Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 Þyria Landhelgisgæslunnar lend- ir með vélsleðamanninn við Borgarspítalann klukkan 18:30 í gærkvöldi. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar. osalega fór löggan illa já, fyrst hjólaði hún í með þennan hann og svo lamdi hún mótorhjólamann hann í kuðung. Hvers vegna á að ftytja Vélsleðamaður á Mýrdalsjökli Fékk fyrir hjartað á Skippernum Um kvöldmatarleytið í gær fékk einn gesta veitingahússins Skip- persins fyrir hjartað og fór lögr- eglan með hann til aðhlynningar. Að sögn eigandans er viðkom- andi meðferðarfulltrúi en er búinn að vera við drykkju lengi. I fyrsta lagi er kosningaplagg Alþýðubandalagsins ekkert annað en samsuða úr töfra- lausnabókum hag- fræðinga frá Tævan, Singapúr og öðrum efnahagsundrum Suðaustur-Asíu. íslendingar hlusta frekar á fram- sóknarhagfræðina hans Steingríms seðlabankastjóra. í öðru lagi er deginum Ijósara að (slendingar kjósa ekki flokk sem gerir ekki upp við fortíð sína og sér þann kost vænstan að fara enn austar en áður í leit að hugmyndafræði til að pranga upp á kjósendur. í þriðja lagi er hinn mikli leiðtogi alþjóðasamtaka þingmanna svo vel kynntur víða um heim, og það að góðu einu, að ríkis- stjórnir spútnikríkj- anna í Suðaustur-Asíu hljóta að geta nýtt krafta hans til ráðgjafar. í fjórða lagi er Ólafur Ragnar ekki kjörgengur lengur sem formað- ur og er nauðbeygð- ur til að hætta. Nokkur góð og ró- leg ár í Asíu með ættu að nægja til að safna kröftum til að gera enn eina atlöguna að því að sameina vinstrimenn. í fimmta lagi á formaðurinn skilið að fá langt og gott frí. Og þjóðin á ekki síður skilið að fá frí frá honum. Miöbærinn Fórsl þegar hann féll ofan í fimnrrtán metra cQúpa sprungu Nákvæmnisverk að hrfa manninn úrsprungunni - segir Halldór Nellet, spilmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar Þrjátíu og eins árs gamall maður féll 15 metra niður í sprungu á Mýr- dalsjökli um 15.30 í gær og lenti undir vélsleða sínum. Hann var úr- skurðaður látinn á Borgarspítalan- um skömmu eftir að komið var með hann þangað eða um klukkan 18.00. Maðurinn var á ferð með fimm félögum sínum, en þeir eru allir í Skátafélagi Kópavogs. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á stað- inn fljótlega eftir að slysið hafði átt sér stað, en mjög erfiðar aðstæður voru til björgunarstarfa á jöklinum í gær, skafrenningur og misvinda- samt. Ekki liðu nema þrjár klukku- stundir frá því maðurinn datt í sprunguna og þar til hann var kominn á Borgarspítalann. MORGUNPÓSTURINN náði í gær- kvöldi tali af Halldóri Nellet, e.n hann er spilmaður á þyrlunni. „Það var ekkert allt of gott að sjá til og talsvert nákvæmnisverk að hífa manninn úr sprungunni,“ sagði Halldór þegar hann var beðinn að lýsa atburðarásinni. „Við vorum kallaðir út um fjögurleytið þegar við vorum að koma úr fluginu úr Bláfjöllum [í tengslum við bana- slysið sem þar varð] og vorum að lenda þegar við fengum upplýsing- ar um þetta. Við byrjuðum á því að fulltanka vélina og fórum síðan strax af stað. Við lentum fýrst á Skógum og tókum þar upp tvo sér- þjálfaða sprungusigmenn og fórum með þá upp á jökul. Okkur tókst að lenda um fímmtán metra frá sprungunni, þeir sem fyrir voru gátu sagt okkur til með blysi. Þar settum við lækninn úr ásamt þess- um sérþjálfuðu mönnum. Þaðan fórum við aftur í loftið og flugum niður á Sólheimasand og náðum í þrjá aðra sérþjálfaða menn sem voru með línur og fleira. Við lent- um á sama stað og biðum meðan þeir sigu niður í sprunguna með börurnar úr þyrlunni. Þeim tókst að ná manninum undan sleðanum og setja hann í börurnar. Þegar það var klárt fórum við í loftið og fór- um í hang þar yfir. Okkur tókst að hífa hann beint upp úr sprung- unni.“ Þeir voru búnir að taka lækninn um borð áður og tókst að ná þeim slasaða um borð. Þeir flugu því næst rakleitt til Reykjavíkur. Hall- dór segir aðstæður hafa verið erfið- ar og vont að sjá til. „Við gátum ekki verið mjög hátt og þyrlan feyk- ir upp snjó og það var ekki til að bæta það. En því miður var maður- inn látinn. Hann var úrskurðaður látinn á spítalanum. Við hnoðuð- um hann og hann fékk rafstuð og hefðbundna meðferð." í þyrlunni er fjögurra manna áhöfn: Benóný Ásgrímsson flug- stjóri, Bogi Agnarsson 'flugmað- ur, Ágúst Sverrisson læknir og Halldór. Félagar úr björgunarsveit Víkverja á Vík voru enn uppi á jökli að reyna að ná vélsleðanum upp úr sprungunni í gærkvöldi. -JBG Víötæk leit aö týndum manni á Fimmvörðuhálsi aðfaranótt sunnudags. Maöurinn kom fram um morguninn í Þórsmörk Komst víð illan leik í Bása Mikil leit stóð yfír aðfaranótt sunnudags og í gærmorgun að manni sem var týndur á Fimm- vörðuhálsi sem liggur milli Eyja- fjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Að sögn Vals Haraldssonar hjá Flugbjörgtinarsveitinni á Helíu voru sex menn sem ætluðu sér að ganga frá Skógum til Þórsmerkur þar sem leið liggur yfir hálsinn. Uppi á hálsinum, í skála Útivistar sem þar er, ákváðu fjórir þeirra að snúa til baka en tveir þeirra héldu áfram. Þeir urðu síðan viðskila um kvöidið í óveðri sem ríkti á þess- um slóðum þá. Þegar annar þeirra náði aftur til skálans klukkan 01.30 var björgun- ariið kallað út. Mikill mannskapur á þremur snjóbílum og tólf vél- sleöum hélt til leitar. Upp úr klukkan átta í gærmorgun hélt þyrla iandhelgisgæslunnar til leit- ar. „Þegar farið var að ganga í háls- inum í birtingu fundust för eftir manninn og hylki utan af neyðar- blysi,“ segir Valur og um klukkan tíu um morguninn kom hann fram í Básum í Þórsmörk. Þyrlan fór þá á staðinn og Iæknir um borð athugaði manninn sem reyndist vel búinn og við hestaheilsu. „Sá sem kom fram í skálanum uppi á Fimmvörðuhálsi hafði graf- ið sig í fönn en fór til baka um miðnættið. Hinn hlýtur einnig að hafa grafið sig í fönn, hann liefur bara legið lengur,“ sagði Vaiur. Mjög slæmt veður var á þessu slóðum og að mati björgunar- manna var það þrekvirki hjá manninum að skila sér af sjálfs- dáðum til byggða. -JBG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.