Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 32
Dómarinn fékk fullt af kóki í hálfleik viðureignar ÍR-inga og Keflvíkinga í gærkvöldi var þeim sem vildu leyft að taka skot frá miðju í þeirri von að vinna sér inn eina fimmtán kókkassa. Fyrstur gekk fram annar tveggja dómara leiksins, Georg Andersen, til að freista gæfunnar. Gerði hann sér lít- ið fyrir og hitti beint í körfuna án mikillar fyrirhafnar við ógurlegan fögnuð áhorfenda. Georg þarf sem sagt ekki að kvíða kókleysi á næst- unni því alls gera þetta 360 kók- dósir... Pjetur skiptir yfir í Fram Enn vinnur Stjarn- lan æfinaaleiki Stjömumenn halda áfram að gera það gott í æf- ingaleikjun- um, en sem kunnugt er tóku þeir KR- inga í nefið á dögunum. Nú voru það leik- menn Breiða- bliks sem lágu, 2:0, á sandgrasvell- inum í Kópavogi. Mörkin gerðu þeir Bjarni Gaukur Sigurðsson og Guðmundur Steinsson, en sem kunnugt er gekk Guðmundur til liðs við Stjörnuna á dögunum úr Fram. Mun Guðmundur hafa verið allsprækur í leiknum og var óhepp- inn að setja ekki fleiri mörk... Og meira um æf- ingaleiki fyrir komandi keppnistíma- bil. Grinda- vík og Skag- inn mættust á Ásvöllum í Hafnarfirði á föstudag. Leikurinn var hinn fjörugasti en svo fór að lokum að ÍA vann, 2:1. Bjarki Péturs- SON skoraði sigurmark Skaga- manna. Þá áttust einnig við KR og U21-landslið íslands, og lauk leikn- um með markalausu jafntefli. Menn vildu nú samt meina að landsliðið hefði átt mun meira í leiknum... Það eru fleiri sem tilkynna félags- skipti í boltan- um þessa dagana en leikmenn og þjálfarar. Nú eru dómarar einnig farnir að skipta um félög og nú síðast var það hinn góðkunni Pjetur Sigurðsson sem skipti. Flann hefur hingað til dæmt fyrir Gróttu en ákvað að snúa sér lengra upp á land og hefur til- kynnt félagasskipti yfir í Fram. Fé- lagi hans, Egill Már Markús- SON, er enn í Gróttu og segir sag- an að Pjetur hafi reynt að plata hann með sér yfir. En Egill gefur sig ekki og hafa menn heyrt Pjet- ur kalla Egil „Gróttutitt"... Skaginn marði Grindavík Valsmenn urðu á laugardag deildarmeistarar 1. deildar í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni í hreinum úrslita- leik, 19:16. Að sjálfsögðu fengu þeir afhentan bikar í leikslok, og á myndinni hampa þeir bikarn- uiu, þeir Guðmundur Hrafn- kelsson og Geir Sveinsson, fyrirliði. Af svip þeirra félaga að dæma virðast þeir vera þokka- lega sáttir við lífið og tilveruna. Sjá nánar um lokaum- ferð deildarkeppninnar á bls. 29 og 31. Þessi íþróttagrein kallast skljöring, sem gæti útlagst skíðaveð- reiðar á góðri íslensku. Keppni í þessari grein fór fram á St Moritz- vatni í Sviss um helgina og á myndinni má sjá sigurvegarann á fleygiferð. Ekki fylgir sögunni hvað kappinn heitir. Skrúfumót Fimleikasambands Isiands í frjáisum íþróttum fór fram lum heigina_____ Sjaldan eðaaldr- eibetri þálttaka Um helgina fór fram í Laugar- dalshöll svokallað skrúfumót í frjálsum íþróttum. Hér er á ferð- inni stærsta fimleikamót ársins og voru keppendur um 270 talsins frá 15 félögum, hvaðanæva af landinu. Var það mál manna að sjaldan eða aldrei heíði verið eins góð þátttaka í þessu móti og var áberandi góð mæting frá félögum utan af landi, sem hingað til hafa ekki haft sig rriikið í frammi á stórmótum á höf- uðborgarsvæðinu. Má í því sam- bandi nefna keppendur frá Akur- eyri og Selfossi, sem náðu sérstak- lega góðum árangri í eldri flokk- um. I Opna Parísar- mótiö ítennis Steffí Graf sigmði Þýska tenniskonan Steffi Graf sigraði í gær á opna Parísarmótinu í tennis. Hún bar sigurorð af Mary Pierce í úrslitaleik, 6-2 6-2, og stóð hann yfir í aðeins 67 mínútur, sem telst í styttra lagi fyrir tennisleik. Við sigurinn færist hún upp í fyrsta sæti á stigalista yfir bestu tennis- konur heims. Sigurinn kom nokk- uð á óvart, sérstaklega fyrir þær sakir að hún hefur verið frá keppni og æfingum í þrjá mánuði eftir árás sem hún varð fyrir á síðasta ári er æstur áhorfandi réðst á hana með hníf. Þá áttu menn einnig von á Pi- erce sterkari þar sem hún vann opna ástralska meistaramótið ekki alls fyrir löngu. ■ Veðrið í dag Norðaustan hvassviðri og snjókoma eða slydda um norðanvert landið, norðaustan gola eða kaldi eða stinningskaldi suðaustan- og austanlands og slydda. Hiti frá þremur stigum og niður í tveggja gráða frost. Veðurhorfur næstu daga Norðankaldi eða stinningskaldi á þriðjudag. Él norðan- og austan- lands en skýjað með köflum suð- vestan til. Hiti 0 til 10 stig. Á miðvikudag verður hvöss aust- an- og síðan norðaustanátt. Slydda suðaustanlands en að mestu þurrt á suðvesturlandi. Hiti frá þremur gráðum niður í fimm stiga frost, kaldast á norðvesturlandi. Á að leyfa myndbanda- leigum að bjóða kldm- spólur til útleigu? Urslit síðustu spurningar: Síðast var spyrt: Á að selja raforkuna beint úr hndi? 99 19 19 39,90 krónur mínútan J hverin tnJublaöi Ipnniir Mnraiinnnsturina'inumkinufvrir lesendur. sem, heir nfita knsið ijm i sima flQ LS 16. Veður

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.