Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN
5
B,
Allaballar reiðast Birgi MRegnboginn krœkir í Wooáy Allen MGulli og Guðrún Bergmann á vit náttúrunnar
► irgir Hermannsson, aðstoðar-
maður Össurar Skarphéðinssonar,
skrifaði hvassyrta blaðagrein á mið-
vikudaginn um Svavar Gestsson og
fortíð Alþýðubandalagsins. Kratar
þóttust merkja ofsareiði hjá alþýðu-
bandalagsþingmönnum vegna
þessa, ekki síst í umræðunni um
náttúruverndarfrumvarpið þar sem
þeir létu hátt. Á föstudagsmorgun-
inn sl. var Ólafur Ragnar Grímsson
í ræðustól þegar hann sá glitta í
Birgi í hliðarherbergi. „Ég held að
hæstvirtur umhverfisráð-
herra ætti nú að láta að-
stoðarmann sinn vera al-
gjörlega fyrir után þetta
mál, ekki í hliðarher-
bergjum sýknt og heil-
agt blandandi sér í um-
ræðuna.“ Þá var kallað
utan úr sal hvort eitt-
hvað óeðlilegt væri við
það. „Nei,“ sagði Ólafur.
„Það er kannski ekkert
óeðlilegt en það væri skyn-
samlegra af umhverfisráð-
herra að fara að hugsa dálítið sjálf-
stætt í málinu.“ Síðar í ræðunni var
hann að fjalla um álitsgerð Páls Sig-
urðssonar, lagaprófessors, og sagði
að ekki væri hægt að „hlaupa bara
ffá í einhverju hendingskasti og láta
aðstoðarmann sinn ganga hér um
ganga þinghússins og segja að þetta
skipti engu máli“. Hvort sem það
var greinin eða bara nærvera Birgis
sem æsti Ólaf er víst að margir voru
ósáttir við skrif aðstoðarmanns-
Kv
vikmyndaáhugamenn geta nú
- aldeilis andað léttar því búast má
við nýjustu mynd leikstjórans
Woodv Allen, Bullets Over
Broadway, hingað til lands
innan skamms. Þrátt fyrir þá
viðurkenndu staðreynd að
myndir meistarans séu brak-
andi snilld frá upphafi til
enda hafði nefnilega frést að
forráðamenn Stjörnubíós, sem
venjulega hafa sýnt myndir
kappans, treystu sér ekki lengur
til að sýna þær í bíó vegna dræmrar
Ódýru
kuldagallamir
komnir aftur
Arctic kuldagallarnir fást í tveimur litum;
dökkbláu og grænu.
Gallarnir eru fáanlegir meö dömusniði.
Pantanir óskast sóttar sem fyrst.
Verslun athafnamannsins frá 1916
aðsóknar. Þetta tækifæri létu Regn-
bogamenn sér ekki úr greipum
ganga og nú hefur verið ákveðið að
JóN Ólafs og félagar frumsýni
myndina í byrjun næsta mánaðar.
Það er enda afar heppilegt þvx
myndin er einmitt tilnefnd til sjö
Óskarsverðlauna og ekki seinna
vænna að sýna pöpulnum hana áð-
ur en akademían fellir sinn Salóm-
onsdóm eftir rúman mánuð...
H
jónin Guðlaugur og GuðrOn
Bergmann hafa um árabil verið
þekkt úr viðskiptalíf-
inu, einkanlega
Guðlaugur all-
ar götur siðan
hann lagði
grunn að við-
skiptaveldi sínu
með rekstri á
tískuvöruversl-
uninni Karna-
bæ. Með aukn-
um áhuga á
nýaldarfr æðum fóru viðskipti
þeirra einnig smátt og smátt að snú-
ast um þau, til dæmis hefur Guðrún
Bergmann um nokkurt skeið rekið
verslunin Betra líf. Nú er hins vegar
svo komið að viðskiptalífið heillar
þau ekki lengur og heldur ekki, að
því er virðist, borgarlífið þvi á dög-
unum fjárfestu þau í jörð á Snæ-
fellsnesi þar sem þau hyggjast búa í
framtíðinni. Hafa þau þegar selt
einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi,
verslunina Betra líf, auk þess sem
Guðlaugur er búinn að selja stærsta
hluta sinn í saumastofunni Sólinni
sem hann hefur rekið um árabil. Á
Snæfellsnesinu hyggjast þau snúa
aftur til náttúrunnar, eins og sagt
er, með jafnvel fleirum sem hafa
sömu áhugamál, eða lifa af jörðinni
með því til dæmis að rækta eigið
grænmeti, eta söl og róa til fiskjar.
Með öðrum orðum ætlar fyrrum
Karnabæjarkonungurinn að gerast
bóndi á Snæfellsnesinu um ókomna
framtíð...
Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 800-6288.
Gluggatjaldaefni frá kr. 200!
Tilbúnir kappar frá kr. 400!
10% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum!
GARDINUB UÐIN
Skipholti35, sími35677. Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
INFORMIX
r r
- Utbreiddasti gagnagrunnur Islands
áUNIX
STRENGUR hf.
- í stööugri sókn
Stórhöfða 15, Reykjavík, sími 587 5000