Helgarpósturinn - 29.12.1994, Síða 9
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL
9
Ég er ekki móðir
Reykjavíkur
Rætt við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem segist óttast að missa
alla frjóa hugsun við að sitja innimúruð í Ráðhúsinu.
jPegar velja á mann ársins 1994 á
Islandi þarf ekki að leita lengi; kon-
an sem kom sá og sigraði í Reykja-
vík. Henni tókst það sem öðrum
hafði mistekist. Að verða samein-
ingartákn fyrir fjóra stjórnmála-
flokka í borginni og leiða nýtt afl til
sigurs gegn rótgrónum yfirburðum
Sjálfstæðisflokksins í höfuðborg-
inni. Ég þarf ekki að nefna nafnið:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Hún tekur á móti mér í Ráðhús-
inu í önnum hátíðardaganna í lok
ársins og vísar mér til sætis í mót-
tökuherbergi borgarstjóra. Við setj-
umst í eiturgræna og fútúríska
hægindastóla og mér líður líkt og
geimfara þar sem síðbúin dagsbirt-
an seytlar gegnum veggstóra glugg-
ana og lýsir smám saman upp vetr-
arríki Tjarnarinnar.
Hver skyldu vera verkefni hins
nýja borgarstjóra í lok ársins?
- Fjárhagsáætlun borgarinnar,
segir Ingibjörg Sólrún að bragði og
ekki er laust við að bregði fyrir
þreytuglampa í lifandi og bros-
mildum augunum. I lok ársins er
rnaður að hreinsa upp ýmislegt sem
maður hefur ætlað að gera lengi og
ekki náð. Það er ekkert öðruvísi hér
í Ráðhúsinu. Það eru jólaannir í
þessu húsi eins og annars staðar og
þessa dagana snúast þær ekki síst
um fjárhagsáætlunina sem lögð
verður fram í janúar á næsta ári.
Hvað með hennar eigin jóla- og
nýársundirbúning?
- Ertu að meina heima, spyr Ingi-
björg Sólrún til baka og skellir upp
úr. Jaaa... undanfarin ár hafa nú
verið þannig, að maímánuður og
desember hafa farið meira og
rninna framhjá mér. Þegar ég var að
ljúka háskóla voru þetta prófmán-
uðirnir — að ógleymdri jólavinnu í
desember — og eftir að ég fór í pól-
itik hafa þetta verið mánuðir fjár-
laga og fjárhagsáætlana.
Ég spyr hana um markverðug-
ustu atburði ársins innanlands.
- Kosningarnar í vor, segir Ingi-
björg Sólrún án þess að hugsa sig
um. Þar gerðist merkilegur pólit-
ískur atburður óháð því hvort ég
varð borgarstjóri eða ekki. Eftir
lyiadur
arsms
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri er maður ársins að
mati MORGUNPÓSTSINS. Það er
einfaldlega vegna þess að það þarf
að leita langt aftur í sögu þjóðar-
innar til að frnna stjórnmálamann
sem vakið hefur slíka tiltrú kjós-
enda sent hún. Sameiginlegt fram-
boð vinstri manna snérist unt það
að hún yrði þar í forystu; enginn
annar kom til greina. Eftir að ljóst
var að hún yrði borgarstjóraefni R-
listans stukku vinstri menn fram úr
sjálfstæðismönnum í skoðana-
könnunum og unnu borgina að
lokum. Líklega er þarna um að
ræða eitt mesta pólitíska afrek
stjórnmálamanns á fslandi. Eins og
kemur fram í viðtalinu við hana á
síðunni eru miklar væntingar gerð-
ar til Ingibjargar. Hvernig til tekst
ræðst á komandi ári.
borgarstjórnarkosningarnar eru
sjálfstæðismenn ekki jafn sterkir á
böfuðborgarsvæðinu og áður - og
reyndar víðar. Sjálfstæðismenn í
Reykjavík hafa talið sinn aðal að
eiga sterkan borgarstjóra og halda
traustum höndum um sfjórnun
fjármála borgarinnar. Þeir bafa nú
hvorugt. Andstæðingar þeirra náðu
að sameinast. Það eru Dundnar
kerfinu, leikskólar, dag-
vistarheimili.
Ég bið Ingibjörgu Sólrúnu að
nefna merkilegasta atburðinn er-
lendis.
Hún situr hugsi um stund. segir
síðan: Þjóðaratkvæðagreiðslan á
Norðurlöndum um aðild að ESB. Á
þessum dögum verða Norður-
landabúar að ræða hvað þeir ætla
sér. Hins vegar virðast margir
hræðast þessa umræðu. Hérlendis
hefur umræðan verið einungis á
svört/hvítum nótum. Gull og græn-
ir skógar eða svartnættið eitt.
Er hún sjálf hlynnt eða á móti að-
ild fslands að ESB?
Ingibjörg Sólrún hlær.
- Eg er sjálf í glimrandi vafa. Ég
hef satt best að segja ekki sterka
sannfæringu í þessu máli. Þetta er
flókið pólitískt. Ég er fylgjandi
mörgu í ESB-ferlinu en get einnig
verið sammála mörgum rökum
þeirra sem eru mótfallnir aðild
landsins að ESB. Umræðan hér-
lendis hefur verið allt of
mikið í hinum smáu
málum. Að mínu mati er
þetta meira spurning um
hin stóru mál; þróun álfunn-
ar og framtíð.
En hvernig upplifði hún Nei
Norðmanna?
- Ég upplifði það sem létti, segir
Ingibjörg Sólrún. Höfnun Norð-
rnanna staðfesti að fslendingar
standa ekki einir Norðurlanda-
þjóða utan við ESB.
Er hún þá sammála Davíð
Oddssyni í að ESB-aðildin sé ekki
á dagskrá?
- Nei, alls ekki, áréttar Ingibjörg
Sólrún. Ég er alls ekki sammála
Davíð urn að málið sé ekki á dag-
skrá. Málið er þvert á móti á dag-
skrá. Hins vegar er þetta erfitt mál
fýrir hans flokk. ESB-umræðan
myndi kljúfa flokkinn og reyndar
þjóðina í tvær fylkingar. Hins vegar
verða stjórnmálamenn að vera til-
búnir að takast á við alla umræðu,
hversu óþægileg sem hún kann að
verða. Þess vegna verða stjórnmála-
menn að vera viðbúnir að takast á
við ESB-umræðuna með ölllum
þeim vafa sem henni fylgir.
Við ræðum næst um merkilegasta
atburðinn í persónulegu lífi fngi-
bjargar Sólrúnar á árinu sem er að
líða.
- Ég gifti mig! segir hún og hlær.
Kosningarnar, og svo verð ég fertug
á gamlársdag. Þannig að ég hef náð
ýmsum áföngum á þessu ári.
Kannski voru kosningarnar sem
slíkar eftirminnilegastar fyrir mig
prívat því þær þýddu gerbyltingu á
lífi mínu, segir hún alvarlegri í
bragði.
En hefur Ingibjörg Sólrún sjálf
breyst?
- Nei, ég upplifi það ekki, segir
hún staðföst á svip.
Hefur henni verið ýtt inn í hlut-
verk sem gerir hana aðra en þá
Ingibjörgu Sólrúnu sem hún áður
var?
- Já, mér hefur óneitanlega verið
ýtt inn í nýtt hlutverk, samsinnir
hún með brosi á vör. Ég er orðin að
hluta til embætti í þriðju persónu.
Fólk talar oft við embættismanninn
en ekki prívatpersónuna. Það er
borin að hluta til virðing fyrir borg-
arstjóraembættinu sem slíku og
það finn ég í tali margra við mig,
það er að segja við borgarstjórann.
Hefur hún upplifað nýja vini eft-
ir að hún varð borgarstjóri? Við-
hlæjendur, tækifærissinna, hags-
munapotara og bitlingalið?
- Ég hef aldrei upplifað áður að
hafa völd, segir Ingibjörg Sólrún di-
plómatískt. Og mér finnst ekki
einfalt að hafa völd. Ég
reyni að fara vel með þau
völd. Það getur verið
íþyngiandi vegna þess að
vöídin skipta mali fyrir
fólkið í kring. Ég upplifi einnig
sterkt að ef maður gerir einurn til
hæfis og hagsbóta þá stígur þú sam-
tímis ofan á einhvern annan.
- Eins og núna, segir Svein-
björn', sonur hennar 11 ára, sem
hefur um tíma árangurslaust reynt
að ná sambandi við móður sína.
Ingibjörg Sólrún snýr sér um stund
að sonum sínum Sveinbirni og
Hrafnkatli, 9 ára, og samningavið-
ræðurnar enda með að synirnir
rölta aftur inn á samliggjandi
borgrarstjóraskrifstofuna til að
bíða af sér þetta leiðinlega viðtal
sem móðir þeirra er föst í.
Við höldum áfram að tala um
völd.
- Auðvitað er ekki þar með sagt
að maður megi vera hræddur að
taka ákvarðanir. Maður tekur allar
ákvarðanir, vinsælar sem óvinsæl-
ar. Eins og um holræsisgjaldið á
dögunum. Mér er ljóst að mörgu
fólki svíður undan slíkum álögum.
En ástandið verður bara enn verra
ef þessir hlutir dankast.
Hvað með óvini? Hefur Ingi-
björg Sólrún eignast nýja og öfluga
óvini eftir að hún varð borgarstjóri?
- Ég er komin út á bersvæði, seg-
ir hún og brosir. Sértu ráðherra í
ríkisstjórn ertu hluti af hópnum. Ef
þú ert hins vegar borgarstjóri er
fókusinn á þér einum. Þess vegna
ertu berskjaldaður. í málum er
einnig oft reynt að fá þig út á þetta
bersvæði og það er eitt af því sem
maður verður að gæta sín á: Að láta
ekki draga sig sífellt út á bersvæði.
En það fylgir því einnig ánægja að
hafa völd. Þá er hægt að breyta og
framkvæma til góðs. Ég er í pólitík
til að fá og hafa völd til að brinda
ákveðnum hugmyndum í frant-
kvæmd. Út á það gengur pólitík.
Jívernig tilfinning er það að vera
borgarstjóri? Hvernig upplifir Ingi-
björg Sólrún þessa stöðu? Skyldi
henni finnast hún vera einhvers
konar móðir Reykjavíkur?
- Nei, ég upplifi það ekki þannig,
segir hún ákveðið. Það væri algjör-
lega andstætt mínurn karakter. Ég
reyni að hugsa ekki urn borgar-
stjóraembættið sem slíkt of mikið.
Ég hugsa ekki heldur um það hvort
þetta sé skemmtilegt eða leiðinlegt
starf. Við tókum einfaldlega að
okkur að stjórna borginni í umboði
borgarbúa og munum gera okkar
besta. Ég hef engan ánuga á
því ao búa tifeinhverja
ímynd,af mér sem borgar-
stjóra. Ég vil heldur setja
eitthvað af sjálfri mér í
starfið sem samræmist
þeirri mynd sem ég hef af
mér sjálfri.
Það sem mér leiðist í pólitík,
heldur Ingibjörg Sólrún áfram, er
þegar hún verður stundum svo út-
spekúleruð atburðarás fyrir fjöl-
rniðla að þú getur aldrei gert það
sem sem þér finnst vera rétt eða
verið það sem þér finnst þú eigir að
vera. Alltof margir stjórnmála-
ntenn setja einhverja atburðarás af
stað fýrir fjölmiðla sem þeir síðan
missa algjörlega tökin á. Ég hef
nokkru sinnurn dregist inn í slíkar
uppákomur og það er alveg skelfi-
legt.
Talið berst að R-listanum. Hvers
konar pólitískt fýrirbæri er þessi R-
listi eiginlega?
- R-listinn er ekki hugsaður sem
pólitískur flokkur, segir Ingibjörg
Sólrún. Hann er samfylking fólks
sem hefur mismunandi skoðanir
en sækir styrk sinn til félagshyggju
og kvenfrelsis.
Eru þetta ekki bara frasar?
- Nei, segir viðmælandinn. R-
listinn vill styrkja samhyggju í
borginni og styrkja stöðu kvenna.
Hann byggir á sameinginlegum
málaflokkum: skólamál, leikskóli,
atvinnumál og lýðræði.
En hvað með framtíð R-listans?
- Við munum sameinast um nýja
málaflokka, segir Ingibjörg Sólrún.
Það er mun einfaldara að gera það í
sveitarstjórnarpólitík en í lands-
málapólitík.
Er þá Reykjavík að verða að
mýkri borg?
- Vonandi, segir Ingibjörg Sól-
rún, en um leið búum við í harðn-
andi heimi við vaxandi fátækt og
fíkniefnavanda, málum sem erfitt
er að taka á.
rið vitum hvernig Ingibjörg ætlar
að eyða gamlárskvöldinu: Hún
verður fertug síðasta dag ársins. En
því er við að bæta, að hún mun
halda móttöku í Norræna húsinu
milli kl. 13 og 15 þar sem allir vinir,
vandamenn og velunnarar eru vel-
kontnir. Við eigum hins vegar enn
eftir að heyra af nýársheitum hins
nýja borgarstjóra:
- Ég hef verið að velta fýrir mér
að komast meira út úr Ráðhúsinu.
Ég hef varið miklum tíma í að fá yf-
irsýn yfir starfið og hvernig allir
þræðir liggja í húsinu. Ég hef á
tilfinmngunni að ég hafi
múrast inni í húsinu. Ég er
farin að missa tilfinninguna
fyrir fólkinu. Svo nú ætla ég
að halda fundi meðal
borgarbúa og heimsækja
stofnanir og einstaklinga í
stað þess að vera hér innanhúss og
taka við áreiti. Maður missir alla
frjóa hugsun. Persónuleg nýársheit?
Ég er ekki farin að stíga á stokk og
hef reyndar aldrei gert það. En ég
ætla að reyna að vinda aðeins ofan
af vinnunni.
En hefur Ingibjörg Sólrún að
lokum einhverja ósk til handa ís-
lensku þjóðinni á nýju ári?
Hún bugsar sig vel og lengi um,
sitjandi grönn og smávaxin og
skarpleit í eiturgræna, fútúríska
stólnum, horfandi tindrandi aug-
um yfir hjarn Tjarnarinnar sem lýs-
ist æ meir upp af birtu vaxandi
dags.
- Mér dettur ekkert í hug, segir
hún loks. ■
Ingólfs Margeirssonar