Helgarpósturinn - 29.12.1994, Síða 35
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN SPORT
35
Knattspyrnumaður ársins Ásta B. Gunnlaugsdóttir lagði skóna formlega á hilluna í haust eftir langan og afar glæsilegan feril í fótboltanum.
Ásta B. var einn burðarásanna í kvennaiandsliðinu sem stóð sig hreint frábærlega á árinu og auk þess verð hún íslands- og bikarmeistari með liði
Breiðabliks. Til að kóróna allt saman var hún kjörin knattspyrnumaður ársins 1994 nú fyrir skömmu og er það í fyrsta sinn sem konu hlotnast slík-
ur heiður.
heimavöllur Keflavíkur sem skilaði
Islandsmeistaratitlinum í þriðja
skiptið á jafnmörgum árum.
Draumatímabil
Olajuwon í NBA
Ekki er annað hægt að segja en
að tímabilið i993-’94 hafi verið
tímabilið hans Hakeem Olajuw-
on. Þessi nígerski miðherji hrein-
lega einokaði deildina og afrekaði
það að vera valinn besti leikmaður
deildarkeppninnar, úrslitakeppn-
innar og vera einnig valinn besti
varnarmaður deildarinnar. Allt
þetta fölnaði þó í samanburði við
meistaratitilinn sem Houston vann
sl. sumar eftir harða baráttu við
New York Knicks. Þetta var fyrsti
meistaratitill félagsins. Úrslitahrin-
an var æsispennandi en afar leiðin-
leg á að horfa. Hinn harði varnar-
leikur liðanna bitnaði mjög á fagur-
fræðilegum þáttum körfuboltans.
Það var fyrst og fremst vegna þess-
arar áhorfendafjandsamlegu úr-
slitakeppni að forráðamenn ákváðu
reglubreytingar í sumar.
Deildarkeppnin einkenndist
lengi vel af baráttu Seattle Super-
Sonics, Houston og New York um
besta vinningshlutfallið. Það var
síðan Seattle sem stakk af og hafði
yfirburðastöðu í lok tímabilsins.
Það kom því mjög á óvart þegar
Denver Nuggets sló það út í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar. Sumir
hafa kallað það óvæntustu úrslit í
áratug. Úrslitakeppnin bauð upp á
fleiri óvænt úrslit. Indiana komst
alla leið í undanúrslit og var næst-
um búið að slá New York Knicks
út. Atlanta, sem'spilað hafði frá-
bærlega og unnið Miðriðilinn, reið
ekki feitum hesti í úrslitakeppninni
og féll úr strax í annarri umferð
gegn Indiana. Chicago Bulls lék frá-
bærlega á sínu fyrsta Jordan-lausa
tímabili. Liðið vann 57 leiki en féll
út gegn New York í úrslitakeppn-
inni.
Þegar kom að því að velja úrvals-
lið ársins var samdóma álit að
fimm leikmenn hafi skorið sig úr.
Hakeem Olajuwon, David Robin-
son, Shaquille O’Neal, Scottie
Pippen og Patrick Ewing. Þarna
eru fjórir miðherjar og endurspegl-
ar það þau sinnaskipti sem orðið
hafa í deildinni. Latrell Sprewell
sló eftirminnilega í gegn; var valinn
bæði í úrvalslið deildarinnar og
einnig í annað varnarlið deildar-
innar. David Robinson varð stiga-
kóngur og félagi hans hjá San An-
tonio, Dennis Rodman, varð frá-
kastahæstur. Að venju leiddi John
Stockton deildina í stoðsending-
um og uppselt var á hverjum ein-
asta heimaleik í Portland Trail
Blazers 17. árið í röð.B
íslenska kvennalandsliðið f
knattspyrnu sló aldeilis í gegn á
árinu og í minningunni standa af-
rek þeirra upp úr annars daufu
fótboltaári. Liðið hefur nú skapað
Sér nafn og stöðu á meðal bestu
liða heims og það er afrek sem
munar um.
var sá að snillingurinn argentínski,
Diego Armando Maradona féll á
lyfjaprófi og skildi milljónir aðdá-
enda sinna eftir í losti og
sá seinni fól í sér morð á kól-
umbíska varnarmanninum Andre-
as Escobar sem varð fyrir því
óláni að gera sjálfsmark í mikilvæg-
um leik gegn Bandaríkjamönnum.
Báðir atburðir leiða hugann að
þeirri staðreynd að knattspyrnan
og íþróttir almennt taka sífelldum
stakkaskiptum. Kröfurnar, sem
hafa alltaf verið miklar, verða sífellt
meiri og oft gerist það að litlar sálir
brotna í álaginu. Sigurinn verður
það sem allt snýst um og í þeim
harða slag er það'tilgangurinn sem
helgar meðalið.
í evrópskri knattspyrnu gerðist
að vanda ýmislegt merkilegt á ár-
inu. Manchester United varði
meistaratitil sinn í ensku knatt-
spyrnunni og það sama gerðu snill-
ingarnir ítölsku hjá AC Milan. Hol-
lendingar eignuðust nýja meistara í
Ajax og þar fór fremstur ungur
framherji frá Finnlandi, Jari Litt-
manen. Að vanda unnu And-
erlecht belgísku deildina og Bayern
frá Múnchen komst á fornar slóðir
og vann titilinn í Þýskalandi undir
öruggri handleiðslu „keisarans“
Franz Beckenbauer. Börsungar
unnu enn einu sinni á Spáni en að
þessu sinni mátti ekki tæpara
standa, Deportivo la Coruna tapaði
titlinum til stórveldisins á lokamfn-
útunum þegar framherjinn brasil-
íski, Bebeto brenndi af víti. Á
sama tíma skoraði landi hans, Ro-
mario fyrir Barcelona og tryggði
liðinu enn einn meistaratitilinn.
I Evrópukeppnunum voru
margir góðir leikir að vanda. AC
Milan rústaði Barcelona í úrslita-
leik Meistarakeppninnar með fjór-
um mörkum gegn engu og sannaði
þar í eitt skipti fyrir öll hvaða lið
væri best í álfunni. Arsenal sigraði
Parma í Evrópukeppni bikarhafa
og beitti þar alkunnum varnartökt-
um og í keppni félagsliða vann Int-
er Milan austurríska liðið Austria
Salzburg. Það er einkar athyglisvert
að kíkja á stöðu þessara þrennra
meistara nú. Mílanófélögin AC og
Inter eiga í stökustu vandræðum í
ítölsku 1. deildinni og í ensku deild-
inni hefúr lið Arsenal beðið skip-
brot. Liðin þrjú leika öll fremur til-
breytingarsnauðan bolta og eiga öll
í miklum erfiðleikum með marka-
skorun.
Njarðvíska stórveldið
endurreist í körfunni
Það sem upp úr stendur á körfu-
boltaárinu er tvímælalaust hin frá-
bæra úrslitarimma sem Grindvík-
ingar og Njarðvíkingar háðu síð-
asta vor. Eftir að Grindavík- hafði
verið sterkast liða í deildarkeppn-
inni áttu margir von á að sjá bikar-
inn enda á nýjum stað suður með
sjó en í stað þá lenti hann á kunn-
uglegum stað. Njarðvíkingar hafa
reynslumiklu liði á að skipa og var
það fyrst og fremst reynslan sem
skilaði titlinum. Fyrir tímabilið
voru Njarðvíkingar bjartsýnir enda
höfðu margar gamlar stjörnur
ákveðið að snúa aftur á fornar slóð-
ir og klæðast græna litnum. Valur
Ingimundarson, sem verið hafði í
útlegð á Sauðárkróki, tók við þjálf-
un liðsins og lék með. Teitur Ör-
lygsson sýndi snjörnutilþrif og átti
eitt sitt besta tímabil. Ronday Ro-
binson lék af fítonskrafti og sýndi
Sigursæll Árið 1994 var mjög
viðburðarríkt fyrir knattspyrnu-
þjálfarann Loga Ólafsson. Vel-
gengni hans með kvennalandslið-
inu náði athygli allrar þjóðarinnar
og sú staðreynd að við eigum nú
eitt sterkasta kvennalandslið
heims er ekki síst honum að
þakka. Þetta fór ekki fram hjá ís-
lenskum knattspyrnuforkólfum
og um tíma var Logi orðaður við
annað hvert félag hérlendis. Svo
fór að Skagamenn sömdu við
kappann og hefur heyrst að sá'
samningur eigi sér fáar hliðstæð-
ur hérlendis.
að hann er einn allra besti útlend-
ingur sem hér hefur leikið. Það sem
af er vetri virðast Njarðvíkingar
síður en svo vera að slá af, eru með
95% vinningshlutfall og eru á góðri
leið í bikarúrslitaleikinn.
Guðmundur Bragason, Ieik-
maður og þjálfari Grindvíkinga, lék
allra manna best fyrir Grindvík-
inga. Hann var valinn besti leik-
maður mótsins og bætti um betur
með að vera einnig valinn þjálfari
ársins. Hjörtur Harðarson, sem nú
leikur í Bandaríkjunum, sló ræki-
lega í gegn í fyrsta leik úrslitanna.
úrslitakeppninnar. Nú í vetur hefur
Friðrik Ingi Rúnarsson tekið við
stjórninni hjá Grindavík og virðist
liðið til alls líklegt. Helgi Guð-
finnsson og Frank Booker eru
nýir hjá Grindavík og hefur mikill
fengur verið í þeirn. Guðjón
Skúlason er einnig genginn til liðs
við liðið eftir að hafa leikið allan
sinn feril í Keflavík.
Bikarmeistararnir komu að
þessu sinni úr Keflavík. Jón Kr.
Gíslason, besti leikstjórnandi í
sögu íslensks körfuknattleiks, stýrði
liði sínu innan vallar sem utan.
Ásamt Grindavík og Njarðvík var
lið Keflavíkur í sérflokki í fýrrá en í
vetur hefur heldur harðnað á daln-
um. Liðið hefur átt við meiðsli að
stríða auk þess sem nokkrir lykil-
menn eru horfnir á braut.
Spútniklið síðasta vetrar var ÍA
og var þar helst að þakka hinum
stórkostlega Steve Grayer sem því
miður er nú farinn af landi brott.
Á ársþingi KKÍ var ákveðið að
fjölga liðum í úrvalsdeildinni og
breyta fýrirkomulagi úrslitakeppn-
innar. Sitt sýnist hverjum en flestir
eru þó sammála um nauðsyn breyt-
inganna enda er íþróttin í stórsókn
hérlendis.
Keflvíkingar hafa um árabil átt
yfirburðalið í kvennakörfunni og er
lítil breyting á því í vetur. Anna
María Sveinsdóttir, körfuknatt-
leiksmaður ársins, og félagar sigr-
uðu bæði bikar og deild þrátt fyrir
harða mótspyrnu Grindvíkinga í
bikar og KR í deildinni. Það var
Knattspyrna
Karlar, íslandsmeistarar
Akranes
Karlar, bikarmeistarar
KR
Konur, íslandsmeistarar
Breiðablik
Konur, bikarmeistarar
Breiðablik
Handbolti
Karlar, íslandsmeistarar
Valur
Karlar, bikarmeistarar
FH
Karlar, deildarmeistarar
Haukar
Konur, íslandsmeistarar
Víkingur
Körfubolti
Karlar, íslandsmeistarar
Njarðvík
Karlar, bikarmeistarar
Keflavík
Konur, (slandsmeistarar
Keflavík
Konur, bikarmeistarar
Keflavík
Blak
Karlar, Islandsmeistarar
HK
Karlar, bikarmeistarar
Þróttur R.
Karlar, deildarmeistarar
KA
Konur, Islandsmeistarar
ÍS
Konur, bikarmeistarar
ÍS
Konur, deildarmeistarar
Víkingur
Knattspyrna í Evrópu
Italla
AC Milan
England
Manchester United
Þýskaland
Bayern Miinchen
Holland
Ajax
Spánn
Barcelona
Svíþjóð
Gautaborg
Tyrkland
Galatassaray
Skotland
Glasgow Rangers
Belgía
Anderlecht
Portúgal
Porto
Frakkland
Paris St. Germain
Heimsmeistarakeppnin
í knattspyrnu
Lokaröðin:
1. Brasilía
2. Ítalía
3. Svíþjóð
4. Búlgaría
■ Allir ís-
lensku at-
vinnumenn-
irnir okkar í
fótbolta
hittu á gott
ár og voru
lykilmenn í
sterkum úr-
valsdeildar-
liðum sínum, Anthony Karl Greg-
ory og Andri Marteinsson voru
keyptir frá Noregi til Þýskalands og
Ítalíu eftir að hafa slegið eftirminni-
lega í gegn með liðum sínum og
Toddi Örlygs gekk upp um deiid í
Englandi og varð lykilmaðurinn í liði
Manchester United. Nokkriraðrir
voru kjörnir í úrvalslið deildanna og
bar flestum saman um að sjaldan
eða aldrei hafi íslensk knattspyrnu-
sól skinið skærar...
■ Landslið ís-
lands (það er
að segja karl-
anna) brilleraði
á árinu og
lagði hverja
stórþjóðina á
fætur annarri.
Hefnt var fyrir
Tyrkjaránið
með einkar
eftirminnilegum hætti og barbörur-
unum skellt á útivelli. Svíar komu í
heimsókn og fengu að vita hvar
Davíð (okkar) keypti ölið og undir
lok tímabilsins voru Austurríkin
heimsótt og síðustu naglarnir
negldir i kistu þess fyrrum ágæta
heimsveldis...
Evrópumótin
í knattspyrnu
Meistarakeppnin
AC Milan - Barcelona 4:0
Evrópukeppni bikarhafa
Arsenal - Parma 1:0
Evrópukeppni félagsliða
Inter Milan - Austria Salzburg 2:0
NBA - körfuboltadeildin
Meistarar
Houston Rockets