Helgarpósturinn - 01.06.1995, Síða 6
felldasta
frétt
UNGA-
BÖRN
FLÁÐÍ
SMOKKA
Þótt Birgi Bjarnasyni,
framkvæmdastjóra Loð-
skinns, finnist ekkert
ógeðfellt við að flá ung-
lömb eða andvana fædd
lömb í hanskagerð verður
það varla talið í geðslegri
kantinum. Hann vill að
bændur flái sem mest þeir
megi og vill 3000 ung-
lambaskinn í hanskana
sína. Bændurnir eiga hins
vegar að sjá um að flá
smálömbin og salta fyrir
Birgi.
Næsta skref hjá Loð-
skinni ervonandi ekki að
taka andvana fædd börn í
hanska eða nýja tegund
~ af íslenskum smokkum,
óslítandi og ertandi un-
aðsdrauma. Það væri ekki
ónýtt fyrir þá að geta aug-
lýst lífrænt ræktaða
smokka í heimsins hrein-
asta landi. Míkróbatísk al-
sæla. Vonandi verður
framleiðslan aldrei svo
mikil að Loðskinnsmenn
þurfi að taka næsta skref
frá andvana fæddum
börnum og biðji bændur
landsins að flá ungabörn
fyrir framleiðsluna. Ef eft-
irspurnin verður meiri en
framboðið ku vera offram-
boð af fólki í heiminum og
því gæti Loðskinn orðið
stórfyrirtæki á alþjóða-
vísu.
Birgir hinn geðfelldi
segir að til séu ógeðfelld-
ari hlutir. „Sannarlega eru
til ógeðslegri hlutir, t.d.
þegar lambaskrokkum
hefur verið hent í hakka-
vélar með ull og öllu sam-
an og kássan svo notuð í
minkafóður." Það þarf
ekki að taka fram að frétt-
invaríTímanum.
Borgarleikhúsið fær 120 milljónir í styrk á ári hverju og til stendur að hækka framlagið
um 30 milljónir. Þrátt fyrir það hefur Sigurður Hróarsson leikhússtjóri sagt starfi sínu lausu
þar sem honum hefur ekki tekist að afla leikhúsinu enn meiri styrkja frá hinu opinbera
Halli af sýningum Borgarleik-
hússins á yfirstandandi leikári
kemur til með að nema um það
bil 30 milljónum króna, að sögn
Kjartans Ragnarssonar, formanns
Leikfélags Reykjavíkur. Við þetta
bætast 20 milljóna króna upp-
safnaðar skuldir frá fyrri árum.
Samanlagður rekstrarhalli leik-
hússins nemur því nær 50 millj-
ónum króna þrátt fyrir 120 millj-
óna fjárframlags frá Reykjavíkur-
borg. Sigurður Hróarsson leikhús-
stjóri hefur sagt starfi sínu lausu
vegna þess að honum mistókst
að afla Borgarleikhúsinu enn
meiri styrkja. Á sama tíma og
kvartað er undan ónógum styrkj-
um setja forráðamenn leikhúss-
ins hins vegar hvert fallstykkið
af öðru á fjalirnar og starfsem-
inni virðist haldið áfram eins og
ekkert sé sjálfsagðara.
„Það er ekki rétt,“ segir Kjart-
an. „Við höfum ítrekað skorið
niður sýningar, fækkað verkefn-
um, gert minni verkefni og svo
framvegis. Síðasta frumsýning
hjá okkur var í febrúar, og þá var
hálfur veturinn eftir. Ég tel okkur
bregðast við af fullri ábyrgð og
þess vegna er tapið ekki meira
en það er. Þetta eru í raun alltaf
sömu milljónirnar sem við erum
að velta á undan okkur, þetta er
samanlagður uppsafnaður halli
Borgarleikhússins frá því það
hóf starfsemi sína. Við erum ekki
að tapa 50 milljónum á hverju
ári, þá væri hallinn kominn í 250
milljónir en ekki þessar 50 sem
hann er og það er í rauninni
kraftaverk að hann skuli ekki
vera meiri. Borgarleikhúsið hef-
ur verið rekið á hálfgerðum
kraftaverkabasís aiveg frá því
það opnaði og það gengur bara
ekki upp til lengdar."
Leikhús sem rekið er á krafta-
verkabasís, eins og Kjartan orð-
ar það, hlýtur hins vegar að
þurfa að vanda verkefnavalið
betur til að kraftaverkið geti
gerst og reksturinn staðið undir
Kjartan Ragnarsson,
formaður Leikfélags
Reykjavíkur.
„Krakftaverk að
hallinn skuli ekki
vera meiri."
sér. Eða hvað?
„Hvert einasta stykki sem er
tekið til sýningar er vissulega
valið með það í huga að hjáipa
kraftaverkinu,“ segir Kjartan.
„Það er hins vegar staðreynd að
það er vart til það verk sem
stendur undir sér, ég gæti þann-
ig ímyndað mér að það hafi verið
tap á öllum uppfærslum Þjóð-
leikhússins á árinu. Þessi rekstr-
arhalli núna samsvarar í raun
því sem upp á vantar tii þess að
við njótum sambærilegra styrkja
og önnur atvinnuleikhús alls
staðar í kringum okkur. Og til að
geta gert jafn mikið og Þjóðleik-
húsið þyrftum við að fá annað
eins í viðbót.“
30 MILMÓMIR
I VIÐBOT
Að sögn Hjörleifs B. Kvaran,
sem sat fyrir hönd Reykjavíkur-
borgar í samstarfsnefnd um
áframhaldandi rekstur leikhúss-
ins, mælti nefndin með auknum
framlögum til leikhússins þegar
á þessu leikári. „Við mæltum
með því að 15 milljónum króna
yrði veitt til starfsemi Leikfé-
lagsins þegar á þessu ári og að
samsavarandi hækkun verði á
framlögum borgarinnar á næstu
árum.“ Þar fyrir utan mælir
nefndin með því að Reykjavíkur-
borg styrki aðra leikhópa með
fimmtán milljóna króna framlagi
til að greiða fyrir afnot þessara
hópa af Borgarieikhúsinu. „Fyrir
utan þessi auknu fjárframlög
gerðum við fyrst og fremst til-
löguleiðir til betri nýtingar húss-
ins, á tímum sem það er ekki
notað undir leiksýningar. Þá var
mælt með því að leikhússtjóra
yrðu fengin meiri völd en hann
hefur í dag.“
ímftms
Kjartan segir þetta síðasta at-
riði mjög mikilvægt fyrir framtíð
leikhússins. „Hingað til hefur
ráðning leikhússtjóra farið fram
í anda gömlu hippakynslóðar-
innar. Það hefur verið gerð
skoðanakönnun meðal starfs-
manna, og sá umsækjandi sem
þeim hefur litist best á verið
ráðinn. Þetta hefur valdið því að
starfsfólkið hefur haft tangar-
hald á leikhússtjóranum og
veikt stöðu hans gagnvart því.
Samkvæmt nýju lögunum verð-
ur leikhússtjóri hins vegar ráð-
inn af leikhúsráði sem saman-
stendur af stjórn Leikfélagsins
og einum fulítrúa Reykjavíkur-
borgar, og ráðið þarf ekki sam-
þykki aðalfundar fyrir ákvörðun
sinni.
GMESILEGT
HJA SIGURÐI
„Afsögn Sigurðar gerir okkur
kleift að ráða leikhússtjóra sam-
kvæmt þessum nýju lögum og
mér finnst það í raun glæsilegt
hjá Sigurði að segja af sér nú.
Þetta er eitt af fáum tilfellum
sem ég þekki um að menn taki
virkilega ábyrgð á gjörðum sín-
um. Stjórnmálamenn og forstjór-
ar fyrirtækja afsaka gjarnan há
laun sín með því að þeir beri svo
mikla ábyrgð, en það virðist vera
sama hvað gengur á í kringum
þá, þeir standa aldrei undir
þessari ábyrgð sinni þótt þeir
lendi í hverjum skandalnum af
öðrum.“
Er hallinn þá Sigurði að kenna?
„í rauninni ekki, þetta er eins
og með karlinn í brúnni, hann
getur verið ágætis karl þótt illa
fiskist á dallinum.“
Hann getur verið ágætis maður,
en varla góður skipstjóri ef hann
fiskar ekkert...
„Ég hef ekkert út á okkar sam-
vinnu að setja, hins vegar setti
hann sér ákveðin markmið og
þau hafa ekki náðst. Það segir
hann sjáifur og ég er alveg sam-
mála því.“
Er þetta þá kannski allt saman
leikurunum að kenna þegar upp
er staðið? Hafa þeir haft of mikið
tangarhald á Sigurði og í rauninni
sett allt í mínus sjálfir?
„Ég vil nú ekki ganga svo langt.
En leikararnir hafa sjálfir séð
ákveðna annmarka á þessu fyrir-
komulagi og þessi nýju lög um
ráðningarfyrirkomulagið eru
sett með fullum stuðningi
þeirra."
FUEIRI EIU Á
FOTBOLTAIUN
Nýtt ráðningarfyrirkomulag
leikhússtjóra og nýr leikhús-
stjóri duga þó skammt til að
draga úr hallarekstrinum ef hald-
ið verður áfram á sömu braut og
rándýr stykki sett upp trekk í
trekk sem enginn vill sjá. Af því
sem fram hefur komið hjá þeim
Kjartani og Sigurði verður hins
vegar ekki annað ráðið en aukin
framlög frá hinu opinbera séu
það eina sem mönnum detti í
hug til að mæta rekstrarvandan-
um.
„Auðvitað á að gera ýmsar
breytingar. Hugmyndin er að
gjörbreyta og bæta nýtingu
hússins en til þess þarf meiri
peninga sem vonandi skila sér
þá aftur í auknum tekjum. Það er
alltaf dýrt að vera fátækur. Hins
vegar stendur það alltaf eftir að
leikhúsrekstur er ekki gróðafyr-
irtæki í þeirri merkingu sem yfir-
leitt er lögð í það orð. En leikhús
og önnur menningarstarfsemi á
íslandi á mikinn þátt í að skapa
þjóðarímynd íslendinga og vit-
undina um það að við séum ein-
hvers virði sem sjálfstæð þjóð.
Leikfélagið hefur um 60.000
manns sem áhorfendur á ári,
sem er helmingi fleira en kemur
á fyrstudeildarleiki í knatt-
spyrnu. Þannig að áhorfenda-
fjöldinn hlýtur að réttlæta rekst-
ur þessa fyrirtækis þrátt fyrir
allt.“ ■
„Vantar meiri
pening1'
pósturinn bar það undir Sigurð hafa hátt um; ég gaf mér ár í við- styrk, 15 milljóna aukastyrk í
Hróarsson hvaða markmið það
voru sem hann hafði sett sér en
ekki náð, og hvers vegna þau
náðust ekki.
„Strax og ég kom til starfa sem
leikhússtjóri gerði ég mér grein
fyrir því að það var ekki fjárhags-
leg forsenda fyrir þeim rekstri
sem við vildum raunverulega
hafa í þessu húsi,“ segir Sigurð-
ur. „Á meðan Leikfélagið var enn
í Iðnó var Ijóst að til þess að reka
nýja húsið með fullum sóma
þyrfti helmingi hærri framlög en
Leikfélagið fékk síðasta árið sitt í
Iðnó. Framreiknað til verðlags
dagsins í dag þýðir það fjárþörf
upp á um það bil 170 milljónir.
Ég hef margoft farið bónarveg til
menntamálaráðherra og borgar-
stjóra, sent bréf, skýrslur, áætl-
anir og rökstutt mál mitt á allan
hátt en það hefur bara ekki dug-
að til.vFyrir réttu ári síðan þegar
ég var endurráðinn sem leikhús-
stjóri setti ég sjálfum mér ákveð-
ið markmið, sem ég var ekkert að
bót til að fá fjárframlögin hækk-
uð. Enda trúði ég að það væri
hægt. Nú, það gekk ekki eftir og
því hef ég sagt af mér.“
Nú stefnir hins vegar allt í að
framlögin verði hœkkuð og það
strax á þessu leikári. Það hefur
engu breytt um þessa ákvörðun?
„I fyrsta lagi eru þetta bara til-
lögur sem á eftir að samþykkja,
hver afgreiðslan verður hjá pólit-
íska batteríinu veit ég ekki. Það
eina sem ég veit er að það verður
einhver hækkun á framlögum. En
jafnvel þótt allt komi sem mælt
er með í tillögum nefndarinnar
þá er það talsvert undir því
marki sem ég setti mér. Kannski
setti ég mér óraunhæf markmið,
en þá það. Ég fagna því hvernig
tekið er á þessu núna, borgar-
stjórinn hefur sýnt leikhúsinu
ákveðinn skilning og það er mjög
gott, en það bara dugar mér
ekki.“
Er semsagt útilokað að reka
húsið fyrir 135 milljóna beinan
formi leigutekna af starfsemi ann-
arra hópa sem borgin styrkir, auk
þess sem inn kemur í aðgangseyri
og öðrum tekjum?
„Ég get ekki svarað því öðru-
vísi en svo að ég persónulega tel
alveg fráleitt að það sé hægt að
reka fulla starfsemi í þessu húsi
með lægri framlögum en 170-180
milljónum á ári. Og þá er alveg
sama hvaða verkefni eru valin;
stundum gengur vel, stundum
illa, og það er ómögulegt að
segja fyrir um slíkt. Auðvitað
geta komið ár eins og fyrsta árið
mitt hér, þegar 35.000 manns
komu á Þrúgur reiðinnar, sem
var ódýrt stykki í uppsetningu og
bjargaði öllu. En slík stykki eru
bara ekki á hverju strái og ekki
hægt að stóla á þau. Áhorfendur
ráða aðsókninni og þeir eru eng-
an veginn fyrirsegjanlegir. Til að
tryggja nægilegan sveigjanleika
og metnað í starfseminni allt leik-
árið þarf einfaldlega meiri pen-
inga. Svo einfalt er það.“ ■
Sigurður Hróarsson fráfarandi leikhússtjóri. „Tel alveg frá-
leitt að það sé hægt að reka fulla starfsemi í þessu húsi
með lægri framlögum en 170-180 milljónum á ári."
■
f