Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
Reykjavík
Stúlka kærir
nauðqun
Stúlka leitaoi á náðir miðbæjar-
stöðvar lögreglunnar í Reykjavík kl.
4:20 aðfaranótt laugardags-'og
kvaðst hafa verið nauðgað. Frekari
upplýsingar fengust ekki hjá lög-
reglunni og kvaðst varðstjóri ekki
vita hvar málið stæði nú. ■
Bakkafjörður
Karaókísöngv-
arar í skafli
Átta Bakkfirðingar lögðu af stað
frá Vopnafirði yfir Sandvíkurheiði
eftir skemmtun. Þeir sinntu ekki
tilmælum lögreglu um að halda
kyrru fyrir, en vonskuveður var.
Enda fór svo að fólkið, sem var á
tveimur bílum, sat pikkfast í eina
þrjá tíma. Björgunarsveitir frá
Vopnafirði og Bakkafirði komu því
til hjálpar og amaði ekkert að fólk-
inu. Rúnar Valsson er varðstjóri á
Vopnafirði og hann sagði að
skemmtunin sem um ræðir hafi
verið karaókíkeppni á hótelinu.
Honum er ekki kunnugt um að sig-
urvegarinn hafi verið meðal þeirra
sem Ientu í hrakningunum - hann
heldur að svo hafi ekki verið. ■
Hafnarfjörður
Hótaði manni
með sporjárni
Það var tæplega sjö að morgni
sunnudags sem vaktmaður við Ol-
íustöðina við Hvaleyrarbraut kom
að tveimur piltum sem höfðu brot-
ist þar inn. Hann náði taki á öðrum
þeirra en þorði ekki annað en
sleppa honum þegar pilturinn gerði
sig líklegan til að stinga hann með
sporjárni. Innbrotsmennirnir hafa
ekki náðst enn og að sögn Stein-
gríms Magnússonar höfðu þeir
ekkert á brott með sér. „Þetta er
orðinn harður heimur þegar þeir
eru farnir að veifa eggjárnum þessir
ormar,“ sagði Steingrímur. ■
Akureyri
Útivistarreglur
rýmkaðar
Bæjaryfirvöld á Akureyri ákváðu
fyrir skömmu að rýmka útivistar-
reglur unglinga en jafnframt er ætl-
unin að herða eftirlit. Um helgina
gengu þessar reglur í gildi og má
segja að þær hafi gefið góða raun
því helgin var róleg á Akureyri þrátt
fyrir verkfaU kennara. Unglingar á
aldrinum 13-16 ára mega nú vera úti
við til klukkan 24:00 á föstudags-
og laugardagskvöldum en annars
eiga þeir að vera komnir heim
klukkan 22:00. Það gekk vel að
fylgja þessu eftir segir Ámi Magn-
ússon varðstjóri. Á föstudags-
kvöldið þurfti að ýta við um 20
unglingum.B
Snjóflóð í Bláfjöllum í gær
Tveir m
ágöngu
annar lést
Banaslys varð í Bláfjöllum í gær-
dag þegar snjóflóð féll í Drauma-
dalsgili. Tveir Norðmenn lentu í
flóðinu og slapp annar en hinn
varð undir. Hann fannst skömmu
síðar en náði elcki meðvitund og
var látinn áður en hann komst á
Borgarspítalann.
Samkvæmt upplýsingum Harðar
Más Harðarsonar, í svæðisstjórn
björgunarsveita á svæði eitt, féll
flóðið kl. 14:50. Annar mannanna
grófst þá undir en hinn slapp og
tókst honum að komast niður á
Bláfjallaveg þar sem hann stöðvaði
bíl og náði þannig að hringja eftir
hjálp. Allt tiltækt björgunarlið á
höfuðborgarsvæðinu var strax kall-
að á vettvang ásamt þyrlu Land-
helgisgæslunnar og fannst maður-
inn tuttugu mínútum fýrir fjögur.
Hann var þá meðvitundarlaus og
var látinn áður en þyrlan komst
með hann á Borgarspítalann.
Svo vildi til að björgunarsveitir
voru við snjóflóðaæfmgar í Bláfjöll-
um í gærdag. „Björgunarskóli
Landsbjargar og Slysavarnafélags
fslands var með snjóflóðanámskeið
við Víkingsskálann í Sleggjubeina-
skarði og þar var leitarbifreið frá
hjálparsveitinni í Garðabæ ásamt
leitarhundi úr Björgunarhunda-
sveit íslands," segir Hörður. „Þessi
mannskapur lagði af stað og eftir að
þeir komu að staðnum tók hund-
inn aðeins tuttugu sekúndur að
finna manninn í snjónum."
Skíðasvæðið í Bláfjöllum var lok-
að í gærdag en þrátt fyrir það var
slangur af skíðafólki á staðnum,
mestmegnis keppendur á bikar-
Kjartan Blöndahl var einn
þeirra sem komu á staðinn.
móti Skíðasambandsins, sem lauk í
gær. Norðmennirnir tveir voru á
gönguskíðum nokkru fýrir utan
hið eiginlega skíðasvæði þegar þeir
lentu í flóðinu, sem átti upptök sín
í gilinu fyrir ofan.
Kjartan Blöndahl kom á stað-
inn skömmu eftir að hundurinn
Sesar fann manninn á kafi í snjón-
um. Hann segir algjöra tilviljun
hafa ráðið því, þrátt fýrir að hann sé
félagi í Hjálparsveit skáta í Reykja-
vík. „Ég var með börnunum mín-
um á skíðamóti þegar fréttist af
flóðinu,“ segir hann. „Það voru
þarna vélsleðar sem þurfti að
manna og því fór ég á staðinn.“
Þegar að kom var neyðarsveit
slökkviliðsins að grafa Norðmann-
inn út úr flóðinu. Hann var án
meðvitundar þegar hann fannst og
lést, eins og fyrr greinir, áður en
hann komst undir læknishendur á
Borgarspítala. -Bih
Flóðið féll í Draumadalsgili, norðaustan við Skíðaskála Fram í Bláfjöllum. Það stöðvaðist við klettana :
sjást á myndinni en skammt fyrir ofan þá voru mennirnir tveir á gangi.
Hátt í tuttugu á slysadeild vegna árása
Sparkað í höfuð
manns á IngóHstorgi
Um fjögurleytið aðfaranótt
sunnudags varð maður fyrir alvar-
legri árás á Ingólfstorgi. Par um tví-
tugt var handtekið vegna málsins
og var það yfirheyrt í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar
voru þau ölvuð en ekki er talið að
þau hafi verið undir áhrifum fíkni-
efna. Maðurinn hlaut nokkra
áverka en fékk að fara heim að lok-
inni rannsókn.
Leifur Jónsson, sérffæðingur á
slysadeild Borgarspítala, segir að þó
að aðeins eitt mál hafi verið kært til
lögreglu hafi komið til þeirra milli
tíu og tuttugu (nær tuttugu) þá um
nóttina til plástrunar og sauma
vegna árása.
Enginn var höfuðkúpubrotinn
en „smákinnbeinsbrot," segir Leif-
ur, „en það teljum við vart í frásög-
ur færandi.“ ■
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarafélags íslands. „Engin lausn á
kjaradeilu kennara og ríkisins sjáanleg í nánustu framtíð."
Rrátt fyrir nokkur fundahöld um helgina er kjaradeila kennara og
ríkisins ekkert nær því aö leysast nú en fyrir helgi
Fundað um kjaramál og
kert gekk saman með kennur-
um og viðsemjendum þeirra um
helgina. Nokkrar þreifingar voru í
gangi en að sögn Eiríks Jónsson-
ar, formanns Kennarafélags Is-
lands, voru kjaradeilurnar jafnfjarri
því að leysast, þegar blaðið hafði
samband við hann í gærkvöldi, og
þau voru fyrir helgi. „Staðan er í
rauninni alveg óbreytt, við höfum
rætt málin um helgina en það hefur
ekkert komið fram sem gefur
ástæðu til að vera með getgátur um
hversu lengi þetta verkfall kemur til
með að standa.“ Forsvarsmenn
kennarafélaganna ræddu grunn-
skólafrumvarpið á fundi með Ólafi
G. Einarssyni menntamálaráð-
herra í gær.
„Mér kæmi ekki á óvart þótt ráð-
herra setti inn ákvæði um skilyrta
gildistöku laganna, þar sem kveðið
er á um að ganga verði frá lögum
um réttindamál kennara áður en
grunnskólalögin taki gildi,“ sagði
Eiríkur. „Hann hefur þegar sett inn
svipuð skilyrði, sem segja að lögin
taki ekki gildi fýrr en lögum um
tekjustofna sveitarfélaganna hefur
verið breytt, til að mæta þeim kröf-
um sem grunnskólafrumvarpið
gerir til þeirra.“
Eirikur sagði þó engu hafa verið
slegið föstu um þetta mál á fiindin-
um með ráðherra, en að hans sögn
hafa kennarar nokkrar áhyggjur af
því að grunnskólalögin taki gildi
áður en réttindi kennara verði
tryggð.
„Ef grunnskólalögin eiga að taka
gildi einhvern ákveðinn dag og sá
dagur rennur upp áður en lögin um
réttindi kennara hafa náð fram að
ganga, þá verða öll okkar réttinda-
mál svífandi í lausu lofti um
óákveðinn tíma, sem er auðvitað
algjörlega óviðunandi."
-æöj
Akureyri
Þrír 15 ára pilt-
ar handteknir
vegna innbrots
Aðfaranótt laugardags var
brotist inn í Rúmfatalagerinn á
Akureyri og skömmu síðar voru
þrír fimmtán ára piltar hand-
teknir grunaðir um verknaðinn.
Að sögn Árna Magnússonar
varðstjóra játuðu þeir verknað-
inn ásamt því að játa fleiri eldri
innbrot. Nokkuð hefur verið um
innbrot á Akureyri nú í vetur en
Árni segir þau flest upplýst.
Helgin var að öðru leyti með ró-
legra móti á Akureyri. Engir aðr-
ir fengu að dúsa í fangageymsl-
um sökum ölvunar og ekki voru
neinir teknir grunaðir um ölvun
við akstur.B