Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 NBA-pistill Dœxler kominn hehn Það er til bandarískt máltæki sem segir: „Ef það er bilað, ekki laga það.“ Það virðist ekki vera að for- ráðamenn Houston Rockets telji þetta mikla speki, enda hafa þeir ný- lega gert stórvægilega breytingu á leikmannahópnum. Otis Thorpe, sem hefur verið einn burðarása Houston-liðsins í mörg ár, hefur verið seldur til Portland fýrir skot- bakvörðinn snjalla Clyde Drexler. Thorpe hefur í gegnum tíðina skap- að sér nafn sem einn traustasti leik- maður deildarinnar. Hann er svo að segja aldrei meiddur og skilar ávallt sínu í leik. Drexler er aftur á móti orðinn hálfgerður baggi á liði sinu. Reyndar er hann enn mjög góður en aldur hans, há meiðslatíðni og svimandi há laun valda því að fá lið hafa áhuga á að fá hann til liðs við sig. Drexler hefur í allan vetur reynt að þrýsta á stjórn Portland að skipta á sér og leikmanni í öðru liði því að hann vill ómögulega enda ferilinn án þess að vinna meistaratitil. Hou- ston er greinilega mun fýsilegri kostur fyrir Drexler því þar eygir hann góðan möguleika á að vinna strax í vor. Portland er með rétt um 50 prósenta vinningshlutfall og kemur ekki til með að verða í góðu sæti fyrir úrslitakeppnina. Houston er aftur á móti aðeins fjórum leikj- um á eftir Utah sem er í efsta sæti Miðvesturriðilsins. Það má segja að Drexler sé kom- inn á heimaslóðir. Hann lék með háskóla í Houston og spilaði þar meðal annars með Hakeem Olajuwon. Háskólaliðið Houston Cougars vakti mikla athygli fýrir hraðan og skemmtilegan leik og gekk jafnan undir nafninu Phi Slama Jama. Liðið náði tvisvar sinn- um að komast alla leið í undanúrslit háskólakeppninnar. í háskólavalinu 1983 átti Houston fyrsta valrétt og vildu margir nota hann til að velja heimabæjarhetjuna Drexler. Stjórn félagsins ákvað hins vegar að velja Ralph Sampson. Það er því ekki furða að mikifl þrýstingur hafi verið á stjórnarmenn að grípa tækifærið og næla sér í Drexler núna. Verðið er þó ansi hátt þar sem Otis Thorpe er, eins og áður sagði, mjög mikil- vægur hlekkur í leik liðsins. Það er í raun furðulegt að liðið skuli skipta honum út því hann er afskaplega góður frákastari en liðið hefur ein- mitt átt í erfiðleikum með þau. Þó má færa rök fýrir því að forráða- Andartaki Meistaralið Houston gerir miklar breytingar Clyde Drexler var einn af leikmönnum „Draumaliðsins“. Hér sést hann með Lenny Wilkens, sigursælasta þjálfara allra tíma í NBA. menn Houston hafi þurft að hrista eitthvað upp í mannskapnum ef það ætlaði sér að endurtaka leikinn frá síðasta vori og vinna deildina. Ferill Drexler er glæsilegur. Hann hefur leikið með Portland frá 1983 og lengi verið talinn einn besti leik- maður NBA-deildarinnar. Portland komst alla leið í úrslitin árin 1990 og 1992 en beið í bæði skiptin lægri hlut; fyrst fyrir Detroit og síðan fyr- ir Chicago. Á fyrstu árum þessa ára- tugar töldu margir Drexler vera í sama gæðaflokki og Magic John- son og Michael Jordan. Á undan- förnum árum hefur þó farið að síga á ógæfuhliðina hjá Trail Blazers og engin teikn eru á lofti um að liðið muni ná að blanda sér í toppslaginn á næstu árum. I vetur hefur Drexler oft lýst því yfir að hann vilji ljúka ferlinum einhvers staðar annars staðar en í Portland og þá helst með liði sem á tækifæri á að vinna meist- aratitil. Stjórn Portland lofaði Drexler þvi að finna lausn á vanda- málum hans fyrir febrúarlok og því koma þessi skipti ekki á óvart. Mörgum kann að þykja Houston ansi óárennilegt með Drexler inn- anborðs. Fyrir eru þar kunnir kapp- ar á borð við Olajuwon, Robert Horry, Kenny Smith og Sam Cas- sell, svo ekki sé minnst á skotbak- vörðinn Vernon Maxwell. Það er óhætt að segja að framtíð hans hjá félaginu sé ótrygg. Eins og flestir vita fékk Maxwell nýlega tíu leikja bann fyrir að ráðast á áhorfanda. Þetta svívirðilega brot Maxwells er svo sannarlega ekki til þess fallið að bæta andann í liðinu svo ólíklegt verður að teljast að Houston nái að hirða annan titil. Drexler er orðinn 33 ára og á því ekki langt eftir. Mikil meiðsl hafa hrjáð hann upp á síðkastið svo það er líklegt að ef Houston nær ekki að vinna strax í vor muni Drexler enda feril sinn án þess að hafa nokkru sinni orðið meistari. Einnig er vert að athuga það að launakjör Drexler eru ótrúleg. Hann mun fá hátt í tíu milljónir dala á næsta ári svo erfitt verður að koma samningi hans fýrir undir launaþakinu og næsta ómögulegt að bæta góðum leik- mönnum við. -ÞK Já eri... Eruð þið bara, komnirí frí. 0li l'j..£. •_ t-. — r;;-;-Cn-i;>s I smávandræðum á White Hart Lane „Já það lítur út fyrir það. Það er slæmt fyrir liðið að vera komið í sjö mánaða pásu en mótið er í styttra lagi vegna heimsmeistaramótsins. Ég sé þó nokkra kosti í þessu. Liðið getur undirbúið sig vel fýrir næsta tímabil t.d. með styrktar- og séræf- ingum sem lítill tími gefst til yfir leiktímabiiið. Þá er ég aðallega að tala um ungu strákana í iiðinu en einnig fá þeir eldri góðan tíma til að jafna sig af meiðslum og bæta sig. Ég vil sjá breytingar á fýrirkomu- laginu, þá helst í fjölgun leikja. Einnig mætti lata fjögur neðstu lið- in í 1. deild spila spila við 4-6 efstu lið 2. deildar eða jafnvel mætti skipta 1. deildinni í riðla.“ Síðasta laugardag lauk deildarkeppn- inni í handbolta. Selfoss og KR lentu í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar og þar með luku þau keppni f vetur; komust ekki f úrslitakeppnina og féllu ekki. Margir hafa gagnrýnt þetta fyrir- komulag enda skrýtið að Ijúka keppn- istímabilinu eftir aðeins fimm mánuði. Til samanburðar er leiktfmabilið í fót- boltanum aðeins fjórir mánuðir en þar njóta menn ekki hlýju og húsaskjóls eins og handboltamenn.B NBA-körfuboltinn Nýir þjálfarar Tveir þjálfarar í NBA-deildinni þurftu að taka pokann sinn nýlega. Þetta var annars vegar Kevin Lo- ughery hjá Miami Heat og hins vegar hinn góðkunni Don Nelson hjá Golden State Warriors. Við stöðu Loughery tók Alvin Gentry og bíður hans það erfiða hlutskipti að rífa Miami upp úr öldudalnum. Liðið hefur leikið afar illa í vetur en á þó ágætis möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Bob Lanier, sem lék átta Stjörnuleiki á 15 ára leik- ferli, var skipaður þjálfari Golden State en hann var áður aðstoðar- þjálfari liðsins. Margir sem spáðu því að liðið yrði meistari í fýrsta skipti síðan 1975 en nú er nánast ljóst að liðið fer ekki í úrslitakeppn- Webber átti aldrei að fara Margir segja að aðalástæðan fýr- ir slöku gengi Golden State í vetur sé sú að nýliði ársins 1994, Chris Webber, var látinn fara til Wash- ington Bullets. Liðið hrundi eftir að Webber fór, vann aðeins 7 leiki af 37 (meðan Nelson var við stjórn- völinn). Þessi skipti urðu til þess að margir leikmanna liðsins gagn- rýndu ákvörðun félagsins. Nelson sjálfur þoldi álagið illa og var lagður inn á spítala í desember.B Shaq enn efstur Þegar lið hafa leikið u.þ.b. 50 leiki er Shaquille O’Neal enn stigahæsti leikmaður NBA með 29,7 stig að meðaltali í leik. Hakeem Olajuwon er nú kominn upp í annað sætið með 28,2 stig í leik og í þriðja sæti er David Robinson með 27,9 stig. Dennis Rodman ber höfuð og herðar yfir aðra þegar fráköst eru annars vegar. Hann hefur tekið að meðaltali 16,3 fráköst í leik en næst- ir koma Patrick Ewing (11,5), Tyr- one Hill (11,4) og Hakeem Olajuwon (11.2). Það sama er upp á teningnum í stoðsendingunum en þar er John Stockton langefstur með t2,2 að meðaltali í leik en næst- ir koma Kenny Anderson (10,1) og „Muggsy“ Bougues (9,4)11 Ölafur Lárusson þjálfari KR.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.