Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 21 Salurinn kunni löain betur en Herbert siálfur Á laugardagskvöldið hélt H.G.- klúbburinn, eða aðdáendaklúbbur Herberts Guðmundssonar, árshá- tíð. Klúbburinn er níu ára gamall en þetta var í fyrsta skipti sem Herbert mætir í eigin persónu endar tromp- aðist allt þegar hann tróð upp. Það lá við að hann þyrfti ekki að syngja heldur rétti hann míkrófóninn í átt að áhorfendum og allur salurinn söng hástöfum, enda kunna aðdáendur Herberts lögin betur en hann sjálfur. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, sem er helsta sprautan í klúbbnum, leggja félagar mest upp úr dýrkun á Herberti. „Við erum gamlir félagar, tíu strákar, og sameiginleg aðdáun á Herberti heldur okkur saman. Við er- um árlega með uppákomur og bjóð- um þá fjölda manns að koma. Á laugardaginn var mikið um dýrðir, enda mætti Herbert í eigin persónu. Við vorum með frábær skemmtiatriði áður en Herbert kom fram og sumir voru farnir að hafa áhyggjur af því að Herbert félli í skuggann en þær áhyggjur voru að sjálfsögðu úr lausu lofti gripnar." Leynigestur kvöldsins var ívar Hauksson, körfuboltakappi, og gerði hann stormandi lukku. Tveir gestanna áttu að finna út úr því um hvern væri að ræða og voru ekki lengi að. Fyrsta spurningin var sú H.G.-klúbburinn ásamt goðinu hvort leynigesturinn væri karlmaður og ívar svaraði á þann hátt sem eng- inn annar gæti: „Jeeaaááá!" Stefán segir klúbbinn mjög lokaðan og strangar reglur gildi um inngöngu í hann. Þó var undantekning gerð á laugardagskvöldið þegar körfubolta- menn úr KR, þeir Hermann Hauks- son og Óskar Kristjánsson, voru teknir inn. „Þeir eru búnir að banka lengi á dyrnar og grenja utan í okkur að fá að komast í félagið. Þeir hafa staðið sig svo vel í því að dreifa tón- list Herberts Guðmundssonar að okkur var eiginlega ekki stætt á öðru en að hleypa þeim inn.“ -JBG svokallaða prófessíónalisma sem byggir á því að það þurfi að skila vörunni á tilteknum tíma. Mér finnst það óhagstætt listinni. Þegar ég var að útskrifast úr Leiklistar- skólanum þá var algengt að sýning- um væri ffestað miskunnarlaust en síðan var tekið á þessu: Við erum atvinnufólk og eigum að skila okkar á tilsettum tíma. Þetta skapar ákveðið stress og ósveigjanleika og býður heim einhverjum verk- smiðjuanda sem er mjög rangur. Algjörlega andstætt því sem við er að fást. Það vantar einhvers konar ró til að styrkja sjálfsvitund leikhús- listamanna. Sterkur listamaður hlýtur að vera sá sem er í góðu sam- bandi við sjálfan sig og er ekki með neinar málamiðlanir varðandi það sem hann vill segja. Annars er leik- húsið hér skrambi gott og við eigum mjög góða leikara og vel er fýlgst með. Samskipti við útlönd hafa ver- ið mjög jákvæð og vel til tekist með að fá erlenda leikstjóra hingað til starfa. En það er ákveðið loftleysi sem þjakar íslenskt leikhús vegna smæðar þess. Maður er alltaf að sjá sömu leikarana á sömu sviðunum. Fólk er duglegt að endurnýja sig en það virðist ekki duga alveg. Það er lítið umburðarlyndi gagnvart til- raunum og gott leikhús er þrengra hér en víða úti þar sem eru til fleiri tegundir í hugum fólks af góðu leik- húsi.“ Almennt viðhorf: Leikhúsheimur- inn trónir efst á lista yfir rœtnustu stéttina? „Hver er klisjan? Það eru príma- donnurnar sem eru að berjast um rullur og athygli. Ég veit ekkert af hverju þetta er meira innan leik- hússins en í öðrum stéttum og er reyndar ekkert viss um að svo sé. En þetta hefur oft farið í taugarnar á mér. Manni hefur fundist fólk vera óumburðarlynt gagnvart öðru fólki og viljað vera fljótara til að gagnrýna á neikvæðan hátt fremur en jákvæðan, kannski til að upp- hefja sjálft sig. Og allt svona hlýtur að stafa af einhverjum ótta og óör- yggi. Kannski tengist þetta starfinu. Er ekki voðalega erfitt að gera illa á sviði? Er það ekki það vandræða- legasta sem maður sér? Ef einhver skrifar lélega grein í blað, er það minna mál? Sleppur hann betur? Hann þarf að minnsta kosti ekki að horfast í augu við það á því andar- taki. Leikarinn berar sig og þarf jafnframt að treysta á það að flókið samspil mismundandi þátta sem gerir sýningu að sýningu gangi upp. Það er stressandi. Og þar komum við að þessum stjörnugjafamóral - hvort ekki sé réttara að huga að heildinni fremur en að draga ein- staka leikara útúr.“ Þór nefnir aðhann verði ekki síðar var við rcetni í öðrum stéttum en jánkar því að hún sé áberandi meðal listamanna. Eiga listamenn í ein- hverri tilvistarkrísu? „Almenningur á Islandi áttar sig ekki á gildi listarinnar og listamenn hafa ekki verið duglegir við að standa upp og segja: Við erum hér af því að við erum nauðsynlegir. Þeir virðast óttast það og hljóta því á einhvern hátt að efast um gildi verka sinna. Þetta er það sem til dæmis Kristján Jóhannsson talar um og þetta óperugengi. Það þýðir ekkert að vera með þessi lítillátu ís- lensku viðhorf erlendis — þar er einfaldlega ætlast til þess að lista- menn séu stoltir. Og ef maður er ekki nægjanlega sannfærður um gildi listarinnar fer maður ekki eins langt.“B Að lesa með nefinu Fimmtudaginn 16. febrúar er Kristinn Hrafnsson skrifaður fyrir bréfi til blaðsins undir yfirskriftinni „Þefvísi gagnrýnandans". Hér er um að ræða viðbragð við hugvekju minni um „Myndlistarmenn við kjötkatlana“, þar sem höfundur staðfestir að hann geti ekki verið ósammála þeim orðum sem ég hef sýnilega skrifað og að ég hafi jafnan það sem sannara reynist. Og þar sem meirihluti bréfsins byggist á ósýnilegum „texta“, sem ég á að hafa „skrifað“ milli línanna, er ég ekki rétti maðurinn til að leysa úr hans málum. „Textinn" sem Krist- inn er að lesa kemur mér raunar ekki fremur við en öðrum lesend- um sem heldur ekki sjá þennan texta sem hann er að glíma við. Ég á auk þess ekki von á að lesendur hafi minnsta áhuga á að fylgjast með því hvað listamenn hafa sér að ásteyt- ingarsteinum, eins undarlega inn- rætt og sú stétt virðist almennt orð- in. En listamenn eru ekki óvanir að líta á sig sem skemmtikrafta, og kannski má líta á það sem einskonar skemmtiatriði þegar þeir deila sín á milli um keisarans skegg, a.m.k. gætu þeir sem telja sig hafa meiri hagsmuna að gæta í menningunni en listamennirnir hrósað happi yfir því að vera látnir í friði á meðan og brosað góðlátlega, jafnvel réttlætt eigin yfirgang með því sem hægt væri að túlka sem sundrungu meðal hinna „tilfinningaheitu lista- manna“. Ég lít á þetta andsvar mitt einungis sem þegnskyldu eða hjálp- arstarf, enda hef ég engan sérstakan málstað að verja nema ef vera skyldi gagnrýna hugsun. Minn grunur er reyndar sá, að þegar listamenn hefja upp óbeislaða reiðilestra sína, þá sé í þeim að finna undir niðri tregafulla viðurkenningu og vonbrigði yfir því að hafa uppgötvað, oft í gegnum bitra reynslu, að þeir séu þrátt fyrir allt leiksoppar afla sem þeir hvorki ráði við né skilji; og gildir hér einu hvort þessi öfl eru af sálfræðilegum, þjóðfélagslegum eða enn djúpstæð- ari toga. Reyndar kvartar Kristinn strax í bréfi sínu yfir því að hann sé ekki með á nótunum þegar talið berst að „lykilöflum“. Það væri þá kannski ekki úr vegi að benda á þá lykilstaðreynd að „menningin“ og þar með myndlistin er einmitt eitt af þessum grundvallaröflum og kannski sjálft „lykilaflið" í sérhverju samfélagi. Það ætti því ekki að koma á óvart að sjá hvernig list og listamenn verða að eins konar gjaldmiðli, þar sem barist er um yf- irráðaréttinn eða eignarhaldið á menningunni, hvort heldur þetta eignarhald er „raunverulegt“ eða „táknrænt“. En í þessum efnum Hannes Lárusson myndlistargagnrýnandi svarar bréfi Kristins E. Hrafnssonar myndlistar- manns, sem var ekki sáttur við umfjöllun Hannesar hér í blaðinu. verður aldrei fullljóst hvort heldur er. Vík ég nú að einstökum oftúlk- unar- eða oflestrarvillum sem Krist- inn verður uppvís að í bréfi sínu. Og vona ég að enginn ætlist til að ég árétti annað en ég hef raunverulega skrifað og hægt er að vísa til á prenti. í) Pistillinn „Myndlistarmenn við kjötkatlana" greinir frá aðstæðum en ekki einstaklingum, þótt við allar aðstæður komi einstaklingar við sögu. Þar tek ég nýlegt dæmi um það hvernig hópur einstaklinga verður að einskonar verkfærum þessara aðstæðna. Ég lýsi því hvern- ig aðstæðurnar, sem í þessu tilfelli ríkja nú í myndlistarheiminum hér, eru á margan hátt óheppilegar fyrir ræktun heilbrigðs einstaklingseðlis, sem aftur er undirstaða heilbrigðs lista- og menningarlífs. Umrætt „andsvar“ staðfestir að greining mín á þessu ástandi, gagnrýni og áhyggjur af afleiðingum þess eigi við rök að styðjast; og kannski er ástandið þegar orðið sýnu verra en menn hefði getað grunað. 2) Kristinn E. Hrafnsson og nokkrir aðrir myndlistarmenn skrifuðu undir og sendu borgaryf- irvöldum bréf þess efnis að þeir vildu áfram óbreytt ástand, undir óbreyttri stjórn og með óbreyttum stjórnarháttum í menningarmálum Reykjavíkurborgar. Þetta kalla ég, réttilega að flestra mati, íhalds- semi, og þá sem standa að slíku bænabréfi íhald; íhaldssemi sem er því hlálegri í Ijósi þess að á undan- förnum árum hafa þessir stjórnar- hættir legið undir allmikilli gagn- rýni, sem hefur verið samhljóma hjá flestum þeim sem hafa tjáð sig um málið á opinberum vettvangi (sbr. t.d. „Málþing um stjórnkerfi menningarinnar“ á Hótel Borg vor- ið 1993). Eini maðurinn á um- ræddu bænabréfi sem hefur tjáð sig að einhverju marki um þessi mál opinberlega er Kristinn Hrafnsson. M.a. á málþinginu um „Stjórnkerfi menningarinnar“ hafði hann í frammi gagnrýni á stjórnun menn- ingarmála hjá borginni og talaði fyrir endurbótum. I bænabréfinu umrædda kveður við annan tón, og er Kristinn nú rétt rúmu ári seinna orðinn einn helsti talsmaður fýrir óbreyttu ástandi; slík gagnger sinnaskipti er ekki óeðlilegt að kalla „frelsun". Einfaldast hefði verið fyrir Kristin og félaga (sem sumir hverjir hafa þegar látið í veðri vaka að hafa verið látnir skrifa undir á fölskum forsendum) að fá umrætt bænabéf birt umyrðalaust, þá hefði enginn í listaheiminum velkst í vafa um hverjir það voru sem telja sig hafa gengið jafndjarflega fram fyrir skjöldu í menningarmálum þjóðar- innar. Og þá hefðu líka allir séð hvernig þessi góði málstaður var settur fram. Fremur lætur Kristinn espa sig upp í að vitna opinberlega um „texta“ sem hann heldur fram að hafa lesið, en enginn kannast þó við að hafa skrifað. Það kostuleg- asta við þetta bréf er þó það, að það var algerlega óþarft, því flestir aðrir myndlistarmenn en þeir sem skrif- uðu á bréfið (reyndar átti ekki nema fámennur hópur færi á því) virtust geta ályktað út frá viðtekn- um vinnubrögðum Menningar- málanefndar að nær engar líkur væru á breytingum hvort sem væri. 3) Ég hef aldrei skrifað um Krist- in E. Hrafnsson eða verk hans fyrr né síðar. Það sem ég segi um hann í greininni um myndlistarmennina við kjötkatlana er einungis eftirfar- andi: „Kristinn, sem áður mælti fýrir eðlilegri endurskoðun á myndlistarkerfi borgarinnar og var um tíma andsnúinn þeim Korpúlfi og Erró, gat nú staðfest frelsun sína fyrir tilverknað boðsýningar á veg- um Listasafns Reykjavíkur, þriggja ára starfslauna á vegum borgarinn- ar og baktryggingar við að dytta að biluðum listaverkum í vörslu Gunnars Kvaran“. Allt þetta er að sjálfsögðu sannleikanum sam- kvæmt. En sumt virðist þurfa skýr- inga við: Korpúlfsstaðamálið svo- kallaða var frá upphafi þeirrar um- ræðu jafnan tengt nafni Errós, þar sem fyrirhugað var að í kjarna hússins yrði sérstakt safn með verk- um hans. Þeir sem voru andsnúnir áætlunum um Korpúlfsstaði voru því einnig, kannski ómeðvitað eins og Kristinn lætur liggja að í sínu til- felli, andsnúnir því lykilhlutverki sem verkum Errós virtist vera ætlað í þessum ráðagerðum. Um „frels- un“ Kristins er það að segja, að um- rædd umbun sem hann hefur notið frá því sem hann kallar „þjónustu- kerfi við myndlistarmenn“ á Kjar- valsstöðum hafi ef til vill hjálpað honum að sjá loks hlutina í réttu ljósi. Það er því ekkert nema ósk- hyggja hjá Kristni að honum finnist grein mín snúast um hann að öðru leyti. 3) Engu að síður sakar Kristinn mig þrisvar sinnum um að ljúga um sig persónulega og „rægja á alla kanta með slíku offorsi að ég krefst þess af [Hannesi] að hann biðjist opinberlega afsökunar í blaðinu“. Heldur síðan áfram með ásökun- um um „illilegar" árásir og „lygar“, „rógburð“, um að fara fram með „samsæriskenningum" og „per- sónulegri óvild“, að vera meðlimur í óskilgreindum flokki harðasta „íhaldskjarna í íslenskri myndlist" sem „djöflast" gegn umbótum, um „yfirgang og bull“, aftur um „per- sónuníð“ og að vera „fulltrúi blind- ingjanna í myndlistarheiminum", um „getsakir" og „árásir á saklaust fólk“, nota „niðrandi orðfæri" um „þá sem dyggast hafa unnið að framgangi nútímamyndlistar", fara með „kjaftæði“ um ýmis öfl, vera með „yfirgang og bull“, sakaður um „árásir á þjónustukerfi mynd- listarmanna“ og að vera hluti af „listrænu úrkasti". Ennfremur: „Persónuleg rógsherferð er eina ráðið og fagleg umræða látin lönd og leið“ og síðan klykkir hann út með kröfunni um að „vísa Hannesi af blaðinu“. Nú er spurningin þessi, sem fleiri en ég hljóta að hafa áhuga á: Hvernig geta menn hreinsað sig af jafnsvæsnum ásökunum og hér er slegið fram án tilvitnana og rök- stuðnings? Sá maður sem sakaður er um lygar, rógburð og níð án dæma eða tilvitnana er því borinn upplognum sökum og það hlýtur að falla undir refsivert athæfi. Stað- reyndin er einfaldlega sú að í grein- inni um „Myndlistarmenn við kjöt- katlana“ og öðru því sem ég hef skrifað er ekki neinn texta að finna sem fella má undir róg, níð eða lyg- ar samkvæmt almennum skilningi þeirra orða. Það er ábyrgðarhluti að ganga svo hart fram sem Kristinn gerir í bréfi sínu að byggja mál- flutning sinn á einhverju sem hann kann að hafa lesið milli línanna, og halda síðan fram fullum hálsi að ég sé höfundur að. Hlýtur slíkt að telj- ast fara yfir venjuleg velsæmis- mörk, ef ekki brjóta gegn landslög- um, svo ekki sé talað um þann álits- hnekki sem slíkur málflutningur hlýtur að vera stétt myndlistar- manna. Það gildir mig einu hvort Kristinn kemur einhvern tíma til með að biðja mig afsökunar á þessu fáheyrða „níði“, sem raunar er beint gegn mér persónulega og ekk- ert skeytt um að vitnað sé í það sem ég hef skrifað. Hitt er alvarlegra, að sumt af því sem hann lætur hér frá sér fara nálgast það að vera óafsak- anlegt, ekki síst þegar þess er gætt að hér fer fram kennari og deildar- stjóri í myndhöggvaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands; þ.e.a.s. þangað til þjónustukerfi borgarinnar umbunaði honum fýr- ir „listrænt framlag“. Það er von mín og vinsamleg tilmæli að Krist- inn láti sér ekki detta í hug að fara að svara þessu „svari“ mínu; það væri að bæta gráu ofan á svart því nóg er skömmin þegar orðin. Fyrst ætla mætti að Kristni og fýlgifisk- um hans sé þefskynið ofarlega í huga er ég sem sagt að ráðleggja þeim að láta nú um sinn duga að þefa hver af öðrum, fremur en fara út í það að lesa það sem ég skrifa að því er virðist með nefninu helstu skynfæra.B ,Grunur minn er reyndar sá, að | þegar listamenn hefja upp óbeisl- aða reiðilestra sína, þá sé í þeim aðfinna undirniðri tregafulla viðurkenningu og vonbrigði yfir | því að hafa uppgötvað, oftígegn- um bitra reynslu, að þeir séu þráttfyrir allt leiksoppar afla sem þeir hvorki ráði við né skilji; og gildir hér einu hvortþessi öfl eru af sálfrœðilegum, þjóðfélagsleg- um eða enn djúpstæðari toga.“ Kvzfcmyndir Egill HelgasonI Skrítiðfólk og venjulegt Short Cuts Háskölabíöi ★ ★★★★ I fyrstu finnst manni allt vera á rúi og stúi í bíómyndinni Short Cuts. Veit leikstjórinn hvað hann er að fara með því að kynna allt þetta fólk til sögunnar, með því að hafa myndavélina á eilífu hringsóli um stórborgina Los Angeles. Það er allt á fleygiferð; maður hefur svosem séð Robert Altman missa tökin áður, missa góð viðfangsefni niður í endaleysu, gera endaleysu úr slæmum viðfangsefnum. Skyldi það vera að gerast eina ferðina enn, hugsar maður eftir að hafa setið hálftíma í bíósalnum? Svo er alls ekki. Þarna er reyndar allt uppfullt með þá óþreyju, mað- ur getur jafnvel sagt eirðarleysi, sem hvort tveggja hefur reynst Alt- man jákvæð og neikvæð — verið drifkrafturinn á bak við afar vondar myndir en líka sumar af frábærustu myndum síðustu áratuga. Máski er hann sjötugur og dálítið útlifaður, en hann er alveg jafn ólíkindalegur og ókindarlegur og hann hefur nokkurn tíma verið, og hann er líka hárnákvæmur eins og hefur bestur verið; eftir fyrsta hálftímann renna öll vötn til Dýrafjarðar. Síðasti klukkutíminn er einhver glæsileg- asti granfmale sem lengi hefur sést í kvikmynd. Eins og tónskáld leikur Altman sér að því að láta mörg ólík stef renna sundur og saman. Hann seg- ir margar sögur í einu, myndin er enda byggð á mörgum smásögum eftir ágætan rithöfund, Raymond Carver; það er nánast ófyrirleitið hvernig hann, að því er virðist áreynslulaust, lætur þær flækjast sundur og saman og líkt og um- myndast með léttri snertingu. Þarna eru ótal persónur. Margar þekkjast þær ekki neitt og sumar kynnast aldrei. Flestar eru þær ein- hvern veginn tættar að innan og oftastnær fá þær einhverja útrás fýrir angist sína á einhverju stigi myndarinnar. Vansæla húsmóðirin sem situr nakin fyrir á málverki, unga konan sem situr með börnin sín í fanginu en starfar í leiðinni við að svara dónalegum símtölum utan úr bæ, bælda stúlkan sem spilar á selló og kastar sér nakin í sundlaug og þykist drukkna, bakarinn sem býr til skreyttar afmælistertur, drekkur sig út úr og hringir til við- skiptavina og er andstyggilegur, kona sem klórar sér í rassinum eftir að hún hefur kvatt friðil sinn við dyrnar með kossi, geðstirður lög- reglumaður sem í ergelsi sínu ber út heimilishundinn, virðulegur læknir sem fer á blindafýllerí með lágstéttafólki sem hann innst inni fyrirlítur, maður sem notar vélsög til að saga heimili fýrrverandi konu sinnar í smábúta, misheppnaður náungi sem getur ekki haldið sig frá flöskunni en ratar aftur til einmana konu sinnar sem getur ekki annað en tekið honum og loforðum hans um nýtt líf með innilegum fögnuði. Svo eru aðrar persónur sem virðast betur á sig komnar, jafnvel sæmi- lega heilar; einhvern veginn virðast þær samt rata í einhver kynni eða áföll sem brjóta þær í þúsund mola. Þetta er flest skrítið fólk, og ef ekki það, þá venjulegt fólk sem lendir í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.