Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.12.1995, Blaðsíða 4
4 FlMIVmJDAGUR 21. DESEMBER1995 Yfirheyrsla • Var Einar Hreinsson ekkert smeykur viö að skrifa „minningargreina- bóK“ um 58 Islendinga sem dóu á árinu 1994? Engar svívirðingar dunið á mér „Nei, ég hef nú ekki fengið ýkja rnargar kvikindislegar athuga- semdir við þessa bók. Ég var dálítið hræddur um að ein- hverjar svívirðingar myndu dynja á mér, en af því varð ekki sem betur fer.“ Hvernig tóku aðstandendur hinna látnu því þegar þú leit- aðir til þeirra um samþykki fyrir birtingu kafla um ástvini þeirra? „Flestir tóku þessu mjög vel eftir smávegis uinhugsun og eru í dag hæstánægðir með framtakið. Reyndar fékk ég ein- ungis afsvar frá tveimur fjöl- skyldum sem af ýmsum ástæð- um vildu ekki að kaflar um látna ástvini sína birtust í bók- inni.“ Ég einhvernveginn sá fyrir mér að ritun verksins hefði verið hálfóhugguleg á köfl- um... „Nei, alls ekki. Þetta var að mörgu leyti skemmtileg og þakklát vinna. Ég var að vísu í miklum vafa um að taka þetta að mér í fyrstu og átti sjálfur ekki hugmyndina. En maður var þarna síðan að fræðast um fólk sem maður annars hefði aldrei þekkt til og ég vænti þess að fá ágætar viðtökur hjá forvitnum og upplýsingaþyrst- um íslendingum." Varstu lengi að vinna verkið? „Þetta var stíf vinna í fjóra eða fimm mánuði og gríðarlega annasamt að leita sér ná- kvæmra upplýsinga um sumt af þessu fólki. Einna mestur tíminn fór reyndar í að ná sam- komulagi við aðstandendur um nákvæmlega hvaða atriða yrði getið í umfjölluninni um hina iátnu. Þannig lásu aðstandend- ur kaflana yfir og höfðu mögu- leika á að gera sínar athuga- semdir og ráða nokkru um innihaldið.“ Svona í alvöru talað: Hver voru til dæmis viðbrögð vina þinna — fannst þeim þetta ekkert skrýtin útgáfa? „Jújú, ýmsir höfðu svosem áhyggjur af því — einsog sumir aðstandendur í fyrstu — að gróðasjónarmiðið réði um of för. En ég lít einfaldlega ekki þannig á málið. Þeir vinir mín- ir, sem í upphafi vöruðu mig einna harðast við þessu, hafa verið hrifnir eftir að hafa lesið bókina yfir. Staðreyndin er sú að sambærilegar bækur eru gefnar út í Englandi og víðar og þykja sjálfsagðar og þarfar." En er þetta ekki samansafn af dauðyflislegum lofrullum; einskonar minningargreinum í bókarformi? „Nei, ég vona eindregið að svo sé ekki. Ég reyndi að halda mig við staðreyndir málsins og fegra ekki lífshlaup manna um of. Vera frekar tiltölulega hlut- laus, en samt gæta fyllstu virð- ingar og kurteisi." Á dögunuiti kom út bók h]á AJmenno bókafé- laginu eem ber titíUnn „Látnir merkismenn" og er i raun samansafn stuttra pistla eða grelna um lifsblaup 58 misminnisstæðra ís- lendinga sem dóu á árinu 1994. Bókin hefur vakið nokkrar spumingar og til dæmis hafa kaldhæðnir hvíslað uppnefnlð „íslenskir dauðmenn" í samhengi vlð hina umdelldu út- gáfu AB, „fslenskir auðmenn11. Frá Valdimar Örn Flygenring er nú um það bil að setja sig í karakter Stanleys Kowalskis hjá Leikfélagi Akureyrar; eða í samskonar hlutverk og hann hefur alltaf unað sér vel í. Það sama verður ekki sagt um hlutskipti hans sem lágtlaunaðs leikara og þriggja barna föður á íslandi. Frá Reykjavík til Akureyrar komst Guðrún Kristjánsdóttir að því að leið hans liggur næst frá LA til LA í Bandaríkjunum. Sporvasninum til LA Draumahlutverk já... það er vissu- lega mjög spennandi að fást við þennan Stanley. Hann er ekki borðliggjandi þótt margir kvnnu að halda það,“ segir Valdimar öm Flyg- enring, sem með Leikfélagi Akureyrar frumsýnir á þriðja degi jóla leikritið Sporvagninn Girnd eftir bandaríska leik- skáldið Tennessee Williams í leik- stjórn Hauks J. Gunnarssonar. Leikritið gerist í smábæ í suðurríkj- um Bandaríkjanna og fjallar í fáeinum orðum um kennslukonuna Blanche Du- bois sem leitar á náðir systur sinnar og mágs: Stellu og Stanleys Kowalski. Meðan á dvöl hennar stendur er flett ofan af Blanche, sem mátt hefur þola óblíð örlög. í heimsókn þessari koma upp atburðir sem leiða hana fram á brún vitfirringar. Sporvagninn var fyrst sýndur árið 1947 og síðan kvikmyndaður fjórum ár- um síðar, árið 1951, með Marlon Brando í hlutverki Stanleys. Og það er skemmst frá því að segja að þá sló Brando fyrst í gegn. Það er því nærtæk- ast að spyrja hvort töffarinn Valdimar sæki eitthvað í brunn hins? „Þó svo að maður hafi kíkt á kvik- myndina er hlutverk Stanleys — og reyndar allra hinna í verkinu, það vel skrifað að ætli maður sér að leika það á annað borð verður maður að gera það út frá sjálfum sér ellegar sleppa því að taka að sér hlutverkið." Valdimar viðurkennir þó að þeir flet- ir sem hann og Stanley eigi sameigin- lega séu ekki áberandi í fari hans dags- daglega. „Ég var að lesa það um daginn að hann þætti mikil karlremba. Vissu- lega er hann það, en í leiðinni er hann líka barn síns tíma, sem hefur víða skír- skotun. Viðbrögð hans eru þarafleið- andi á margan hátt skiljanleg, þó að þau gangi mjög langt. í rauninni er ekki mjög erfitt að réttlæta fyrir sér gjörðir hans, horfi maður þannig á málið, sem er í raun mitt hlutverk að gera.“ Mótleikarar Valdimars í hinum eftir- sóttu hlutverkum Stellu og Blanche eru þær Rósa Guðný Þórsdóttir, sem leik- ur Blanche, og Bergljót Arnalds, sem leikur Stellu. Um leið og rætt var við Valdimar um hlutverk hans hjá LA varð ekki hjá því komist að spyrja hann um hvað orðið hefði um þau áform hans að flytast bú- ferlum til LA í Bandaríkjunum? „Það hefur lengi staðið til að flytja til Bandaríkjanna, en svo lenti maður bara í þeim yndislegheitum að eignast börn — sem eru orðin þrjú talsins. Nú eru þau hins vegar ekki lengur nein ung- börn sem þola ekki hita og svo fram- vegis, svo ég reikna með að við hjónin getum farið að hugsa okkur til hreyf- ings á næsta ári. Semsagt: Það stendur enn til að flytja utan og ég held að við höfum aldrei verið eins ákveðin og ein- mitt nú. Mér finnst alveg kominn tími til að opna gluggann í aðra áttir. Að minnsta kosti er það þannig í mínu til- felli að á tíu ára fresti er mér nánast eðlislegt að breyta verulega til. Það er eins og það sé meðfætt." En af hverju LA? „Það er fyrst og fremst til að víkka sjóndeildarhringinn, annars kemur Evrópa líka til greina. Svo má líka vel vera að maður fíli bara sólina en finnist allt annað ógeðslegt og heimskulegt. Vilji maður vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma er maður að minnsta kosti á réttum stað í LA, því þar er mest um að vera í kvikmynda- gerð í hinum vestræna heimi. Með því að flytja út minnkar maður alltént möguleikana á því að verða ekki fyrir valinu.“ Svo kemur líka annað og meira til: Valdimar Örn langar til þess að ein- beita sér að því sem hann telur sig gera best; leiklistinni! „Fyrir leikara að leika á sínu tungumáli er náttúrulega æðis- legt, en svo ég hamri á svolitlu sem flestir hafa eflaust heyrt áður, þá efast ég um að margir geri sér grein fyrir því hvað leikarar hafa í mánaðarlaun, sem er á bilinu 80 til 100 þúsundkall á mán- uði. Nú þarf ég að sjá fyrir fimm manna fjölskyldu og það er skemmst frá því að segja að ég er í mínus um hver mánaða- mót. Til að ná endum saman þarf mað- ur að vera í fullt af öðrum störfum, sem kemur einfaldlega niður á því að maður getur ekki sinnt leiklistinni eins og maður vildi." Þess má geta að á milli þess að æfa á virkum dögum sýnir Valdimar um helg- ar og bregður sér svo á eftir í hlutverk trúbadorsins. „Það má vel vera að ekkert gerist í LA en þegar svona er komið skiptir ekki máli hvort maður fer á hausinn í LA eða á Akureyri. Leiklist í allra besta skilningi víkkar andann og er, ásamt bókmenntum og annarri menningu, fulltrúi og vörður hugsunarinnar. Það hlýtur því að vera mikilsvert fyrir þjóðfélagið að hafa góða leikara sem ekki þurfa að spila Kötukvæði til að hafa ofan í sig og á fyr- ir einhverja dauðadrukkna íslendinga.“ Á móti má benda á klisjuna um berklaveika skáldið undir súð; að engin list verði til nema í eymd? „Það má vera að berklaveika skáldið undir súð sé ágæt goðsögn, en mér finnst slæmt að börnin mín þurfi líka að vera berklaveik skáld undir súð. Það getur ekki átt við í siðuðu samfélagi. Síðan ég sýndi mínar bestu þrjár frumsýningar — þegar börnin mín fæddust — hafa viðhorf mín til lífsins breyst. Nú ber maður orðið ábyrgð á einhverju sem maður elskar. Það breyt- ist allt við það. Þegar maður þarf orðið að vinna alia daga vikunnar, sýna á kvöldin og spila fyrir fyllibyttur á kassagítar um helgar þá segi ég stopp. Þetta hlýtur að brjóta í bága við ein- hver mannréttindalög. Ég held að hvergi sé leikarastarfið verr launað en hér — nema ef vera skyldi í þriðja heiminum. Vel að merkja: ég er ekki að sækjast eftir heimsfrægð, sem mér finnst reyndar ömurleg, heldur bara því að geta lifað mannsæmandi lífi.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.