Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 6
. JlMIVmJDAGUR 5.
OKTÓBER
+
1995
Davíð Oddsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Guðrún Agnarsdóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
Víðhorfskönnun Helgarpóstsins um nýjan forseta:
Fimm stjórnmálamenn skera sig úr
Helgarpósturinn kannaði hug nokkurra tuga manna
til þess, hver œtti að taka við af Vigdísi Finnboga-
dóttur sem forseti. Hver og einn var beðinn að nefna
þrjá, sem hann gœti hugsað sér að yrði nœsti forseti.
Fimm manns skáru sig úr og þar af hefur aðeins einn,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, aftekið með öllu að forseta-
framboð komi til greina. Þrír hafa hvorki viljað segja af
né á, en ekki náðist í þann fimmta, Jón Baldvin Hanni-
balsson, sem staddur er erlendis. Listi yfir viðmœlendur
birtist hér til hliðar. Könnun þessi verður seint kölluð
vísindaleg, en eins ogsjá má varhópurinn mjög breiður,
fólk úr öllum geirum þjóðlífsins. Niðurstöðurnar hljóta
því að gefa sterkar vísbendingar og afar líklegt má telja
að ofarlega á listanum séu þeir frambjóðendur — einn,
tveir eða fleiri — sem sterkasta stöðu munu hafa í að-
draganda kosninganna á nœsta ári.
Bryndís Schram
Ellert B. Schram
Sigmundur Guðbjarnason
Steinunn Sigurðardóttir
Vigdís Finnbogadóttir
Steingrímur Hermannsson
1.-5. sæti
Þeir sem nefndu Davíð Oddsson
forsætisráðherra sögðu m.a. máii
sínu til stuðnings að hann væri eini
stjórnmálamaðurinn sem ætti mögu-
leika á að ná kjöri og væri langhæfast-
ur í embættið. Einnig var fjölyrt um
yfirburðahæfileika Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgarstjóra og
Jóns Baldvins Hannibalssonar sem
stjórnmáiamanna. Guðrún Agnars-
dóttir læknir hláut þá dóma að auki
að þar færi afburðakona með fágað
yfirbragð sem myndi sóma sér vel á
Bessastöðum. Svipaða dóma fékk Sig-
ríður Dúna Kristmundsdóttir mann-
fræðingur, sem lýst var sem glæsi-
legri og stálgreindri konu.
6.-10. sæti
í næstu fimm sætum með álíka
fjölda tilnefninga koma þau Bryndís
Schram, framkvæmdastjóri Kvik-
myndasjóðs („stórglæsileg kona sem
myndi rúlla embættinu upp og vekja
heimsathygii fyrir skörulega fram-
komu“), bróðir hennar, Ellert B.
Schram, forseti ÍSÍ („frábær mann-
eskja, þekktur að góðu einu og dip-
lómatískur; kraftmikill og kann
djobbið"), Sigmundur Guðbjamason
prófessor („gáfaður, fágaður og nota-
legur“), Steingrímur Hermtmnsson
Seðlabankastjóri (sem raunar aftók
framboð í síðustu viku, áður en Vig-
dís tilkynnti ákvörðun sína) og Stein-
unn Sigurðardóttir rithöfundur („ef
menn vilja endilega Vigdísi áfram er
Steinunn augljós kostur; greind og
heillandi).
Önnur deild
Neðar á listanum, en með fjölda til-
nefninga þó, koma Guðrún Erlends-
dóttir hæstaréttardómari („alvöru
kona sem ekki myndi láta að sér
hæða“); Ólafur Egilsson sendiherra
(„kurteisasti maður á íslandi og
skemmtilegur að auki; fágaður maður
og hefur víðtæka reynslu af alþjóða-
samskiptum); Sigríður Snævarr
sendiherra („fáguð og elegant með af-
ar mikla útgeislun“), Jakob Frímann
Magnússon menningarfrömuður
(„einhver ötulasti talsmaður ísiands
fyrr og síðar“); Jón Ásbergsson,
framkvæmdastjóri Útflutningsráðs;
Sigurður Líndal prófessor („ráðsett-
ur fræðimaður sem býður af sér góð-
an þokka og má ekki vamm sitt vita“),
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra
(„hlýr, heillandi og smart fjölskyldu-
maður“); Hermann Gunnarsson
sjónvarpshetja („sjá þetta ekki allir
fyrir sér: Og þarna er kominn stjórn-
andi iýðveldisins, Heeeeemmmi
Gunn!“); Hólmfríður Karlsdóttir
fóstra („fögur og hefur sömu hæfi-
leika og Vigdís“); Matthías Johannes-
sen ritstjóri („fremstur íslenskra
menningarvita og hefur tengingu í
bæði vinstri og hægri geira lista-
heimsins“); Vigdís Finnbogadóttir
forseti (sem nokkrir vildu að skorað
yrði á að breyta ákvörðun sinni); Þor-
valdur Gylfason prófessor („fræði-
maður með menningartengsl og yfir-
burðaþekkingu á flestöllum sviðum
þjóðlífsins“); Þórhildur Þorleifsdótt-
ir leikstjóri („það myndi sópa að
henni sem forseta").
Þriðja deild
Næstir koma: Ásgeir Sigurvinsson
knattsyrnuspekúlant; Björk Guð-
mundsdóttir poppgyðja; Bryndís
Hlöðversdóttir alþingiskona; Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskips;
Inga Jóna Þórðardóttir borgarfuil-
trúi; Páll Skúlason prófessor; Pálmi
Matthíasson sóknarprestur; Sigurð-
ur A. Magnússson rithöfundur; Silja
Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðing-
ur; Sveinn Einarsson leikstjóri; Val-
gerður Bjarnadóttir, starfsmaður
EFTA; Þorsteinn Gylfason prófessor;
Össur Skarphéðinsson alþingismað-
ur.
Og hinir
Aðrir voru nefndir mun sjaldnar,
en gleymdust þó ekki: Amal Rún
Qase stjórnmálafræðinemi; Ámundi
Ámundason jafnaðarmaður; Ármann
Snævarr prófessor; Arnór Karlsson,
formaður Bændasamtakanna; Ástríð-
ur Magnúsdóttir, dóttir Vigdísar;
Birgir Isleifur Gunnarsson Seðla-
bankastjóri; Bima Þórðardóttir
blaðamaður; Bragi Ólafsson ljóð-
skáld; Cecil Haraldsson Fríkirkju-
prestur; Davíð Scheving Thorsteins-
son framkvæmdastjóri; Edda Björg-
vinsdóttir leikkona; Garðar Cortes
óperusöngvari; Guðbergur Bergsson
rithöfundur; Guðmundur J. Guð-
mundsson verkalýðsfrömuður; Guð-
rún Halldórsdóttir, forstöðumaður
Námsflokkanna; Gylfi Baldursson,
heyrnar- og talmeinafræðingur; Hall-
grímur Helgason fjöllistamaður;
Halli og Laddi (saman) skemmti-
kraftar; Haraldur Sigurðsson (Halli)
sölumaður; Helena Kristinsdóttir
umboðsmaður; Helgi Tómasson ball-
ettmeistari; Hjálmar Jónsson alþing-
ismaður; Hjördís Hákonardóttir
borgardómari; Hrafn Gunnlaugsson
kvikmyndaleikstjóri; Hrafnhiidur
Hafsteinsdóttir, fegurðardrottning
íslands; Ingibjörg Hafstað, forstöðu-
kona Nýbúamiðstöðvar; Ingvi Hrafn
Jónsson sjónvarpsmaður; Jóhann
Ingi Gunnarsson sálfræðingur; Jón
Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar-
lögmaður; Jón Ólafsson fjölmiðlaeig-
andi; Jón Óttar Ragnarsson fjöl-
miðlajöfur; Jónas Krístjánsson rit-
stjóri; Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri; Krístinn Jónsson,
bóndi á Dröngum; Krístján Thorlaci-
us kennari; Magnús Gunnarsson,
fyrrverandi formaður VSÍ; Magnús
Þór Jónsson (Megas) tónlistarmað-
ur; Margrét Sigrún Bjömsdóttir, end-
urmenntunarstjóri Háskólans; Njörð-
ur P. Njarðvík rithöfundur; Ólafur G.
Einarsson, forseti Alþingis; Ólafur
Ragnar Grímsson alþingismaður; ÓI-
afur Jóhann Ólafsson rithöfundur;
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi;
Ólafur Stephensen auglýsingamóg-
úll; Ólafur B. Thors, forstjóri Sjó-
vár/Almennra; Ómar Ragnarsson
sjónvarpsmaður; Pétur Kr. Hafstein
hæstaréttardómari; Rúrík Haralds-
son leikari; Sigrún Valbergsdóttir
leikstjóri; Sigurður Siguijónsson leik-
ari; Sigurður Gylfi Magnússon dokt-
or; Sigurður Sigurðarson, vígslubisk-
up í Skálholti; Stefán Ólafsson pró-
fessor; Súsanna Svavarsdóttir blaða-
maður; Unnur Steinsson sjónvarps-
kona; Valgerður Sverrisdóttir alþing-
iskona; Vigdís Grímsdóttir rithöf-
undur; Þórhallur Sigurðsson (Laddi)
skemmtikraftur; Þorvaldur Guð-
mundsson í Síld og fisk; Öm Áma-
son leikari; Steinunn Ólafsdóttir Ieik-
kona; Steinunn Halldórsdóttir, for-
maður Félags stjórnmálafræðinga;
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arfulltrúi; Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir leikkona; Sæmundur Guðvins-
son fréttastjóri; Tinna Gunnlaugs-
dóttir leikkona; Tómas Hermanns-
son tónlistarmaður; Viktor Sveins-
son hótelstjóri; Öm Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda.
4