Helgarpósturinn - 05.10.1995, Page 30

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Page 30
30 F1MMTUDAGUR 28. SEPTEMBER199! popp FIMMTUDAGUR Útlagarnir eru loks komnir í mið-^ bæinn. Þeir verða á Fóg- etanum í kvöld. Fjallkonan berst fyrir því að Vig- dís forseti sitji áfram. Baráttan fer fram á Gauki á Stöng. Speedwell Blue leggur Blúsbarinn undir sig á fimmtudags- kvöld. Þusl er strangheiðarleg rokkhljómsveit sem spil- ar á Tveimur vinum og öðrum í fríi. FÖSTUDAGUR Rúnar Júlíusson og aðrir alvöru stuð- boltar verða á Næturgal- anum, Kópavogi. Áfram- haldandi keppni í heppni verður hjá Steina á Galanum. Raggi Bjama og Stef- án Jökulsson sjá um fjörið á Mímis- bar Hótels Sögu. Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið á Hótel íslandi. Og vel að merkja: aðgangseyrir er enginn. Atari Teenage Riot, sú viilta frá Þýska- landi, með síðdegistón- leika í Hinu húsinu. Blátt áfram er dúett sem ætlar að koma sér vel fyrir á Fóg- etanum. Surprice kemur öllum í opna skjöldu á Fógetanum. Kol þykja hreint ágætis hljómsveit. Þeir taka við af Jet Black Joe á Kaffi Reykjavík. JJ Soul Band hlusta ekki á helv... útlendingahatrið og spila á Blúsbarnum. LAUGARDAGUR Rúnar Júlíusson úr Keflavík í Kópavog- inn. Á Næturgalanum. Ríósaga er komin aftur til þess að vera á Hótel Sögu í vetur. Þar mun Ríó-tríó- ið rifja upp það besta og versta á ferlinum. Eftir sjóið tekur hljómsveitin Saga Class við og leikur fyrir dansi. Raggi Bjama og Stef- án Jökuls; flott par á Mímisbar, Hótel Sögu. Þó líði ár og öld, Bjöggi Halldórs og öll hans hersing rifja upp löngu liðna daga á Hótel íslandi. Magnús og Jó- hann og Pétur Hjalte- sted leika ljúfa tónlist fyrir matargesti. Atari Teenage Riot með frumsamda blöndu í Tunglinu. Blátt áfram er alveg hreint út. Þeir verða á Fógetanum. Bein útsending frá Kon Tiki VATNAVERÖLD Háskólabíó/Bíóhöllin ★★ Þar sem ryðkláfur þrjótanna í vatnaveröldinni er að sökkva í hafdjúpin eftir allsherjaráhlaup Kevins Costner, þá veltir hann sér allt í einu á byrðinginn og á skrokknum má lesa nafn skips- ins, máðu letri: Exxon Valdez. Þetta gefur góða vísbendingu um við hverslags náunga er að etja, því þetta er þá sama risa- skipið og fórst við Alaska fyrir allmörgum árum og varð úr mesta olíumengunarslys á byggðu bóli. Þeir eru semsé um- hverfisdónar í bak og fyrir þess- ir karlar, og raunar svo argvítug- ir að þeir strompreykja sígarett- ur alveg linnulaust; mesta ráð- gáta myndarinnar er hvaðan allt tóbakið kemur í þessum heimi sem er svo blautur að hvergi er þurran blett að finna nema í þar- tilgerðum krukkum sem ganga kaupum og sölum — eða hefur einhver prófað að reykja í sundi? Það þarf varla að koma á óvart að foringi ómennanna er Dennis Hopper; hann er eineygður og umgengst líkama sinn eins og ruslafötu. Annars er illþýðið allt með gamalþekktu sniði framtíð- arhasarmynda; svo ræfilslegt og óhreint að öll heimsins vötn myndu ekki ná að skola af því skítinn eða klámkjaftinn. Kevin Costner lifir hins vegar í slíkum samhljómi við náttúruna — sem er öll hulin vatni — að á hann eru farin að vaxa tálkn og sund- fit; meðan það eina sem þróast hjá illmennunum er lungna- krabbi er hann semsé á vist- vænni darvínskri þróunarbraut að ummyndast í hafmeyju. Raunar er hann allur í viðmóti eins og vatn — sem er kaldur og slepjulegur vökvi þegar maður svamlar of lengi í því; svo er hann hitaður upp af ókunnri konu og varnarlausu barni og það færist ylur í misheitt blóð hafbúans. Það er hinn tilfinn- ingalegi þáttur myndarinnar. Hinn líkamlegi felst í því að hann er enginn gutlari, heldur er hann fær í flestan sjó. Og það er nóg af honum, því sviðið er ver- öldin eftir að bæði heimskautin og allir jöklar hafa bráðnað vegna gróðurhúsaáhrifa en borgir og sveitir eru minningar á hafsbotni um skógivcixið þurr- lendi. Menningin er rifrildi úr tímaritum sem þykja óheyrileg verðmæti; liðið kann auðvitað ekki að lesa en skoðar myndirn- ar í gömlum Andrésblöðum af áfergju. Þetta er í sjálfu sér ekki slæmt upplegg í ævintýrabíómynd og einhvern veginn var maður allt- af að vona að myndin yrði betri en sögurnar sem fara af henni, að Kevin Costner hefði bara komist í kast við lýðinn sem þrá- ir ekkert meir en að sjá svona fallega og duglega menn hanga í ljósastaurum. En, illu heilli, mitt í allri framtíðarsýninni og pen- ingaaustrinum ljómar tær með- almennskan í gegn; stundum er þetta flott en svo fattar maður að það vekur engin hughrif og manni er farið að leiðast eins og hefði maður verið neyddur til að horfa á beina útsendingu af för Thors Heyerdal á Kon Tiki-flek- anum. Costner ætlar svo inni- lega mikið að njóta sín að þegar hann fær minnsta færi á tekur hann sig til og ryður öllu út af myndfletinum, hann bandar líka frá sér hinni prýðilegu Jeanne Tripplehom sem býður honum stæðilegan líkama sinn. Honum er svo mikið í mun að skjóta fall- andi stjörnu sinni aftur upp á himinhvelfinguna að áreynslan skín í gegn og hann drífur ekki nema yfir næsta hús; þegar síð- asti vottur af æskuþokka er horf- inn úr andliti hans er ekki mikið annað eftir en há kollvik, ný- pumpaðir upphandleggsvöðvar og söguhetja sem er að breytast í fisk. Kevin Costner lifir í slíkum samhljómi við náttúruna - sem er öll hulin vatni - að á hann eru farin að vaxa tálkn og sundfit; meðan það eina sem þróast hjá illmennunum er lungnakrabbi er hann á vistvænni darvínskri þróunarbraut að ummyndast í hafmeyju... Talaðu við okkur um BILARETTINGAR BÍLASPRAUTUN Nú þegar haustið skellur á viljum starfsfólk í La primavera k kynna fyrir ykkur nyit og spennandi tilboðfyrir hópa á ||k bilinu 10-60 mans, í okkar frábceru salarkynnum. A ” Tilvalið fyrir leikhúshópa. atoueb Hopurinn safnast saman a barnum og erþa boðið uppa 3 tegundiraffingurfieði, síðan tœki við matseðill sem t.d. hljóðaði svona. KuiUdoeMa'Uiluoo Cj>uJ(ut iÆuj&AalUitUfG. á ialatletU meÁ vÍHGÚyiette-ióiu 2.100 U JleinitúiCfeÁÍúi aUuufiá uia RISTORAíNTt Í.UXOR NÝ LÍNA '96 28" með Nicam sterío, textavarp, flatur skjár og margt fleira. Allt þetta fyrir 69.900 stgr. Sjónvarpstseki í hæsta gæðaflokki Komið — sjáið — heyrið — sannfærist! ®Raðgreiðslurtil allt að 24 mán. Tisir RADGREiÐSLUR TIL 24 IVIÁrjAOA L mW»4Iir4T«YCCW«• lUIOX'KDII tBYKCDAKTtm VERSLUNIN m HIJOMRÆR Hverfisgötu 103 - sími 511 2500

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.