Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL 23 annáll OKTÓBER 3. október Morgunpósturinn hefur göngu sína. 4. október 30 Islendingar sækja ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Madrid. Makar ráðamanna eni fjölmennir í þeim hópi. Kristrún Kristins- dóttir, fulltrúi sýslumannsins á Akranesi, leggur fram stjórnsýslukæru vegna þriggja áminninga sem sýslumaðurinn, Sigurður Gizurarson veitti henni í vikunni á undan. 5. október Hagvirki-Klettur úrskurðað gjaldþrota að ósk forsvarsmanna fýrir- tækisins. 6. október Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins segja skýrslugerð Stefáns Jóns Hafsteins fyrir borgarstjóra ekkert annað en pólitískan bitling. Sigurður Gizurarson sýslumaður á Akranesi kærir fulltrúa sinn, Kristnjnu Kristinsdóttur, til RLR og rikis- saksóknara fyrir meint afbrot í starfi. 7. október Guðjón Magnússon, skrif- stofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segist hafa tekið launað námsleyfi sitt í fullu samráði við ráðherra og ráðuneytisstjóra. Bjórsala eykst um 1,2 milljónir lítra á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tímabil á síðasta ári, eða um 28 prósent. 10. október Upplýst að Dögg Pálsdótt- ir, dóttir Páls Sigurðssonar ráðuneytis- stjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu, þáði laun frá ráðuneytinu um margra mánaða skeið á meðan hún stundaði nám erlendis. Stefnir í 330 milljón króna halla á rekstri Borgarspítalans. 13. október Sigriður Dúna Kristmunds- dóttir segir sig úr Kvennalistanum. 14. október Tíu leikurum sagt upp störfum við Borgarleikhúsið. 17. október Jóhanna Sigurðardóttir mælist með 16,5 prósenta fylgi í skoð- anakönnun MORGUNPÓSTSINS. Al- þýðuflokkurinn hrapar niður í 8,4 prósent. 20. október Hálfdán Henryssyni sagt upp störfum fyrirvaralaust hjá SVFl eftir meira en 30 ára starf. I kjölfarið fylgja miklar deilur innan aðildarfélaganna. 24. október Ný plata með Madonnu kemur út, en titillag hennar, Bedtime Story, er eftir Björk Guðmundsdóttur og Nellee Hooper við texta Bjarkar. 28.- 29. október Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavik. Ekki hrófiað við Davið og Friðrik, Björn Bjamason heldur 3. sætinu en Geir H. Haarde náði því fjórða. Markús Öm Antonsson var settur endanlega út í kuldann og lenti í 10. sæti. 30. október Islenskar sjávarafurðir hf. kaupa stóran hlut i Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, sem hingað til hefur verið i viðskiptum við Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna. NÓVEMBER 3. nóvember Fjárfestingareignir Islend- inga erlendis meira en tvöfaldast á þrem- ur árum, úr 3,7 milljörðum í 8,1. I Ijós kemur að reglur um greiðslur til maka ráðherra vegna kostnaðar við utanferðir eru mun rýmri hér á landi en í Bretlandi. Tékkafærslu fækkar um eina milljón á mánuði eftir debetkortin ná fótfestu. 4. nóvember Stjóm Kvennaathvarfsins vikið frá vegna fjármálaóreiðu.Um 20 prósent þjóðarinnar, 55.000 manns, fá mestan hluta framfærslutekna sinna úr rikissjóði. 5. nóvember Embættismenn í Hafnar- firði komast að þeirri niðurstöðu að stjóm listahátíðarinnar sem haldin var í bænum á síðasta ári beri ábyrgð á bókhaldsóreið- unni. Krafist 60 daga fangelsis yfir Antoni Ingvarssyni stýrimanni á Hágangi II og 2 milljóna króna í sekt fyrir héraðsdómi í Tromsö. 37 ára gamalla maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að nauðgd konu sinni að bömunum ásjáandi. Vikan 30.10 - 5.11 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir Bjöm Önundarson fyrrum tryggingayfirlækni í 3 mánáða skil- orðsbundíð varðhald og 3 milljóna króna sekt fyrir að hafa vantalið tekjur sínar vegna örorkumata um 15,5 milljónir króna á árunum 1988-1990. Afkoma Flugleiða batnaði um 562 milljónir króna fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. 6. nóvember Biskup vill gera bæn að föstum lið i þinghaldi. 8. nóvember Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að senda bókhaldsgögn Listahátíðar Hafnarfjarðar til skattstjóra Reykjaness vegna rökstudds gruns um skattalagabrot, skjalafals og ótvíræðrar bókhaldsóreiðu. 9. nóvember Irving Oil Ltd. sækir um lóðir undir átta bensínsstöðvar. Hart deilt á Alþingi um bamaskattinn svokallaða. Helgi Pétursson segir sig úr Framsóknar- flokknum. Verðlag hjaðnar um 0,1 pró- sent á Islandi á undangengnu tólf mán- aða tímabili. 10. nóvember Verkfall sjúkraliða hefst á miðnætti, sjúkiingar útskrifaðir og deild- um lokað. Formaður Framsóknarflokks- ins vill að Helgi Pétursson segi af sér öll- um trúnaðarstörfum fyrir R-listann. Nefnd á vegum forsætisráðherra leggur til að hommar og lesbíur geti staðest sambúð sína formlega með svipuðum réttindum og skyldum og fylgja hjónabandi, með nokkrum undantekningum. FÍA boðar allsherjarverkfall hjá flugfélaginu Atlanta. Árið hennar Lindu Pé og svo kom löggan... Árið hjá Lindu Pé, fyrrum al- heimsfegurðardrottningu, hófst með því að Pressan birti myndir af henni eins og þjóðin hafði aldrei séð hana áður. Skömmu síðar kom í ljós að ljósmyndarinn og Linda höfðu ekki skilið hvort annað og Linda mætti með lögfræðinginn. Spurningin var; vissi Linda að Björn Blöndal var að taka af henni myndir nakinni og vissi Björn að hún vildi ekki að myndirnar birt- ust? Vissi Linda að hún fékk pen- inginn frá Birni fyrir myndirnar sem hann ætlaði að birta og vissi Björn að hann borgaði henni fyrir myndirnar sem ekki átti að birta? Málið leystist að lokum en síðar á árinu fékk löggan að sjá Lindu eins og hún hafði aldrei séð hana áður. Það var eins og svo oft áður þetta nóvemberkvöld að það var mikið fjör' hjá Lindu Pé — allt þar til að löggan kom. Ef löggan hefði ekki álpast til að bregðast svo skjótt við þetta kvöld þá hefði sjálfsagt eng- inn munað eftir því. En svona er líf- ið og ekki verður það einfaldara þegar það er komið í lögguskýrslur. Hvað gerðist eiginlega? Hvort hefur rétt fyrir sér; Linda eða löggan? Má fólk ekki skemmta sér í friði án þess að löggan þurfi að skipta sér af? Og má löggan eldd rannsaka mál í friði án þess að lögfræðingarnir þurfi að skipta sér af? Enginn veit almennilega hvað gerðist en allir hafa hins vegar skoðanir á því. Löggan ætlaði að rannsaka skemmdir á bíl sem nuddari Lindu átti og vildi þess vegna spjalla við hann Les hennar Lindu en þeir höfðu skömmu áður rifist vegna klósettferðar nuddarans og Lindu. Linda vildi það hins veg- ar ekki og var þá færð niður á stöð þar sem löggan sparkaði í rassinn á henni. Allt var þetta fært inn í skýrslur en þegar MORGUNPÓST- URINN birti skýrsluna, þar sem stóð að löggan taldi að Linda væri eitthvað skrítin, varð málið fyrst flókið. Linda kærði lögguna til rannsóknarlöggunnar og löggan kærði svo Lindu á móti. Linda sendi síðan inn þvagprufu sem eng- inn taldi neitt að marka. í ljós kom að þvagprufan var ekki í annar- legu ástandi og Linda og lögfræð- ingurinn fögnuðu sigri. Niður- staða rannsóknarinnar liggur hins vegar ekki fyrir og á meðan bíður þjóðin í ofvæni; hvort hefur rétt fyrir sér, Linda eða löggan? ROKKARAMOT 1994-1995 á tveim vinum klukkan 00.30 fyrstajanúar I995 STÁLF É LAGIÐ ÁSAMT JÓNU DE GROOT og gestum Allir gestir fá fordrykkinn SVARTAST ÁL og Meyjarbrjóstin mjúku Miðaverð í forsölu 700 krónur og I000 krónur við innganginn. Upplýsingar um forsölu í síma 2I255 LEvrs niíIRVIlVIH ogannari frii Laugavegi 45 — Stmi 21255 I Elfl'C Kmi v I «9 Jón Baldvin Hannibalsson Seinheppinn bófaforingi Jóhanna sveik hann, Guðmundur Árni sveik hann, Össur lagðist í barneiginir, Jakob Magnússon gripinn með bók- haldið í vasanum og Arnór með sitt upp í sumarbústað í Kjós, bæjar- stjórinn á Patró sakaður um að stela úr bæjarsjóði og Bryndís sagði upp sem utanríkisráðherrafrú og sendi þjóðinni reilcning fyrir vel unnin störf. Það er sama hversu vitlaus skandallinn hefur verið þetta árið, allt- af eru það kratarnir hans Jóns sem eru þar að verki. Þeir eru orðnir eins og seinheppinn bófa- Pétur Blöndal Tvöfaldur kosningasigur Pétur Blöndal kom, sá og sigraði í kjöri í bankaráð Islandsbanka í apríl. Bankinn hafði verið rekinn með tapi og Pétri fanns ótækt að sjálfkjörið yrði í bankaráðið. Hann auglýsti því framboð sitt og hlaut næst bestu kosningu þeirra sem kjörnir voru í ráðið. Pétur hefur öðlast sess sem nokkurs konar Vilmundur Gylfason viðskipta- lífsins og í huga hins almenna hluthafa hankans er hann refsi- "vöndur kerfiskallanna sem gera hlut- ina af gömlum vana eða í eigin þágu. Pétur bættri síðan um betur í haust þegar hann nældi sér í öruggt sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík fýrir komandi alþingiskosningar. flokkur sem þjóðin ýmist hlær af eða skelfist. Og þrátt fyrir að Jón hafi nánast haidið sér á mottunni þetta árið þá situr hann uppi með allar skammirnar þótt ein- hver úr flokknum hans hafi unnið til þeirra. Hann er orð- inn svo óvinsæll sam- kvæmt skoðanakönn- unum að hann getur framvísað þeim við hvaða landamæri sem er og fengið pólitískt hæli. Ný lög um fjöleignarhús 1. janúar 1995 taka gildi ný lög um fjöleignarhús. Upplýsingabæklingur um hin nýju lög liggur nú frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, húsnæðisnefndum sveitarfélaga, á sveitar-, bæjar- og borgarstjórnarskrifstofum, hjá verkalýðsfélögum, Leigjendasamtökunum, Húseigendafélaginu og Búsetafélögum. Þeir sem málið varðar eru hvattir til að kynna sér nýju lögin gaumgæfilega og verða sér úti um upplýsingabæklinginn. Húsnæðisstofnun ríkisins veitir almennar upplýsingar um framkvæmd hinna nýju laga um fjöleignarhús. c8ll húsnæðisstofnun ríkisins SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI: 569 6900 (kl. 8-16) BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (utan 91-svæðisins); 800 69 69

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.