Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR16. NOVEMBER1995 ■■ 15 Andrés Magnússon á með öðrum netfyrirtækið Kjarnorku, sem sér um rekstur Sögu-vefsins. Karl Th. Birgisson spurði hann hvers konar dónar þeir væru eiginlega, þessir netgaurar. Netið er ekki sökudólgurinn Hvernig stendur á því að svona óhróðri er dreift um netið? „Það er einföldun að tala um netið sem heild, það nær yfir mjög margt. Það getur verið tölvupóstur, það getur verið Vefurinn, sem er uppsettar heimasíður með myndum og fleiru, fréttahópar, spjallhópar og ótal leiðir aðrar sem má nota til að senda tölvuskjöl. Allt er þetta á netinu, þótt framsetningin sé mismunandi. Þess vegna er til dæmis ómögulegt að fullyrða um hve: nær myndin kom á netið. í hvaða skilningi? Er hún komin á netið af því að hún fer á milli tveggja manna með rafrænum pósti? Eða þegar hún er komin til fréttahóps? Eða á heima- síðu? Hvað er átt við?“ / þeim skilningi að einhver skannar hana inn á einkatölvu og kemur henni þaðan inn á nettengingu þar sem aðrir hafa aðgang að henni. „Sterkasta kenningin, sem ég hef bezta heyrt um þetta, er að þetta hafi gerzt í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri, þar sem myndin var mjög snemma komin í dreifingu. Hvort það var með tölvupósti eða á heimasíðu veit ég ekki. Þetta gæti líka hafa gerzt í Háskólan- um á Akureyri eða hvar sem er annars staðar — það eru svo margir staðir sem koma til greina." Það hefur komið til umrœðu, eftir mál Heiðars, að setja því einhverjar reglur hvað hœgt er að setja á netið og gera menn ábyrga fyrir því. „Bíðum við. Á skal að ósi stemma. Eftir því sem drengur- inn á Akureyri segir í blaðavið- tölum eru ekki mjög margir sem koma til greina. Það er lögreglan, myndsmiðjurnar tvær og hann sjálfur. Mér þykir afar ólíklegt að lögreglan hafi staðið fyrir þessu. Myndsmiðj- urnar eru möguleiki, en þær hafa þvertekið fyrir það, og þá eru ekki eftir nema drengurinn eða vinir hans. Netið hefur verið gagnrýnt að ósekju í þessu máli. Það má ekki gleyma því að löngu áður en myndin komst á netið, hvernig sem það gerðist, þá var hún farin að streyma í gegnum faxtæki um allt land. Vilja menn banna fax-tæki eða setja sérstakan búnað til að rekja það sem fer um þau? Þar fyrir utan hafði Gylfi Kristjánsson, blaðamaður DV á Akureyri, greint frá því á mjög ósmekklegan hátt í Sand- korni, löngu áður en myndin fór á netið, að þessi mynd gengi manna á milli á Akureyri. Það þurfti ekki doktorsgráðu í bókmenntafræði til að skilja við hvað og hvern var átt. Mér finnst mjög vafasamt í þessu sambandi að benda á netið og segja: þetta er vanda- málið. Netið er í tízku og mjög áberandi í umræðunni, en dreifingin var farin af stað af fullum krafti eftir hefðbundn- ari leiðum." Það er samt töluverður mun- ur á því að dreifa mynd í Ijósriti eða í gegnum faxtœki og að gera hana aðgengilega milljón- um manna um allan heim. Það er ekki sami hluturinn að rétta þér Ijósrit af einhverju og t.d. að birta það í dagblaði. „Kann að vera. Á móti kemur að íslenzkt dagblað er gefið út fyrir íslendinga, sem þekkja Heiðar. Hvað milljónir manna í útlöndum sjá af Heiðari Jóns- syni kemur málinu ekkert við. Það hefur enga merkingu fyrir þá.“ Nær vonlaust að rekja tölvupóst Því er haldið fram að hægt sé að rekja sendingarnar; að ef ég fœ eitthvað með tölvupósti sé hægt að rekja það til upphafs síns. „Það er mjög erfitt nema með mikilli rannsóknarvinnu og raunar efa ég að það sé framkvæmanlegt. Það eru til og viðtakandinn getur verið viss um að sendandinn sé sá sem hann segist vera. Því miður hefur þetta ekki verið mikið notað, ekki sízt vegna þess að bandarísk stjórnvöld hafa sett sig upp á móti útflutningi á þessu forriti, á þeirri forsendu að það sé hergagn." Þetta leysir ekki vandann sem ég er að tala um. „Er hœgt að koma í veg fyrir að myndir á borð við þá, sem dreift var afHeiðari Jónssyni, komist í almenna dreifingu á Internetinu? Hvað þarf til? Er það œskilegt?“ svokallaðir „nafnlausir endur- sendar“, sem hægt er að senda skjal til með skilaboðum um hvert það á að fara. Þegar það er sent á ákvörðunarstað er tekið fram frá hvaða endur- sendi þáð kemur, en lengra nær það ekki. Ég veit aðeins eitt dæmi um að reynt hafi verið að taka fyrir slíka starfsemi og það var í Finnlandi, þar sem stjórnvöld hafa leyft sér meira en annars staðar. En það er nær vonlaust að rekja tölvupóst, jafnvel þótt næðist utan um alla enda. Ein sending hingað frá Bandaríkj- unum getur farið í gegnum óteljandi stöðvar. Aðeins sum- ar póststöðvar halda skrár yfir hvað fer hvert og þær skrár eru geymdar mislengi. Það væri hugsanlega hægt að skrifa forrit sem reyndi að rekja þetta fljótar en manns- höndin getur, en samt sem áð- ur er þetta nær óvinnandi verk. Auk þess væri það svo drastísk aðgerð að mér er til efs að það stæðist gagnvart al- mennum mannréttindum." Efsú er niðurstaðan, að þetta sé nœr óvinnandi vegur, þá er það býsna alvarlegt mál. Það þýðirað hversem ergetur nafn- laust sent hvað sem er, um hvern sem er, til milljóna manna og komizt upp með það. „Já, það kynni manni að finn- ast skelfilegt, en það er líka dá- samlegt í aðra röndina, þrátt fyrir að mér finnist að sérhver maður eigi að bera ábyrgð á orðum sínum. Þetta er hluti af málfrelsinu." Því hljóta að vera takmörk sett; þú getur ekki sagt hvað sem er um nafngreinda einstak- linga án þess að bera ábyrgð á því. „Þannig ætti það að vera og þannig væri það í fullkomnum heimi. Við lifum ekki í full- komnum heimi. Hann er ekki setinn englum, heldur mönn- um. En þetta er ekki nýtt vanda- mál á netinu — hver segir hvað — og menn hafa fundið ákveðnar lausnir á nafnleys- inu, þótt það tengist málfrelsi ekki nema óbeint. Þegar ég sendi pöntun út í heim þarf viðtakandinn að vera viss um að það sé ég, en ekki einhver annar, sem sendir hana. Til að leysa þetta var fundin upp lyklun á skilaboðum, PGP, sem stendur fyrir Pretty Good Privacy. Það felst í því að hver maður á tvo lykla, annan al- mennan og hinn sinn einkalyk- il. Almenni lykillinn er gefinn út svo hver sem er getur nálg- ast hann. Skilaboð eru send kóðuð og viðtakandinn notar forrit, sem reiknar almenna lykilinn saman við einkalykil viðtakandans. Þá ljúkast dyrn- ar upp og hann fær boðin. Þannig er komið í veg fyrir að einhver þriðji aðili lesi boðin „Jú, ef allir notuðu þetta. En auðvitað gera menn sér grein fyrir vandamálinu og hafa ver- ið að leita leiða. Það er hins vegar mjög erfitt að taka á þessu nema með mjög harka- legum aðgerðum — til dæmis að ritskoða netið á einhvern hátt, sem er nánast ófram- kvæmanlegt. Það er líka önnur hlið á mál- inu. Þegar uppreisnartilraunin var gerð í Moskvu og fjölda- morðin framin á Torgi hins himneska friðar komu fréttir af því fyrst á Usenet, en þar er að finna fréttahópa af ýmsu tagi. Inn á það settu til dæmis kín- verskir stúdentar upplýsingar nafnlaust og lái þeim hver sem vill. Ekki hefði ég viljað merkja það nafni og númeri í þeirra sporum.“ Það er hœgt að nefna önnur dœmi, þvert í hina áttina. „Já, velkominn í raunveru- leikann. Þú munt alltaf standa frammi fyrir slíkum vandamál- um.“ Það er klisja. „Allt hefur sína kosti og ókosti. í þessu tilfelli eru kost- irnir tvímælalaust meiri en ókostirnir. Rætni og rógur er jafngamalt mannkyninu. Netið er ekki að búa það til. Netið er nefnt til sögunnar núna af því að það er nýtt og framandi og er í tízku. Það sama gerðist þegar síminn var að ná útbreiðslu og þegar sjónvarpið kom til sögunnar. Það er rétt að það er hægt að finna geðveika nazistahópa á netinu og ekkert áhugamál er svo ógeðfellt að það komi ekki fram þar á einhvern hátt. Þarna speglast öll mannkyns- flóran og allur mannskynsflór- inn. En það hefur ekkert með netið sem slíkt að gera.“ íslenskur miðill eða al- þjóolegur? Á hvaða punkti er netið orðið að fjölmiðli? „Vefsíðurnar eru það sem næst kemst því að vera fjöl- miðill og ég lít þannig á að fyr- irtækið okkar verði að sjálf- sögðu að bera ábyrgð á rógi og öðru þvíumlíku sem birtist hjá okkur. Ég neita því hins vegar að við þurfum að lúta prentlög- um.“ Hvers vegna? „Vegna þess að birtingin á efninu gerist annars staðar. Ég sé til dæmis ekkert að því að birta áfengisauglýsingar, vegna þess að ég er jafnmikið að gefa út fyrir heimsbyggðina og Island. Þótt ég vinni á ís- landi og gagnabankinn sé hér, þá er efnið okkar lesið annars staðar. Þess vegna finnst mér þessi löggjöf koma mér lítið við.“ Þetta er hártogun. Þú getur sagt það sama um útvarp eða sjónvarp. Það sem er sagt í Efstaleitinu getur líka heyrzt úti í Evrópu á stuttbylgju. Það þýðir ekki að þar megi birta áfengisaug- lýsingar. „Það má breyta dæminu á alla vegu. Ég get unnið hér, en haft gagna- bankann á er- lendri grund. Það er sama hvernig á málið er litið: lög- gjöfin er harla hæpin.“ Eina leiðin virð- ist vera að koma á einhvern hátt í veg fyrir að íslendingar fái tölvuaðgang að því efni sem er bannað hér, til dœmis áfengisaug- lýsingum. „Já, finnst þér ekki eitthvað und- arlegt við það?“ Andrés Magnússon: Rætni og rógur er jafngamalt mannkyninu. Netið er ekki að búa það til. Stærsta bóka- safn í heimi Það er samt varla hœgt annað en hafa áhyggjur afþessu. „Ég skil alveg áhyggjurnar, en ég hef ekki frekar en aðrir lausn fram að færa. Net- ið nær núna út um allan heim. Meira að segja í Norður- Kóreu eru ein eða tvær tölvur tengdar netinu. Til að stjórna því sem fer fram á netinu um allan heim þyrfti þess vegna eina mjög miðlæga síu, sem ég held að enginn vilji sjá.“ / Háskólanum kom upp mál vegna kláms sem nemendur komust íþegar þeir áttu að vera að lesa frœðiritgerðir. Það tókst einhvern veginn að loka fyrir aðgang að því. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist í Háskólanum, en það er algengast að finna klám- efni á einni tegund fréttahópa. Þeim er gróft hægt að skipta í tvennt. Annars vegar venju- lega fréttahópa, þar sem um- sjónarmenn fylgjast með skila- boðum og henda út því sem þeim finnst ekki eiga heima þar. Hins vegar eru alt-hóparn- ir, alternattfu hóparnir, þar sem ríkir stjórnleysi, líflegar umræður og eru stundum ekki fyrir viðkvæmar sálir. En það er nokkuð sem menn vita þeg- ar þeir fara inn á þessa hópa. Ég get ímyndað mér, án þess að ég hafi fylgzt með málinu uppi í Háskóla, að þeir hafi ein- faldlega lokað fyrir aðgang að þessum o/f-hópum, sem við gerðum raunar líka á Síberíu [,,net- kaffihúsi" þar sem hægt er að kaupa aðgang að net- inu].“ Það hlýtur líka að þurfa að koma í veg fyrir að börn villist allt í einu inn á eitthvert efni sem er þeim ekki hollt. „Já, það hefur verið mikið rætt hvernig það megi gerast og gerðar skoðanakannanir um það á netinu. Raunar eru netbúar upp til hópa mjög frjálslynt fólk og þess vegna ekki alveg marktækt úrtak. En kannanir sýna að þótt menn hafi áhyggjur af þessu, þá sé það ekki í verkahring ríkisins að afstýra því, heldur sé það verkefni foreldra." Ég vil sem foreldri að barnið mitt lœri á netið, en ég vil ekki að það rekist á einhvern ófögn- uð sem er því óhollur. Þess vegna hlýt ég að fara fram á að það efni sé ekki öllum aðgengi- legt. „Það er hægt að grípa til ákveðinna ráðstafana, til dæm- is að kaupa forrit sem útiloka ákveðna hluti eða að útiloka alt-hópana. Við bjóðum upp á tvenns konar áskrift, venjulega og takmarkaða, sem felur m.a. í sér að a/í-hópunum er lokað.“ En þá er ekki bara lokað á börn, heldur fullorðna líka. „Já. Þann vanda verðurðu þá að leysa með forriti heima hjá þér. Svo lendirðu í því að strákurinn þinn verður flinkari en þú á tölvuna og finnur ótal leiðir framhjá þessu, en það er önnur saga. Netið er í raun stærsta bóka- safn í heimi og þar leynast auð- vitað alls konar hlutir. Ég sá mjög ógeðfellda síðu um dag- inn sem einhver, sem hafði greinilega mikinn áhuga á rað- morðingjum, hafði sett upp. Það er líka hægt að finna ógeðslegar síður sem eiga full- an rétt á sér, til dæmis við læknadeildir háskóla. Þar er hægt að finna myndir sem ég myndi ekki láta nokkurt barn sjá.“ Niðurstaðan er sem sagt? „Tough luck. f raun og veru. Hinn kosturinn er alskelfilegur, sem er allsherjarritskoðun. Það er hugsanlega framkvæm- anlegt á litlu landi eins og ís- landi, en bæði dýrt og óæski- legt. Það yrði að loka öllum Vefnum af, nema tilteknum síð- um. Það er eina leiðin.“ simar frábært verð! Frá kr. 23.000' Verslunin Anton Skúlason Austurveri Háaleitisbraut S: 588 0400 Opið 12-18

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.