Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menn ÖgmundurJónasson, formaður BSRB og óháður frambjóðandi innan raða Alþýðubandalagsins Handrukkari í hefndarhug Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur staðið sig vel. Það segir að minnsta kosti Ögmundur Jónas- son. Hann segir ríkisstjórn Davíðs hafa staðið sig svo vel fyrir sitt fólk að henni hafi tekist að færa sjö milljarða skattbyrði frá fyrirtækjum og fínu fólki og yfir á launafólk og ófínna fólk. Fólkið hans Ögmund- ar. Og Ögmundur er kominn í framboð til að endurheimta þessa peninga. Hann ætlar að rukka þessa peninga fyrir hönd hinna verr stæðu - handrukka þá ef ekki vill betur. Til að það megi takast hefur Ög- mundur bundist samtökum við Ól- af Ragnar Grímsson, formann Al- þýðubandalagsins og ferðalang. Verkaskipting þeirra verður sú að Ólafur sér um að búa til peninga en Ögmundur sér um að eyða þeim. Á ferðum sínum hefur Ólafur séð hvernig peningar verða til. 1 Singa- pore, Hong Kong, Kína, Kóreu hafa menn búið til mikla peninga með því að flytja út mikið af vöru og eyða litlu heima fyrir. Þetta finnst Ólafi Ragnari sniðugt. Hann vill reyndar ekki leggja til að Islending- ar eyði litlu heima fyrir en hann vill að þeir flytji meira út. Hann er bú- inn að vera svo lengi í sósíalískum flokkum að hann er búinn að átta sig á að það er ekki allt fengið með því að færa fjármuni til innanlands. Það býr ekki til nýja peninga. Nýir peningar koma að utan og þangað vill Ólafur Ragnar sækja þá. Eflum útflutninginn, segir hann. Ögmundi er, hefur verið og verður sjálfsagt alltaf nákvæmlega sama hvaðan peningarnir koma. Hann skiptir ölíu máli hvað verður um þá. Óg þar sem Ólafur er að mestu búinn að missa áhugann á að ráðstafa peningum hefur hann fengið Ögmund í lið með sér til að ráðstafa öllum peningunum sem hann ætlar að búa til með útflutn- ingnum. Ögmundur hefur hins vegar ekk- ert sérstaka trú á að Ólafur búi til peninga. Og honum er svo sem al- veg sama. Ögmundur veit að það eru til peningar á íslandi. Hann hefur séð þá þegar hann keyrir á sunnudögum um snobbhverfin í Reykjavík og einstaka sinnum hef- ur hann séð ofan í veski manna sem hafa að hans mati alltof mikið handa á milli. Þessu vill hann brejta. Á sínum tíma keypti Ögmundur sér íbúð og komst að því að það var honum erfiðara en foreldrum hans og því fólki sem var lítið eitt eldra en hann. Hann stofanði Sigtúns- hópinn sem hafði það að markmiði að allir skyldu alltaf eiga jafnauð- velt með að kaupa íbúðir, alveg sama hversu vitlaust það var á sín- „Ögmundur veit að það eru til peningar á íslandi. Hann hefur séð þá þegar hann keyrir á sunnudögum um snobbhverfin í Reykjavík og ein- staka sinnum hefur hann séð ofan í veski manna sem hafa að hans mati alltofmikið handa á milli. Þessu vill hann breyta.u um tíma hversu auðvelt það var. Ögmundur vill hafa alla jafna. Ef það kostar að allir verði jafngjald- þrota, þá verður að hafa það. Ef þjóðfélagið allt fer á hvínandi kúp- una þá er það árangur í sjálfu sér. Það er gott ef allir eru jafnblankir því þá eru allir jafnir. Þess vegna hugsar Ögmundur með sér að ef Ólafur finnur ein- hvern pening í þessum útflutnings- draumum sínum þá sé það ágætt. En það getur ekki verið aðalatriðið. Hans aðalverkefni er að finna pen- ingana og dreifa þeim jafnt. Eins og Ólafur hefur hann áttað sig á ákveðnum annmörkum í sósíal- ismanum. Ef til vill mun hann ekki geta leitt til þess að allir hafi það gott. Og ef það er niðurstaðan má jafnaðarhugsjónin ekki gleymast. Þá verður að setja stefnuna á að láta alla hafa það jafnskítt. Og helst þannig að það virki til langframa. Að enginn láti sér detta í hug að hann geti búið í haginn fyrir sig. ÁS Erlent || Bréf til blaðsins Landlœknir óskast má ekkihafa framkvæmt fóstureyðingu Hafi maður hug á að gefa kost á sér í mikilvægt embætti eða stöðu hér í Bandaríkjunum þarf að hafa eftirfarandi í huga: Viðkomandi þarf að taka ákvörðunina um þetta skref á ferli sínum þegar hann eða hún er fimrn ára og haga síðan lífi sínu eftir því. Ekki halda framhjá, ekki drekka, ekki reykja (a.m.k. ekki taka ofan í sig), ekki ráða út- lenska húshjálp — ekki gera nein mistök. Halda öllum krókum og kimum hvítskúruðum. Best er náttúrlega að hafa enga króka og kima í lífi sínu. Það er því kaldhæðnislegt að út- nefning Henrys Foster, sem Clin- ton forseti vill að verði næsti land- læknir Bandaríkjanna, skuli vera með svona miklum vandræðum. Það eru ekki smásmuguleg smáat- riði úr einkalífi læknisins sem fara fyrir brjóstið á andstæðingum hans, heldur hluti af atvinnu hans. Henry Foster er kvensjúkdóma- læknir og sem slíkur hefur hann framkvæmt fóstureyðingar. Hann hefur líka tekið á móti tíu þúsund ungbörnum í starfi sínu. Hann kom á fót viðurkenndu kerfi til að mennta unglinga um þungun og ábyrgðina sem henni fylgir. Hann á að baki glæstan feril í starfi. En það skiptir engu máli. Henry Foster hefur framkvæmt fóstureyðingar og undanfarnar vikur hefur hann verið í þriðju gráðu yfirheyrslum í beinum sjónvarpsútsendingum, skikkaður til að reyna’að muna og greina frá hversu margar fóstureyð- ingar hann hafi framkvæmt á ferli sínurn. I byrjun hélt Foster að hann hefði framkvæmt „tylft“ eða svo fóstureyðinga en síðan gróf einhver Aðutan Íris Erlingsdóttir skrifar frá Bandaríkjunum upp eftir grams í áratugagömlum skjölum að talan væri nær 39. Aha. Þessi umræða öll er auðvitað til háborinnar skammar. Það á ekki að skipta nokkru einasta máli hvort Foster hefur framkvæmt fóstureyð- ingar eða ekki. Henry Foster er kvensjúkdómalæknir. Fóstureyð- ingar eru löglegar í landinu. Konur hafa val lögum samkvæmt. Að minnsta kosti ennþá. Og víða að- eins lögum samkvæmt, vel að merkja. Þó að fóstureyðingar séu löglegar er víða meiriháttar mál fyr- ir konur að fá þetta læknisverk unnið. I 83 prósentum af banda- rískum sýslum eru engir~'Spítalar eða heilsugæslustöðvar sem fram- kvæma fóstureyðingar. Fyrir tutt- ugu árum var þess krafist í íjórð- ungi kvensjúkdómafræðiskora að læknanemar lærðu fóstureyðingar. Nú eru fóstureyðingar aðeins kenndar í 12 prósentum þessara námsskora. Lögverndaður réttur til fóstureyðinga hefur litla þýðingu ef maður getur ekki fundið lækni til að framkvæma aðgerðina. Enginn læknir ætti að þurfa að framkvæma fóstureyðingu ef það brýtur í bága við skoðanir hans eða trú. En lækn- ar ættu heldur ekki að þurfa að vera hetjur eða píslarvottar til að fram- kvæma þessa aðgerð. Þeir ættu ekki að þurfa að mæta í vinnuna í skot- heldu vesti. í fyrra fengu tuttugu þúsund læknanemar bréf í pósti frá andstæðingum fóstureyðinga. „Hvað myndir þú gera ef þú værir aleinn í herbergi með Mussolini, Hitler og lækni sem framkvæmir fóstureyðingar og þú hefðir byssu með aðeins tveimur skotum?“ var spurt í bréfinu. Og svarið sem var gefið: „Skjóta lækninn tvisvar." Viku síðar var læknir í Flórída, dr. David Gunn, skotinn til bana fyrir utan heilsugæslustöð sem hann vann hjá. Þrír starfsmenn heilsu- gæslustöðva, sem bjóða upp á fóst- ureyðingar, voru myrtir á síðasta ári af ofstækisfullum andstæðing- um fóstureyðinga. Skilaboðin, sem andstæðingar fóstureyðinga senda læknum, gætu ekki verið skýrari: Framkvæmd fóstureyðinga er slæm fyrir heilsu ykkar og starfsframa. Læknir, sem framkvæmir fóstureyðingar í starfi sínu, leggur iíf sitt í hættu. Hann fýrirgerir líka möguleikum sínum til að gegna opinberu embætti urn leið og hann gerir fyrstu fóstureyð- inguna. Yfirheyrslurnar yfir Henry Foster eru nornaveiðar þar sem hið raun- verulega skotmark eru réttindi kvenna. Nú, rúmum tuttugu árum eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna lögleiddi rétt kvenna til fóstureyð- inga í málinu Roe gegn Wade, verður stöðugt erfiðara og hættu- legra að fá fóstureyðingu. Öfstækis- mennirnir biðu lægri hlut í réttar- salnurn en þeir berjast með kjafti og klóm úti á götu — og þeir virðast vera að vinna. Heilaspuni í Morgunpóstinum Að mér er vikið á tveimur stöð- um í Morgunpóstinum síðastliðinn fimmtudag. Annars vegar í grein um Ríkisútvarpið, þar sem eftir mér er haft að ég hyggist ekki sækja um starf framkvæmdastjóra hljóð- varps, eins og blaðið hafði áður lát- ið að liggja. Hins vegar í slúður- dálki þar sem fullyrt er að komið sé að starfslokum mínum á DV og ég leggi þess vegna ofurkapp á að fá fýrrnefnt starf hjá útvarpinu. Þessi skrif, sem eru með illkvittn- um og rætnum undirtón, eru mér gjörsamlega óskiljanleg. Ég sagði blaðamanni Morgunpóstsins sem í mig hringdi að það hefði aldrei hvarflað að mér að sækja um starf framkvæmdastjóra hljóðvarps, enda væri ég nýkominn til starfa á DV. Þessi afdráttarlausu ummæli mín komust illa til skila í fyrr- nefndu klausunni í Morgunpóstin- um og virðist blaðamaðurinn leggja meiri trúnað á getgátur ónafngreinds útvarpsmanns en orð mín. Óg í síðari klausunni í blaðinu er staðreyndum síðan alveg snúið við. Hvað á þetta að þýða? Ég læt mér í léttu rúmi liggja þótt ég fái ýmsar sendingar í fjöl- miðlum, en blaðamenska af því tagi sem hér er gerð að umtalsefni er fyrir neðan allar hellur og Morgunpóstinum ekki sæm- andi. Virðingarfyllst, Guðmundur Magnusson fréttastjóri DV Fréttinfjallaði um orðróminn Um það hvort Guðmundur Magnússon hafi ætlað sér að sækja um framkvæmdastjórastöðu Ríkis- útvarpsins er ekkert hægt að full- yrða en niðurstaðan er sú að hann gerði það ekki. Hins vegar var altal- að innan Ríkisútvarpsins að hann ætlaði sér að leggja inn umsókn. Og það sem meira er: Ekki var annað að heyra á starfsmönnum stofnun- arinnar á miðvikudaginn, þegar umrædd frétt var unnin, en að þeir gengju út frá því að Guðmundur fengi starfið. Um það var fréttin meðal annars en Guðmundi var að sjálfsögðu gefinn kostur á að svara því hvort hann myndi sækja um starfið. Af einhverjum ástæðum var orðrómurinn svona sterkur innan Ríkisútvarpsins þrátt fyrir að Guðmund- ur hafi ekki reynst í hópi umsækjenda þegar upp var staðið. Fréttastj. A að ráða ffitlaiirGafe ®GrQa Æfflteoöeðoii aftur tll start=* á útvarpið Jónas Sigurgeirsson, ritstjóri Hamars í Hafn- arfirði „Sé litið á umsækjenduma um framkvæmdastjóra- stöðu Rikisútvarps- ins virðist Markús Örn fljótt á litið vera langhæfasti um- sækjandinn. Ég teiþvíað tvímæla- laust eigi að ráða hann. “ Magnús Bjarn- freðsson blaða- maður „ Já. “ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R- listans „Nú eru margar hæfar konur sem sækja um stöð- una. Bf útvarpsráð getur sýnt fram á að Markús sé hæfari, þá á að ráða hann, annars ekki. “ Hörður Torfason, trúbadúr og leikstjóri „Því ekki? Ég sé enga ástæðu til annars, enda erþetta mjög dugiegur maður. “ Birna Þórðardóttir blaðamaður „Markús sá aldrei ástæðu til þess að ráða mig til starfa, ég veit svosem ekki afhvaða ástæðu ég ætti að ráða hann til starfa. “ tím Jónas Sigurgeirsson, ritstjóri Hamars í Hafnar- firði „Sú ákvörðun hans að sækja um framkvæmdastjóra- stöðu ríkisútvarpsins segir allt sem segja þarf. “ Magnús Bjarnfreðsson blaða- maður „Ég get út af fyrir sig ekki dæmt um það hvaða erindi hver á i pólitík, en hvort tveggja gerir hann ekki i einu. “ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R- listans „Ég tel að Markús eigi fullt er- indi í pólitik þvíhann vará margan hátt góður borgarstjóri. “ Hörður Torfason, trúbadúr og leikstjóri „Hann á alveg eins eríndi i pólitik eins og inn i útvarpið, þvieins og sagði áðan virkar hann á mig sem mjög dugiegur maður. “ Birna Þórðardóttir blaðamaður „Spurðu íhaldið um það. “

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.