Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 10
10
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
Grafgotur
Olíuviðskipti
Skífuritiö sýnir olíuviöskipti á Islandi skipt
eftir veltu ársins 1993. Eins og sjá má er
Olíufélagið hf., eða Essó, með nokkra yf-
irburðastöðu, nærri 40 prósenta mark-
aðshlutdeild. Skeljungur og Olíuverslun
[slands hafa svipaða markaðshlutdeild,
en Skeljungur þó ívið meiri. Það verður
því fróðlegt að sjá hvernig þessi skipting
á eftir að verða þegar og ef erlendir aðilar
koma inn á markaðinn. Olíumarkaðurinn
velti í heild 21,6 milljörðum árið 1993.
Flutningar á sjó
Velta í sjóflutningum var 13,1 milljarður á
árinu 1993. Eins og sjá má hefur Eim-
skipafélagið yfirburðastöðu með 65 pró-
senta markaðshlutdeild en Samskip með
26 prósent það ár. Jöklar voru með 3
prósent, Nesskip 2 prósent og Nes hf.
með 1 prósent af veltunni.
Ljósvakamiðlar
Aðrir
Islenska
útvarpsfólagið
Ríkisútvarpið
Ljósvakamarkaðurinn velti 4 milljörðum
króna á árinu 1993. Ríkisútvarpið er með
helmingsmarkaðshlutdeild en Islenska
útvarpsfélagið 37 prósent. Aðrir eru mun
smærri en ná samanlagt 14 prósentum
veltunnar.
Mér er spurn
Náttúruverndarsinnar vara eindregið við hugmynd-
um um stórfelldar virkjunarframkvæmdir á hálend-
inu. Umhverfisráðherra vill skoða málið til hlítar en
segir að einnig verði að taka tillit til annarra at-
vinnugreina
Hálendinu
ekki fómandi
lýrirvi
Eins og fram kom í MORGUN-
PÓSTINUM á fimmtudag standa yfir
viðamiklar samningaviðræður á
milli Landsvirkjunar og forráða-
manna breska orkufyrirtækisins
Western Electric um sölu á raforku
frá íslandi til Bretlands í gegnum
sæstreng. Fari svo að þessar hug-
myndir verði að veruleika er ljóst
að gífurlegra framkvæmda er þörf á
hálendinu fyrir norðan Vatnajökul.
Náttúruverndarsinnar á Austur-
landi, sem kalla sig NAUST, hafa í
gegnum árin lýst yfir eindreginni
andstöðu við þessar virkjunarhug-
myndir. Þeir segja hálendi Islands
allt of verðmætt til að því verði
fórnað vegna þessara framkvæmda
og benda á að frá sjónarmiðum at-
vinnumála sé um afar skamman
tíma að ræða en eftir það verði
starfsmenn örfáir.
Kristbjörg Kristmundsdóttir,
fyrrverandi formaður NAUST, seg-
ir að um ótrúlega þenslu yrði að
ræða á skömmum tíma sem síðan
myndi springa jafn skjótlega og
hún kæmi. „Við höfum ályktað
gegn þessu í mörg ár,“ segir hún.
„Við erum alfarið á móti þessum
virkjunum vegna þess að um er að
ræða landsvæði sem er afar við-
kvæmt og má illa við raski. Þarna
eru vatnsuppsprettur í hættu, foss-
ar og farvegir og að mínu mati er
engan veginn hægt að fallast á að
þessu verði fórnað fyrir virkjanir."
Kristbjörg segir þó að síðasti að-
amr
Össur Skarphéðinsson umhverf-
isráðherra: „Mér hugnast ekki
virkjunarframkvæmdir sem ræna
okkur perlum eins og Dettifossi.
Ég teldi það engan veginn ásætt-
anlegt."
alfundur samtakanna hafi ekki
ályktað eins harkalega gegn þessu
og áður og sé það vegna þess að
menn geri sér grein fyrir því að ein-
hverju verði að fórna. „Mér finnst
samt engu fórnandi fyrir þetta,“
segir hún. „Það eru fáir staðir í
heiminum sem geta státað af því að
eiga ennþá landsvæði sem getur tal-
ist ósnortið. Hálendi Islands er
ennþá upprunalegt og ég má bara
Auður Sveinsdóttir, formaður
Landverndar: „Það stendur til að
halda fund í vor eða sumar og þá
verður biásið í lúðra náttúru-
verndarfólks og það undirstrikað
að þetta sé ekki það sem fólk
vill.“
ekki til þess hugsa að svo verði ekki
áfram.“
Hagsmunir
igs
feroamanna-
iðnaðaríns í húfi?
Auður Sveinsdóttir, formaður
Landverndar, tekur í svipaðan
streng og segir samtökin oftsinnis
hafa mótmælt þessum hugsanlegu
framkvæmdum. „Það stendur til að
af raforkusölu í gegnum sæstreng.
halda fund í vor eða sumar og þá
verður blásið í lúðra náttúruvernd-
arfólks og það undirstrikað að þetta
sé ekki það sem fólk vill.“
Össur Skarphéðinsson um-
hverfisráðherra segir að það sé
sjálfsagt að íhuga þennan mögu-
leika út í hörgul. „Það er ánægjulegt
að þessir menn virðast gera sér
grein fyrir því að það kemur ekki
lengur til greina að selja orku til út-
landa á sama verði og til innlendrar
stóriðju. Það er líka mjög ánægju-
legt að þeir skuli leggja höfuð-
áherslu á að þessi orka sé seljanlegri
fyrir þá sök að vera unnin í ómeng-
uðu umhverfi. Þetta er held ég í
fyrsta skipti sem menn úti í hinum
stóra heimi fallast á það sjónarmið
að orkan okkar sé mikilvægari en
annarra sökum þessa uppruna síns,
þ.e. að hún stuðli ekki að enn frek-
ari mengun."
En Össur segir að margt bendi til
þess að fórnirnar þyrftu að vera
miklar frá náttúruverndarsjónar-
miðum. „Það er alveg ljóst að þetta
er tæpast hægt nema með miklum
virkjunum,“ segir Össur. „I tengsl-
um við þetta eru menn að ræða
stórar hugmyndir sem tengjast
jafnvel samtengingu stórra jökuláa.
Þetta myndi allt saman valda mjög
miklum breytingum á umhverfinu
og það verður að framkvæma mjög
ítarlegt umhverfismat áður en
nokkrar ákvarðanir eru teknar. Ég
held að að þar sé margt enn ókann-
að og tel að þarna verðum við að
feta einstigið á milli þess sem orku-
vinnslan krefst og hagsmuna ann-
arra atvinnugreina. Ferðamanna-
iðnaður okkar gerir beinlínis út á
hreinleika landsins og hversu
óspillt náttúran er og þessu verður
tæpast fórnað. Sama gildir um líf-
rænan Iandbúnað, sem er að skjóta
upp kollinum úr jarðvegi hins
hefðbundna landbúnaðar. Það þarf
að hyggja að svo mörgu.“
Össur segist hafa allan vara á
gagnvart hugmyndum sem bitna á
náttúrunni. „Mér hugnast ekki
virkjunarframkvæmdir sem ræna
okkur perlum eins og Dettifossi. Ég
teldi það engan veginn ásættan-
legt.“ -Bih
Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju vilja fá ákvæði um trúfrelsi inn í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar
22.000 utan þjóðkirkjunnar
Tæplega 22.000 Islendingar, eða
8,2 prósent þjóðarinnar, eru utan
þjóðkirkjunnar. Þar af eru rúmlega
18.000 skráðir í ýmis önnur trúfé-
lög en tæplega 4000 manns eru ut-
an allra trúfélaga. Þetta kom fram á
aðalfundi Samtaka um aðskilnað
Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri
Blindrafélagsins, spyr:
„Það blasir við að blindir eiga örðugt með að
lesa símaskrána. Pósti og síma ber skylda til að
veita öllum landsmönnum aðgang að síma-
skránni. Eini aðgangur blindra er hins vegar í
gegnum mjög dýra þjónustu hjá 03. Telur Póst-
og símamálastjóri ekki löngu tímabært að blind-
ir fái ókeypis aðgang að símaskránni eins og aðr-
ir landsmenn, þá þannig að þeir þyrftu ekki að
greiða þjónustugjöld hjá 03?“
„Við munum koma til móts við
þetta fólk með því að draga úr
föstu gjöldunum sem menn borga
ársfjórðungslega fýrir að hafa síma.
Nákvæmlega hvað mikið veit ég
ekki ennþá en ég mun draga veru-
lega úr þeim og mun afgreiða það
mjög fljótlega. Ég get tekið undir
að það sé sanngirnismál að blindir
fái einhverja eftirgjöf. Símaskráin
kostar um 750 krónur og ég er að
tala um meiri frádrátt en það. Hins
vegar er þetta verkefni Trygginga-
stofnunar í landinu. Við fáum til
dæmis lista yfir aldrað fólk hjá
Tryggingastofnun um hverjir mega
njóta þessarar eftirgjafar. Það er
enginn slíkur listi yfir þá blindu
sem verða að nota bara símann.
Það er mjög erfitt í framkvæmd að
fella niður þjónustugjöld við 03 og
því komum við til móts við þá með
því að draga úr föstu gjöldunum.
Það er mjög erfitt að stýra því í
ríkis og kirkju á laugardaginn var.
Á fundinum var samþykkt ályktun,
þar sem skorað er á stjórnvöld að
setja ákvæði um trúfrelsi inn í
mannréttindakafla stjórnarskrár-
innar auk þess sem 62. grein stjórn-
arskrárinnar verði felld brott, en í
gegnum 03 þar sem margir geta
notað viðkomandi síma og 03 er
ekki bara notaður til að fá eitt og
eitt símanúmer. Ég mun draga úr
föstu gjöldunum til að koma til
móts við þetta til bráðabirgða þar
til þetta verður leyst á annan hátt.“
Ólafur Tómasson, Póst- og
símamálastjóri: „Það er mjög erf-
itt í framkvæmd að fella niður
þjónustugjöld við 03 og því kom-
um við til móts við þá með því að
draga úr föstu gjöldunum. Það er
mjög erfitt að stýra því í gegnum
03 þar sem margir geta notað
viðkomandi síma og 03 er ekki
bara notaður til að fá eitt og eitt
símanúmer. Ég mun draga úr
föstu gjöldunum til að koma til
móts við þetta til bráðabirgða þar
til þetta verður leyst á annan
hátt.“ „
henni er kveðið á um að hin evang-
elíska lúterska kirkja skuli vera
þjóðkirkja á Islandi og hún skuli
því njóta sérstaks stuðnings ríkis-
valdsins. I ályktun fundarins er
áhersla lögð á að í frumvarpinu
sem nú liggur fyrir um breytingu á
mannréttindakafla stjórnarskrár-
innar sé landsmönnum ekki tryggt
fullt trúfrelsi og jafnrétti allra trúar-
bragða, sem þó hljóti að teljast til
grundvallarmannréttinda. „Það er
ekki nóg,“ segir í ályktuninni, „að
tryggja það í stjórnarskrá að menn
geti staðið utan evangelísku-Iút-
ersku kirkjunnar. 1 því [mannrétt-
indahugtakinu] felst einnig að trú-
arbragðaflokkum og fólki utan trú-
arbragða sé gert jafnhátt undir
höfði.“
„Það gefur augaleið," segir Frið-
rik Þór Guðmundsson, blaða-
maður og einn af stjórnarmönnum
samtakanna, „að þetta ákvæði er í
hrópandi mótsögn við ákvæðið um
trúfrelsi." Friðrik segir sambandið
á milli ríkis og kirkju eins og það er
skilgreint í 62. grein vera mannrétt-
indabrot. „Með þessari grein er í
raun verið að taka ein trúarbrögð
og gera þau rétthærri en önnur.
Trúarbrögð eru huglæg, þau eru
viðhorf, eitthvað sem er í höfðinu á
fólki, svipað og stjórnmálaviðhorf.
Þetta er því svipað og ef til dæmis
Sjálfstæðisflokkurinn nyti sérstakr-
ar verndar og stuðnings ríkisvalds-
ins,“ segir Friðrik.
I ályktun fundarins var einnig
farið fram á að 3. og 4. málsgreinar
64. greinar stjórnarskrárinnar verði
felldar úr gildi, en þar segir að
Friðrik Þór Guðmundsson:
„Svipað og ef til dæmis Sjálf-
stæðisflokkurinn nyti sérstakrar
verndar og stuðnings ríkisvalds-
ins.“
hverjum þeim, er standi utan þjóð-
kirkjunnar, skuli gert að greiða til
Háskóla íslands eða stofnana
tengdra honum það sem hann
hefði annars þurft að greiða til
kirkjunnar. Þá var kosið í stjórn
samtakanna og var Björgvin Brynj-
ólfsson frá Skagaströnd endurkjör-
inn oddviti.B