Helgarpósturinn - 20.02.1995, Blaðsíða 22
22
MORGUNPÓSTURINN MENNING
MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1995
skrítnum málum; Altman um-
gengst það allt með því háði sem
hann er þekktastur fyrir, en líka
einhverjum kærleiksríkum dapur-
leika; einhvers konar samblandi af
mannhatri og mannelsku.
Á endanum er þetta jafn taprt og
gegnsætt og dýr eðalsteinn. Altman
er sem fyrr sinn maður, ef hægt er
að taka svo til orða; sjötugur getur
hann leyft sér að hlæja í hálfum
hljóðum að úrtölumönnunum sem
eitt sinn hröktu hann frá Holly-
wood. Og munu líklega aldrei taka
svo frumlegan kvikmyndagerðar-
mann í sátt.
-Egill Helgason
Vandlifað að vera
dóni
Disclosure
Sambíöunum
★★
Kannski er Michael Chrichton
mesti metsöluhöfúndur í heimi, en
fyrst og fremst er hann þó frústrer-
aður prédíkari. I bókum sínum sem
ári eftir útkomuna verða undan-
bragðalaust að kvikmyndum er
hann alltaf að lesa okkur pistilinn. I
Jurassic Parc flutti hann langa stól-
ræðu um hættuna sem mannkyn-
inu er búin af líftækni; Rising Sun
var samfelld eldprédíkun um Jap-
ani og hvernig þeir eru með flátt-
skap að gleypa Ámeríku; í Disclos-
ure er það kynferðisleg áreitni sem
liggur honum þungt á hjarta,
hvernig hana má nota sem einhvers
konar geldingartæki til að koma
óvinum í klandur eða fá losun fyrir
annarlegar hvatir, hvernig eins
konar rannsóknarrétti hefur verið
komið upp í nafni hennar, hvernig
hún vekur upp spurningar um eðli-
lega sönnunarbyrði.
Nú held ég að ég sé að vissu leyti
sammála Michael Chrichton. í
Ameríku hefur fárið út af kynferð-
islegri áreitni verið sérstakur leik-
völlur fyrir bíræfna lögfræðinga og
piparkerlingar sem eru í óða önn
að endurvekja eitthvert yfirdreps-
kennt siðgæði viktoríutímans. Af
því sem ég hef heyrt og lesið virðist
þetta fyrir löngu komið út í tóma
vitleysu, enda eiga siðspilltari Evr-
ópubúar erfitt með að skilja hve-
nær menn eru að reyna við konu
samkvæmt þessum fræðum eða
hvenær þeir eru að áreita hana. Og
er vandséð hvernig mannkynið nær
að fjölga sér ef þetta lið fær að ráða.
Chrichton, og Barry Levinson
leikstjóri, leika sér að því að snúa
guðspjallinu upp á skrattann, og
það er að ýmsu leyti sniðugt. Það er
semsé karlmaður sem verður fýrir
kynferðislegri áreitni, ekki kona
eins og er yfirleitt gert ráð fyrir.
Karlmaðurinn þarf að verja sig og
náttúrlega mætir hann slíkri vana-
hugsun að flestir eiga bágt með að
trúa honum. Það tekst þó að lokum
og réttlætið sigrar. Vonda nornin
fær makleg málagjöld.
Fram að þeim tíma er sæmilegt
vit í myndinni. Sviðið, afar vand-
lega hannaðan vinnustað, eiga
nokkrar steríótýpur uppatímans og
allt snýst þetta um metorð og völd;
þarna er ráðvandi uppinn sem
verðskuldar að komast áfram,
þarna er uppinn sem er með aðeins
of þröngan flibba og sleikir skósóla
yfirboðara sinna, þarna er miðaldra
konan sem ekki er metin að verð-
leikum, líklega vegna þess að hún er
svo hlédræg og aðeins of ófríð, og
svo er þarna flagðið, klætt grárri
drakt og háhælaskóm, sem veigrar
sér ekki við að beita kynferði sínu,
nota það ekki eða misnota það, til
að komast alla leið upp á efstu hæð.
Hendingin ræður því að þetta fólk
vinnur ekki í skóverksmiðju, held-
ur við framleiðslu á hátæknitölvu-
búnaði — það gefur Chrichton enn
eitt tækifæri til að sýna hvað hann
er vel að sér um þau vísindi sem eru
efst á vinsældalistum hverju sinni.
Allt þetta fólk er mestanpart
skiljanlegt og viðbrögð þess þegar
uppvíst verður að dóni — kynferð-
islegur áreitari — er meðal þess.
Hængurinn er hins vegar sá að það
mál er til lykta leitt þegar enn lifa
svona þrjú kortér af myndinni. Þá
tekur við niðurlagið, óskiljanlega
langt, þar sem góða hetjan þarf að
sanna að flagðið (dyggilega studd af
„Máski er hann sjötugur og dálítið útlifaður,
en hann er alvegjafn ólíkindalegur og ókind-
arlegur og hann hefur nokkurn tíma verið, og
hann er líka hárnákvœmur eins og hefur best-
ur verið; eftirfyrsta hálftímann renna öll vötn
til Dýrafjarðar. Síðasti klukkutíminn er ein-
hver glœsilegasti granfinale sem lengi hefur
sést í kvikmynd. “
siðlausum forstjórum) hafl ekki
bara rangt við á kynferðissviðinu,
heldur líka í vinnunni. Allt gengur
það út á eitthvert fikt við hátækni-
búnað sem líklega má fá miklu
ómengaðri og betri í tölvutímarit-
um. Að minnsta kosti er vandséð
hvað sýndarveruleiki komi sögunni
við — nema þá að hann sé sýndar-
mennska.
-Egill Helgason
Hálendingurinn er
ódrepandi
Highlander 3
HáskölabIöi
o
Christopher Lambert hefur
tindrandi augnaráð og ansi fallegt
bros, en þó ekki fallegra en svo að
kvikmyndafrömuðir virðast ekki
telja honum treystandi fýrir meiru
en að leika í enn einni útgáfúnni af
Hálendingnum. Og er sú saga nú
leidd til lykta í þriðja skipti og enn
svo vendilega að maður heldur að
meiru sé ekki hægt að bæta við. Og
þó — alltaf virðist von á nýjum ill-
mennum, ógeðslega ófrýnilegum
og næstum ódrepandi, til að skylm-
ast við þennan náunga sem ekkert
og enginn getur komið í gröfina.
í þetta sinn skríður ómennið
undan fjalli sem hefur legið ofan á
honum og félögum hans tveimur í
hartnær hálft árþúsund. Hálend-
ingurinn á einskis ills von en auð-
vitað hefur hann ekki sofið á verð-
inum, heldur haldið sér við með
því að sveifla sverði í afdölum, á
fjallstindum og á klettasyllum í
Skotlandi — við dunandi undirleik
hljóðgervla.
í leiðinni rifjar hann reyndar upp
ævintýri sín í frönsku stjórnarbylt-
ingunni og þar hefur hann eitthvað
ruglast á því hver var hver og hver
hélt með hverjum, því við fallöxina
standa menn sem eru í óða önn að
taka höfuð af aðalsfólki — í nafni
konungsins. En kannski eru það
bara elliglöp að muna ekki betur.
Svo berst hann við illþýðið, að
vanda í gömlum skemmum, á háa-
loftum og í niðurníddum verk-
smiðjum. Það eru ábyggilega mikil-
fengleg bardagaatriði. Á milli hvílir
hann sig í örmum konu, svo fallegs
fornleifafræðings að hún myndi
ábyggilega aldrei fá vinnu á Þjóð-
minjasafninu, og þá er ekki verið að
spara mjúka fókusinn, vaselínið á
linsuna né lágvær andvörp. En
fjöllin í Skotlandi eru að sönnu fög-
ur.
-Egill Helgason
Leik/isf
Leifur ÞórarinssonI
Framtíðardraugar í
Borgarleikhúsi
Höfundur: Þór Tulinius
Sviðsmynd: StIgur Steinþórsson
Búningar: Þórunn ElIsabet
SVEINSDÓTTIR
Lýsing: Elvar Biarnason
Tónlist: Lárus H. GrImsson
Leikstjórn: Þór Tulinius
Það er býsna erfitt að átta sig á
erindi þessa verks. Ekki þó vegna
þess að það risti svo ómælanlega
djúpt, því einfaldur manneskjuleg-
ur boðskapur liggur þar nokkuð í
augum uppi. En þetta gengur ekki
alveg upp og líklega er um að kenna
hvernig það er í laginu, lopinn er
teygður þar til maður missir þráð-
inn, áhuginn dvínar og dettur upp
fyrir. En kannski er hægt að laga
þetta í annarri sýningu á öðrum
stað? I öðru verki kannski, því mér
segir svo hugur að Þór Tulinius sé
ekki hættur að skrifa, sem betur fer.
Ósköp byrjar þetta annars
huggulega. Ámma á íslandi fær
uppbringingu barnabarna í Japan,
sem fá hana til að segja sér frá dópi-
stafortíð sinni... og þar með hverf-
um við inn í Madmaxaða veröld
með elektrónískum undirleik. Am-
man er ung og ætlar að redda fram-
tíð í Suður-Ámeríku með miðils-
monningum. Hún býr með bróður
sínum Sigga Skyhigh smákrimma
og fyllibyttu og Jóhanni Gautasyni,
ofbeldissinnuðum homma með
menningaráhuga.
Sviðið er óhrjálegur draslarabú-
skapur fyrir austan sól og vestan
mána. Lögreglan fýrir utan vakir
yfir hverju spori. Amman er yndis-
lega leikin af Guðrúnu Ásmunds-
dóttur, sem bregður sér svo í hlut-
verk fyrsta kúnna svikamiðilsins
þ.e.a.s. ömmu í dópinu eða Guð-
rúnar Bjarkadóttur sem Ieikin er
með stórum tilþrifum af Jóhönnu
Jónas Það er bráðkostulegur sam-
leikur og örstutt í hreinan Iðnófars-
ann. Og næsti kúnni er gamall
kennari þremenninganna, Björn
nokkur Örlygsson sadisti og öfug-
uggi og mannfræðingur að mennt
og það endar með því að þrenning-
in bálfdrepur kauða. En þá kemur í
hann andi úr Austurlöndum og nú
fer Árni Pétur Guðjónsson aldeil-
is á kostum, því Björnandi kemur
dóptríóinu á trillu, hvorki meira né
minna, og finnur meira að segja
handa þeim fisk þarna í ördeyð-
unni. Og það er nú það. Hvort er
svo betra, þorskur eða dóp? Það er
víst spurningin milda og mikill nú-
tíðar- og framtíðarvandi. Og and-
inn linnir ekki látum, í ýmsum
gervum, fyrr en hann hefur komið
öllum á réttan stað, Sigga í grjótið,
Jóa á sjóinn, og einhvern veginn
hefur amma orðið amma. En hver
er afinn? Það er vandamál sem
heldur fýrir manni vöku. Já hver og
hvar er afi?
Þetta er allt prýðilega leikið. Ell-
ert Ingimundarson er óborgan-
legur í mímikkinni á Sigga Skybigh
og sannur drullusokkur í öllum að-
alatriðum. Og Björn Ingi Hilmars-
son er átakanlegur í öllum yfir-
borðshrottaskap hugsjónahomm-
ans, sem kemst næst því að vera lýr-
ískur í „ég elska þig helvítið þitt“.
Einsog áður var sagt er Jóhanna
Jónas mikilúðleg í hlutverki
Gunnu, en hefur í sér marga aðra
spennandi strengi, sem gott væri að
fylgjast með frekar. Og Sóley El-
íasdóttir er óborganleg austan-
fjallsmey í hlutverki Beggu-Bettýar-
Birnu og þá ekki síst sem lesbískur
lögregluandi í lokin.
Það er augljóst að leikstjórinn
Þór Tulinius kann vel til verka, þótt
hann hefði kannski mátt stytta sýn-
inguna svona 50%. Sviðsmynd
Stígs Steinþórssonar er mikið
furðuverk og gefur réttan óhugnað
sem og tónlist Lárusar H. Gríms-
sonar og hárrétt pönkaðir búning-
ar Þórunnar Elísabetar Sveins-
dóttur.
-Leifur Þ.
Ba’kur
Kolbrún BergþórsdóttirI
Sannleikur
Austurlanda
Speki Austurlanda
Forlagið 1995
★★★
Ekki er mikill erill á bókamark-
aðnum fyrstu vikurnar eftir jól.
Helst er það Heimsbókmennta-
klúbbur Máls og menningar sem
yljar menningarsinnuðum sálum.
Og Mál og menning ásamt Forlag-
inu sendir í hverjum mánuði frá sér
„Bók mánaðarins“ sem seld er
þann mánuð með þrjátíu prósenta
afslætti.
Bók febrúarmánaðar nefnist
Speki Austurlanda. Svo gætt sé
meiri nákvæmni þá eru bækurnar
þrjár og hver um sig fjallar um eina
útbreidda heimspekikenningu
Austurlanda. Það eru zen, taó og
súfismi sem þar fá afgreiðslu.
Þetta eru bækur í fremur litlu
broti, seldar í öskju og hinar eigul-
egustu. Þær eru ríkulega mynd-
skreyttar og gullfallegar. Útlitinu
verður því ekki annað en hrósað.
I bókunum, sem eru þýddar úr
ensku, er saga heimspekikenning-
anna rakin og sagt frá grundvallar-
atriðum þeirra. Textinn virðist æði
oft skrifaður með það í huga að
skapa eins konar tilfinninga-
kennda, trúarlega stemmningu í
huga lesandans. Þetta er því trú-
boðstexti, skrifaður til að leiða okk-
ur Vesturlandabúa inn í sannleika
Austurlanda. Ákefðarmælska er um
of ríkjandi. Sem dæmi um hana má
nefna setningar eins og þessar:
Um zen: „Zen er lifandi blóm,
rós sem lifir að eilífu án upphafs og
endaloka. Þessi rós ber blöð sem
falla samtímis því að ný blöð vaxa,
Hvað er í
• /
jO.
Tý
Ríkissjónvarpið
Mánudagur
15.00 Alþingi
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Þytur í laufi
Móli moldvarpa og Fúsi froskur eru
alltaf jafn skemmtilegir.
18.25 Hafgúan
19.00 Flauel
Rúvararnir jarða kollega sína á
Stöð 2 þegar kemur að því að velja
almennileg tónlistarmyndbönd til
sýningar.
19.15 Dagsljós
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Don Martin
Skrípó eftir Don Martin eins
teiknara teiknimyndablaðsins Mad.
21.05 Kyndlarnir
Aldeilis frábærir sænskir þættir.
Hressandi mótvægi við alla banda-
rísku og bresku framhaldsþættina.
21.55 Kákasusríkin
Frönsk heimildamynd um þjóðfé-
lagsþróun í Kákasuslýðveldunum
Armeníu, Azerbajdsan og Georgíu.
23.00 Ellefufréttir og Evrópubolti
23.20 Viðskiptahornið
Fádæma hallærislegir og leiðinlegir
þættir í umsjón G. Péturs Matthí-
assonar.
ÞrIÐ JUDAGUR
13.30 Alþingi
16.45 Viðskiptahornið (e)
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Moldbúamýri
18.30 SPK (e)
Og við klöppum fyrir því.
19.00 Hollt og gott
19.15 Dagsljós
Dagsljósfólkið hefur verið að gera
ágæta hluti en það mætti vera
heldur meira af alvöru málum á
kostnað mjúku, „sniðugu" mál-
anna.
20.00 Fréttir
20.30 Veður
20.35 Lagarefjar
21.00 Háskaleikir
Samevrópskt sull. Álíka spennandi
og frumlegt og Júróvisjón.
22.00 Kraftaverk á vorum tímum
Bresk heimildamynd um yfirnáttúr-
leg fyrirbæri. Örugglega skemmti-
leg því tjallarnir eru snillingar í
heimildamyndagerð.
23.00 Ellefufréttir
MlÐVIKUDAGUR
13.30 Alþingi
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
Þetta eru svo ótrúlega vondir
þættir að þeir verða skemmtilegir.
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Myndasafnið
18.30 Völundur
19.00 Einn-x-tveir
19.15 Dagsljós
19.50 Vfkingalottó
Af hverju er ekki farið að fordæmi
ítala og fáklædd, barmmikil plat-
ínuljóska látin sjá um dráttinn?
20.00 Fréttir
20.30 Veður
Eldhúsdagur á Alþingi
Bein útsending frá almennum
stjórnmálaumræðum á Alþingi.
Ellefufréttir f dagskrárlok
sífelldum breytingum undirorpin.
En í eðli sín breytist zen ekki.“
Um taó: „Maðurinn með köllun
er tákngervingur alvaldsins sem
ríkir yfir öllum hlutum og er því
mjög máttugur sjálfur, þó ekki í
þeim skilningi sem við eigum að
venjast á Vesturlöndum."
Um súfisma: „Að þekkja hjarta
sálarinnar sameinað kærleika Herr-
ans leiðir til nálægðar og ferskleika
sem hefur í för með sér varanlega
fullvissu.“
í kynningu Forlagsins segir að
bækurnar muni „lýsa upp hugann
og næra sálina“. Það á örugglega
við um þann hóp sem er hallur
undir hástemmdan stíl. Þeir sem
leita fyrst og fremst að upplýsinga-
riti munu líklega verða fyrir ein-
hverjum vonbrigðum vegna hins
Stöð2
Mánudagur
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Vesalingarnir
17.50 Ævintýraheimur Nintendo
18.15 Táningarnir í Hæðagarði
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.15 Eiríkur
20.40 Matreíðslumeistarinn
Siggi Hall fær gesti í sjónvarpssal
til að sýna hvernig skal matbúa á
japanska vísu.
21.20 Á norðurslóðum
22.10 Ellen
22.35 Hljómur undirdjúpanna
Heimildamynd eftir kvikmyndasén-
íið Werner Herzog um andatrú og
hindurvitni í norðurhluta Rúss-
lands.
23.35 Stíað í sundur
Þemað um Rómeó og Júlíu heim-
fært upp á gyðingastrák og araba-
stelpu.
Þriðjudagur
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Pétur Pan
17.50 Himinn og jörð (e)
18.15 Ráðagóðir krakkar
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.15 Sjónarmið
Stefán Jón Hafstein kiprar augun
töffaralega í myndavélarlinsuna.
20.45 Vísasport
21.20 Framlag til framfara
Karl Garðarsson og Kristján Már
Unnarsson reyna að finna jákvæða
fleti á íslensku atvinnullfi.
21.55 New York-löggur
Harðsoðnir og nokkuð skemmti-
legir þættir um lögregluþjóna sem
eru ekki allir góðu kallarnir.
22.45 ENG
23.35 Öfund
Ómerkileg spennumynd. Þeim
sem eiga erfitt með svefn er bent á
vídeóleiguna.
Miðvikudagur
16.45 Nágrannar
17.10 Glæstar vonir
17.30 Sesam opnist þú
18.00 Skrifað í skýin
18.15 Vfsasport (e)
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
19.50 Vfkingalottó
20.15 Eiríkur
Eríkur berar skoltana framan í við-
mælendur sína.
20.40 Melrose Place
21.35 Stjóri
22.20 Freddie Starr
22.50 Uppáhaldsmyndir Martins
Scorsese
Leikstjórinn segir frá uppáhalds-
bíómyndunum sínum.
23.20 Allt sem ekki má
Jeff Goldblum og Miranda Ri-
chardson í spennutrylli sem gerist í
Þarís.
ýtna og uppáþrengjandi texta sem
byggir fremur á því að sannfæra en
að fræða. Hann er reyndar ekki
allsráðandi í bókunum en of áber-
andi þó.
Þrátt fyrir áðurnefnda galla er
lesandinn eftir lesturinn einhverju
nær um þessar útbreiddu heim-
spekikenningar. Trúarljóð og
dæmisögur sem tengjast kenning-
unum er að finna í bókunum og
auka gildi þeirra. Það er sérstök
prýði að hinum fjölmörgu lit-
myndum og útlit bókanna er ein-
faldlega listafallegt.
■ Niðurstaða: Þrjár gullfallegar
bækur um zen, taó og súfisma.
Eini gallinn er fremur upphafinn
texti sem skyggir um of á upp-
lýsingagildið.