Helgarpósturinn - 05.10.1995, Síða 24

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Síða 24
24 V FIMMTUDAGUR 5. OKTOBER1995 í kvöld frumsýnir Jón Tryggvason kvikmyndina „Nei er ekkert svar“. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hitti Jón og spurði hann hvað þetta ætti að fyrirstilla. Einfaldlega spurning l)M AÐ ÞORA Jón Tryggvason var 19 ára trillukarl á Arnarstapa þegar hann fékk þá hugmynd að verða leik- ari. Hann sótti um í New York University og komst inn sjálfum sér að óvörum, lagði gúmmístíg- vélunum og sama ár var hann kominn í heimsborgina, til að læra að vera „fyndinn og skemmti- legur“. Hann kom til baka nokkrum árum seinna og þá sem kvikmyndagerðarmaður og gerði myndina Foxtrott aðeins 24 ára gamall. Síðan þá hefur Jón fengist við sitt Iítið af hveiju í brans- anum, til að mynda fengu sjónvarpsáhorfendur innsýn í líf trillustráka á Arnarstapa í sjónvarps- mynd Jóns, Laggó, sem sýnd var um páskana síðustu. En nýjasta mynd Jóns verður frumsýnd nú á föstudag og nefnist Nei er ekkert svar. „Þetta er allt saman Helga Bjömssyni að kenna,“ segir Jón mæðulega þar sem hann sötrar kaffi í mötuneyti sjón- varpsstarfsmanna. „Helgi ætl- aði að vera með frá byrjun en var síðan of upptekinn við að koma skemmtistaðnum Astró á laggirnar. Við áttum ekki eina einustu kr?nu í vasanum þegar þetta fór af stað en ákváðum samt að reyna að klambra saman samningum og gera þetta að veruleika. Á endanum gekk allt svo vel upp að það varð að orðatiltæki hjá okkur: „Þetta er bara svona mynd.“ En þegar fjárráðin eru af skornum skammti verða vænt- ingarnar ekki gífurlegar og maður hefur engu að tapa. Það eru nákvæmlega engar kröfur og það gefur manni frelsi til að hafa myndina eftir sínu höfði.“ SVARTHVÍTT FLOTTARA „Við náðum samningum við stóran framleiðanda í Noregi, Peter Borgli, sem dags dag- lega framleiðir myndir með stórstjörnum á borð við Cri- stopher Lambert og Robert Mitchum, en þeir skreyta ein- mitt nýjustu myndir Borglis. Þar sem filmukostnaður er einn stærsti útgjaldaliðurinn við kvikmyndagerð leituðum við til íslenska Kódak-umboðs- ins um að leggja til filmur en þeir sáu sér það ekki fært. Við leituðum þá til norska um- boðsins, sem varð góðfúslega við beiðni okkar. Með þennan samning fórum við síðan til RÚV og gerðum samning við þá um að framleiða myndina ásamt Borgli. Við veðjuðum við þá á skrifstofu Peters úti í Noregi hvort áætlanir okkar um tökudaga stæðust, en þeim fannst við ansi óraunhæfir. Það þarf varla að taka það fram að við unnum veðmálið. Myndin var skotin á sextán dögum, á 180 mínútna filmu, en alls er hún 75 skot og 90 mínútur í sýningu." En af hverju ákvaðstu að hafa hana svarthvíta? „Mér fannst það einfaldlega flottara og það setur söguna líka í vissa fjarlægð frá áhorf- endum. Maður er þess meðvit- aður, þegar maður horfir á svarthvíta mynd, að það er verið að segja sögu. Sagan í myndinni er af tveimur systr- um sem voru aðskildar í æsku vegna erfiðra fjölskylduað- stæðna en hittast aftur og eru þá eins og svart og hvítt. Ónn- ur er sæt, dugleg og áreiðan- Ieg. Hin er sæt, lygin og þjófótt og til alls vís.“ MALMIÐNAÐARSÉR; FRÆÐINGURINN FRA ISLANDI „Ég var með landspróf úr Keflavík og kom eitt ár við í málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík vegna þess að ég var sveitastrákur og mig langaði til að búa aðeins í stóru borginni Reykjavík. Ég heid að þessi dvöl mín í Iðnskólanum hafi komið mér til góða þegar ég sótti um leiklistarnámið, þýð- ingin var tilkomumikil: „Metal industrial department“. Kan- arnir spurðu mig ekkert nánar út í þessi ósköp, nema hvað að þeir buðu mig velkominn í skólann. Fyrsta árið reyndist mér dýrt, ég þurfti að kaupa allar ritgerðir af skólasystkin- unum. En þetta hafðist allt saman. Ég hafði ekki miklar hugmyndir um leikarastarfið, reynsluheimur minn saman- stóð af skólaleikritum í Lauga- gerðisskóla. En ég missti áhug- ann fyrir því að verða leikari, mér fannst lítil framtíð í því, sérstaklega sem útlendingur í Ameríku. Mig langaði meira til að skapa sjáifur en túlka það sem aðrir höfðu skrifað, svo ég sótti um kvikmyndagerðina og komst þar inn og lauk námi fjórum árum seinna.“ Það er langur vegur frá Arnar- stapa á Snœfellsnesi til New York. ErJón Tryggvason Stapatröll, Ijóshœrður Japani á reiðhjóli eða bara bilaður kvik- myndagerðarmað- ur sem lagar kaffi ofan í starfsliðið? „Það minnisstæðasta við New York er hversu víðtækum áhrifum maður varð fyrir. Þangað koma allir straumar ákaflega hratt.“ Varð sveitastrákurinn ekkert hrœddur í stórborginni? „Ég er svo kærulaus að eðlis- fari að umbreytingin snerti mig ákaflega lítið. Mér leist bara afbragðsvel á þetta allt saman. Ég bjó í East Village og hafnaði þar í einhverju skugga- sundi, enda leyfðu námslánin ekki öruggari aðstæður. Ég lét mér bara vaxa hár niður á bak og útvegaði mér gamlan leður- jakka til að falla inn í hópinn.“ UÓSHÆRDUR JAPANI A REIÐHJOLI Jón Óskar Hafsteinsson og Hulda Hákon myndlistarmenn kynntust Jóni á New York-ár- unum og í samtali við Helgarpóstinn sagði Jón Óskar að nafni sinn hefði jafnan geng- ið undir nafninu Stapatröllið, enda hefði hann verið gríðar- legur orkubolti þrátt fyrir að vera ekki hár í loftinu. „Hann kom einu sinni og færði okkur kappaksturshjól að gjöf, en það hafði hann fundið ólæst á förnum vegi. í New York gildir nefnilega sú regla að sá eigi fund sem finnur. í hnakktösku hjólsins var síðan að finna ýmsar smálegar eigur hjól- reiðamannsins, sem var Jap- ani, og í drjúgan tíma ferðaðist Jón um sem norrænn Japani og sýndi fádæma rausn öílum sem á vegi hans urðu, meðal annars sessunautum sínum í flugi frá Miami sem hafa sjálf- sagt hugsað með hlýhug til japönsku þjóðarinnar allar göt- ur síðan. I annan stað var Jón mjög drífandi og skrifaði mikið á þessum árum og stjórnaði mörgum performönsum innan leiklistardeildarinnar. Hann var einu sinni gestur okkar Huldu í tvo sólarhringa, en viku eftir heimsóknina kom hann til okkar og sýndi okkur spánnýtt kvikmyndahandrit. Við settumst spennt að lestrin- um en það runnu á okkur tvær grímur þegar rann upp fyrir okkur að kvikmyndin ætti að vera um okkur; þarna vorum við ljóslifandi komin, flatmag- andi fyrir framan sjónvarpið og hvaðeina! Jón skildi ekkert í þessari smámunasemi, en af tillitssemi er þó handritið sjálf- sagt enn niðri í skúffu." EKKERTFÖNDUR OG DUTL „Susanne Landau, skóla- systir mín, er farin að fram- leiða myndir í Hollywood og síðan kemur Maria Ellingsen upp í hugann, en hún hefur komið víða við og er núna að fara að leika aðalhlutverkið í nýrri mynd á móti Faye Duna- way,“ segir Jón þegar hann er spurður um afrek skólasystk- ina sinna frá Bandaríkjunum. En langaði þig ekkert að ílengjast þarna úti? „Það er aldrei að vita hvað gerist seinna, en meinið er að þegar maður kemur út úr kvik- myndaskóla þá kann maður raunverulega ekki neitt sem nýtist manni við hina prak- tísku hlið kvikmyndagerðar- innar. í raunveruleikanum er ekki neitt föndur og dútl, þú þarft að vinna undir gæða- og tímapressu og skila þínu hvað sem á dynur. Við Karl Óskars- son höfðum verið að vinna svolítið saman og hann bauð mér vinnu þegar skólinn var búinn og ég greip tækifærið og fór heim. Við vorum aðallega í því að gera auglýsingar og tón- listarmyndbönd og tvisvar hrepptum við verðlaun fyrir besta myndband á Norður- löndum, árin 1987 og 1989.“ ÆVINTYRI Urri þetta leyti gerðirðu þína fyrstu kvikmynd, að- eins 24 ára. „Já. Sveinbjöm I. Bald- vinsson var með hugmynd að svona hasarsögu sem gæti gerst hér. Við ákváð- um að þróa þessa hug- mynd áfram og sóttum í framhaldi um styrk úr Kvikmyndasjóði. Okkur að óvörum fengum við styrk- inn og þar með var boltinn farinn að rúlla. Þeim í út- hlutunarnefnd fannst leika um þetta ferskir straumar, við vorum allir svo ungir.“ Voru skólasystkini þín frá New York farin að gera eitthvað svona, eða er þetta séríslenskt að fá tæki- fœri til að gera bíómynd svona strax að loknu námi? „Nei, þau voru bara að hangsa og jafnvel íhuga frekara nám. Það hefur auð- vitað sína kosti að vera íslend- ingur á stundum og það var œv- intýri að fara af stað með heila bíómynd svona ungur. “ ER JÓN BILAÐUR? Garún, aðstoðarkona Jóns, er ekki að skafa af hlutunum. „Hann er bilaður,“ segir hún meðan hann skýst eftir pappír- um ofan af efstu hæð sjón- varpshússins og út í bíl. „Hann er eini leikstjórinn sem ég veit um sem alltaf hellir sjálfur upp á kaffi, nær sjálfur í það sem hann þarf. Aðrir leikstjórar reka einn puttann upp í Ioftið og horfa einbeittir á mann. Áð- ur en litið er við á svo að vera kominn rjúkandi kaffibolli fyrir framan þá. Ekki Jón.“ „Foxtrott er fyrir mér jafn- áhugaverð og gamalt dag- blað,“ segir Jón þegar talið berst aftur að frumraun hans í kvikmyndagerð. „Myndin var barn síns tíma en gerði sitt, dró að 55.000 áhorfendur og átti sterka möguleika á mark- aðnum. Við vorum bara svo ungir og vitlausir og gerðum slæma samninga við þá er- lendu aðila sem tóku þátt í gerð myndarinnar. Myndin var seld fyrir 750.000 dollara en við fengum sendar 800.000 krónur hingað heim. Þeir hirtu afganginn. Reiknuðu sér 25% í sölulaun, 15% í dreifingar- kostnað og afganginn í alls kyns þóknanir." PÓSTKORTAUPPELDI „Lífið á Arnarstapa var póst- kortauppeldi; yndislegt, frjálst og hollt. Þarna voru tvær trill- ur, ég fékk snemma að fara á veiðar og iðulega var báturinn orðinn drekkhlaðinn um há- degisbilið og þá var farið í land að gera að aflanum. Það fór líka út bátur á sumrin og við söltuðum aflann og flöttum „Foxtrott er fyrir mér jafnáhugaverð og gamalt dagblað," segir Jón Tryggvason blákalt um frumraun sína í kvik- myndagerð. fiskinn á bryggjunni. Um jóla- leytið fékk fólk greitt fyrir þá vinnu. Það var mikið líf í kring- um þetta," segir Jón þegar tal- ið berst að sjónvarpsmyndinni Laggó, sem gerðist á Arnar- stapa í.því umhverfi sem Jón er sprottinn úr. „Leikritið var ekki dæmigert að því leytinu til að ég hef sjálf- ur aldrei sökkt bát til að svíkja út úr tryggingum, ef ég mundi reyna það núna kæmist það sjálfsagt fljótlega upp. En eftir myndina er ég sérfræðingur í að sökkva bátum, því þetta gekk ekki átakalaust fyrir sig. Helvítis báturinn bara neitaði að sökkva. Ég flutti á Snæfellsnesið árið 1969 ásamt foreldrum mínum, sem voru þá á sextugsaldri, en ég var örverpið og naut góðs af föður mínum sem hafði verið aflakóngur og eytt megninu af lífi sínu á sjó svo að systkini mín sáu hann varla heima. En þau voru farin að taka það ró- lega bæði tvö þegar ég var að alast upp. Mamma lést síðan eftir langa spítalalegu, en hún lamaðist í kjölfar heilablóð- falls, og við feðgarnir vorum einir eftir þegar ég var fjórtán ára. Pabbi reri fram á síðasta dag, en hann lést fyrir tveimur árum.“ LOGIÐ AF LIST En tengslin við æskustöðv- arnar rofnuðu ekki, því að Jón hóf að sigla með túrista undir klettana á Stapanum ásamt Fjalari Sigurðarsyni, fyrrver- andi Dagsljóssmanni. „Það er skemmtilegasta vinna sem ég hef komist í,“ sagði Jón. Hvað með geimveru-, drauga- og andatrúarfólkið sem nú sœk- ir Snœfellsnes heim sem eins- konar Mekka spíritismans. Varðst þú ekkert var við undar- lega strauma ofan afJökli þeg- ar þú varst drengur? „Þarna er gott að vera í góðu veðri og þó að ég hafi farið víða þá veit ég enga fegurri sjón en að horfa ofan af Jökli. En í raun mundi ég segja að Halldór Laxness hefði búið til þessa goðsögn um Snæfells- nesið, hann dvaldi þarna mik- ið, — sjálfsagt var búið að út- hýsa honum annars staðar. Hann var alltaf að ferðast milli staða og þefa uppi sögur, en síðan las fólk um sjálft sig og sögurnar og vildi við hvorugt kannast. Á Snæfellsnesi var margt skemmtilegt fólk, til dæmis Þórður á Dagverðará, sem gat sagt sögur — aðallega lygasög- ur — af þvílíkri list að allir hlustuðu opinmynntir. Gunn- ar Dal bjó þarna lengi vel og svo var það presturinn, hann Rögnvaldur Finnbogason, sem þrumaði yfir söfnuðinum hálfsmánaðarlega. Þangað fóru allir þó að aðeins tvær eða þrjár sálir hefðu í sér snef- il af trúrækni. Tilbreytingin er svo vel þegin í sveitinni.“ AÐ ÞORA EÐA HIKA Hvað er mikilvægast fyrir kvikmyndagerðarmann ? „Allt er þetta spurning um að þora. Fólkið sem ég hef kynnst í þessum bransa skipt- ist í þá sem þora og hina sem hika. Þeir sem þora fá þau tækifæri sem þeir þurfa. Ég hef aldrei verið hræddur við að falla, jafnvel ekki að kolfalla." Þá vitum við það. Nei er ekk- ert svar? „Einmitt og ef mér finnst vinnan skemmtileg er það nægileg umbun. I nýjustu myndinni minni eru auðvitað misgóðar senur, en það er heildin sem skiptir máli. Ef mér finnst heildarmyndin ánægjuleg er ég ánægður."

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.