Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 9
|FIMMTUDyG0R"1'5"T)ÚNn,9'9’5'
9
Olíufélagið hf. hefur stefnt fyrirtækinu Nýbergi sf. vegna ógreidds skuldabréfs.
Fleiri fyrirtæki hugsa sér til hreyfings vegna vangoldinna skulda Nýbergs. Rannsókn
bendir til umfangsmikilla fjársvika.
törf Alþingis
eru ekki merki-
leg í huga þjóð-
arinnar og ekki þing-
mannanna heldur ef
marka má áhuga
Undirskríftafölsun kærð til RLR
Meint fjársvik fyrirtækisin§
Nýbergs sf. er nú til rannsóknar
hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Fyrirtækið er skráður skuldari á
fjölda skuldabréfa sem ekki hef-
ur tekist að innheimta og þegar
hefur Olíufélagið hf. stefnt vegna
vangoldins skuldabréfs. Heimild-
ir herma að hér geti verið um
umfangsmikil fjársvik að ræða
erida sé mikið af pappírum í um-
ferð sem aldrei fáist greiddir.
Skráður stjórnarformaður,
prókúruhafi og eigandi Nýbergs
er Magnús Björgvin Sveinsson en
einnig er Finnbogi Stefánsson
skráður eigandi þess. Þetta fyrir-
tæki h'efúr engan rekstur eftir'
því sem næst verður komist en
það komst í eigu Magnúsar og
Finnboga þann 18. október á síð-
asta ári en áður var það í eigu Ei-
ríks Karlssonar. Skráður tilgangur
fyrirtækisins er Veitingarekstur,
sala, dreifing og tilbúningur mat-
værla, lánastarfsemi og kaup,
sala og rekstur fasteigna.
ÓCREfTT ,
SKULDABREF
Samkvæmt heimildum PÓSTS-
INS er Olíufélagið hf. fyrsta fyrir-
tækið sem leggur fram stefnu
vegna þéssara meintu svika. Um
er að ræða skuldabr.éf gefið út 27.
janúar upp á ríflega 407 þúsund
krónur. Fyrsti gjalddagi átti áð
vera mánuði síðar og skyldi bréf-
ið borgað upp með 14 mánaðar-
légum afborgunum. Skuldari er
skráður Nýberg sf. en sjálfskuld-
arábyrgð á eigandann Magnús
Björgvin Sveinsson og Erling Ö.
Arnarson. Vottar eru Sigurður
Hilmar Ólason og Kristinn Bjarni
Valdimarsson en tengsi Sigurðar
Ólasonar við þetta mál hafa verið
skoðað sérstaklega, svo og tengsl
Arnar Karlssonar og Magnúsar
Magnússonar við fyrirtækið.
OLÍUFÉLACfÐ
STEFIUIR IUYBERGI
Vegna þessarar skuldar stefnir
Olíufélagið þeim Magnúsi og
Finnboga persónulega og vegna
fyrirtækis þeirra Nýbergs, ásamt
Erlingi sem er skráður með sjálf-
skuldarábyrgð..
Fyrsta afborgun átti að vera 27.
febrúar á þessu ári en skuldin
hefur ekki fengist greidd þrátt
fyrir innheimtutilraunir eins og
segir í stefnunni. Krafist er
greiðslu skuldarinnar ásamt full-
um dráttarvöxtum og banka-
kostnaði ásamt málskostnaði. í
stefnunni var skorað á stefndu
að greiða kröfuna en þar sem
þáð var ekki gert átti að þingfesta
málið þann 1. þessa mánaðar.
lUAFIUAFÖLSUni
KÆRÐHLRLR
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins er Rannsóknarlögreglan að
vinna að rannsókn á þessu fyrir-
tæki og þeim bréfum sem eru í
umferð. Heimildir blaðsins segja
að þau hlaupi á milljónum og eru
jafnvel nefndir milljónatugir í því
sambandi. PÓSTURINN fékk það
staðfest hjá fyrirtækjum að Ný-
berg ætti varigöldriar skuldir sém
ekki hefðu fengist greiddar þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir. Einnig er
fullyrt að þessir pappírar hafi far-
ið í umferð um og eftir áramót og
séu nú að falla unnvörpum. Þá
eru tengsl áðurnefndra manna
við fyrirtækið í sérstakri skoðun
en þeir hafa áður tengst málum
af svipuðum toga.
Að minnsta kosti ein kæra er
til meðferðar hjá RLR. Áður-
nefndur Erlingur Örn Arnarson
sem skráður er ábyrgðarmaður
hefur kært nafnafölsun til RLR
en hann kannast ekki við undir-
Sigurður Ólason er vottur á þeim skuldabréfum sem um
ræðir. Rannsókn beinist meðal annars að því hvort hann
standi á bak við meint fjársvikamál.
skrift sína á bréfinu og segist
aldrei hafa séð það fyrr en hon-
um var birt stefnan frá Olíufélag-
inu. Hann fullyrðir I kærunni að
undirskriftin séfölsuð. í kærunni
viðurkennir harin þó að hafa rit-
að á 2 skuldabréf fyrir Magnús
en ekki það sem stefnan nær til.
Kæran er dagsett 31. maí og mun
málið fyrir Héraðsdómi Reykja-
víkur frestast á meðan beðið er
niðurstöðu í því. Samkvæmt
heimildurn blaðsins var rit-
handarsýnishorn Erlings og
skuldabréfið sent í rannsókn til
Danmerkur.B
Aðeins tveimur dögum eftir að meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sprakk með hvelli og lát
um halda átta fulltrúar úr öllum örmum bæjarstjornarinnar í vináttuheimsókn til Noregs.
„Hefium vidrædur eftir yfloi"
,Við vorum á fundi áðan krat-
arnir og við ákváðum að geyma
allt svona lagað þangað til við
komum heim aftur. En strax dag-
inn eftir að við komum heim, á
föstudag í næstu viku, ætlum við
að ræða við alla aðila.“ Þetta
sagði Ingvar Viktorsson, bæjarfull-
trúi Alþýðuflokksins og fyrrver-
andi bæjarstjóri í Hafnarfirði, I
samtali við blaðamann PÓSTSINS f
gær, en hann er í hópi átta bæjar-
stjórnarfulltrúa aí ellefu, sem í
morgun héldu í sameiginlega ferð
til Bærum, sem er vinabær Hafn-
arfjarðar í Noregi. Þessi ferð er
farin þrátt fyrir að aðeins tveir
dagar séu liðnir frá því að meiri-
hlutinn í bæjarstjórninni sprakk
vegna ráðningar bæjarverkfræð-
ings.
„Það verða allir armar með full-
trúa þarna úti,“ segir Ingvar, en á
meðal þeirra þriggja sem heima
sitja er Ellert Borgar Þorvaldsson
forseti bæjarstjórnar, sem í raun
sprengdi meirihlutann með því
að greiða Jóhanni G. Bergþórssyni
kollega sínum atkvæði sitt I emb-
r, ætti bæjarverkfræðings, en hann
á ekki heimangengt. „Lúðvík Geirs-
son er nýkominn frá Noregi og
nennir ekki aftur, og Magnús
Gunnarsson [oddviti Sjálfstæðis-
V
manna], sem ætlaði reyndar út
líka, hætti við þegar þetta kom
upp á,“ segir Ingvar.
ALLIR KRATARMIR
UTAN
Það hefur vakið nokkra athygli
og jafnvel furðu að stærsti hluti
bæjarstjórnarinnar skuli leggja
upp í utanlandsferð á þessum
tíma. Þykir mörgum bæjarbúum
þetta ekki bera vitni um mjög
ábyrga afstöðu af hálfu bæjarfull-
trúanna, og að þeir ættu frekar að
snúa sér að því að mynda nýjan
meirihluta hið snarasta. „Jú.jú,
þetta skýtur náttúrulega svolítið
skökku við að við skulum öll
rjúka til útlanda þegar svona
stendur á. Þarna er hins vegar
um vinabæjarmót að ræða og
bæði mótið og ferð okkar er bara
svo löngu planað að við vorum
ekkert að breyta þeim fyrirætlun-
um,“ segir Ingvar.
Þótt kratar hafi ákveðið að
hefja ekki viðræður fyrr en á
föstudag eftir viku, þá hlýtur að
teljast nokkuð ólíklegt að ekkert
verði rætt saman á pólitísku nót-
unum í Noregsferðinni. Eins og
Ingvar benti á, þá eru fulltrúar
allra arma með í för, og því hægt
um vik að kanna jarðveginn yfir
kollu af norsku öli í rólegheitun-
um. Það vekur einnig athygli að
allir fimm fulltrúar Alþýðuflokks-
ins eru með í för, sem ætti að auð-
velda allar viðræður enn meira.
„Við komumst auðvitað aldrei
hjá því að ræða þessi mál, því við
erum auðvitað öll á kafi í þessu,
það er alveg rétt,“ segir Ingvar.
„Hins vegar held ég að við mun-
um forðast það að fara út í mjög
nánar umræður þarna úti. Það
gæti verið svolítið varasamt, því
það er jú stutt í villimanninn í
landanum,“ bætti hann við og
hló.
MÆSTI BÆJARSTJÓRI
KRATI
Magnús Gunnarsson, oddviti
Sjálfstæðismanna, hefur lýst því
yfir að Ellert Borgar njóti ekki
íengur trausts Sjálfstæðisflokks-
ins, og það sama gildir um Jó-
hann G. Bergþórsson. Það eru því
í raun fjórar fylkingar sem mynda
bæjarstjórn Hafnarfjarðar núna í
stað þriggja áður, og engin leið að
mynda meirihluta nema með
þátttöku Alþýðuflokksins. Það
liggur því beinéist við að álykta að
næsti bæjarstjóri komi úr röðum
krata. „Það er alveg ljóst að bæj-
arstjórinn mun lenda hjá okkur,
Ingvar Viktorsson. Telur
eðlilegt að næsti bæjar-
stjóri komi úr röðum krata
en segist þó sjálfur ekki
vera á leið í stólinn frekar
en hver annar. „Það dugar
mér alveg að vera góður
krati."
eða það er í það minnsta mjög
eðlilegt tel ég,“ segir Ingvar, en
neitar því þó að hann sé á leið í
bæjarstjórastólinn aftur á næstu
dögum. „Við komum öll til greina
og jafnvel fleiri. Það er allt inni í
myndinni ennþá enda ekki farið
að ræða neitt. Það á eftir að
semja um allt og hvort það verð-
ur eitthvert okkar eða einhver
þeirra á ræðuhöld-
um á hinu háa Al-
þingi. Á þriðjudaginn
fann Alþýðubanda-
lagið sig knúið til
þess að ræða lang-
tímum saman um
breytingar á áfengis-
löggjöfinni. Harðast-
ur í andstöðunni er
verkalýðsleiðtoginn
OgmundurJónasson
sem haldið hefur
hverja ræðuna af
annarri um það böl
sem muni hljótast af
samþykkt þessa
frumvarps. Sjón-
varpsáhorfendur
sem fylgdust með
broti af ræðu hans á
þriðjudaginn hafa
væntanlega haldið
að hann væri að
messa yfir stórum
hópi stuðnings-
manna eða messa yf-
ir stjórnarliðunum.
Svo var hins vegar
ekki. Eini hlustandi
hans á þinginu Guð-
RÚN HELGADÓTTIR
varaþingmaður auk
fjögurra áhugasamra
áhorfenda á þing-
pöllum.
annar krati eða jafnvel ópólitísk-
ur bæjarstjóri verður bara að
koma í Ijós. En ég er ekkert frekar
á leið í bæjarstjórastólinn en
hver annar, enda hef ég aldrei
verið í þessu streði vegna sjálfs
mín, það dugar mér alveg að vera
bara góður krati.“
BÆJARVERKFRÆÐ-
INGURIMM KRATI
Afleiðingar þess að Jóhann G.
Bergþórsson hélt umsókn sinni
um stöðu bæjarverkfræðings til
streitu, þvert ofan í vilja flestra
flokksbræðra sinna og Alþýðu-
bandalagsins, varð sú að góður
og gegn krati, Kristinn Ó. Magnús-
son fékk stöðuna með öllum
greiddum atkvæðum krata. Krist-
inn var áður formaður Alþýðu-
flokksfélags Kópavogs og hefur
verið aðstoðarbæjarverkfræðing-
ur í Hafnarfirði um nokkurra ára
skeið. Kratar fengu því sínu fram
og þeirra maður er nú tekinn við
skipulagsmálunum í þessu fræga
kratavígi. „Víst er Kristinn krati,
en hann er líka búinn að gegna
starfi aðstoðarbæjarverkfræð-
ings í mörg ár og það eru allir
sammála um að hann sé vel starfi
sínu vaxinn,“ sagði Ingvar að lok- I
um. ■