Helgarpósturinn - 16.11.1995, Page 8

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Page 8
8 FIMMTUDAGUR16. NOVEMBE1995 hmmi STEF — Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar — sækja mál á hendur Marís Gilsfjörð Maríssyni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að spila tónlist sem hann segir viðskiptavini verslunarinnar í mesta lagi „heyra óminn af“. Stefán Hrafn Hagalín þefaði af málavöxtum. „Helvíti hart aö mega ekki hlusta á fréttirnar“ - við vinnu sína. Þá er búið að svipta mann öllum rétti, segir Marís og telur STEF ekki hafa neitt mál gegn sér. Lögmaður STEFs segir þetta hinsvegar réttlætismál og að STEF fari fínt í það — eins og önnur mál af svipuðum toga. Fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur er nú rekið allsérstætt mál þar sem eiga í hlut STEF — Samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar — og Marís Gilsfjörð Marísson, eigandi matvöruverslunarinnar M. Gilsfjörð við Bræðraborgar- stíg. Málavextir eru þeir að Marís heldur agnarsmátt út- varpstæki í verslun sinni, sem hann segir að sé einungis not- að fyrir starfsfólkið svo það geti hlustað á fréttirnar. Auk þess sé það svo lágt stillt að viðskiptavinir heyri í mesta lagi óminn. STEF segir hins vegar að þarna fari fram gjald- skyldur flutningur á tónlist á almannafæri og að STEF sé að- eins að framfylgja alþjóðasátt- málum. Þrátt fyrir sáttaumleit- anir er nú allt komið stál í stál — og máiið semsagt fyrir dóm- stólum um þessar mundir. Fáránlegt mál „Þetta er svo fáránlegt mál að það tekur engu tali. Eg er bara ekki með neitt annað útvarps- tæki hér í búðinni en svona lít- ið vasaútvarp á stærð við eld- spýtustokk. Það er staðsett við kjötborðið og starfsfólkið — krakkarnir sem vigta græn- metið og kjötið — hlustar á fréttirnar í því. Þetta mál STEFs er því ekki á nokkrum rökum reist. Lágvær ómur af tækinu við kjötborðið er bók- staflega eina tónlistin sem heyrist hér í búðinni. Stundum er það kannski dálítið hátt stillt, en ekki svo hátt að kúnn- arnir geti hlustað á það. Svo er annað, að maður er auðvit- að búinn að borga sín STEF- gjöld með afnotagjaldi Ríkisút- varpsins. Það er helvíti hart ef maður má ekki hlusta á útvarpsfrétt- irnar við vinnu sína. Helvíti hart að rukka mann fyrir það, því þá er að sjálfsögðu búið að svipta mann öllum rétti. Mað- ur gæti kannski skilið þetta ef ég væri með hátalara í allri búðinni og spilaði í þeim tón- list fyrir kúnnana, en svo er ekki. Þá væri þetta mál auk þess allt öðruvísi vaxið. Ann- ars held ég að kúnninn sé ekki einu sinni að hlusta á þetta litla eldspýtustokksútvarp meðan hann er að versla. Ég veit ekki hvað STEF ætla að gera í málinu. Ég held að þeir geti eiginlega ekki rukkað þetta og eins og ég sagði við manninn sem hringdi í mig: Ef ég ætlaði að spila tónlist fyrir kúnnana þá væri ég náttúrlega með hátalara í allri versluninni og myndi borga mín gjöld fyrir það,“ sagði Marís Gilsflörð Marísson, eigandi matvöru- verslunarinnar M. Gilsfjörð, í samtali við Helgarpóstinn. Menn fá alltaf tækifæri til að hætta spilun „Eins og í hverjum öðrum rekstri koma svona mál annað veifið upp þegar innsendir reikningar eru ekki greiddir. Varðandi þetta tiltekna mál er það að segja, að ísland er aðili * *mm~ Marís Gilsfjörð Marísson, með litla útvarpið sem starfsfólkið hiustar á í kjötborðinu. Mynd: Jim Smart. að alþjóðasáttmálum þar sem það skuldbindur sig til að veita bæði erlendum og íslenskum verkum ákveðna höfunda- vernd. Og til þess að leika tón- list opinberlega þarf heimild höfunda. STEF sér síðan um að veita þessar heimildir fyrir hönd höfundanna og taka fyrir það gjald, sem er nú ekki hátt. Að minnsta kosti finnst okkur það ekki. Árgjald fyrir verslun sem er fimmtíu fermetrar eða minni er til dæmis rúmlega fimm þús- und krónur og þá má verslun- areigandinn spila tónlist úr út- varpi eða af diskum eins og honum sýnist. Þetta gengur þannig fyrir sig, að ef við fáum ábendingu um að tónlist sé leikin á þennan hátt í verslun þá sendum við fyrst kynningu um málið; sem- sagt að höfundar eigi rétt á gjaldi fyrir þennan tónlistar- flutning og það sé tekið með fyrrgreindum hætti. Ef menn ákveða svo að hætta tónlistar- flutningnum við svo búið þá gerum við ekkert meira í því, en ef þeir vilja halda honum áfram sendum við reikning, sem þeim er skylt að greiða. Okkur er síðan vitaskuld ófært að fella niður reikning- ana ef menn vilja einfaldlega ekki greiða þá, en við reynum hins vegar að fara fínt í þetta og menn fá alltaf tækifæri til að hætta tónlistarflutningi. Til dæmis ef þeir telja sig ekki hafa efni á að greiða gjaldið,“ sagði Gunnar Stefánsson, lög- maður innheimtudeildar STEFs, í samtali við Helgar- póstinn. Enn einu sinni logar allt í deilum í röðum íslenskra hrossaræktenda og nú eru það mál og umfjöllun tengd íslenskum hrossabúgarði í Litháen sem hafa gengið svo langt að höfundarréttar- og meiðyrðamál er nú höfðað fyrir íslenskum dómstólum. Stefán Hrafn Hagalín reyndi að komast til botns í málinu, en gekk hálferfiðlega. „Þessir hestamenn eru kolbrjálaðir" - sagði einn viðmælenda Helgarpóstsins í hópi hestamanna. Stefáni Hrafni fannst sú fullyrðing eiginlega skýra ýmislegt. íslensku hrossabændurnir Reynir Sigursteinsson og Halldór Gunnarsson standa þessa dagana í stórræðum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þarsem þeir stefna Hjalta Jóni Sveinssyni, ritstjóra tímaritsins Hesturinn okkar, og Bimi H. Eiríkssyni, útgefanda í Skjaldborg, fyrir annarsvegar brot á höfundarréttarlögum og hinsvegar fyrir ærumeiðandi ummæli. Reyndar er þetta í annað skipti sem þeir stefna Hjalta Jóni og Birni, því þeir drógu upphaf- lega kæru sína tilbaka fyrir tveimur mánuðum eftir ráðleggingar fróðra manna þess efnis að öflugri rökstuðning skorti. Hvorttveggja varðar annars grein og leiðara sem Hjalti Jón skrifaði í febrúarmánuði í fyrsta tölublað fyrrnefnds tímarits og fjallaði um margumtalaðar fjárfestingar hlutafélagsins ísen hf. í Litháen. Framkvæmdastjóri þarna úti er Jörmundur Ingi Han- sen, betur þekktur sem allsherjargoði íslenskra ásatrúarmanna. Hrossabúgarðurinn er að helmingi til í eigu ísen hf. og hinn helm- inginn eiga Litháar. Hann er staðsettur á rúmlega 1.200 hektara eign og starfsmenn skipta tugum. Fyrir hönd Reynis og Halldórs sækir Steingrímur Þormóðsson Halldór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Félags hrossaræktenda og einn „Litháen-mannanna“ Óeðlileg afskipti íslenskra aðila í samtali Helgarpóstsins við Haildór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóra Félags hrossa- ræktenda, kom í ljós að hann er ekki bara ósáttur við það sem hann telur ærumeiðandi ummæli Hjalta heldur einnig að skýrsla til Norræna fjárfest- ingabankans skyldi yfirhöfuð birt. Hann telur engar forsend- ur hafa verið fyrir birtingunni: skýrslan hafi fyrir það fyrsta verið algjört trúnaðarmál — þráttfyrir að hafa verið dreift til fjölmargra aðila — og auk- þess hafi sú gerð skýrslunnar sem birt var verið úrelt. „Þegar Hjalti Jón birtir þessa skýrslu ánþess að hafa sam- band við höfunda einu orði og birta síðan mynd af mér með þá er það miklu meira en ókurteisi.“ Eruð þið þú aðallega ósóttir við að annarsvegar sé verið að vitna til úreltrar skýrslu ó þeim tíma sem hún birtist í tímaritinu og hinsvegar að birt sé úr henni únþess að hafa við ykkur sam- band? „Já. Skýrslan er einnig þýdd eftir því sem þeim sýnist og það er ekki gert frá orði til orðs heldur tekið út og klippt saman. Þetta til- heyrir öðrum tíma í sög- unni.“ En nú er það hluti múl- svarnar þeirra, að þarsem skýrslan liafi farið um hendur fjölmargra aðila sé hún tœplega lengur óopin- bert trúnaðarskjal? „Við vissum ekki til þess að skýrslan hefði Halldór Gunnarsson, hrossarækt- armaður í Litháen. gengið milli margra manna. Þessi skýrsla var aðeins afhent örfáum og við gerðum það alls- staðar með því fororði að hún væri trúnaðarmál. Mér finnst sjálfsagt að Hjalti Jón greini frá því hvar hann fékk skýrsl- una.“ En þetta með œrumeiðandi ummælin... Ég hef lesið bæði umfjöllunina um skýrsluna og leiðarann og kem nú ekki auga d œrumeiðingar þar. „Þarna er hreinlega verið að gefa í skyn að það sé verið að ná í peninga tilþess að plata og síðan verði menn gjaldþrota. Það er ekki hægt að segja hlut- ina berlegar en þarna í mínum huga.“ Svona í lokin. Ég er ekki hestamaður sjúlfur, en mér hef- ur sýnst af fréttaflutningi og munnmælum að það séu sífelld lœti og deilur íykkar röðum. Af- hverju erþetta? „Það er bara kraftur íslenska hestsins sem kallar á þetta. Vafalaust tilheyrir þetta lífinu sjálfu.“ Einn ógœtur hestamaður sem ég rœddi við fyrir skömmu varú því að allir hestamenn vœru kolbrjdlaðir — svona upptil hópa að minnsta kosti... „Það er þá ekki gott að ég presturinn sé í þessum hópi.“ Apple - umboðið hf. Skipholti 21, simi: 511 5111 héraðsdómslögmaður málið, en Skarphéðinn Þórisson verst fyr- ir Hjalta Jón og Björn. Að mati þeirra Reynis og Halldórs er þeim félögum brigslað um svik og pretti í skrifum Hestsins okkar. Jafnhliða þessu höfða þeir Halldór og Reynir mál gegn Hjalta Jóni og Birni sem byggist á meintu broti þeirra á höfundarréttarlögum. Hin umdeildu leiðaraskrif \Hestinum okkar íslensku ævlntýramennirnir Hér að neðan gefur að líta hluta af hinum umdeildu orðum sem féllu í ieiðara Hjalta Jóns Sveinssonar: „Að undanförnu hefur mikið verið rætt um ræktun ís- ienskra hrossa erlendis og sí- vaxandi útfiutning, ekki síst á hryssum, í því skyni að bæta stofninn ytra og auka viðkom- una. Harðar deilur hafa verið meðal hrossabænda um ný- stofnaða rœktunarmiðstöð í Lit- háen og stóra drauma og glæstar vonir hluthafanna þar að lútandi. Ekki skii ég til fulln- ustu hvað vakir fyrir þessum ágætu mönnum en það er stundum engu líkara en þeir standi í þeirri bjargföstu trú að þeir séu brautryðjendur á þessu sviði eða að minnsta kosti muni eiga í fullu tré við keppinauta sína í Evrópu. Vera kann að þau hross sem til ræktunarinnar hafa valist séu af því tagi að þau slái öllu öðru við. Litháen varð fyrir valinu og telja hugsjónarmenn ein- mitt fyrirtækjastofnun af þessu tagi — samvinnuverkefni ís- lendinga og Litháa í hrossa- rækt — til þess fallið að rétta við bágborinn efnahag og at- vinnulíf þessa hrjáða og fá- tæka lands. Ég óttast samt að þær geysi- legu fjár- h a g s 1 e g u skuldbind- ingar sem ís- lenskir aðilar þessa sam- vinnuverk- efnis eru að fjötra sig í séu hættu- spil og síst til þess að auka hróður ís- lenska hestsins og þeirrar menningar sem hann hefur leitt af sér í Evrópu." ....íslendingar aftur á móti eru spenntir fyrir áhættunni enda því vanir að þurfa að treysta á guð og luíckuna — aldrei vissir um það fyrirfram hvort að loðnan gengur upp að landinu þetta árið eða ekki. Þeir fjárfesta því óhikað þó að þeir viti að ævintýrið geti end- að úti í móa. Svona virðast þeir íslensku hrossabændur vera sem hafa nú stofnað „ræktun- arstöðina“ í Litháen og leggja undir hana 200 hektara iands og svo mikils krefst býlið að 50 dráttarvélar mun þurfa til að sinna aðdráttum og öðru sem til þarf svo hjólin megi snúast.”

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.