Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
13
^ölskykJuvíd í Lyon
Pólitík, peningar, frægð, svik, ást og harmur. Alltþetta erað finna í réttarhaldi sem nú stenduryfirí Frakklandi. Þar
eru fyrirdómi Michel Noir, einn vinsælasti stjómmálamaður Frakklands, og tengdasonur hans, kaupsýslumaðurinn
Pierre Botton. Þeir eru ákærðir fyrir fjársvik afýmsu tagi og minnir margt í málinu helst á Dallas.
Stund milli stríða. Noir-fjölskyldan sættist um stund á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes vorið 1992. Frá vinstri: Michel Noir, kona hans, tengda-
sonurinn Pierre Botton og dóttirin Anne-Valérie.
I síðustu viku hófst í Lyon í
Frakklandi eitthvert umtalaðasta
réttarhald sem farið hefur fram þar
í landi. Fyrir dóm eru meðal ann-
arra leiddir Michel Noir, borgar-
stjóri í Lyon, Patrick Poivre d’Ar-
vor, þekktasti sjónvarpsmaður
Frakklands, og Michel Mouillot,
borgarstjóri í Cannes. Stjarna rétt-
arhaldanna er þó án efa kaupsýslu-
maðurinn Pierre Botton. Fiann er
tengdasonur Michel Noir og eitt
sinn voru með þeim miklir kær-
leikar. Nú virðast þeir ekki eiga
neitt annað en hatur hvor í annars
garð. Þarna er allt sem fjölmiðlar
gætu óskað sér í spennandi réttar-
haidi: Pólitík, peningar, frægð, svik,
ást, harmur.
Michel Noir kynntist Pierre Bot-
ton fyrst 1983. Frá þeim tíma voru
þeir nánast óaðskiljanlegir. Þeir
fóru saman í frí til Antillaeyja og
Bandaríkjanna, það var Botton sem
borgaði reikninginn. Botton var
ekki nema 32 ára, 1987 kvæntist
hann Anne-Valérie, elstu dóttur
Noir. Við það varð samband þeirra
enn nánara, enda hugði Noir á
mikinn frama í stjórnmálum. Bot-
ton varð helsti ráðgjafi tengdaföður
síns og ennfremur fór hann að
leggja honum fjárhagslegt lið —
sem nú er talið tortryggilegt. Noir
var ennþá frekar ungur, grannur og
glæsilegur, þeir lögðu sig fram um
að skapa honum eins konar
Kennedy-ímynd og kannski var
lokatakmarkið ekki smærra en for-
setastóllinn í Elyséehöll.
Botton kynnti tengdaföður sinn
fyrir kvikmyndastjörnum og sjón-
varpsfólki. Honum þótti hann ekki
nógu vel klæddur og keypti á hann
föt, alklæðnaði, bindi og frakka
sem sagður er hafa kostað 600 þús-
und krónur íslenskar. Allt þetta
skilaði ágætum árangri: Noir varð
ráðherra utanríkisviðskipta í ríkis-
stjórn gaullistans Jacques Chirac
sem settist við völd 1986.
Sú stjórn fór frá völdum 1988.
Noir hugsaði sér til hreyfings í bæj-
arstjórnarkosningum. Enn var Bot-
ton alls staðar nálægur. Hann not-
aði fyrirtæki sín til að leggja
tengdaföður sínum lið. Hann út-
vegaði honum þægilega íbúð í Par-
ís, hann réð fyrir hann einkaritara,
hann léði honum bíl með bílstjóra,
hann fékk menn til að kenna hon-
um að koma fram í sjónvarpi. Og
enn voru það ferðalögin sem Bot-
ton greiddi, þar á meðal flug með
Concordeþotu til Bandaríkjanna.
Og málsverðir á dýrustu veitinga-
húsum og lúxusvilla sem Botton
segist hafa leigt fyrir tengdaföður
sinn og greiddi fyrir það 400 þús-
und franka.
Botton vill borgun
En Pierre Botton var meiri kaup-
sýslumaður en svo að hann starfaði
ókeypis. Hann vildi líka fá að bjóða
sig fram í bæjarstjórnarkosningun-
um í Lyon og ætlaðist til að sér yrði
boðin sérleg staða fjármálaráðgjafa.
Þá var ýmsum aðstoðarmönnum
Noir nóg boðið og í fyrsta skipti
kastaðist í kekki með tengdaföður
og tengdasyni. Afleiðingin varð sú
að Noir mátti sitja uppi með aðeins
einn einkaritara, Botton lét hina
hverfa.
Aftur náðu þeir þó saman og
Botton varð eins konar kosninga-
stjóri Noir. Hann sá um að afla fjár
í kosningabaráttuna og hafði líka
yfirumsjón með því hvernig því
yrði eytt. Til að tryggja stöðu sína
heimtaði hann að fá skriflegt bréf
frá Noir um að hann gegndi þessu
embætti. Noir lét undan og sendi
honum umdeilt fax 1. desember
1988.
Botton hófst ótrauður handa við
að afla tengdaföður sínum eins
mikils Ijár og hann gat. Hann fór
bónarveg tjl ýmissa fyrirtækja og
varð vel ágegnt. Kosningabaráttan
þótti með mjög amerísku sniði og
Noir vann góðan sigur. Hann sett-
ist í stól borgarstjóra í mars 1989.
Sama kvöld fóru hann og Botton
saman á veitingahús og héldu upp á
sigurinn — enda var hann kannski
ekki síst tengdasyninum að þakka.
Nokkrum dögum síðar skarst al-
varlega í odda með þeim. Noir rak
Botton út úr ráðhúsinu í Lyon. „Ég
fleygði honum með harðri hendi út
úr skrifstofu minni og fyrir það hef-
ur hann aldrei fyrirgefið mér,“ segir
Noir. Botton er sagður hafa gerst
svo ósvífinn að heimta sín laun:
Tveggja prósenta þóknun af öllum
viðskiptum bæjarfélagsins. Noir
þverneitaði og Botton flutti suður á
Rívíeruna þar sem hann hjálpaði
borgarstjóranum, Michel Mouillot,
í kosningabaráttu. Nokkrum dög-
um síðar hringdi hann í tengdaföð-
ur sinn og sagðist ætla að skilja við
dóttur hans, Anne-Valérie - nema
hann léti að kröfum sínum. Noir
segir að Botton hafi notað allt til að
reyna að kúga sig: „Ég hef lagt allt
mitt á þig, sagði hann. Ég hef valið
þig sem afa barnanna minna og
svona þakkarðu mér.“ Botton á að
hafa bætt við: „Ef þú lætur ekki
undan fremur dóttir þín sjálfs-
morð.“
Noir var illa brugðið, en féllst
loks á að hitta tengdason sinn. Bot-
ton stóð fastur á kröfum sínum en
Noir neitaði. Þá sýndi Botton hon-
um ýmis skjöl sem lutu að sam-
starfi þeirra og fyrirtækja Botton.
Botton hótaði að gera allt opinbert
en Noir reyndi að róa hann. Á end-
anum varð úr að þeir gerðu með
sér eins konar samning í París —
Noir segir að Botton hafi þröngvað
sér til þess — en þar stóð að Botton
skyldi hætta allri starfsemi í nafni
Noir. I öðru lagi stóð að tengdafað-
irinn skyldi endurgreiða tengdasyni
sínum ýmsa þjónustu sem hann og
fyrirtæki hans höfðu innt af hendi.
Endurgreiðslan skyldi fara fram
mánaðarlega, í reiðufé. Þetta voru
verulegar fjárhæðir: 500 þúsund
frankar fyrir árið 1987, 1 milljón
franka fyrir 1988, 300 þúsund
frankar fyrir 1989. Noir hóf að
greiða skuldir sínar. Hann endur-
greiddi 400 þúsund franka. Helm-
ing þess fjár færði aðstoðarmaður
hans í Frakklandsþingi Botton per-
sónulega.
Samningurinn
dreginn í efa
Málshöfðunin byggir mjög á
þessum samningi. Noir heldur því
fram að honum hafi verið breytt án
þess að hann vissi af. 1 framburði
sínum hefur Botton verið tvísaga.
Fyrst hélt hann því fram í mars 1993
að þennan samning hefði Noir fært
sér í París. Tveimur mánuðum síð-
ar var þeim tveimur gert að koma
saman fyrir dómara og þá sagði
Bötton að einn aðstoðarmaður No-
ir hefði fært sér hann í lokuðu um-
slagi. Philippe Courroye, sak-
sóknari í málinu, telur þó ólíklegt
að samningurinn sé ekki gilt máls-
gagn né að Noir hafi verið þröngv-
að til að skrifa undir hann. Þótt
Botton hafi verið gjarn á að fara
frjálslega með tölur — upphæðirn-
ar sem hann segist hafa hjálpað No-
ir með hafa rokkað milli 11 milljóna
franka og upp í 25 milljónir franka
— þá hafi flest annað í framburði
Botton staðist. Noir hefði líka átt að
vita betur, enda er hann sjálfur
fýrrverandi forstjóri fyrirtækis,
þingmaður, ráðherra og borgar-
stjóri.
Botton segir að sagan um að
hann hafi heimtað hlut af viðskipt-
um Lyonborgar sé hreinn upp-
spuni í tengdaföður sínum. Hann
segir að ágreiningur þeirra hafi
fyrst og fremst verið stjórnmálalegs
eðlis; Noir hafi ekki viljað fram-
fylgja stefnu sem þeir hefðu mótað
saman. Hann segir að í réttarhöld-
um megi hann sín lítils gagnvart
„pólitísku dýri“ eins og Noir og því
muni hann ekki láta teyma sig út í
orðasennur, heldur láta skjöl og
reikninga tala. Ef tengdafaðir sinn
játi ekki á sig sekt sína muni aldrei
geta gróið um heilt milli þeirra.
Hann muni ekki leyfa honum að
komast upp með að halda því fram
að þetta hafi einungis verið gjafir
frá „ríkum og örlátum“ tengdasyni.
Hann vitnar meðal annars í eftir-
farandi samtal sem fór fram fyrir
augliti dómara í júní 1993:
„Dómarinn við borgarstjórann:
Hver borgaði fötin yðar? Noir: Það
var Pierre Notton. Hvenær: Þegar
ég átti afmæli. Dómarinn: En þarna
eru reikningar frá því í janúar og
þér eigið afmæli í maí.“ Og áfram,
samkvæmt Botton: „Dómarinn: En
þér, Herra Noir, hafið þér gefið Pi-
erre Botton gjafir? Noir: Já, oft.
Þegar hann átti afmæli.“ Og þá seg-
ist Botton hafa gripið fram í og
spurt tengdaföður sinn: „Jæja. Og
hvenær á ég afmæli? Noir: 17. apríl.
Botton: Rangt, ég á afmæli 30.
maí.“
Bitbeinið
Anne-Valérie
Noir heldur því fram að Botton
hafi leikið sér að því að setja nöfn
þeirra tveggja undir ólíklegustu
reikninga en segir að mestu skipti
þó að hann fái að hitta dóttur sína
aftur. Hann segist ekki hafa fengið
að sjá síðustu dótturdóttur sína og
að á sig sé alltaf skellt þegar hann
reyni að fá einhverjar fréttir. Hann
segir að Botton hafi meira að segja
endursent sér blómvönd sem hann
sendi þegar síðasta barnið fæddist.
„Mér skjátlaðist illa um tengdason
minn,“ segir hann, „eftir að milli
okkar hafði nánast ríkt ást.“
Hér hefur Botton líka aðra sögu
að segja. Hann segir að tengdafaðir
sinn leiki sér að því að slá á þessa
strengi tilfinningaseminnar, en í
raun sé hann gersneyddur öllum
kærleik til íjölskyldu sinnar. Hann
segir að um síðustu jól hafi hann
ekki sent barnabörnum sínum eina
einustu jólagjöf, undir því yfirskini
að hann vissi ekki heimilisfangið.
Eitt sinn hafi hann reyndar hringt í
dóttur sína, 21. desember 1992, dag-
inn sem Botton var hnepptur í
gæsluvarðhald. Þá hafi hann átt það
eitt erindi að heimta að hún skildi
við mann sinn.
Michel Noir er gefið fjármála-
ntisferli að sök, að hafa þegið fé
með óheiðarlegum hætti og mis-
notað opinbert fé. Samskipti hans
og Botton þykja einnig grófur hags-
munaárekstur. Hvort hann verður
dæmdur í fangelsi eður ei er líklegt
að hann eigi framvegis erfitt upp-
dráttar í stjórnmálum.
Framtíð Botton er enn óráðnari.
Hann er ákærður fyrir svik í reikn-
ingshaldi og fyrir að hafa með ýms-
um brögðum dregið sér 30 milljón
franka úr ýmsum fyrirtækjum
sínum. Hann er líklega fallinn og
spurning hvort hann dregur
tengdaföður sinn með sér. -eh.
byggt á VExprcss og Le Nouvel Observateur.
PPDA
Hann heitir fullu nafni Patrick Poivre
d’Arvor en Frakkar kalla hann yfirleitt
ekki annað en PPDA. Hann er fréttaþul-
ur á TF1-sjónvarpsstöðinni, þykir með
eindæmum traustvekjandi og vísast
frægasti sjónvarpsmaður í Frakklandi.
Hann hefur þó orðið uppvís að ýmsu
misjöfnu, til dæmis þegar hann falsaði
einkaviðtal við Castró Kúbúleiðtoga.
Hann nýtur nokkrar samúðar þessa
dagana eftir að ung dóttir hans, Solenn,
fyrirfór sér en hún þjáðist af næringar-
sjúkdómnum anorexia nervosa. Til
hennar skrifaði PPDA átakanlega bók í
formi sendibréfa.
En kannski hjálpar það honum ekki f
PPDA og lögfræðingar hans.
réttarhaldinu í Lyon. Honum hefur verið
gert að draga sig um stund í hlé frá
störfum á TF1, enda er hann ákærður
fyrir aö hafa þegið ýmiss konar greiða af
Pierre Botton, en einkum beina ákær-
endur þó sjónum sínum að 29 boðsferð-
um til fjarlægra deilda jarðar á árunum
1987 til 1990 og að auki fjölda reikninga
frá hótelum og veitingahúsum.B
Karpov geqn
Kamskís
Það er ljóst að það verður Ana-
tólí Karpov sem etur kappi við
undradrenginn Gata Kamskí í
einvígi um Fide-heimsmeistaratit-
ilinn í skák. Karpov sigraði Boris
Gelfland í einvígi sem lauk á Ind-
landi á laugardag. Karpov fékk sex
vinninga en Gelfland þrjá. Áður
hafði Kamskí unnið Rússann Val-
erí Salov með yfirburðum. Kam-
skí á möguleika á að tefla líka til úr-
slita í PCA-heimsmeistarakeppn-
inni gegn Garrí Kasparov, en til
þess þarf hann að sigra Indverjann
Anand í einvígi.B
Atómleyndar-
mál afhjúpuð
Boris Jelt-
sín hefur fyrir-
skipað að
leyniskjöl sem
segja frá því
hvernig Sovét-
menn eignuð-
ust kjarnorku-
sprengju skuli
birt. Þetta eru
skjöl sem fjalla
um upphaf
kjarnorkuáætl-
unar Sovétríkjanna og ná ffam til
1954. Ekki segir hvort öll skjölin
verða birt né hvenær. Sovétmenn
sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju
sína 1949, fjórum árum á eftir
Bandaríkjamönnum. Það hefur
lengi verið almennt álit á Vestur-
löndum að kjarnorkuleyndarmál-
um hafi verið lekið til Rússa af
njósnurum og vísindamönnum
sem þeir höfðu á mála.B
Tveir þjófar
Itölum var brugðið þegar þeir
opnuðu dagblaðið 11 Messaggero á
laugardagsmorgun. Þar birtust
myndir af fyrrum heilbrigðisráð-
herra landsins, Francesco De Lor-
enzo, þar sem hann sat að snæðingi
við annan mann á veitingahúsi í
Róm. Lorenzo þessi er einn verst
þokkaði pólitíkus Italíu og hefúr
setið í tugthúsi, ásakaður um að
hafa dregið sér ríkisfé. Hann var lát-
inn laus af heilsufarsástæðum ný-
skeð, en bíður nú réttarhalds. Veit-
ingahúsið heitir „Tveir þjófar" og
sagði blaðið að varla væri hægt að
finna hæfilegra nafn.B
Drottningin
kærð
Richard Mathastein, 45 ára
lögreglumaður, sem stóð vörð við
höll Elísabetar Bretadrottningar í
Windsor, hefur heimtað að hún
greiði sér 250 þúsund pund vegna
óhapps sem hann varð fyrir. Þá datt
hann í myrkri ofan í holu sem
verkamenn höfðu grafið. Slasaðist
hann svo illa að honum var sagt
upp störfum tæpu ári síðar. Það
kemur í hlut dómsmálaráðherra
Bretlands, Nicholas Lyell, að verja
drottningu, enda mun ekki hægt að
lögsækja hana beint. Hins vegar
þarf hún að borga ef lögreglumað-
urinn vinnur málið.B
Ný og breytt forsetafrú
Hilavy kemur úr
Hilary Rodham Clinton, for-
setafrú Bandaríkjanna, er smátt og
smátt að snúa aftur úr eins konar
innri útlegð sem hún hefúr haldið
sig í síðustu mánuðina. Síðustu
dagana hafa birst við hana fýrstu
viðtölin sem hún hefúr gefið síðan
þau hjónin biðu beiskan ósigur í
þingkosningunum í nóvember.
Þegar Bill Clinton náði kjöri sem
Bandaríkjaforseti var almennt búist
við því að Hilary yrði með atkvæða-
mestu forsetafrúm. Það var hún
vissulega í fyrstu og höfðu andstæð-
ingar Clintons uppi ýmsar háðs-
glósur um að í rauninni væri það
hún sem væri húsbóndinn á heimil-
inu. Upp á síðkastið hefur hlutverk
hennar hins vegar virst mjög óljóst.
Sérfræðingar segja að vissulega sé
hún enn helsti ráðgjafi forsetans, en
út á við hefur hún verið óvenju
þegjandaleg — ólíkt því sem var í
upphafi þegar hún brýndi raustina
við andstæðinga forsetans, sígar-
ettuffamleiðendur og alla sem voru
andsnúnir hugmyndum hennar um
heilbrigðis- og menntamál.
Það var einkum á sviði heilbrigð-
is- og tryggingamála sem Clinton
reiddi sig á hugmyndir konu sinnar.
Þau hafa orðið að sætta sig við að
þær komast ekki í gegnum þingið
nema í mjög breyttri mynd. Hilary
segir að framvegis muni hún ekki
móta stefnuna í þessum málum,
heldur muni hún einungis benda á
ýmislegt sem henni finnst að-
finnsluvert.
Það er því líklega öllu hlédrægari
Hilary verður hlédrægari.
Hilary sem mun snúa andlitinu að
Bandaríkjamönnum næstu tvö ár-
in.B
Hreinlæti og böö
Kalir eru óhreinastir
Það orð hefur lengi farið af
Frökkum að þeir séu óhreinlátari en
aðrar þjóðir; franskir karlmenn geti
til dæmis verið fínir á yfirborðinu,
en þá fylgir sögunni að þeir séu lík-
lega í skítugum nærbuxum. Um
Breta er hins vegar sagt að þeir séu
ógn hreinlátir og sífellt í baði. Nýleg
skoðanakönnun sem franska út-
varpsstöðin Europe 1 gerði sýnir að
varla er mikill munur á, eða kannski
er það liðin tíð.
1 skoðanakönnuninni kom fram
að Bretar eru enn einna hreinlátast-
ir: Þeir fara að meðaltali 3,7 sinnum
í sturtu í viku, en 3 sinnum í bað.
Portúgalir fara 4,9 sinnum í sturtu í
viku en 0,9 sinnum í bað að meðal-
tali. Spánverjar fara 4,7 sinnum í
sturtu en 1,1 sinni í bað. Þjóðverjar
fara 4,4 sinnum í sturtu en 1 sinni í
bað. Sömu tölu hafa Frakkar, þeir
fara 4,4 sinnum í sturtu en 1 sinni í
bað. ítalir virðast óhreinlátastir
þessara þjóða, þeir fara 3,8 sinnum í
sturtu en 1 sinni í bað.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
eru Bretar hins vegar óduglegastir
við að bursta í sér tennurnar, en
Þjóðverjar langffemstir í því að slíta
tannburstum og nota tannkrem.
Næst þeim koma Belgar og Spán-
verjar. Bretar nota hins vegar mest
af svitalyktareyði, en Frakkar
minnst.
Hreinlæti virðist vera talsvert
mismunandi eftir stéttum. I Frakk-
landi eru það æðri embættismenn,
kaupsýslumenn og háskólafólk sem
fer oftast í sturtu eða bað eða 5,7
Bretar fara oftast í bað og sturtu
en bursta sjaldan í sér tennurnar.
sinnum í viku. Verkamenn gera það
4,8 sinnum í viku að meðaltali, en
bændur ekki nema 3,5 sinnum.B