Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 5
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995
5
Nei er ekkert svar eftir Jón Tryggvason er fýrsta leikna íslenska kvikmyndin sem
bönnuð er börnum innan sextán ára
„Þaö er búið að útiloka
heila kynslóð bíógesta“
- segir Úlfur Hróbjcirtsson, einn framleiðenda myndarinnar
Sá vafasami heiður, að vera fyrsta
leikna íslenska kvikmyndin sem
Kvikmyndaeftirlit ríkisins bannar
börnum innan sextán ára, hefur nú
fallið í skaut Nei er ekkert svar, nýj-
ustu kvikmynd Jóns Tryggvasonar,
sem frumsýnd verður í kvöld,
fimmtudagskvöld, í Bíóborginni.
„Við erum vitaskuld mjög óhress
með þennan úrskurð Kvikmyndaeft-
irlitsins, svo vægt sé til orða tekið.
En þar sem við sjáum hinsvegar
ekki færa leið framhjá þessu banni
höldum við náttúrulega okkar striki
og bítum á gamla góða jctxlinn,"
sagði Úlfur Hróbjartsson, kvik-
myndatökumaður og einn framleið-
enda myndarinnar, í stuttu spjalli
við Helgarpóstinn í gærkvöldi.
„Menn geta rétt ímyndað sér til
hversu mikils trafaia þetta harka-
lega bann er við kynningu myndar-
innar. Við erum hreint út sagt stein-
hissa á svo óvægri umfjöllun Kvik-
myndaeftirlitsins. Ég vil kannski
ekki ganga svo langt að segja okkur
helsár, en þetta er í öllu falli eitt-
hvað sem enginn sá fyrir. Þarna er
með einu pennastriki búið að úti-
loka heila kynslóð bíógesta frá því
að sjá myndina og hvað sem hver
segir um réttmæti úrskurðar Kvik-
myndaeftirlitsins í þessu tilfelli er
það alltént öruggt mál að íslenskir
kvikmyndagerðarmenn þurfa enga
óvini þegar þeir eiga aðra eins vini
og þessa kóna hjá Kvikmyndaeftir-
litinu. Það eru umtalsverðar fjár-
hæðir sem við töpum á þessum úr-
skurði og þarf ekki mikinn reikni-
haus til að sjá hversu slæmt það er
fyrir kvikmyndagerðarmenn sem
hanga á horriminni," sagði Úlfur að
lokum.
„Svarthvít hryllingssýn á sjúkt
samfélag," hafði HPá orði um mynd-
ina í fyrirsögn fyrir tveimur vikum.
Það mun liggja nokkuð nærri lagi
því sú meðferð sem ofbeldi og kynlíf
fá í myndinni er óhefðbundin á ís-
lenskan mælikvarða, að sögn kunn-
ugra, og þannig umfangsmikil í
myndinni. Sjálfir hafa aðstandendur
myndarinnar sagt að þarna megi sjá
tilþrif sem svipi til efnistaka spennu-
myndaleikstjórans Johns Woo, en
sá er þekktur í kvikmyndaheiminum
fyrir hráa og miskunnarlausa sýn á
undirheimalíf glæpamanna þar sem
fáum ef einhverjum persónum er
þyrmt. í stíl við þetta hafa í myndar-
lok Nei er ekkert svar átt sér stað
eiturlyfjaviðskipti og -neysla, svik
og prettir, barsmíðar, skotbardagar,
sprengjutilræði og banvænar atlög-
ur að þjónum réttvísinnar, morð á
glæpamönnum og sakleysingjum,
nauðganir og veisluhald í óhófi.
„Það er kannski von að Kvikmynda-
eftirlitinu hafi verið brugðið," sagði
einn heimildarmanna HP í gær-
kvöldi, „ræfilsgreyjunum."
Bankastræti - Sími: 5519900
Jón Ormur Halldórsson, dó-
sent í stjórnmálafræði við
Háskóla íslands, hefur ekki
mikið álit á þjóð sinni ef marka
má viðtal sem birtist við hann í
splunkunýju Stúdentablaði.
Það eru svo sem engin ný tíð-
indi þegar hann á í hlut. Hann
mun til dæmis hafa lýst því yfir
fyrir um það bil tveimur árum
að hann væri fyrir löngu hætt;
ur að lesa íslensk dagblöð. í
viðtalinu var hann meðal ann-
ars spurður hvort íslendingar
hefðu einhver áhrif á alþjóða-
mál en Jón Ormur gaf skít fyrir
það. Hann segir til dæmis:
„Það lítur enginn í veröldinni
hingað um forystu, hvað sem
mönnum dettur í hug að hjala
um þau efni. Af hverju ættu
þeir iíka að gera það? Hvaða
þekkingu höfum við á alþjóða-
stjórnmálum, sem hugsum
ekki um annað en okkur sjálf?“
Hvað sem segja má um Jón
Orm verður hann seint sakað-
ur um sérgæsku því hvað segir
ekki: Aldrei að slá á höndina
sem gefur þér að éta...
Það er alltaf ánægjulegt ef
veitingahús taka upp á að
lækka verð á víni — sem er ein-
hver mesti útgjaldaliður þeirra
sem hafa gaman af að vera tii.
Þannig hafa Andrés Magnús-
son og aðrir aðstandendur
Kaffibarsins ákveðið að skipta
um gír á miðvikudagskvöldum,
en frá og með gærkvöldinu og
að minnsta kosti fram að jólum
verður verð á rauðvínglasi á
Kaffibarnum 300 krónur. Hér
er ekki um að ræða einhverja
eina tegund hússins heldur
margar rauðvínstegundir frá
ýmsum löndum. Má þar nefna
rauðvín frá Suður-Ameríku,
frönsk rauðvín, spænsk o.fl.
Rauðvín á miðvikudagskvöld-
um hefur jafnframt í för með
sér að stemmningin verður allt
önnur en þeir sem sækja bar-
inn stíft eiga að venjast; enginn
hávaði, ekkert rokk og ekkert
teknó heldur rauðvín, ljúfir
tónar og rómantík...
Fátt er nú meira rætt en
hugsanlegir kandídatar í
forsetaembættið. Ritstjórn
Helgarpóstsins barst það til
eyrna að rithöfundurinn og
vikupiltur Alþýðublaðsins,
Hallgrímur nokkur Helgason,
hefði verið þess albúinn að
bjóða sig fram til embættis ef
Vigdís Finnbogadóttir tæki þá
ákvörðun að fara aftur fram.
Eins og þjóð veit þá kom ekki
til þess og mun það draga
nokkuð úr möguleikum þess
að Hallgrímur verði í framboði.
Þó er aldrei að vita því Hall-
grímur er ekki þekktur fyrir að
segja nei ef til hans er leitað.
Hann virðist ekki láta sér neitt
mannlegt óviðkomandi:
Standtrúður, rithöfundur,
pistlahöfundur, rappari, Al-
þýðuflokksmaður og skíða-
maður svo fátt eitt sé nefnt.
Varðandi þau áform Hallgríms
að bjóða sig fram ef Vigdís gæfi
kost á sér til áframhaldandi
setu á forsetastóli er einkum
vert að vekja athygli á áður-
nefndum tengslum Hallgríms
við Alþýðublaðið. Það hefur
verið í fararbroddi þeirra sem
gagnrýnt hafa störf Vigdísar og
greinilegt að blaðið treystir
sínum manni vel til æðstu met-
orða auk þess sem það virðist
hafa óbilandi trú á vinsældum
Hallgríms...
---- 1. hæð----
Fimmtudags-y föstudags-
og laugardagskvöld
Jóhann Sigurðsson
teikari
ásamt
Þorsteini Gauta
píanóleikara
---- 2. hæð----
Föstudags- og
laugardagskvöld
saLSA
---- 3. hæð ---
Dúndrandi diskó
Frítt inn fimmtudags-
og sunnudagskvöld.
Aðgangseyrir 500 kr.
eftir kl. 23:00
föstudags- og
laugardagskvöld.
I4fef*t®®í|g#ís»Sí: . Víim
VIÐ AUSTURVÖLL
Setning féll niður
Síðasta setningin í leik-
dómi Eyvindar Erlends-
sonar um Hvað dreymdi
þig, Valentína? féll niður.
Hún hijóðaði svo:
„Guðrún stendur melr
en fyrir sínu og sýningin
siær án efa í gegn.“
Viðkomandi eru beði>-
ir velvirðingar.