Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 40

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 40
29,4% 70,6% f hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. jörkassanum Ármóta- og nýársgleði úti um allan bæ Dagar víns < fara 1 hönd Eftir rólega hátíðartíð fara nú í hönd dagar víns og rósa; miklar át- og drykkjuveislur bæði í heimahús- um sem á opinberum skemmti- stöðum. Framundan er fjöldi ára- mótateita en aðrir taka því rólega en fagna þess í stað nýju ári á nýárs- kvöid. Nokkur hefð hefur skapast fýrir því að gamlárskvöld séu kvöld unga fólksins en nýárskvöld þeirra sem eldri eru og hafa jafnframt eitt- hvað fé handa á milli. Gera má ráð fýrir því að fjörið dragist á langinn báðar næturnar enda fer sögum af því að aldrei þessu vant fái eítirlitið helgarfrí. Reyndar er þetta með eft- irlitið opinbert leyndarmál sem best er að hafa sem fæst orð um. Gamlárskvöld Á skemmtistaðnum Bóhem við Vitastíg skemmta á gamlárskvöld hljómsveitirnar Silverdrome og 2001 en sögur herma að sú síðar- nefnda hafi tekið stakkaskiptum eftir að nokkrir meðlimir hennar flúðu land; hún hafi tekið stökk- breytingum til hins betra. Allt lítur út fyrir að menningar- vitarnir stefni á heimahús á gaml- árskvöld því Sólon Islandus verður lokað frá og með gamlársdegi fram til 2. janúar, en nota tækifærið til að taka staðinn í gegn. Glaumbar verður hins vegar op- inn eftir miðnætti á gamlársdag fram á síðasta mann. Einnig stend- ur til að hafa opið á nýársdag þótt ekki hafi það verið komið á hreint í gær. Kaffibarinn verður að mestu lok- aður um helgina nema á föstudags- kvöld, enda ætlar gengið sem þar er við stjórn að standa fyrir annarri uppákomu á gamlárskvöld í Ing- ólfscafé. Skemmtanastjóri þar verð- ur Steinn Ármann Magnússon. Uppi mun einhver sýru-djass- grúppa skemmta en niðri heldur Pálí Óskar Hjálmtýsson, nýkom- inn frá New York, uppi stemmn- ingunni. Leðurklædda liðið ætti að fá eitt- hvað fyrir sinn snúð á gamlárs- kvöld því þá ætla Jóna de Groot og Stálfélagið að standa fýrir rokk- aramóti á Tveimur vinum. Við hæfi er að þar er boðið upp á drykkina Svartastál og Meyjarbrjóstin mjúku. Forsala aðgöngumiða er í Levi’s búðinni og á Tveimur vinum. Þá verður einkasamkvæmi hjá Björk Guðmundsdóttur í Rósen- bergkjallaranum á gamlárskvöld fyrir útvalda. Dagskráin þar er enn nokkuð í lausu lofti en búast má við að Smekkleysugengið verði þar samankomið auk vina og vanda- manna. Hafnfirðingar fara ekki varhluta af áramótadjamminu því þá ætlar Pláhnetan að halda áfram samstarf- inu við hafnfírsku drengina úr Bubbleflies og nú í Firðinum. Áramótafagnaðir verða fyrir út- iendinga í Perlunni, á Hótel Loft- leiðum og á Hótel Sögu, en hátt í 1500 erlendir ferðamenn ætla að fagna nýju ári á íslandi,' Svisslend- ingar, Japanir og Þjóðverjar að stærstum hluta. Á Hótel tslandi verður svo sveita- ball með SSSól og Vinum vors og blóma og verður þar sjálfsagt sam- ankomin yngsta kynslóðin. Daginn eftir ætlar Hótel Island að skipta um ham... Nýársfagnaðir Þótt hart sé í ári lítur allt út fyrir að lítið verði til sparað er kemur að nýársfögnuðum úti um allan bæ. Á einni nóttu mun Hótelíslandbreyt- ast úr sveitaballahúsi í danshús með dynjandi Vínartónum. Veislu- stjóri þar verður Garðar Cortes og vel flest skemmtiatriðin eru í formi óperusöngs, en fram koma Ólafur Árni Bjarnason, Ólöf Kolbrún Harðardóttir auk veislustjórans. Þarna syngur einnig Kór íslensku óperunnar og félagar úr Sinfóníu- hljómsveit Islands bjóða upp á Vín- arvalsa og Polka. Herlegheitin kosta 7500 krónur með mat. Borgin verður hins vegar undir- lögð fastagestum sem lögðu hart að hótelhöldurum að halda „kasúal“ nýársfagnað þar sem hvorki verður lagt of mikið upp úr kjólum og hvítu né öðrum formlegheitum. Boðið verður upp á val milli nokk- urra rétta og grúppuna Skárr’en ekkert. Kampavín verður á milli sjö og níu og verður á borðum þegar hverjum og einum hentar. Kvöldið kostar 6900 án víns. Þegar munu vera staðfestar yfír 100 pantanir. Opið er fyrir almenning eftir hálf- tólf. Hin samhenta ‘68-kynslóð eyðir kvöldinu saman á Hótel Sögu undir tónurn hljómsveitarinnar Pops. Löngu er upppantað í matinn en þeir sem vilja eyða fyrsta degi nýs árs með Ingibjörgu Sólrúnu, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur og Stefáni Jóni Hafstein er hleypt inn um miðnætti. Ein dýrasta veislan í bænum er á Ömmu Lú, allavega við fyrstu sýn. Haldið verður upp á nýtt ár í fimmta sinn þar á bæ og því hefur skapast þar hefð. Nýárskvöld á Ömmu Lú kostar 12.500 á mann- inn, en það er nánast allt innifalið. Tekið er á móti gestunum með kampavíni, síðan er frjálst val á barnum uns borðhald hefst. Mál- tíðin er fjórréttuð og með innfluttu hvítvíni og rauðvíni og kaffi og koníak eða líkjör á eftir. Auk þess fær hver kona gjöf að andvirði sex þúsund krónur. Skemmtanastjóri kvöldsins er Karl Ágúst Úlfsson, en fram koma meðal annars þau Diddú, Berþór Pálsson ásamt stórsveit Egils Ólafssonar og hljómsveitin Hunang, auk nokk- urra aukanúmera. Algengt er að flugfreyjur hópist á Ömmu Lú á nýárskvöld en heyrst hefur að Linda Pétursdóttir ætli að vera meðal gesta. Flestir gestanna eru á aldrinum 25 til 45 ára, en fáir miðar eru óseldir. Allt er upppantað í Perlunni á nýárskvöld. Þar verður nánast einkasamkvæmi því sömu gestirnir hafa setið um Perluna ár eftir ár. Veitingastjóri Perlúnnar vildi ekki gefa upp hvað kvöldið byði upp á enda væri það ætlunin að koma gestum á óvart. Minni nýársfagnaðir verða svo á Kaffi Reykjavík en þar munu þeir Ingi Gunnar Jóhannsson og Eyj- ólfur Kristjánsson gegna veislu- stjórastöðum. Boðið verður upp á fímm rétta máltíð á þó nokkuð lægra verði en á Ömmu Lú. Café Ópera verður einnig með nýársfagnað undir tónum ragtime- Bob. Boðið verður upp á sex rétta máltíð á innan við fimm þúsund krónur án víns. I allar nýársveisl- urnar er að verða upppantað, hvað sem þær kosta. GK Veðrið í dag: Norðan og norðaust- 'an hvassviðri eða stormur víða um land með éljagangi norðan til en lít- *illi úrkomu syðra. Skafrenningur erður víða um land. Lægir lítið eitt Ira vestast annað kvöld. Aftur eldur harðnandi frost eða á bilinu 4 til 8 stig. Horfur á morgun: Norðaustan strekkingur og él norðaustanlands en annars fremur hæg breytileg átt og léttskýjað. Frost 2 til 6 stig. Horfur á gamlársdag og nýárs- dag: Fremur hæg breytileg átt og sums staðar dálítil él við strendur en léttskýjað inn til landsins. Frost 0 til 3 stig. Veðrið um helaina Í7f /ícf/wA/i fí/ 0ikraliða? Greiddu atkvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurn- inguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Kvöldið fyrir næsta tölublað verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í MORGUNPÓSTINUM að morgni. t / Hlustum allau sólarhringmn 2 1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.