Helgarpósturinn - 16.11.1995, Side 22

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Side 22
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBEÍÍ1995 22 w Arni M. Mathiesen alþingismaður bað Ríkisendurskoðun um úttekt á Ríkisútvarpinu. Nú er hún komin og í samtali við Karl Th. Birgisson segir Arni að: EMt ■ á. . Skýrslon gæti verið tilefhi til að reka útvarpsstíóra Þú ert að segja að það séu merki um að Framsóknarflokk- urinn sé reiðubúnari að skera niður í velferðarkerfinu en Al- þýðuflokkurinn ? „Ég er að gera mér vonir um að við náum meiri árangri með þeim en raunverulega náðist á síðasta kjörtímabili. Það er ákveðinn klofningur í Alþýðu- flokknum; þeir vilja vera frjáls- lyndir í aðra röndina, en svo standa þeir vörð um ýmsar heilagar kýr í velferðarkerfinu. Flokkurinn skiptist þó ekki endilega í fylkingar, heldur er eins og hver og einn eigi í innra stríði um þetta. En auðvitað hefði orðið tals- vert annað að vinna með Al- þýðuflokknum eftir að Jóhanna var farin. Hún fór of seint til að mikið svigrúm gæfist til breyt- inga, en var búin að setja mark sitt á fjárlagavinnuna allt kjör- tímabilið, með upphrópunum, útgöngum og hurðaskellum. Hún var mjög flink í að koma sínum máíum fram á þeim tímapunkti þegar þurfti að hrökkva eða stökkva. Hún var kiók.“ Ertu ekki að vinna með sama þyngslalega Framsóknarflokkn- um og hann var á síðasta kjör- tímabili? „Það leggur kannske ákveðn- ar skyldur á okkar herðar um „Ámeðanégerí pólitík þá reyni ég að hafa eins mikil áhrif og aðstæður leyfa. Og auka þau, stig afstigi. “ að lyfta þeim svolítið upp. Það er talsvert af nýju fólki í þing- flokknum hjá þeim, sem talaði öðruvísi í kosningabaráttunni en flokkurinn hafði gert og virt- ist gera það með vitund og vilja forystunnar." Þrjú ár í óvissu Landbúnaðarmálin fara í taugarnar á þér, segirðu, en ertu ánœgður með framkvœmd GA TT-samnings? „Ég held að framkvæmd GATT-samningsins hafi verið á þann hátt sem búast mátti við. Það stóð aldrei til að það yrðu breytingar á samkeppnisum- hverfi landbúnaðarins við gild- istöku samningsins, Það voru framkvæmdalegir hnökrar, sem voru leystir fljótlega, og þar að auki urðu samtímis breytingar á íslenzka markaðn- um sem erfitt er að greina frá hugsanlegum GATT-áhrifum, sérstaklega varðandi grænmet- ið. Grundvallaratriðið var að ekkert átti að hækka vegna samningsins." Það gerði það nú samt. „Það gerði það vegna þess- ara upphaflegu skrifræðis- hnökra, en líka af öðrum ástæðum sem áttu rætur hér innan lands. Það er erfitt að greina í sundur hvað veldur hverju. Svo held ég að við höf- um á undanförnum misserum tekið út verðlækkun vegna gildistöku samningsins; land- búnaðurinn hefur verið að búa sig undir að mæta nýju um- hverfi og verið þrýstingur á um að lækka verðið. Frjálsu grein- arnar hafa gert það, sérstak- lega svínabændur." En það er eitthvað skrýtið við það, að loksins þegar við stað- festum samning sem er beinlínis hugsaður til að brjóta niður við- skiptamúra og auka milliríkja- verzlun, þá skjóta hér upp kolt- inum alls kyns undarlegir toll- kvótar og annað sem virkar sem höft og verðlag hœkkar. „Ég er ekki tilbúinn að viður- kenna að það hafi gerzt vegna GATT-samningsins. Það getur verið um að kenna hnökrum í skrifræði þegar mikil breyting gengur yfir. Maður er margoft búinn að sjá að embættis- mannakerfið hér ræður ekki við nema eitt stórt mál í einu. Það gerðust þarna hlutir sem ekki áttu að gerast og væntan- lega er búið að leiðrétta þá. En GATT-samningnum var ætlað að breyta innflutnings- höftum í tolla. Jón Sigurðsson lýsti því þannig að þessa breyt- ingu þyrfti að gera og svo væri hægt að lækka tollana. Það stóð aldrei til að þessi samn- ingur opnaði fyrir innflutning sem lækkaði verulega verð á landbúnaðarvörum. Það er verið að byrja ákveðið ferli.“ En þú sem þingmaður í þétt- býliskjördœmi, neytendakjör- dœmi, hvernig útskýrirðu hvað þú ert að gera til að lœkka verð á matvœlum? „Ég er í stöðugri baráttu í þessum málum. Við erum að stíga skref fram á við. GATT- samningurinn brýtur ákveðin prinsipp sem hér hafa gilt ára- tugum saman. Það er t.d. farið að leyfa innflutning á ferskum kjötvörum. Þessu ferli er ekki lokið. Tollarnir munu lækka. En það er jákvæðara fyrir bæði dreifbýli og þéttbýli að verð- lækkun á landbúnaðarvörum gerist með því hvernig við sjálf skipuleggjum okkar landbún- að. Það er ekkert í náttúru landsins sem segir að vörur „Framsóknarflokkur- inn erlíklega auðvelá- ari í samstarfi í vel- ferðarmálunum. “ eins og mjólkurvörur, kjúkling- ar eða svínakjöt eigi að vera dýrari hér en annars staðar. Það geta verið markaðsástæð- ur fyrir því, en ekki aðrar. Ég hafði vonazt eftir því að frjálsræði í sauðfjárframleiðsl- unni næðist hraðar með nýja búvörusamningnum. Það náð- ist ekki samkomulag um það og það er til skaða fyrir bæði bændur og neytendur. Það þýðir að fyrstu þrjú ár búvörusamningsins veit eng- inn hvernig hann mun virka. Árið 1998 verður komin frjáls verðmyndun á sauðfjármark- aðnum og þá munum við sjá varanlegar breytingar í grein- inni, neytendum til hagsbóta. Fram að því er óvíst hvað ger- ist. Virka nýju hömlurnar, sem komu í staðinn fyrir kvótakerf- ið? Eða verður framleiðslu- sprenging, sem krefst erlendra markaða? Eða brotnar verð- lagskerfið niður hér innan lands? Það eru mörg dæmi um að þegar myndast ósamræmi á milli framboðsins og verðlags- ins, þá brotnar kerfið. Það verður til annar markaður á

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.