. En er hægt að mæla öll fíkniefni í þvagi? Við leituðum álits Jakobs Jakobs- sonar sérfræðings hjá Rannsókn- arstofnun Háskólans: „Það fer eftir því hvað um er beðið. Það er til ákveðin standard- leit sem byggist á því að leita að alkohóli, amfetamíni, bensódíum- efnasamböndum, en þeim hópi til- heyra til dæmis diesepan, valíum og mogadon. 1 þessari standard-leit er einnig reynt að hafa uppi á efn- um eins og kókaíni og morfíni, en við leitum þeirra ekki nema að það sé sérstaklega um það beðið. Þess- um flokki tilheyra hins vegar ekki fíkniefni eins og ecstasy. Að því væri leitað ef allherjarleit færi fram.“ Jakob segir að hugsanlega sé hægt að fremja allherjarleit á þrem- ur til fjórum dögum. Það væri hins vegar mjög dýr leit. „Allherjarleit sem er bara gerð í sérstökum tilvik- um kostar álíka mikið og ef maður hefði bílinn á bílaverkstæði í jafn- langan tíma.“ Er hugsanlegt að finna öll þessi efni íþvagsýnum, jafnvelþótt margir dagar séu liðnirfrá neyslu þeirra? „Kannabisefni geta verið í þvagi svo vikum skiptir, ef um langvar- andi neyslu hefur verið að ræða, Bensódíumefnasamböndin eru einnig lengi að skilast út. Aftur á móti eru efni eins og amfetamín og kókaín ekki nema í fáeina daga í líkamanum. Reyndar fer það líka eftir hversu mikil neysla hefur vefyð á efninu. Það á einnig við ef neyslan hefur verið mikil í eitt skipti.“ Að sögn Jakobs er öllum þvag- sýnum til Rannsóknarstofunnar, hvort sem er frá stofnunum eða einstaldingum, skilað inn eftir sett- um reglum, það er að segja í votta viðurvist. Rannsókn máls Lindu Péturs- dóttur gegn lögreglunni og mál lögreglunnar gegn Lindu miðar að sögn Harðar Jóhannssonar, yfir- lögregluþjóns hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, vel áfram. „Við vænt- um þess að rannsókn málsins ljúki fyrir vikulok,“ segir Hörður. í framhaldi af því verður málið sent til ríkissaksóknara til frekari með- höndlunar. -GK Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar Sýni tekin nokkmm dögum eftir neyslu eru marklaus „Sem gagn í sakamáli myndi sýni sem tekið er fjórum dögum eftir að hugsanleg fíkniefnaneysla hefur átt sér stað ekki duga til. Það væri marklaust sýni,“ sagði Krist- ján Ingi Kristjánsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, þegar MORGUNPÓSTURINN innti hann eftir því hvort hugsanlega væri hægt að notast við sýni sem væri tekið úr líkama manns nokkrum dögum eftir að grunur léki á að fíkniefna hafi verið neytt. Kristján sagði að leit, bæði af áfengi og fíkniefnum, yrði að ger- ast í rökréttu framhaldi af hand- töku til þess að hægt væri að sanna eða afsanna sekt viðkomandi. „Við tökum ekki mikið af sýn- um. Það er sjaldnast nema í alvar- legri brotamálum, þar sem nauð- synlega þarf að fá útskýringu á hegðun fólks og/eða í þeim tilfell- um þegar menn neita því að hafa neytt áfengis- eða fíkniefna. Dæmi um hið fyrrnefnda var einhverju sinni þegar við lentum í miklum slagsmálum við mann nokkurn sem við vorum að handtaka á Keflavíkurflugvelli í alvarlegu brotamáli. Til þess að freista þess að fá útskýringar á hegðun hans létum við taka úr honum blóð. Niðurstöður prófsins sýndu fram á að maðurinn var uppfullur af dópi.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.