Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 28

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 28
28 MORGUNPÓSTURINN ÚTLÖND FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Ánlðuiieið... Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur átt heldur ömurlegt ár. Svokallað Whitewat- er-hneyksli hefur valdið honum erfiðleikum og ekki tókst honum að fá samþykktar miklar fyrirætl- anir sínar um heilsugæslu og trygg- ingamál hans. í þokkabót var mik- ið fjallað um konu nokkra sem ásakaði hann um kynferðislega áreitni. t nóvember beið Demó- krataflokkur hans rnesta kosninga- ósigur í marga áratugi og repúblik- anar náðu tökum á báðum deild- um Bandaríkjaþings. Forsetinn þarf því að reiða sig á náð og mis- kunn hófsamra repúblikana og nú reynir á lagni hans í stjórnmálum — sérstaklega ef hann ætlar að gera sér vonir um endurkjör 1996. Silvio Berlusconi reis hátt á árinu og svo féll hann. Hann leiddi bandalag hægri flokka til kosningasigurs á Italíu og eftir það varð hann forsætisráðherra. Hann sat í embætti í sjö mánuði og átti í vandræðum vegna fortíðar sinnar sem fjármálamanns og vegna þess hvernig hann notaði í einkaeign sinni í pólitískum til- gangi. Langþreyttir af spillingar- málum vildu Italir nýja menn og nýja siði. Berlusconi reyndist ekki rétti maðurinn til að ráða við þetta hlutverk og eftir að bandalag hægri flokkanna leystist upp í glundroða sagði hann af sér. John Major var kannski ekki jafn ólánlegur þetta árið og oft áður, en líf hans var þó ekki dans á rósum. Og það gæti versnað. Því er spáð að efna- hag Breta muni aftur hraka á næsta ári eftir stutt uppgangsskeið. Hneykslismál hafa orðið þess vald- andi að ráðherrar í stjórn Majors hafa helst úr lestinni og nú hafa breskir stjórnmálamenn á sér spill- ingarorð sem áður var nánast óþekkt. Andstæðingar Evrópusam- bandsins innan Ihaldsflokksins sækja að Major, en þó miklu frem- ur Tony Blair, fyrsti formaður Verkamannaflokksins í háa herr- ans tíð sem íhaldsmönnum stend- ur ógn af. Carlos Ramirez Sanchez frægasti hryðjuverkamaður heims og sá margeftirlýstasti var handtek- inn í Súdan í ágúst. Eftir að kommúnisminn leið undir lok og ögn friðvænlegra varð í Miðaustur- löndum átti hann hvergi höfði að halla. Franska lögreglan hrósaði sigri og flutti hann til Parísar þar sem hann var leiddur fyrir dóm. Carlos var orðinn feitur og mið- aldra og fátt minnti á „sjakalann" Lech Walesa var alþýðumaðurinn sem stóð uppi í hárinu á Sovétvaldinu. Öðrum fremur getur hann talist táknmynd um fall kommúnismans. Fylgis- menn hans hömpuðu honum og dáðu hann, þótt stundum væri hvíslað urn skapgerðarbresti. Þeir þykja hins vegar hafa komið í ljós í tíð Walesa sem Póllandsforseta. Hann þykir stór upp á sig, á tíðum hrokafullur og úr tengslum við þjóðlífið. Fyrrum bandamenn hans úr Samstöðu, sem nú eru í stjórn- arandstöðu gegn fyrrum kommún- istum, hafa fjarlægst hann hver af öðrum og nú er jafnvel talin hætta á að þjóðhetjan falli í forsetakosn- ingum næsta haust. eins og hann var kallaður í eina tíð þegar löggæslumenn titruðu við að heyra nafn hans. Felipe Gonzak forsáetisráðherra Spánar, leitri stöðu. Margir telja það kraftaverki næst að stjórn hans hafi hjarað út árið eftir ótal hneykslis- mál sem tengjast Sósíalistaflokki hans. Formlega séð getur Gonzalez setið til 1997 og víst er að hann langar að halda embættinu út næsta ár, en á seinni helmingi þess munu Spánverjar vera í forsæti í Evrópusambandinu. Spurningin er hins vegar hvort að hægri flokkar sem hafa styrkst mjög nái að þröngva honum burt eða hvort hann fylgi ráðum ýmissa flokks- manna sinna og láti af embætti með sæmd. Hann getur þá altént huggað sig við að hafa setið í emb- ætti síðan 1982, á árum sem hafa verið framfaratími. Bernard Tapie langaði að verða borgarstjóri í Marseille og hann langaði líka til að bjóða sig fram í forsetakosning- unum í Frakklandi í vor. Auðvitað átti hann enga von um að sigra, en allir framtíðardraumar hans virtust hrynja þegar hann var lýstur gjald- þrota í desember. Þessi maður sem var talinn tákn um athafnasemi nýrra tíma í Frakklandi er nú fyrr- um milijarðamæringur sem skuld- ar stórum banka afar mikla pen- inga. En þeir sem þekkja Tapie eru ekki vissir um að hann sé búinn að gefast upp. Bosnía Vrtphnnguríinn snyst afram Stríðið á Balkanskaga er farið að snúast í hringi — í kringum sjálft sig. Eitt aðaleinkenni atburðarásar- innar 1994 er hversu hún líkist at- burðarásinni 1993. Ekkert bendir heldur til þess að þennan vítahring verði hægt að rjúfa næstu árin. Víg- línur hafa ekki breyst mikið, enda er það nánast óhugsandi. Bosníu- her sem lýtur stjórn múslima hefur yfirburði hvað varðar manníjölda, her Bosníu-Serba er miklu betur vopnum búinn. Ronald Reagan þótti strax í gleymnari kantinum þegar hann kom til Reykjavíkur um árið. Nú hrakar honum enn því í haust skýrði forsetinn mikilhæfi frá því að hann hefði hrörnunarsjúkdóminn Alz- heimer. Ef Vesturlönd hefðu engin af- skipti af stríðinu er líklegt að Serbar myndu hafa betur. En þar sem al- heimurinn mestallur hefur viður- kennt Bosníu sem sjálfstætt ríki er ekki hægt að líða ósigur Bosníu- manna. Ef múslimar yfinu stórsigra er víst að her Serbíu myndi skerast í leikinn, þrátt fyrir að Serbíumenn hafi að nafninu til látið frændur sína í Bosníu lönd og leið. Það er líklegra að fórnarlömb stríðsins verði alþjóðasamtök á borð við NATÓ og RÖSE sem hafa klaufs- kast við í afskiptum sínum af borg- arastríðinu. Þarna er fólk sem hefur átt í eilíf- um illdeilum í gegnum aldirnar og fátt bendir til annars en að þær gætu staðið fram á næstu öld. Atökin eru að flestra mati enn flóknari en borgarastríðið í Líban- on sem stóð í fimmtán ár. Stríðsað- ilar vilja reyna að knýja fram sigur og því er lítil von að knýja fram frið sem allir geta sætt sig við. sdrottningin Tonya Harding varð einhver umtalaðasta kona heims þegar hún reyndi að láta fótbrjóta helsta keppinaut sinn, Nancy Kerrigan. Tonyu varð þó hált á svellinu, datt á Ólympíuleikunum og var dæmd í keppnisbann. Þýska fyrirsætan Claudia Schiffer var ábyggilega kynþokkafyllsta kona ársins, eða það sögðu skoð- anakannanir og það hrópaði á mann af ótal forsíðum. Hún virtist hæstánægð í ástarsambandi við töframanninn David Copperfield. Taslima Nasreen :rithöfundur frá Bangladesh vann sér það til óhelgi að skrifa skáldsögu sem heittrúaðir múslimar töldu guðlast. Hún varð að flýja land og fékk hæli í Svíþjóð. Hún lætur ekki kúga sig, ferðast um og veitir viðtöl í sjónvarpi og blöðum, en alltaf undir mikilli öryggisgæslu. í einu viðtalinu sagði hún að öll trúarbrögð stuðluðu að kúgun kvenna og væru því tímaskekkja. Aðspurð hvort hún óttaðist ekki að tala svona sagði hún að hreintrúarmenn væru vissulega óðir og stórhættu- legir. „En,“ bætti hún við, „ég er manneskja og hef fullan rétt til að segja hug minn allan."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.