Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 8

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 8
8 FlMIVmJDAGUR 5. OKTÓBER1995 Átök halda áfram í fllþýðuflokknum Framkvæmdastjóri kveður meölátum Hér á eftir fer bréf sem Sigurður Tómas Björgvinsson, fyrrverandi fram- kvœmdastjóri Alþýðuflokksins, sendi flokksstjórnarfulltrúum fyrir skemmstu. Þar kemur fram afar hörð gagnrýni á ýmsa samstarfsmenn hans í forystu Alþýðu- flokksins og ásakanir um að ekki sé allt með felldu f fjármálum flokksins. Aðspurð um þetta bréfSigurðar Tómasar segist forysta flokksins líta þannig á að málinu sé lokið og ekkert sé óeðlilegt við fjármál eða önnur atriði sem nefnd eru í bréfinu. BréfSigurðar Tómasar varsent til á annað hundrað einstaklinga, en tekið fram að það vœri trúnaðarmál. Þess ber að geta að fyrir skömmu lýsti framkvœmdastjórn flokksins einróma yfir fullum stuðningi við Sigurð Arnórsson gjaldkera, sem Sigurð- ur Tómas gerir að umrœðuefni, og lauk lofsorði á störfhans fyrir flokkinn. SIGURÐUR TÓMAS BJÖRGVINSSON. „Eru menn svo gráðugir í völd og fjár- muni að þeir eru tilbúnir til þess að stinga augun úr nánustu samstarfs- mönnum vitandi að það komi fyrst og fremst til með að skaða flokkinn út á við, eða hafa þeir eitthvað að fela fyrir framkvæmdastjóra flokksins?" Frá: Sigurði Tómasi Björgvinssyni, framkvœmdastjóra Alþýðuflokksins. Trúnaðarmál Reykjavík 1. október 1995 Sannleikurinn um starfslok framkvæmdastjóra. Kæri félagi! í kjölfar starfsloka minna hjá Alþýðuflokknum hafa því mið- ur spunnist ósannar sögusagn- ir, dylgjur og persónulegur rógur sem flokksmenn og aðrir eiga erfitt með að átta sig á nema þeir viti hið sanna um starfslok mín. Því tel ég mér skylt og nauðsynlegt að rita helstu trúnaðarmönnum flokksins þetta bréf, þannig að þeir viti sannleikann og hina réttu atburðarás í málinu. En áður en lengra er haldið vil ég undirstrika við þig kœri félagi að þú farir með þessar upplýs- ingar sem algert trúnaðarmál því öll neikvæð umræða um flokkinn okkar getur skaðað hann mjög. Ég hafði ætlað að útskýra mína hlið þessa máls á fundi framkvæmdastjórnar 11. sept. sl. en var neitað, af Guð- mundi Oddssyni, um að mæta á þann fund. Upphafið: Upphaf þessara ótímabæru starfsloka minna má rekja til haustsins 1993 er Sigurður E. Arnórsson, kjörinn gjaldkeri flokksins, var ráðinn erindreki og starfsmaður kosningabar- áttu vegna sveitarstjórnar- kosninga vorið 1994. Hann lét af störfum í júlí 1994, en að frumkvæði Guðmundar Odds- sonar formanns framkvæmda- stjórnar var Sigurður settur aftur á launaskrá í ágúst 1994. Eins og fylgiskjal 1 sýnir þá gerðu Sigurður og Guðmundur tillögu um ráðningarsamning í júlí 1994, þar sem gert var ráð fyrir að Sigurður Arnórsson yrði einskonar allsherjar fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins (þ.e. þingflokks, blaðs og kosn- ingabaráttu). Það er vægt til orða tekið að þessi samningur mætti harðri andstöðu meðal þingmanna Alþýðuflokksins. Sigurður Arnórsson ætlaði sér þannig augljóslega að yfir- taka starfsvettvang fram- kvæmdastjóra sem ég hef gegnt undanfarin 4 ár. Skýrsla sem Sigurður Arnórsson lagði fram á sameiginlegum fundi þingflokks, framkvæmda- stjórnar og formanna kjör- dæmisráða í ágústbyrjun 1994 (Akranesfundi) staðfestir þetta einnig. Ég beitti mér gegn áðurnefndum ráðningar- samningi, og honum var síðan hafnað af Rannveigu Guð- mundsdóttur þingflokksfor- manni Alþýðuflokksins og síð- an aftur af Sigbirni Gunnars- syni sem tók við þingflokksfor- mennskunni í árslok 1994. Á svipuðum tíma setti flokksforystan á fót undirbún- ingshóp kosninga, en í honum voru Sigurður Tómas, Össur Skarphéðinsson, Birgir Dýr- fjörð og Arnór Benónýsson. Upp frá því gaf Sigurður Arn- órsson það í skyn að hann hefði ekki áhuga á að koma mikið á fiokksskrifstofuna og á fundi sem ég átti með honum og Guðmundi Oddssyni sagði Sigurður augljóst að honum væri ekki ætlað hlutverk í kosningabaráttunni og hann hygðist hætta störfum. Af því varð þó ekki, en í ljósi þeirra staðreynda sem koma fram í þessu bréfi þá tel ég að hann hefði betur staðið við þá hótun - flokksins vegna. Þess í stað tilkynnti Guðmundur Oddsson mér að hann hefði ákveðið, án samráðs við framkvæmda- stjórn, að Sigurður yrði laun- aður fjármálastjóri kosninga- baráttu og ætti einnig að starfa að öðrum undirbúningi kosn- ingabaráttu. Þessi hringlanda- háttur Guðmundar, og prívat- samningur hans og Sigurðar, varð til þess að tefja mjög allt skipulag og undirbúning kosn- ingabaráttunnar, eins og kvart- að var undan af frambjóðend- um. Fjármálin: í lok nóvember 1994 báðu gjaldkeri og ráðinn endurskoð- andi flokksins [Friðþjófur Eyj- ólfsson] mig um að undirbúa reikninga flokksins fyrir tíma- bilið sept. 1992 til ágúst 1994. Ég gerði það, en sagði að það væri með þeim fyrirvara að ég fengi að skoða alla færslulista og fylgiskjöl sem tilheyrðu tékkareikningi sem Sigurður Arnórsson gjaidkeri hafi einn haft aðgang að. Einnig spurði ég endurskoðandann að því hvort það væru ekki hags- munaárekstrar að sami maður- inn væri kjörinn gjaldkeri, ráð- inn fjármálastjóri og færði einn- ig bókhald og þetta gilti bæði fyrir flokk og blað? Við þessu fékk ég engin svör. Aldrei fékk ég fylgiskjölin og færslulistarnir komu þremur mánuðum síðar eftir að ég hafði ítrekað gengið eftir þeim. Þá sá ég að umtalsverðar upp- hæðir höfðu verið greiddar út af reikningi Sigurðar Arnórs- sonar og augljóslega til hans flokksins og átti rétt á að fá að- gang að fjármálum flokksins, enda ber ég sem framkvœmda- stjóri að hluta ábyrgð á þeim. Þegar hér var komið sögu var sameiginleg kosninga- stjórn á iandsvísu og Reykjavík tekin til starfa. Framkvæmda- stjórn hafði ekkert að segja um það hverjir skipuðu þessa stjórn. Við þetta gerði varafor- son og Þröstur Ólafsson. Sig- urður hagaði því þannig að fundir fjármálaráðs væru haldnir á heimili hans. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hef ég ekki fengið upplýsingar um hversu háar upphæðir voru til ráðstöfunar í kosningabarátt- unni og í hvað peningarnir fóru nákvæmlega. Þá hef ég heldur ekki fengið aðgang að GUÐMUNDUR ODDSSON. „Auðvitað átti Guðmundur fremur að segja af sér við þessar aðstæður, þegar mest á reið að halda fundi og styrkja flokksmenn eftir erfiðar kosningar, heldur en að leyfa sér það gerræði að lama allt flokksstarf og skaða þannig Alþýðuflokk- inn stórlega þegar síst skyldi." persónulega, m.a. í ferða- og dagpeninga. Það skal tekið fram að Sigurður Arnórsson setti sjálfur þá vinnureglu þeg- ar hann var kosinn gjaldkeri í júní 1992 að allar greiðslur færu út af einum reikningi sem framkvæmdastjóri hefði einn prókúru fyrir. Þessari reglu hef ég alla tíð fylgt og það kom mér því á óvart að hann væri að greiða út úr öðru hefti vegna daglegs rekstrar flokks- ins, án þess að ég hefði yfirlit yfir það. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um greiðslur til Sigurðar og al- mennt um greiðsiur út af hans reikningi lét hann í það skína að mér kæmi þetta ekki við því hann liti á mig sem sinn undir- mann. Á þessum tfma var ég starfandi kosningastjóri og framkvæmdastjóri Alþýðu- SIGURDUR ARNÓRSSON. „Þá sá ég að umtalsverðar upphæðir höfðu verið greiddar út af reikningi Sigurðar Arnórssonar og augljóslega til hans persónulega, m.a. í ferða- og dagpeninga." bókhaldi flokksins, sem mér ber þó að undirrita, fyrir tíma- bilið 1994 til ágúst 1995. Það gerðist síðan í lok apríl, að gefnu tilefni, að þingflokkur Alþýðuflokksins bað gjaldkera að gefa skýrslu um öll fjármál Alþýðuflokksins og Alþýðu- blaðsins. Sigurður Arnórsson sendi þessa skýrslu til þing- manna í lok júní 1995, án þess þó að gefa framkvæmdastjóra kost á að lesa hana fyrst eða gera athugasemdir. Þar er ým- islegt sem orkar tvímælis og því hafði ég samband við end- urskoðandann sem bar þá fyrir sig að Sigurður hefði breytt greinargerðinni eftir að endur- skoðandinn hafði skrifað undir aðfararorð hennar. Þessi skýrsla hefur hvorki verið rædd í þingflokki né fram- kvæmdastjórn. Þar koma þó maður flokksins athugasemd á fundi framkvæmdastjórnar í byrjun mars 1995. í kjölfarið kaus framkvæmdastjórn fimm manna kosningastjórn sem átti að taka allar meiriháttar ákvarðanir um fjármál og stefnumótun. í henni áttu sæti: Jón Baldvin, Guðmundur Árni, Guðmundur Oddsson, Sigurð- ur Tómas og Sigurður Arnórs- son. Það er skemmst frá því að segja að þessi stjórn var aldrei köjluð saman. í hinni kosningastjórninni var þess vandlega gætt að und- irritaður framkvæmdastjóri hefði ekki yfirlit yfir fjármál. Þannig lagði Sigurður Árnórs- son áherslu á að skipað yrði sérstakt fjármálaráð kosninga- stjórnar sem í sætu: Sigurður Arnórsson, Vilhjálmur Þor- steinsson, Guðmundur Odds- augljóslega fram mjög villandi upplýsingar um tekjur og gjöld kosningabaráttu og hvernig þeim var ráðstafað. Á fundi framkvæmdastjórn- ar 11. september lýsti gjaldkeri því yfir að öllum fulltrúum í framkvæmdastjórn væri frjálst að skoða bókhald og fjármál flokksins. Samt sem áður neit- ar hann framkvæmdastjóran- um um hið sama. Síðan var reyndar öllum umræðum um fjármál frestað á þessum fundi og því veit framkvæmdastjórn mjög lítið um fjárhagsstöðu flokks og blaðs. Þann 19. september sl. sendi ég síðan gjaldkeranum skrif- lega beiðni (fylgiskjal 2) um að fá aðgang að bókhaldi og fjár- málum, til þess meðal annars að geta sinnt þeirri skyldu ís- lenskra laga að framkvæmda- stjóri undirriti ársreikninga. Ekkert svar hefur borist frá Sigurði Arnórssyni gjaldkera flokksins. / Ijósi allra þessara stað- reynda má Ijóst vera að ég get ekki staðfest ársreikninga flokksins fyrir það tímabil sem ég hef verið starfandi fram- kvœmdastjóri, eins og mér er þó skylt, nema fá fullan aðgang að tilheyrandi bókhaldsgögnum flokksins. Ég vœnti þess hins vegar að framkvæmdastjórn flokksins taki beiðni mína fyrir á fyrirhug- uðum fundi sínum 16. október og veiti mér þá þennan sjálf- sagða aðgang að þeim bók- haldsgögnum sem mér er œtlað að bera ábyrgð á. Gjörningur Guðmundar Oddssonar: Þreytan var varla farin úr mönnum eftir kosningabarátt- una þegar Guðmundur Odds- son kallaði mig á sinn fund og tilkynnti mér að öllum starfs- mönnum flokksins yrði sagt upp störfum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu og fyrirhugaðrar endurskipulagningar. Jafn- framt var það tekið fram og staðfest af Jóni Baidvini að ekkert væri út á mín störf að setja. í kjölfarið var boðaður framkvæmdastjórnarfundur 27. apríl 1995. Ég bað um frest á fundinum á meðan ég myndi hugsa mín mál og ræða við aðra samstarfsmenn, m.a. varaformann flokksins sem var erlendis. Auk þess hafði ég til- kynnt Guðmundi Oddssyni að ég væri á leið í langþráð frí

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.