Helgarpósturinn - 15.06.1995, Page 26
íðtæk rannsókn á svefnvenjum Islendinga
PRESSAN
43 ára faðir tveggja barna krefst þess að fá aftur
meðlagsgreiðslur sem hann greiddi í sautján ár
Þettaeruekki
bömin mín
Segir Hrannar Daníelsson rafvirki
og vill gangast undir DNA- rannsókn
til að sanna að hann eigi ekki börnin.
„Ég var blekktur allan þennan tíma."
REYKJAVÍK, 14. JÚNÍ
„Það getur ekki verið
eðlilegt að um leið og ég
var búinn að klára með-
lagsgreiðslurnar skyldu
bæði börnin hætta að hafa
samband við mig. Ég sé
það nú að fleðuskapurinn í
gegnum öll þessi ár var að-
eins til að slá ryki í augun á
mér,“ segir Hrannar Daní-
elsson, 43 ára rafvirki sem
hefur krafist þess af
meintri barnsmóður sinni
að hún endurgreiði honum
meðlag með tveimur börn-
umyfir sautján ára tímabil.
„Ég skil ekki hvers vegna
ég ætti að hafa borgað
uppeldi barna sem vilja
síðan ekkert með mig
hafa,“ segir Hrannar.
„Þannig framkoma er
óhugsandi nema vegna
þess að móðir þeirra
hefur eitthvað óhreint í
pokahorninu."
Barnsmóðir Hrannars
segir þessi viðbrögð
hans ekki koma sér á
óvart. „Þetta er ákaflega
fýlugjarn maður og allt
þetta má rekja til þess að
krakkarnir voru erlendis
þegar hann átti afmæli.
Hann virðist ekki ætla að
fyrirgefa þeim það,“ segir
Gyða Janusardóttir, 42 árs
leiðsögumaður.
Skar oq skar ni
kostna
sateinn eflir
og án skrifstofu
SELTJARNARNES, 14.JÚNI
„Þegar kreppti að í ís-
lensku atvinnulífi greip ég
til þess ráðs að skera niður
útgjaldahiiðar fyrirtækis-
ins eins og svo margir aðr-
ir stjórnendur. Þetta varð
hins vegar að ástríðu hjá
mér og ég vissi ekki fyrr en
ég var búinn að skera allt
fyrirtækið burtu og sat
hérna eftir í garðinum
heima með einn blýant,
vasatölvu og skrifblokk. Ég
hafði ekki einu sinni síma
og menn geta því rétt
ímyndað sér hvernig mér
gekk að afla nýrra verkefna
fyrir fyrirtækið,11 segir
Kristinn Pálsson, fyrrum
forstjóri Rekstrarráðgjafar
hf. Það fyrirtæki er horfið
en eftir situr Kristinn nán-
ast verkefnalaus.
„Þetta var alls ekki svo
slæmt fyrirtæki í upphafi.
Það helltist bcira yfir mig
einhver ofsi og ég skar og
skar allan kostnað hvort
sem hann gat talist eðlileg-
„Ég vaknaði allt f einu
upp við að ég var ekki að-
eins búinn að skera alla
fitu af fyrritækinu heldur
var ég í raun búinn að
skera það allt niður," seg-
ir Kristinn Pálsson, sem
vinnur nú í garðinum
heima hjá sér.
ur eða of hár,“ segir Krist-
inn, en hann hyggst skrifa
bók um reynslu sína. „Ég
þekki vel til í viðskiptalíf-
inu og veit að það eru
margir stjórnendur jafn
heiteknir og ég var í því að
skera niður kostnað.“
REYKJAVÍK, 14. JÚNÍ
„Niðurstöður rann-
sóknarinnar eru í stuttu
máli þær að því lengri og
hatrammari sem verkföll-
in eru því ljúfari og meira
endurnærandi eru
draumar manna. Það
bendir til þess að íslend-
ingum sé eðlilegra að
vera í verkfalli en við
vinnu,“ segir Unnar
Tryggvason, prófessor í
læknisfræði, en hann hef-
gert ítarlegar rann-
ur
sóknir á samspili draum-
fara og verkfalla með það
í huga að kanna hvort sé
mönnum eðlilegra ástand
að vera við vinnu eða í
verkfalli.
„Þetta eru mjög svo
ólíkar niðurstöður en
fengust í sambærilegum
könnunum í öðrum aðild-
arríkjum OECD. Flestar
aðrar þjóðir sýna spennu-
einkenni í verkfalli. En
ekki íslendingar,“ segir
Unnar.
„Sjómenn og vörubílstjór-
ar sem voru í verkfalli
höfðu bæði jafnari og
lengri draumfarir en sam-
anburðarhóparnir. Þeim
leið einfaldlega betur og
virtust hafa hreinni sam-
visku," segir Dr. Unnar.
Ég var ekki fyrr búinn að
borga síðasta meðlagsmánuð-
inn en börnin hættu að kalla
mig pabba," segir Hrannar
Daníelsson, sem heldur hér á
myndum af börnunum sem
hann taldi að væru sín í heil
sautján ár.
„Þetta er rugl,“ eru við-
brögð Hrannars. „Börnin
tala ekki við mig og því hlýt
að ég að spyrja hvort þau
séu börnin mín. Hafa þau
haft samband við þig?“
spyr hann blaðamann.
„Hvað veit ég?“ bætir hann
við hristir höfuðið.
Sjö konur vinna í efnalaug Seðlabankans sem hefur vaxið upp úr einu straujárni sem Jóhannes Nor-
dal keypti fyrir bankann á ferð um England árið 1965.
Efnalaug fínnst í Seðlabankanum
„Þetta hefur eitthvað
vafið upp á sig“
Segir Birgir ísleifur Gunnarsson bankastjóri og neltar ac
Segir Birgir Isleifur Gunnarsson bankastjóri og rieííar að um bruðl sé að
ræða. „Það hefur alltaf verið stefna bankans að starfsfólk sé vel til fara.'
REYKJAVlK, 14. JÚNl
„Jú,jú, ég vissi af þessari
efnalaug í kjallaranum en
ég verð að segja að það
kemur mér á óvart að þar
vinni sjö manns. Það verð
ég að segja," voru við-
brögð Birgis ísleifs Gunn-
arssonar, bankastjóra
Seðlabankans, þegar Gula
Pressan bar undir hann
starfsemi efnalaugar í kjall-
ara bankans. í henni geta
yfirmenn bankans og
bankaráðsmenn fengið
þvegin og pressuð jakkaföt
og skyrtur án endurgjalds.
„Ja, þetta er nú eins og
margt sem við höfum tekið
okkur fyrir hendur hér í
bcinkanum. Smæstu verk-
efni hafa þá náttúru að
vaxa og dafna í skjóli
hans,“ segir Birgir ísleifur.
En kemur ekki til greina
að loka efnalauginni eða
krefja viðskiptamenn
hennar um greiðslu fyrir
þjónustuna?
„Nei, biddu fyrir þér. Við
Steingrímur ætlum okkur
ekki að umturna neinu því
sem hann Jóhannes setti á
laggirnar," segir Birgir.
„Við myndum ekki þora
það fyrir okkar litla líf.“
ÓDÝRASTI HAPPDRÆTTISMIÐINN A LANDINU
Nú fðrum vfð til Parí
Ef heppnfn er með þér vinnur þú flug til Parísar fyrir tvo með Heimsferðum í sumar.
Spurningin í dag er:
í París er mannvirki sem heitir Siaur....Siqur hvað?
I jNafnið þitt:
1
I
I Heimilisfang:
IPóstnúmer: _
Símanúmer:
I Setjið í umslag og skrifið utan á: Ferðahappdrætti
I Helgarpósturinn
I
Rétt svar:
Vesturgötu 2-101 Reykjavík
Léttur leikur
i júnímánuði birtast spurningar um París í
Mánudags- og Helgarpóstinum. Með því að
svara einni spurningu fer nafnið þitt í pott sem
dregið verður úr í byrjun júlí. Með því að
svara öllum níu spurningunum átt þú nífaldan
möguleika á að fljúga til Parísar í sumar.
■
HEIMSFERÐIR
■ fmmm
X\ • 7 ?-r
m^Motvun j \
Pösturmn