Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.10.1995, Qupperneq 18

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Qupperneq 18
Málfarslöggan Oft heyrist sagt sem svo að tungumál sé lifandi fyrirbæri sem breytist og þróist. Þeir sem hæst hafa um þessa þróunarkenningu segja oft að sem minnst eigi að skipta sér af þessari þró- un. Og síst eigi einhver sjálf- skipaður hópur sérfræðinga Mál málanna Guðm Kolbeinsson að koma fram sem eins konar málfarslögregla sem reynir að stjórna umferðinni og hafa hendur í hári þeirra sem beygja ekki eins og akreina- merki segja til um. Að jafnaði er því bætt við að venjulegt fólk sé hrætt við að opna munninn af ótta við að segja eitthvað „vitlaust“ sem mál- farsfasistarnir agnúist út í. Ég verð að játa að oft hef ég heyrt sagt sem svo: „Ja, mað- ur þorir nú barasta ekki að opna munninn fyrst sérfræð- ingurinn er hérna.“ Hins veg- ar hef ég sjaldan heyrt að hugur fylgi máli og ærið oft talar þetta fólk nær látlaust meðan „sérfræðingurinn" heyrir til. Þeir sem fylgja þeirri kenn- ingu að tungumál eigi að fá að þróast í friði segja jafnan að þau séu samskiptatæki fólks og meðan þau dugi sem slík sé engin ástæða til að amast við slettum og „breytingum“ á beygingu og annarri með- ferð þess orðaforða sem til er. — Það er áreiðanlega rétt að fólk heldur áfram að nota tungumál sitt til að ræðast við, þótt engin málfarslögga sjáist á vappi. En hins vegar er hætta á að málið missi hæfni sína til að vera brúin yf- ir í bókmenntir og menningu kynslóðanna, sem ég ræddi um í síðasta þætti. Þess eru meira að segja dæmi í útlönd- um að málfarsbreytingar hafi orðið svo örar að roskið fólk hafi tæpast getað rætt við barnabörn sín. Ég held að enginn kæri sig um slíkt hér. Mín skoðun er sú að tungu- mál taki vissulega breyting- um; það er eðlilegt. Hins veg- ar lít ég svo á að hlutverk þeirra sem leiðbeina um með- ferð málsins sé ekki síst fólgið í því að spyrna móti broddun- um og reyna að hægja á þess- um breytingum eftir því sem unnt er. Sumir segja reyndar að þetta brölt málhreinsunar- manna sé til einskis; enginn hlusti á nöldur þeirra, hvað þá að einhver taki mark á þeim. Þetta er alls ekki rétt og skal eitt nýlegt dæmi nefnt því til sönnunar. Þegar al- gengt varð að selja bensín í sjálfsölum komu víða upp skilti við bensínstöðvar þar sem stóð að þar væri opið 24 tíma. Ýmsir urðu til að benda á að þarna færi betur að tala um að opið væri allan sólar- hringinn. Það væri góð og gild íslenska og engin ástæða fyrir okkur að apa það eftir Eng- ilsöxum að tala um 24 tíma. Þeir eru tilneyddir af því að þá vantar sérstakt orð yfir sólarhring. — Og viti menn: 24 tímarnir hurfu af íslensk- um skiltum nær samdægurs. Að tala með brosandi rödd Það er ekki allt sem sýnist (eða öllu heldur heyrist) þegar símtólið er annars vegar. Eru íslendingar klaufar að tala í síma? Er til mikiís vansa að fitla við tólið þegar talað er? Eða er það fyrst og fremst viðhorfið sem skiptir máli? Helgi Hallsson hef- ur velt þessum málum fyrir sér í rúman aldarfjórðung. FlMIVmJDAGUR 5. OKTÓBER1995 „Síst eigi einhver sjálfskipaður hópur se'r- frœðinga að koma fram sem eins konar mál- farslögregla sem reynir að stjórna umferðinni og hafa hendur í hári þeirra sem beygja ekki eins og akreinamerki segja til um. “ Ég gat þess hér að framan að ýmsir hefðu orð á því að þeir þyrðu varla að opna munninn í návist „sérfræð- ingsins“. Aðrir segja sem svo að nú verði þeir að vanda sig. En sjaldan eða aldrei hef ég fundið að þessi umtalaða hræðsla sé raunveruleg. En hitt hef ég oft og iðulega orð- ið var við að fólk grípur fegins hendi tækifæri til að ræða við mig um íslensku og meðferð hennar; bláókunnugt fólk svíf- ur á mig við ótrúlegustu tæki- færi og segir: „Fyrirgefðu, en ég hef nú alltaf haft mikinn áhuga á íslensku máli og ég bara þoli ekki þegar fólk seg- ir...“ Áhugi almennings á málinu er nefnilega mikill og sjálf- skipaðir verndarar þess mun fleiri en margan grunar. Menn velta fyrir sér hvort þetta eða hitt sé „rétt mál eða rangt“, hvað tiltekin orðtök merki, hvernig eigi að beygja manna- nöfn og hvernig eigi að staf- setja einhver orð; það er jafn- vel veðjað um málnotkun við matarborðið og svo hringt til einhvers sérfræðings á ís- lenskri málstöð eða Orðabók Háskólans til að fá úrskurð. (Svigagreinin: Fyrir nokkr- um árum var ég úti að skemmta mér með gömlum skólafélögum. Þá gaf sig á tal við mig maður sem ég hafði aldrei séð áður, lýsti áhuga sínum á íslensku máli og sagði mér ýmis dæmi af því hvernig tungunni væri mis- þyrmt. „Ég get sko sagt þér það að mér frýs hugur við því hvernig margt fólk talar," sagði hann, „já, mér frýs bara hugur við því.“ ) Ætli þaö sé ekkl þessl guðdómlega bollulegi snilllngssvipur sem gerir útslagið með tvífara vlkunnar. Það þarf enginn að fara í grafgötur með það að ef Hörður Sigurgestsson hefði ekki tekiö að sér skítverklð að vera óskabarn þjóðarinnar þá heföi hann látið til sín taka á vettvangi tónlistarinnar. Stjórnar- formaður íslands er að sjálfsögðu einnig stjórnarformaður Sinfóníunnar en það getur aldrei orðið annað en dauft endurvarp þess að fitla vlð strengi fiðlunnar. Að vera „where it's at“. Þar var Hándel, tvífari Haröar, sem samdi Messías, lík- lega til helðurs Herði, þessum seinni tíma bróður í anda og lifandi eftirmynd — ef frá er tallnn drengjakollurinn og gleraugun. Hvort sem iesendur HP trúa því eða ekki þá hafa verið starfrækt hérlendis í rúm 25 ár símsvör- unarnámskeið sem þúsundir íslendinga hafa sótt. Nám- skeiðin eru nú haldin í hús- næði Stjórnunarfélagsins og Helgi Hallsson hefur verið við þau riðinn nánast frá upp- hafi. Helgi starfaði til fjölda ára hjá Pósti og síma. Þær Guðbjörg Björnsdóttir og Ragnheiður Guðmundsdóttir sjá um námskeiðið ásamt Helga. „Það er þverskurður af við- skiptalífinu," segir Helgi að- spurður um hverjir það séu sem sækja námskeiðin. (//P notaði að sjálfsögðu símtækn- ina í spjalii sínu við Helga.) „Margir koma frá opinberum stofnunum, hópar frá fyrir- tækjum — þetta er mjög víð- tækt. Auk þess hafa margir komið á eigin vegum til að hasla sér vöil og til að geta sýnt diplómu upp á að hafa farið á námskeið í símsvör- un.“ Helgi telur íslendinga heimsmeistara í símanotkun og heldur því fram að síma- kerfið hér á landi sé í mjög há- um gæðaflokki. íslendingar nota síma mjög mikið, bæði í viðskiptum og persónulega. Helgi leggur áherslu á viðmót þeirra sem svara í síma og að fyrirtæki eigi mikið undir því komið. „Það er sagt að þeir sem lyfta símtólinu séu andlit fyrirtækisins í augum þess sem hringir." Hann segir að góð mannleg samskipti séu síst ofmetin og númer eitt sé að temja sér já- kvætt viðhorf. Fólki á vinnu- stað líður betur og er þannig betur í stakk búið til að takast á við verkefnin ef andinn á staðnum er góður. „Það hefur verið kannað að ef fólk hættir að versla hjá fyrirtæki þá er það 1/3 sem það gerir vegna þess að varan er ekki nógu góð. 2/3 hætta vegna lélegrar þjónustu. Góð ímynd fyrir- tækjanna er mjög mikilvæg og viðskiptavinurinn er mikil- vægasti maður fyrirtækisins.“ Helgi bendir einnig á mikil- vægi þess að kunna að hlusta, ekki síst ef sá sem hringir er argur. Þá sakar ekki að hafa húmorinn á réttum stað og hann segir blaðamanni HP gamansögu til marks um það: „Eitt sinn hringdi maður nokkur í fyrirtæki og spurði eftir Hrafni. Hann var ekki við þannig að hann spurði eftir Stefáni, sem ekki var við held- ur. Þá spurði hann eftir Sæ- mundi, sem hafði þurft að bregða sér frá. Þá fór að síga í manninn og hann spurði símastúlkuna hvort það væri enginn við með viti. „Jú,“ svaraði hún, „hann er bara í sumarfríi núna.“ Þannig tókst henni að gera gott úr öllu sarnan." Spurningunni um hvort það væri einhver sérstök aðferð annarri betri við að tala í síma svaraði Helgi á þann hátt að best væri að vera maður sjálf- ur. „Vera ekkert að smjaðra," segir hann. „Að fólk sé eðli- legt. En það er hægt að tala með brosandi rödd þó að maður sjáist ekki. Sýna kúnn- anum að það sé tekið tillit til hans og að hann fái ekki á til- finninguna að hann sé að trufla." Helgi Hallsson bendir meðal annars á mikilvægi þess að svara fyrír þríðju hríngingu í fróðlegu spjalli um þá tækni að tala og svara í síma. Helgi telur íslendinga enga sérstaka klaufa að tala í síma og telur þjónustulund hafa aukist með þjóðinni að undan- förnu. Varðandi tæknileg at- riði eins og hvort halda eigi á símanum á einhvern tiltekinn hátt segir Helgi að rétt sé að halda á honum þannig að mað- ur sé ekki að tala við símann heldur manninn á hinum end- anum. „Oft hefur maður tekið eftir því að ef maður er að leita að einhverju meðan talað er þá lyftir maður taldósinni upp fyrir eyrað...“ Helgi „sýnir" hvernig það virkar í prak- tíkinni og auðheyrt er að það eru ekki góðar tvíbökur. Þá gefur hann ekki mikið fyrir það að káfa mikið á tólinu á meðan talað er. „Þó að viðkomandi heyri það ekki sjálfur þá magn- ast það til okkar. Svo er líka eitt sálfræðilegt atriði í þessu. Ef ég hringi eitthvert þá er tím- inn þar til svarað er lengri fyr- ir mig en þann sem ætlar að svara. Þess vegna bendum við fólki á að reyna að svara fyrir þriðju hringingu. Það er búið að reikna út að eftir hana fer viðkomandi að verða pirrað- Fram þjáðir menn — en hvar er Óli kommi? HP fyrir flmmtán árum Heimavinnandi borgarfulltrúi „Þrír reykvískir borgarfulltrúar, Björgvin Guðmundsson, Birgir fsl. Gunnarsson og Siguijón Pétursson, fóru sem kunnugt er í frækilega ferð til Kína fyrir skömmu til að kynna sér gang mála þar um slóðir. Albert Guð- mundsson, borgarfulltrúi og alþingis- maður, var spurður að því um daginn hvort hann langaði ekki að feta í fót- spor þeirra þremenninga og fara líka í heimsókn til Kína. „Nei,“ svaraði Al- bert, „ég hef ekki áhuga á því. Ég er heimavinnandi borgarfulltrúi!",, 3. október 1980. í Vikublaðinu sl. föstu- dag birtist langur listi yfir stuðningsmenn Steingríms J. Sighissonar í formanns- kjöri Alþýðu- banda- lagsins. Það er fróðleg- ur sam- setn- ingur, en kem- ur ekki mjög á óvart, er eins konar sam- suða úr félagaskrám sósí- alistafélaga um allt land. Það vekur hins vegar meiri athygli hverjir eru ekki á listanum. Við fyrstu yfir- sýn vantar á hann nokkra helstu forsprakka sósíal- ismans fyrr og nú, til dæm- is engan annan en Inga R. Helgason, en auk þess Öddu Báru Sigfúsdóttur, Guðrúnu Kr. Oladóttur, Bimu Þórðardóttur, Sig- uijón Pétursson og Ragn- ar Stefánsson, svo nokkrir séu nefndir. Mest áberandi er þó fjar- vera þess, sem af hvað mestri ein- drægni hefur haldið merki amalsósíalismans á lofti, ia komma. Eru komnir brestir í samfylkingu al- þýðunnar?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.